Morgunblaðið - 29.12.1937, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 29. des. 1937,
Lðg samþykl á siðasta Alj»in<gi
Framh. af 3, síðu
Fjármál, skattamál og
sjávarútvegsmál
jKINGIÐ samþykti 47 lög;,
* og mun Morgunblaðið
ge ta nokkurra beirra
helstu.
Fjármál og skattamál.
Fjárlögin 1938. Gjöldin á
rekstraryfirlitinu eru um 16.3
milj. kr., en rúmlega 18 milj. á
sjóðyfirlitinu. Á fjárlögum yf-
irstandandi árs eru gjöldin á
rekstraryfirliti um 15 milj. kr.
og yfir 16.4 milj. á sjáóðsyfirlit-
inu. Gjöldin eru með öðrum
orðum um IY2 milj. króna hærri
nú en á fjárlögum yfirstandandi
árs, enda eru þessi fjárlög lang-
samlega gjaldahæstu fjárlögin,
sem afgreidd hafa verið frá Al-
þingi.
Lántaka ríkissjóðs. Ríkis-
stjórninni er heimilað að taka
alt að 3 milj. króna lán innan-
lands. Lánið á að nota til þess
að greiða með lausaskuldir, sem
síðustu árin hafa safnast fyrir
hjer í bönkunum. Lánið verður
sennilega boðið út, en ekki er
enn vitað hvaða kjör verða á
því.
Skattar og tollar. Til þess að
reyna að standast hin stórkost-
legu útgjöld á fjárlögum, voru
skattar og tollar enn stórlega
hækkaðir. Reiknast kunnugum
svo til, að hinir nýju skattar og
tollar, sem á voru lagðir á þing-
inu nemi 2—3 milj. króna. Og
nú er svo komið á voru landi, að
verðtollur er lagður á hverja
einustu vöru, sem inn er flutt.
Hingað til hafa brýnustu nauð-
synjavörur, eins 0g t. d. korn-
vörur, verið undanþegnar verð-1
tolli, en nú eru þær einnig verð-
tollaðar.
ákvæði um eftirlit með bæjar-
og sveitarfjelögum. Er atvinnu-
málaráðherra heimilt að skipa
eftirlitsmann sveitarstjórnarmál
efna, og skal hann einnig vera
forstjóri jöfnunarsjóðs.
Búnaðarbanki fslands. SÚ
breyting er gerð á lögum um
Búnaðarbanka Islands, að
framvegis skal stjórn bankans
skipuð einum bankastjóra og
einum gæslustjóra. Er það
Tímaliðið, sem hefir beitt sjer
fyrir breytingunni og er til-
gangurinn sagður sá, að koma
Pjetri Magnússyni burt úr
bankanum, og að fá hækkuð
laun þeirra Hilmars og Bjarna.
Sjávarútvegsmál.
Síldarverksmiðjur ríkisins. Með
þessum lögum er sú breyting gerð
á stjórn síldarverksmiðja ríkisins,
að hún skal framvegis skipuð 5
mönnnm, kosnnm hlutbundinni
kosningu í sameinuðu Alþingi til
þriggja ára í senn. Stjórnin kýs
sjer sjálf formann. Þetta var
mesta deilumál þingsins. Sósíal-
istar hafa eins og kunnugt er ver-
ið einráðir í stjórn verksmiðjanna
síðan Haraldur Guðmundsson gaf
út bráðabirgðalögin frægu í maí
1936. Þeir notuðu óspart þetta
stærsta atvinnufyrirtæki ríkisins
til framfæris flokksmönnum sínum
og kosningasmölum. Ríkti megn-
asta óstjórn og sukk í verksmiðj-
unum, og var fjárhag verksmiðj-
anna sýnilega stefnt í voða með
slíku framhaldi. Sósíalistum þótti
hart að þurfa að missa þetta
hreiður, og hafa nú í hótunum
við Framsóknarmenn, að slíta
samvinnunni á næsta þingi, ef
þeir ekki verði góðu börnin þá.
