Morgunblaðið - 04.01.1938, Síða 6

Morgunblaðið - 04.01.1938, Síða 6
T i 6 MORGUNBLAÐIÐ • Þriðjudagur 4. janúar 1938. Minningarorð um Jón Gunnarsson Jón Gunnarsson. Nýárskveðja konungs Inýársveislu konungs á Amalíu- borg hjelt konungur eftirfar- andi ræðu: „Með þakklæti lítum við drotn- ingin og jeg til baka á hið liðna ár — með þakklæti fyrir alla þá samúð, sem vjer nutum í tilefni af ríkisstjórnarafmælinu og síð- ar, þegar skugga bar á heimili vort síðar á árinu. Einnig þökk- um við fyrir móttökur þær, er við hvarvetna höfum fengið á ferðum okkar um landið. Tímarnir eru alvarlegir, eink- um fyrir atvinnuleysingjana. En með innbyrðis samtökum, þar sem hver og einn af okkur gerum okkar besta til hagsbóta fyrir land og þjóð, höfum við leyfi til að vona, að við sigrumst á erfið- leikunum. Jeg óska öllum heimilum bless- vnar og drekk minni Danmerk- ur og íslands“. Að svo mæltu Ijek hljómsveit lífvarðarins þjóðsöngva Danmerk «r og íslands. (Sendiherrafrjett). FUNDURINN í TRÚN- AÐARMANNARÁÐI D AGSBRÚN AR. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. tilnefnt „frambjóðendurna". Svona hefir þetta gengið und- anfarin ár. A trúnaðarmannafundinum á dögunum mætti núverandi for- maður Dagsbrúnar, Guðm. Ó. Guðmundsson, þar sem hann skil- aði af sjer, og taldi sitt kjör- tímabil útrunnið. í sambandi við það valdaafsal sitt bað hann um leyfi til þess að fá að lesa upp skýrslu á fund- inum, þar sem hann gerði grein fyrir viðskiftum sínum við Olíu- yerslun íslands (B. P.-forstjóra Hjeðinn Valdimarsson). Hjeðinn var fundarstjóri á fundi þessum. Hann mótmælti því, að Guðmundur fengi að lesa upp skýrsluna, því þetta væri ekki rjettur vettvangur til þess. Var það síðan felt á fundinum, að leyfi þetta fengist. Þegar Guðmundur hafði skilað af sjer reis upp einn fundar- manna og skoraði á Hjeðinn að gefa kost á sjer í formannssæt- ið. Hjeðinn kvaðst skyldi gera það, með því skilyrði, að hann fengi kommúnista sjer við hlið Varð það úr á fundinum, að Hjeðinn var tilnefndur í for- mannssæti, en kommúnistar með honum í stjórnina. Jón Gunnarsson framkvæmdar- stjóri Samábyrgðar Islands á fiskiskipum, ljest á heimili sínu í Reykjavík 26. f. m., sem áður hefir verið um getið. Jón Gunnarsson var fæddur í Efra-Hreppi í Skorradal í Borg- arfirði 8. dag marzmánaðar 1854. Bjuggu þar þá foreldrar hans, Gunnar bóndi Vigfússon og kona hans Ingiríður Jónsdóttir bónda Jónssonar að. Þverá í Húnavatns- þingi. Foreldrar Gunnars voru Vigfús á Grund í Skorradal, Gunnarsson frá Hvammi á Landi Einarssonar, og Vigdís Auðun- ardóttir prests Jónssonar prests Hannessonar, en kona Auðunar prests og móðir Vigdísar var Sig- ríður Árnadóttir á Grund, Sig- urðssonar, Árnasonar lögmanns á Leirá, Oddssonar biskups Einars- sonar. Ættir þessar eru alkunn- ar og mjög fjölmennar. Foreldr- ar Jóns bjuggu lengi á Hamri í Borgarhreppi og ólst hann þar upp fram undir tvítugt. Hann fluttist til Reykjavíkur 1873. Starfaði hann fyrst við skrifstofustörf hjá Árna Thor- steinsson landfógeta og bæjar- fógeta, síðan um skeið hjá Lár- usi Sveinbjörnsson, er hann gegndi bæjarfógeta- og