Morgunblaðið - 29.12.1937, Page 8
s
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 29. des. 1937..
© Kaupið ódýru skemtibæk-
urnar á Frakkastíff 24. ©
Flestar húsmæður þekkja
Glo-coat, viðurkent hið besta á
gólfdúka. Nokkrir dunkar fyr-
irliggjandi. Haraldur Svein-’
bjarnarson, Hafnarstræti 15. |
Silvo, Brasso, Windoline og
ofnsverta nýkomið. Þorsteins- ’
búð, Grundarstíg 12. Sími 3247 (
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Bék.
Unglingsstúlka óskast í vist
nú þegar með annari. Upplýs-
ingar Ingólfsstræti 21 A.
Fjölritun og vjelritun. Friede
Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. —
Sími 2250.
Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti
19. gerir við kvensokka, stopp-
ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af-
greiðsla. Sími 2799. Sækjum,
sendum.
Friggbónið fína, er bæjarins
beSta bón.
Pektur söngvari auglýsti ný-;
lega kveðjuhljómleika hjer
í bænum. Aðsókn reyndist svo lítil
að hljómleikunum var aflýst.
Morguninn eftir mætti söngvarinn
kunningja sínum á götu og kvart-
aði yfir, hvað Reykvíkingar hefðu.
lítinn áhuga á góðri hljómlist.
„Hvaða vitleysa", sagði kunning-
inn. „Þú skilur þetta ekki. Þú
áttir ekki að auglýsa kveðjuhljóm-
leika. Menn vilja alls ekki kveðja
þig, heldur þvert á móti heilsa
þjer sem allra oftast“
*
Nu á næstunni kemur út ný
bók í Þýskalandi, sem ein-
göngu er helguð Hermanni Gör-
ing.
I bók þessari er sagt frá því,
að Göring hafi þegar sem barn
verið afar viljasterkur og neytt
allra bragða til þess að fá vilja
sínum framgengt. M. a. hafði hann
það fyrir vana að fara í rúmið
og hreyfa sig elgjp þaðan fyr en
aðrir Ijetu í minni pokann fyrir
honum. Þannig lá hann t. d. einu
sinni í rúminu í heila viku.
*
Göring fer að jafnaii á fætur
kl. 6 á morgnana, og fyrstu þrjár
stundirnar fara í það að sinna
skipunum og símaupphringingum
frá Hitler. Eftir það fer hann
yfir póstinn, sem er daglega um
500 brjef.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
Fæði. Nokkrir menn og kon-
ur geta komist að í fæði, gott
og ódýrt. Mun ódýrara fyrir
konur. Sjerborð. Laufásveg 14.
Við kvöldverð hans eru jafn-
an einhverjir gestir, og eftir mat
fer Göring í leikhúsið sjer til
skemtunar. „Það er holt að
hlæja“, er viðkvæðið lijá honum,
og eftir því breytir hann, þegar
almannarómur býr til skrítlu um
hann, eða fyndna sögu.
*
Göring kann vel við að vinnu-
fjelagar hans sjeu kumpánlegir í
umgengni hverjir við aðra. Einu
sinni var hann í eftirlitsferð í
verksmiðju einni. Þá sló einn
verkamaðurinn á öxl hans og
sagði: „Mensch, Hermann, du bist
doch eine Kanone" (Hermann,
karlinn, þú ert hreinasta fall-
byssa!).
*
Presturinn við eitt fermingar-
barnið:
— Lars, getur þú sagt mjer,
hvernig það er með sólina og
regnið og rjettláta og rangláta?
— Já, sólin skín jafnt á rjett-
láta og rangláta, svaraði Lars
hikandi.
—■ Og þegar rignir?
Lars hugsar sig um, en á bágt
með að átta sig. En alt í einu
lifnar yfir honum og hann segir
hægt og rólega:
— Þegar rignir á prestinn,
drýpur regnið niður á djáknann.
*
30 miljónir bóka hafa verið
prentaðar í Erakklandi síðastliðin
400 ár. Um Napoleon hafa verið
ritaðar 70.000 bækur, um Goethe
20.000 -og 12.000 bækur um mær-
ina frá Orleans.
*
Gesturinn: Þjónn, það er trje-
flís í kjötinú. Látum vera þó
þetta. sje hestakjöt — en hestur
og vagn í einu — það er full
mikið af því góða!
*
Ellin er ekki ávalt því til fyr-
irstöðu, að menn geti leyst mikil
verkefni af hendi. Þannig græddi
Yanderbilt um 100 miljónir doll-
ara á 70—83ja ára aldursskeiði.
Verdi bjó til „Ave Maria“ þegar
hann var 85 ára gamall, Cato
byrjaði að læra grísku áttræður
og Tizian lauk við eitt af sínum
stærstu verkum 98 ára gamall.
*
— Petersen sagðist hafa skotið
16 hjera, þegar hann fór á veið-
ar síðast.
. — Jæja, mjer sagði hann 32.
— Þarna sjerðu. Hann telur
þig helmingi heimskari en mig!
I matinn;
Kjöt af fullorðnu á 45
au. !/2 kg. Saltkjöt af-
braííðsRott. Hangikjöt.
Svið. Hvítkál. Rauðróf-
ur o. m. fl.
Jóh. Jéhannsson
Grundarstiíf 2. Sími 413L
IÐCICICU; M3MICICUMCICIC icicic li'i/cv: inqg «rir»n
3131313131313131313131 JlaiJI Jlauu -Ji—i-íi 313131
K S* E 5 Sí,
Baldursgötu 14.
| Sími 3073 og 3147.