Tekjur bæjar- og sveitarfje-
# laga og eftirlit með f járstjórn
þeirra. Segir þar, að í kaupstöð-
um og hreppsfjelögum skuli
heimilt að leggja fasteignaskatt
á húseignir og önnur mannvirki,
lóðir og lendur, og skal skattur-
inn vera:
1. Af byggingarlóðum alt að
2%.
2. Af húseignum og öðrum
mannvirkjum alt að 1%.
3. Af túnum, görðum, reitum,
erfðafestulöndum og öðrum lóð-
um og lendum alt að 0.5%.
Þá eru einnig í lögum þessum
ákvæði um jöfnunarsjóð bæjar-
og sveitarfjelaga. Skal ríkis-
sjóður greiða 70Ö þús. kr. ár-
lega í sjóðinn. Hlutverk sjóðs-
ins skal vera:
1. Að jafna framfærslukostn-
að samkvæmt VIII. kafla fram-
færslulaganna.
2. Að jafna kostnað bæjar-
og sveitarfjelaga af elli- og ör-
orkutryggingum og kennara-
launum.
Með bráðabirgaðákvæði er
sjeð fyrir því, að Reykjavíkur-
bær fær ekki eyri úr þessum
sjóði fyrstu árin a. m. k.
Þá eru loks í lögum þessum
Síldarverksmiðja á Raufarhöfn.
Snemma á þinginu fluttu þeir Jó-
hann Þ. Jósefsson og Bjarni Snæ-
björnsson frumvarp um að ríkið
ljeti reisa nýja síldarverltsmiðjiT
k Raufarhöfn, er gæti unnið úr
5000 málum á sólarhring. Þingið
samþykti þetta frumvarp með
þeirri breytingu, að afköst verk-
smiðjunnar var minkað ofan í
2400 mál. En auk þess var stjórn-
inni veitt heimild til, að kaupa
vjelar og gera nauðsynlegar breyt
ingar á síldarverksmiðjunum á
Siglufirði, þannig að afköst þeirra
aukist um 2400 mál á sólarhring.
Var stjórninni heimilað að taka
alt að IY2 milj. kr. lán til þessara
framkvæmda.
Hafnargerðir. Tvenn lög voru
samþykt á þinginu um hafnar-
gerðir: Á Hofsós í Skagafirði og
á Suðureyri við Súgandafjörð.
Síldarútvegsnefnd. Þessi nefnd,
sem fræg er orðin að endemum, á
nú að fá úr ríkissjóði 400 þús.
króna framlag, í viðbót við það j
sem til nefndarinnar hefir runnið, !
1
sem mún vera um 120 þús. kr. j
Þessu fje á svo nefndin að úthluta
til !„viðréisnar“ sjávarútveginum,
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍI»U
Hver eru verst stæðu
bæjarfjelögin?
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. I
og borgara hans væri betri en
tíðkaðist annars staðar í land-1
inu.
Samkvæmt skýrslu Hagstof-
unnar ber eftirtöldum bæjum
að fá endurgreitt úr jöfnunar-
sjóðnum af framfærslukostnaði
sínum 1936: Hafnarfírði 45.4
þús. kr., eða 22.8%; Isafirði
44.5 þús. kr., eða 28.0%; Nes-
kaupstað 15.5 þús. kr, eða
30.2%; Eskifirði 20.5 þús. kr.,
eða 44.9%.
Vestmannaeyjar og Reykja-
vík fá ekkert endurgreitt, enda
hafa rauðliðar ekki haft beina
aðstöðu til að koma þeim bæj-
arfjelögum í tölu hinna „verst
stæðu“, eins og ofannefndum
fjórum bæjum, Hafnarf. Isaf.,
Norðf. og Eskif.
Ef Reykjavík væri eins illa
stæð og þau bæjarfjelög og
fengi endurgreiddan fram-
færslukostnað sinn frá 1936 í
hlutfalli við þau, ætti hún að
fá endurgreiddar 423 þús. kr.
til 834 þús. kr. úr jöfnunar-
sjóðnum.