sýslu- mannsembætti hjer, og einnig var hann sex ár fulltrúi Óla Fin- sens póstmeistara og eitt ár var hann þá við verslunarstörf. Árið 1884 fluttist Jón til Kefla- víkur og gerðist þar bókhaldari við Duus-verslun. Þremur árum siðar tók hann við stjórn versl- unarinnar. Árið 1900 varð hann verslunarstjóri við Brydes-versl- un í Borgarnesi, en tveim árum síðar hóf Bryde verslun og út- gerð í Hafnarfirði. Tókst Jón á hendur forstöðu þeirrar stofnun- ar og gegndi því starfi síðan til 1900, er hann var skipaður fram- kvæmdarstjóri Samábyrgðar fs- lands á fiskiskipum, sem stofn- uð var með lögum á því ári og hóf starfsemi sína öndvert næsta ár. Fluttist Jón Gunnarsson til Reykjavíkur, er hann rjeðst að þessu starfi og gegndi því síðan óslitið til 1. mars 1935, að hann Ijet af störfum fyrir elli sakir, enda var hann þá kominn á ní- ræðisaldur. Auk athafna þeirra, sem nú var á drepið og voru aðalstörf Jóns, gegndi hann margskonar trúnaðarstörfum öðrum. Hann aftT*’sæti í sýslunefnd Gullbringu og Kjósarsýslu 1896—1899, var í amtsráði Suðuramtsins 1897— 1899, en lagði bæði þessi störf niður, er hann fluttist úr Kefla- vík haustið 1899. Hann var um nokkur ár gjaldkeri sparisjóðs í Hafnarfirði og formaður spari- sjóðsins þar. Bæjarfulltrúi var hann þar 1908 og til þess er hann fluttist úr bænum. Hann var sett- ur gæslustjóri Landsbankans 1910—-11 og skipaður gæslustjóri 1914—18, en settur bankastjóri við bankann um skeið árið 1917. Ilann var kosinn í bráðabirgða- stjórn Eimskipafjelags íslands og síðan í aðalstjórn þess. Gegndi hann þessum störfum á árunum 1913—1919. Hjer hefir verið fljótt yfir sögu farið, er drepið hefir verið á verk ins aldraða atorkumanns, sem nú er til hvíldar genginn. Hann hafði á hendi ábyrgðar- mikil og vandasöm störf alt fram á níræðis-aldur. Mest er um það vert, að hann leysti þau öll ið besta af hendi með stakri ráð- deild, vandvirkni og reglusemi. En um mörg þeirra starfa og forráða, sem hann fór með, má með sanni segja ið fornkveðna, að örðugt er að gera öllum til hæfis. Engu að síður hafði Jón ávalt óbilandi traust manna, svo sem best ber vitni allur sá marg- víslegi starfi, er honum var feng- inn alt fram til hárrar elli. Yar hann hvorttveggja: vitsmunamað- ur og fastúðugur þrekmaður. Jón Gunnarsson var traustur vinur vina sinna og því meir met- inn af hverjum manni, sem kynn- ing varð meiri. Hann var oft nokkuð fálátur í framgöngu, en glaður og reifur í vinahópi. Mun láta nærri, að um hann mætti sannlega segja ásveigt því er Grímur kvað: Hans brann glaðast innra eldur, ið ytra virtist sumum kalt. Við alla var hann fjöl ei feldur, og fann ei skyldu sína heldur að heiðra sama og aðrir alt. Jón Gunnarsson var tvíkvænt- ur. Hann kvæntist 25. sept. 1897 Sigríði Þorkelsdóttur prests á Reynivöllum Bjarnasonar. Tvö börn þeirra komust á fullorðins ár, en mistu bæði heilsuna og önduðust upp komin. Frú Sigríð- ur varð og heilsulaus skömmu eftir komu sína til Reykjavík- ur og andaðist 16. okt. 1914. Bar Jón þann mikla mótgang, sem stafaði af langvarandi heilsutjóni þeirra, með bjargfastri þolin- mæði og fórnfýsi, sem við er