Morgunblaðið - 29.12.1937, Page 7
Miðvikudagur 29. des. 1937,
MORGUNBLADIÐ
7
SAMNINGAR IÐJU
OG IÐNREKENDA.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SH)U.
Iðm-ckeridaf jelaginu lijer í Reykja
yík. Er það vafalaust öllum mik-
ið gleðiefni. Fyrirtæki þau, sem
hjer koma við sögu eru orðin all-
mörg. Hve margt verkafólk þar er
samtals er blaðinu ekki kunnugt.
í þessum nýju samningum er
það ákvæði upp tekið, að öllu því
fólki, sem liefir atvinnu í iðn-
fyrirtækjum þessum, eða á kost á
atvinnu þar, er heimilt að ganga
í fjelagið Iðju.
Fyrirtækin, sem hjer eiga hlut
að máli, eru þessi:
Efnagerð Reykjavíkur h.f., Kex-
rerksmiðjan Frón, Magnús Th. S.
Blöndahl h.f., Sanitas gosdrykkja-
og aldinsafagerð, Kaffihætisverk-
smiðjaGunnl. Stefánssonar, Yinnu-
fatagerð íslands li.f., Sjóklæða-
gerð íslands. h.f., Svanur h.f.
efnagerð, sælgætisgerð og kaffi-
brensla, Ljómi efnagerð, Yeiðar-
færagerð íslands h.f., Sælgætis-
gerðin Freyja h.f., Mjólkurfjelag
Iteykjavíkur efnagerð, Nói h.f.,
Hreinn h.f., Pípuverksmiðjan h.f.,
Hampiðjan h.f. Kexverksmiðjan
Esja h.f., Sælgætisgerðin Víkingur
h.f., Lakkrísgerðin h.f., Máninn
h.f., Amanti h.f., Sporthúfugerð-
in, Kassagerð Reykjavíkur, Verk-
smiðjan Venus h.f., Stáltunnu-
gerðin, Málningaverksmiðjan
Harpa, Skógerðin h.f., Verksmiðj-
an Fönix, Málningaverksmiðjan
Litir & Lökk h.f., Skúli Jóhanns-
son & Co., Herkúles h.f., Nær-
fatagerðin Aðalstræti 9, Pappírs-
pokagerðin h.f., Sirius h.f., Niður-
suðuverksmiðja Sláturfjelags Suð-
urlands, Klæðavei'ksmiðjan Ala-
foss, Ullarverksmiðjan Framtíðin.
DagbóÞ?.
. ..'sa
M! lAíMT
MINNINGARORÐ UM
ÓLÖFU EINARSDÓTTUR
T eg minnist ekki að liafa sjeð
j getið í daghlöðum hæjarins
þessarar konu, sem dó hjer í
Landakotssjúkrahúsi 21. maí síð-
astliðinn. Hún var fædd í Mun-
aðarnesi í Strandasýslu 16. janúar
1874 og var þar fram yfir ferm-
ingu, þá fór hún að heiman til
Skagastrandar, þar var hún á
Kvennaskólanum á Ytri-Ey og
mentaðist þar til munns og handa.
Að því loknu fór hún hingað suð
ur til Reykjavíkur og vann hjer,
en fór svo til útlanda og lærði
kjólasaum, að því loknu kom hún
heim og saumaði hjer í húsum.
Síðar frór hún svo aftur til út-
landa til frekara náms í starfi
sínu. Olöf sáluga var framúrskar-
andi verkkona, vann sitt starf
með þeirri dæmalausu alúð og
skyldurækni, sem því miður er að
verða svo sjaldgæf með þjóð vorri.
Jeg veit að margar konur, sem
hún vann fyrir, sakna hennar
sárt frá starfi sínu og er jeg ein
þeirra á meðal. Hún var einlæg
trúkona, frjálslynd í trúarskoð-
unum og sannleiksleitandi sál
sem nú lifir sæl innanum slíkar
sálir.
Blessuð sje minning þín.
Kunning j akona.
Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn-
ingskaldi á S og SV. Skúrir.
Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5):
Vindur er allhvass S með 6—8
st„ liita og rigningu vestan lands.
Norðaustan lands er hægviðri með
2 st. hita og úrkomulaust. Lægð
yfir S-Grænlandi á hægri hreyf-
ingu norður eftir.
Næturlæknir er í nótt Berg-
sveinn Ólafsson, Hávallagötu 47.
Sími 4985.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Jólatrjesskemtanir Verslunar-
mannafjelags Reykjavíkur verða í
kvöld og annað kvöld í Hótel
Borg. Aðgöngumiða þarf að sækja
fyrir kl. 2 í dag.
Hjónaefni. Á aðfangadag jóla
opinberuðu trúlofun sína ungfrú
Júlíana Mýrdal og Lars Jakohs-
son loftskeytamaður.
St. Freyja heldur áramótafagn-
að í G. T.-húsinu á gamlárskvöld.
Verður þar til skemtunar upp-
lestur, eftirhermur, söngur og
dans.
Símaskrá 1938 er komin út.
Tveir enskir togarar voru vænt-
anlegir hingað frá Austfjörðum í
gærkvöldi. Hafði annar hilað fyrir
nokkrum dögum, er hann var að
veiðum fyrir Austfjörðum. Leit-
aði hann aðstoðar annars bresks
togara, sem dregur hann hingað
til viðgerðar.
Á veiðar fóru í gær togararnir
Venus, Brimir og Ililmir. Rán
kom inn á Reykjavíkurhöfn í gær
til að taka ís. Hann fór aftur út
gærkvöldi.
Áramótadansleik sinn heldur
Glímufjelagið Ármann eins og að
undanförnu í Iðnó á gamlárs-
kvöld. Mikið verður vandað til
dánsleiksins. Húsið verður skreytt.
Hjónahand. Á aðfangadag voru
gefin saman í hjónaband á Siglu-
firði ungfrú Dagmar Fanndal og
Daníel Þói'hallsson frá Hornafirði.
Kristniboðsfjelögin hjer hafa
jólatrjesfagnað fyrir böi’n eins og
að undanförnu. Fjelagsfólk er
beðið að sækja aðgöngumiða í
Betaníu, handa böi'num, sem það
ætlar að bjóða, í kvöld kl. 6—9.
Námskeið í vefnaði hefir frú
Sigurlaug Einarsdóttir haldið í
vetur, og eru margir fallegir mun-
ir eftir nemendur liennar til sýnis
í búðarglugga Jóns Björnssonar &
Co., Bankastræti 7, þessa dagana.
Eftir áraxxiót liefst nýtt vefixaðar-
nánxskeið. Fer kensla fram í Vefn-
aðarstofunni, Amtmaixixsstíg 5.
Eimskip. Gullfoss er í Reykja-
vík. Goðafoss er á leið til Hxxll
frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss er
í Kaupmaixnahöfn. Dettifoss er í
Hamborg. Lagarfoss er í Kaup-
mannahöfn. Selfoss er í Reykja-
vík.
Hjóixaefni. 18. þ. m. voru gefin
saraan í hjónaband af síra Eiríki
Brynjólfssyni, Útskálum, ungfrú
Auður Tryggvadóttir, Skeggja-
stöðum og Björn Fjnnbogason
kaupmaður í Gerðum. Heimili
þeirra er að Gerðum í Garði.
Útvarpið:
19.20 Hljómplötur; Harmóníku-
lög.
19.50 Frjettir.
20.15 Leikrit: „Konungsefnin“,
eftir Ibsen; síðari hluti. Hákon
konungur og Skúli hertogi
(Leikstj.: Ragnar E. Kvaran).
S J Á V ARÚTY EGSMÁL-
IN Á ALÞINGI.