Er í fyrra tilfellinu miðað
við Hafnarfjörð en í því síð-
ara við Eskifjörð.
Reykjavík fær engan eyrir
endurgreiddan. Bæritm verður
að standa undir byrðunum af
fátækrarfamfæri annara bæj-
ar- og sveitarfjelaga, sem var
velt yfir á hana með fram-
færslulögunum frá 1935. Hann
verður að greiða 70—90% af
öllum gjöldum til ríkisins og
þar með þessum 700 þús., sem
varið er til greiðslu á fátækra-
framfæri bæjar- og sveitarfje-
laga.
Reykjavík verður að bera í
einu og öllu hitann og þungann
af óstjórn rauðliða í landinu.
Vegna þess, að rauðliðum hefir
ekki tekist að koma Reykjavík
á knje fjárhagslega, geta þeir
enn um stund haldið hinni
sökkvandi ríkisskútu á floti.
Það er margsinnis búið að
hrekja hjer í blaðinu lyga-
þvætting Alþýðublaðsins og
hinna annara úr rauðu hjörð-
inni um fjárhag Reykjavíkur.
Þær lausaskuldir, sem safnast
hafa hjá bæjarsjóðnum hin
allra síðustu ár, eru smávægi-
legar hjá þeim ógurlegu áföll-
um, er bæjarfjelagið hefir orð-
ið fyrir vegna ofsóknar stjórn-
arflokkanna á hendur því, m.
a. með ranglátri löggjöf.
Má þá heldur ekki gleyma
atvinúuleysinu, sem stjórnar-
flokkarnir hafa skapað. Byrð-
um atvinnuleysisins velta þeir
yfir á bæarfelögin, í staðinn
fyrir að annars staðar eru það
ríkin, sem standa að langmestu
leyti straum af atvínnuleysinu.
Svo býsnast þessir rauðu
bjálfar yfir því, að erfiðleikar
sjeu á að ná inn útsvörunum
hjer í bæ. Játnjng þeirra ligg-
ur þó fyrir um það, að þeir sjeu
þegar búnir að hækka hina
beinu skatta svo gífurlega, að
þar sje komið í þrot. Hinar
nýju miljónir til ríkisins þarfa,
sem stjórnarflokkarnir fara
fram á, skulu því innheimtast
með tollum.
Fjárhagur ríkisins er orðinn
svo hörmulegur, eftir 10 ára ó-
stjórn rauðu flokkanna, að
ríkið getur nú ekki fengið nokk
urs staðar lán erlendis. En þeir
herrar þurfa nauðsyr.lega ný
lán í eyðsluhít ríkisins. Nú skal
því reynt að taka ný miljónalán
innanlands. Aðal lánardrottn-
arnir banna jafnvel ríkinu að
ganga í ábyrgð, hvað sem ligg-
ur við.
Á sama tíma fær Reykjavík-
urbær umyrðalaust lán. Það
lán er heldur ekki tekið til
eyðslu, heldur til að hrinda í
framkvæmd stórkostlegum fyr-
irtækjum, sem skapa bæjar-
fjelaginu og borgurum þess áð-
ur óþekta möguleika til bættr-
ar afkomu.
Gegn þessu hafa stjórnar-
flokkarnir barist með sínu tak-
markaða viti og litlu úrræðum.
Þeir vilja sem sje hvergi byggja
upp, heldur aðeins leggja alt í
auðn. Þegar svo er komið, er
akurinn plægður fyrir komm-
únismann. Þá er takmarkinu
náð. Borgararnir orðnir auð-
sveipir og ánauðugir þrælaír
rauðu loddaranna, sem þekkja
ekkert föðurland, þekkja enga
aðra hugsjón en þá, að jafna
alt niður á við, og gera það
auðvirðilegt og smátt eins og
þeir sjálfir eru.
| Slúlka óskast |
| á barnlaust heimili, I
A #
I vegna veikinda kon- %
a y
I unnar. Gott kaup. — X
f X
I Uppl. í síma 3868. f
% %
Veðdeildarbrjef,
sjö þúsund krónur í 11.
flokki, óskast keypt. Til-
boð, merkt „Veðdeild“,
leggist inn á afgreiðslu
Morgunblaðsins.
