Morgunblaðið - 29.12.1937, Page 4
4 ,
MORGUNBLA ÐIÐ
Miðvikudagur 29. des. 1937.
SBL,
Hver hlutiar á sínum
stað — staður fyrir
hvem hlut
„Hver Wutur á sínum stað, og
staður fyrir hvern hlut“, það er
fyrsta skilyrðið, til þess að alt
sje í þeirri röð og reglu, sem vera
ber á heimilinu. Með því sparast
sá tími og sú fyrirhöfn, sem oft
fer í árangurslausa leit.
. Reyndar sagði húsmóðir nokkur
einu sinni, að maður fyndi altaf
«itthvað, þegar maður væri að
leita. En þegar’ ekki finst sá rjetti
Wutur, sem verið er að leita að,
má leitin heita árangurslaus. Og
það er hún oftast nær. Hluturinn
er ekki þar, sem hann var „á-
reiðanlega“ settur einhverntíma!
Það fer líka mikið til spillis
við það að hafa alt í óreiðu. Mað-
ur liefir ekki hugmynd um, hvað
maður á í fórum sínum af ýmsu
smádóti, sem mætti nota, og því
síður, hvar það er. Og þegar tæki-
færi kemur, er þörf er á því, er
ilt að vita hvár á að leita. Það
er víst, að margur hefir orðið
gramur yfir leiðinlegri leit, sem
hefði verið óþörf, ef reglusemi
hefði verið viðhöfð.
Reglusemi í hvívetna er ómet-
anleg dygð; eklti síst á heimili.
Heimilisstörfum öllum og hús-
haldi ber að haga eftir vissum
reglum, ætla hverju verki vissan
tíma dags, eða vissan dag viku,
þó ekki sje hægt að ætlast til að
eitthvað megi út af bregða, ef svo
ber undir, og hentugra þykir.
Þannig var t. d. kaupstaðarkon-
an, sem fekk heimsókn af vin-
kenu sinni úr sveit, full fastheldin
við sínar eigin reglur. Yinkonan
kom á föstudegi, og frúin neitaði
að taka á móti henni, af því að
hún kom óvænt! En á föstudög-
um átti hún að fága gluggarúð-
urnar hjá sjer.
Þessi kona var þræll vanans —
stað þess að drotna yfir honum
og taka hann í þjónustu sína.
Það er húsmóðirin, sem gengur
á undan með góðu eftirdæmi á
heimilinu í reglusemi sem öðru.
Húsbóndinn verður fyr eða síðar
fyrir áhrifum í þessu efni. Til
lengdar lætur hann það ekki við-
gangast, að konan haldi til haga
og gæti allra hluta sem hann á,
fyrir hann. Hann gerir það sjálf-
ur. Og eins verður um annað heim-
ilisfólk. Þá skapast smám saman
sú dýrmæta regla, að hafa stað
fyrir hvern hlut, og hvern hlut á
sínum stað.
Tískan:
Rennilásar
Rennilásinn kemur víða í góð-
ar þarfir. T. d. er hann notaður
jafnt á hversdagslegan ullar-
kjól og viðhafnarmikinn sam-
kvæmiskjól. A flíkur, sem eiga
að falla þ.jett að líkamanum, er
hann sjerlega hentugur. Þá er
líka hægt að nota rennilásinn á
prjónapeysuna, hanskana og
heimatilbúnu töskuna. En þess
verður að gæta, að festa renni-
lásinn þannig í, að hann festist
ekki í efnið, og auðveldlega sje
hægt að opna hann og loka honum.
Áteiknaðir stafir
Svona, lítnr nýtískn gkrvarn-
ingur út.
gamla daga voru áteiknaðir
og saumaðir merkjastafir
venjulega með miklu útflúri. Þeir
voru samansettir af ótal smástrik-
um og snúningum, saumaðir með
frönskum útsaum, og niðurstaðan
af allri fyrirhöfninni var oftast
nær sú, að fljótt á litið var varla
hægt að þekkja stafina.