Vil kaupa iðnfyrirtæki,
eða verelun, sem er í fullum gangi. Eiimig getur komið til mála
nokkur þús. kr. framlag til stofnunar nýs fyrirtækis: Versl-
un, iðnað eða útgerð. Tilboð með sem nákvæmlegustum upp-
lýsingum sendist afgr. þessa blaðs fyrir föstudagskvöld,
merkt: „10.000“.
I
Hjónaefni. S.l. jóladag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Guðný
Árnadóttir og Sigurður Steinsson
járnsmiður.
FARMH. AF SJÖTTU SÍÐU.
en ef farið verður eftir fyrirmæl-
um laganna fer obbinn af þessu
fje, eða um 300 þús. kr., til kaupa
á „nýtískxx“ togurum, sem gerðir
verða út með einskonar samviixnu-
sniði. Sjávarútveginum í heild
eða fólkinu við sjóinn verður því
lítil stoð að þessn fjárframlagi.
Útflutningsgjald af saltfiski.
Frá 1. jaix. 1938 skal afnumið út-
flutixiixgsgjald það af saltfiski,
senx ákveðið er í lögum nr. 63,
1935.
Vátryggingarfjelög fyrir vjel-
báta. Þetta er mikill lagabálkur.
Skal Fiskifjelag íslands gangast
fyrir stofixun vátryggiixgai'fjelaga
fyrir vjelbáta í verstöðvum lands-
ins. Allir vjelbátaeigeixdur, sem
eiga báta opixa eða með þilfari,
sem ei’u alt að 70 smál. bi'úttó
O'g aðallega eru ætlaðir til fisk-
veiða, skxxlxx skyldir.að vátryggja
báta sína lijá fjelagi því, sem
stofnað liefir vei’ið. Eru í lögun-
xxnx nánari fyrirnxæli um stjórn
fjelaganna, reikningshald, vá-
trygginguna, sjótjón, iðgjöld o. fl.
— í bráðabirgðaákvæði segir, að
innlend vátryggingarfjelög, sem
starfað hafa 50 ár eða. lengur,
skulu undanþegin skylduvátrygg-
ingunx þessum í 3 ár frá gildis-
töku laganna.
Atvinna við siglingar. Þegar
skortur er á vjelstjórum er at-
vinnumálaráðherra heimilt að
veita æfðum kyndurunx leyfi til
að gegna undirvjelstjórastarfi
við eimvjel í skipum alt að
300 hestafla, og aðstoðarmanns
starfi á eimskipum með vjel alt
að 800 liestafla, meðan skip þau
er slíka vjel hafa, stunda veiðar
á tímabilinu 1. júní til 31. okt,
ár hvert. Áður en undanþágan er
veitt, skal leita umsagnar skipa
skoðunarstjórans og Vjelstjóra
fjelags Islands.
Tlmburverslun
P. Ul. lacobsen & 5ön R.s.
Stofnuð 1824.
Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S.
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup-
mannahöfn. - Eik til skipasmíða. - Einnig heila
skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi.
Hefi verslað við ísland í circa 100 ár.
Til fólagfafa:
Egils saga. Laxdæla saga. Eyrbyggja
saga. Grettis saga.
Békaversl. Sigf. Eymandssonar
og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34.
VW'/'L
Okkar hjartkæri eiginmaður og faðir
Björn Friðbjörnsson
andaðist að heimili okkar, Lindargötu 10 B þann 28. þ. mán.
Jarðarförin tilkynt síðar.
Sigurlaug Björnsdóttir. Gunnbjörn Björnsson.
Maðurinn minn,
Móses Benidikt Guðmundsson,
sem andaðist á aðfangadagskvöld, verður jarðsunginn næst-
komandi mánudag kl. IOV2 f- h. 0g hefst með bæn frá heimili
hins látna, Mýrargötu 7.
Sigurborg Sveinbjörnsdóttir.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður,
Margrjetar Magnúsdóttur frá Mörk,
fer fram fimtudaginn 30. þ. m. frá Dómkirkjunni kl. 1% e.h.
Reykjavík, 28. des. 1937.
Börn og tengdaböm.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför móður minnar.
Hulda Sigtryggsdóttir.