Fyrsfu ferðir
E.s. Lyra 1938:
Frá Bergen 6. janúar, 20.
janúar og 3. febrúar.
Frá Reykjavík 13. janúar,
27. janúar og 10. febrúar.
Berg'enska.
Kristmann Tómasson
sjðtugur
15. þ. m. átti sjötugsafmæli
Kristmann Tómasson yfirfiski-
matsmaður á Akranesi.
Við þetta tækifæri var þessum
mæta manni sýndur margvísleg-
ur sómi og viðurkenning fyrir
það fjölþætta starf, sem hann
hefir int af hendi í þarfir síns
bygðarlags og alþjóðar.
Á sjötugsafmælinu flutti síra
Friðrik Friðriksson honum kvæði
það, er hjer fer á eftir:
Æfiskeið vort er sem straumurr
ýmist hægur eða þungur,
stundum eins og yndis-draumur,
eða’ hann hrýst í gegnum klungur.
Byrjar eins og lindin ljúfa,
leikur sjer um hlíðar-slakka.
Seinna má oft klett hann kljúfa
kominn milli hárra hakka.
Stundum niður brekkur breiðar
hrunar hann með stórum niði,
sumstaðar um götur greiðar
grundir sljettar, þá í friði
líður hann svo lygn og fríður,
ljúfra hlóma heilsu gjafi,
hvort sem er hann stiltur, stríður,
stefnan er þó fram að hafi.
Straumur lífs þíns langa vegœ
liðið hefur, vinur kæri;
margt þú sást og margvíslegu
mæta hlaustu fyrirhæri;
eitt er víst að yfir þínum
æfistraumi vakti Drottinn,
gaf af kærleik sífelt sínum
sinnar náðar margan vottinn.
Meðfram öllum æfivegi
eru reistir marka-steinar
glöggir, svo að sjá hjer megi
sjötíu út þjer mældar reinar,
en hve margar eru faldar,
aðeins Drottinn veit, sem gefur,
í hans vísdómi eru taldar
allar, sem hann markað hefur.
Að þjer Drottinn ennþá veiti
ára góðra fagrar reinar,
meðfram bökkum blóma reiti
blíðrar elli nautnir hreinar.
Þú átt ennþá æsku huga
ungar vonir, margra niðja.
Ekkert megi afl þitt buga,
að því biðjum Guð að styðja.
Þeim er vona’ á Guð, hann gefur
gnógan styrk til efsta dagsins
og þá kærleiks örmum vefur
undir fegurð sólarlagsins.
Þessu orð hans lieitið hefur
hverjum, sem hans orðum trúa,
ísraels vörður aldrei sefur,
öllu’ hann mun í blessun snúa.
Þessa ósk á þessum degi
þjer vjer berum fram af hjarta,
yfir þínum elli vegi
ávalt skíni Ijósið bjarta.
Samleið ykkar heiðurshjóna
haldist ennþá vel og lengi.
Drottinn sæmir sína þjóna
sigri og heill og brautargengi.
Fr. Friðriksson.
Stúdentar halda áramótadans-
leik á Garði á gamlárskvöld.
Nokkrir fjelagar úr Karlakór
verkamanna, ásamt söngstjóra,
sungu í Hressingarhælinu í Kópa-
vogi á jóladaginn. Hafa sjúkling-
ar beðið Mbl. að færa þeim kærar
þakkir fvrir.
Söngleikurinn ,Liljur vallarins',
sem Leikfjelagið hóf sýningar á
annan dag jóla, verður sýndur
annað kvöld kl. 8.