En þannig stafir eru ekki nú-
tímanum samkvæmir. Krafan, sem
gerð er til slíkra merkjastafa
nú á dögum, er sú, að þeir sjeu
óbrotnir, skýrir og greinilegir.
Og stafimir geta verið sjerkenni-
legir, þó að þeir uppfylli þessar
kröfur.
Hjer eru t. d. laglegir stafir,
sem saumaðir eru í þremur litum.
Miðstafurinn er dekstur, sá
fremsti ofurlítið Ijósari, en aft-
astí stafurinn ljósastur.
*
Handsaumaðir upphafsstafír eru
nú mikið notaðir til skrauts á
kjóla, blússur, húfur, fatnað,
Húta og margt fleira. En til þess
að stafirnir nái tilætluðum not-
um verður að teikna þá og sauma
með nákvæmni og vandvirkni.
Að strjúka tau.
Það er betra að deigja tauið
ineð volgu vatni en köldu, áður
en það er strokíð, og fallegast
verður það, ef strokið er bæði
á röngunni og rjettunni, sjerstak-
lega þunnar blússur og kjólar.
Agætt er að hafa bolla með volgu
vatni og bómull við hendina; ef
felling kemur í tauið, er felling-
in vætt með bómullinni og síðan
strokið yfir hana með járninu.
Ekki er vert að brjóta tauið sam-
an strax eftir að það hefir verið
strokið, heldur breiða það út eða
hengja það á herðatrje.
Fegurðarrækt;
Fallegt hár er til prvði
Til þess að hárið sje fallegt,
verður að liirða það og halda
því vel hreinu. Þarf að þvo það
að minsta kosti á tíu daga eða
þriggja vikna fresti.
Champooing-duft er algengt hár
þvottameðal, og er það ýmist ætl-
að þurru eða feitu hári, ljósu
eða dökku. Soðinn grænsápulög-
ur er líka ágætur. Sódi þykir og
góður við flösu.
Yæ*tið hárið úr sápuleginum,
hellið honum í smátt og smátt,
og nuddið hársvörðinn rækilega
um leið. Skolið hárið síðan vel
úr volgu vatni. Sápið hárið aft-
ur, látið freyða vel, og skolið það
enn á ný — úr þrem vötnum. I
annað vatnið er sett edik; það
hreinsar sápuna vel úr hárinu
og gerir það mjúkt og gljáandi.
Sje hárið mjög þurt er gott að
nudda hársvörðinn með oliven-
olíu, nokkru áður en hárið er
þvegið. En þó liárið sje of feitt,
má ekki þvo það oftar en eðli-
lega feitt hár; það gerir aðeins
ilt verra. Aftur á móti er gott að
bursta hárið við og við úr hár-
vatni, sem inniheldur spritt.
Hárið verður fallegast á því
að þorna við venjulegan stofu:-
hita, eftir að það hefir verið þurk
að með mjúku handklæði.
Sje hárið hrokkið eða perman-
entkrullað, koma bylgjurnar skýr-
ara fram, ef farið er yfir gufu
með það, eftir að það liefir ver-
ið lagt í rjettar skorður, og spenn
ur settar í það og hárnet yfir.
T. d. er gott að notfæra sjer guf-
una á þenna hátt, þegar farið
er í bað.
Burstið hárið og' greiðið vel
og vandlega daglega, þá helst það
mjúkt og gljáandi. Og að lokiun:
Haldið burstum og greiðum tand-
urhreinum. En það er best að
gera með volgu vatni og salmiak-
spíritus.
Ldtið
blómin
tala.
Blóm og Ávextir.
Sími 2717.
Hjer eru sýndir nýtísku ballkjólar úr blúnduefni, chiffon og
tafti, en það eru aðal tískuefnin í kvöldkjóla í ár.
TOILET SOfiP
Ef fcjer hafiS ekki reynt
hessa handsápu, bá fáið
yðm- eitt stykki og
dæmið sjáM um gæðin.
Fæst víða.
Heildsölubirgðir
/Ð
<Sími ^79?