!§
‘fiwsfiwæwffiwææææifiSH'fiSfiBiifisaKKsæK*
KOL OG iALT
§1HI1 1120 <Hi
■B
ANTHONY MORTON:
ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 26.
bafði fepgið einhverja hugmynd, og hann vissi, að
yfirmaður hans fjekk aðeins góðar hugmyndir.
— Já, jeg er búinn að jafna mig. Það var stæri-
teti mitt, sem beið meira tjón en heilsan.
Lyneh stóð á fætur, setti á sig hatt sinn og stjak-
aíi Bristow blíðlega út úr skrifstofunni. Á leiðinni út
sagði hann í áberandi blíðlegum róm:
— Það er undarleg tilviljun, að fyrir fáeinum augna
blikum höfum við tekið Charlie Dray undir okkar
verndarvæng, vegna þess að hann var að reyna að
selja Kia-skartgripinn. Jeg geri ráð fyrir, að þjer
kannist við Kia-skartgripinn, Bill?
— Ja-á, svaraðt Bristow hikandi og braut hailann
í ákafa. Hann kannaðist við nafnið, en mundi ekk-
ert nánara um það.
— Honum var stolið á jafn sniðugan hátt. Honum
var stolið á dansleik á heimili Mrs. Ghumleys, Pert-
land House, og ef jeg man rjett, voru ljósin slökt og
demantshringurinn þrifinn af úlnlið dömunnar. Síð-
an var kveikt aftur. En enginn gat bent á sökudólg-
inn.
— Og nú álítið þjer, að eitthvað samband sje á
milli Kia-armhringsins og Kenton-brjóstnálarinnar ?
— Þjer eruð vitur, Bristow! Þetta er rjett. Jeg
hefi látið mjer detta það í hug. En nú hugsum við
málið. Þetta eru að minsta kosti mjög svipuð tilfelli.
— Því verður ekki neitað, svaraði Bristow og
hleypti brúnum.
— Og þessvegna skulum við heimsækja Charlie
Dray, sem er þessa stundina x gæsluvarðhaldi á lög-
reglustöðinni í Bow Street. Hann hefir blandað þess-
um Barón í sitt mál á undarlegan hátt.
— Hvernig þá? spurði Bristow, er þeir óku í leigu-
bifreið niður í Bow Street.
Lynch var mjög letilegur og hann lauk við lag,
sem hann var að raula, áður en honum datt í hug að
svara.
— Verið þjer nú rólegur ofurlitla stund, Bristow,
sagði hann að lokum.
* *
Charlie Dray var rauðhærður og lítili fyrir mann
að sjá. Einu sinni hafði hann verið alræmdur þjófur.
Það hafði ekki verið til sá lás, sem staðist gat hina
fimu fingur hans. En sigurbraut hans sem þjófur hafði
endað, er hann lenti í rifrildi við konu sína. Eftir að
hafa setið af sjer sektina í fimm ár, hafði hann hætt
við hjónabandið og fyrri „atvinnugrein“ og unnið
fyrir sjer á heiðarlegan hátt með því að selja sælgæti
og ís. Eftir því sem Lynch vissi best, hafði hann aldr-
ei brotið lögin í þau þrjú ár, sem hann hafði veiúð
frjáls maður, eftir að hann kom úr fangelsinu. En nú
vildi svona til---------..
— Charlie, sagði Lynch vingjarnlega. Mig langar
lítið til þess að færa yður í fangafötin aftur, svo að
það er best, að þjer segið okkur Bill alla söguna. Ver-
ið þjer nú ekki að hlæja, Charlie.
En Charlie skemti sjer sýnilega vel, enda var hann.
þektur fyrir sína glöðu lund.
— Jeg get dáið á staðnum upp á það, að jeg er bú-
inn að segja yður alla söguna. Fyi’ir mánuði kom pilt-
ur til mín og sagði: „Charlie, jeg hefi lieyrt, að þú
vitir sitt af hvoru. um lása“. Og jeg svaraði: „Ef þú
heldur það, þá er það af því, að þú liefir rekist á gaxn-
alt almanak“. Hann hjelt áfram: „Jeg ætlaði mjer
ekki að spilla siðferðislegum skoðunum þínum--------“
— Sagði hann „siðferðislegum" ? spurði Ly^h al-
varlegur í bragði.
— Það sagði hann og jeg hefi það orðrjett eftir,
af því að jeg segi alla söguna eins og hún var. Hann
sagði: „Jeg ætlaði mjer eklti að spilla þínum siðferði-
legu skoðunum, Charlie. En jeg hefi nýlega keypt
rnjer nokkra lása. Sumir þeirra eru lokaðir, og jeg
vildi gjarna geta opnað þá!“
„Ef þú átt við það, er jeg heima“, sagði jeg, og svo
löbbuðum við saman niður í Brick Street .... “
— Munið þjer, hvert þið fóruð?
— Jeg ntan ekki hvaða hús það var, en jeg marr
eftir Izzy, sem seldi lásana. „Þarna eru lásarnir“,
sagði pilturinn. „Nú tökum við þá með okkur niður
í Lambeth. Þar hefi jeg herbergi, sem við getum ver-
ið í, meðan þú opnar þá fyrir ú)fg“.
— Munið þjer, hvar í Lambeth þetta herbergi vart
spurði Lynch.
— Þjer gætuð eins spurt mig, hvort jeg þekti móð-
ur mína. Við fórum út í Lambeth. Þar opnaði jeg lás-
ana og hann tók þá með sjer..........
lwwiFiiirtPtwptFiinPM»u;i»;iPiw|c«i
^oOMMwi 3i3ii3i 3wi3fl5f!awi3!w»i