brugðið. Hann kvæntist aftur 8. mars 1919, Elizabetu dóttur Jóns Steffensens, fyrrum verslunar- stjóra í Reykjavík. Hún var áð- ur gift mági hans, cand. jur. Jóni Þorkelssyni frá Reynivöll- um, en hafði mist hann eftir skamma sambúð. Dóttir þeirra Jóns Þoi’kelssonar og frú Elíza- betar, einkar efnileg stúlka, Ijest innan tvítugs-aldurs. Þau Jón Gunnarsson og frú Elízabet eign- uðust dreng, sem andaðist ný- fæddur. Hún lifir mann sinn. Jón var ágætasti heimilisfað- ir, enda voru konur hans báðar umhyggjusamar og listfengar og honum fullkomlega samhentar í öllu því, er gera mátti heimilið ánægjulegt og garðinn frægan. Jón Gunnarsson fylgdi með huga og dáð hverju nytjamáli þjóðar vorrar. Ekki munu önn- ur störf hafa verið honum hug- þekkari en afskifti hans af stofn- un Eimskipafjelagsins og stjórn þess, jafnframt starfi hans að Samábyrgð íslands á fiskiskip- um. Vóru slík þjóðnytjafyrirtæki sem sannkölluð óskabörn hans. Hann verður til grafar borinn í dag. B. Sv. Deila innan frðnsku alþýðu- fylkingarinnar FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. S eyti frá París hermir, að eftirleikur hins rnikla verkfalls í París fyrir áramót- in ætli að verða hættulegur al- þýðufylkingunni. Alvarlegur á- greiningur hefir komið upp innan ríkisstjórnarinnar. Dormoy, innanríkisráðherra, sem er sósíalisti, lofaði að ganga að kauphækkunarkröfu hinna opinberu starfsmanna, án þess að leita samþykkis radikal sósíalista. Forstætisráðherrann, Chau- temps, sem er radikal-sósíalisti hefir lýst yfir því, að loforð Dormoys sje ekki .skuldbind- andi fyrir stjórnina. Rsða Roosevelts FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Aftur á móti ætti landbúand- inn kröfu til þess að stjórnar- völdin rjettu honum hjálpar- hönd og gerðu ráðstafanir ekki einungis til þess að auka kaup getu hans, heldur og kaupgetu þeirra sem þurfa að kaupa af- urðir landbúnaðarins. Forsetinn boðaði löggjöf um vinnukjör og tíma, þar sem fyrst og fremst væri miðað að því að tryggja þessum stjettum þau atvinnuskily’ði og launa- skilyrði að þær gætu sjeð sjer farborða árið um kring. Myndi því frekar venða stefnt að því að tryggja þeim lífvænleg árs laun, fremur en klukkustunda- laun. Togarinn „Gull- toppur“ sektað- ur fyrir land- helgisbrot Anýjársnótt var togarinn Gulltoppur eign h.L Kveldúlfs tekinn að veiðum í landhelgi í mynni Isafjarðar- djúps. Var það varðskipið Þór er tók togarann þarna. Skip- stjóri er Þórarinn Björnsson. Var Þór á útleið, er hann varð var við togara, sem var á. innleið og grunsamlega nálægt landi. Er skipstjórinn á Þór hafði gert staðarákvarðanir komst hann að þeirri niðurstöðu, að Gulltoppur hefði verið 0,6 sjó- mílur innan við landhelgislínu. Bauð hann skipstjóranum á Gulltopp, Halldóri Gíslasyni, að gagnrýna staðarákvörðunr ina þar á staðnum. En skipstjóri kærði sig ekki um það, þar eð hann vjefengdi ekki mælingarnar. Þór fór með togarann til ísa- fjarðar. Þar var hann dæmdur í 20.200 króna sekt og afli og veiðarfæri upptæk. En afli og veiðarfæri voru ímetin. á nál. 4.500 krónur. Skipstjóri áfrýjaði dóminum. Síðan fór togarinn aftur út á veiðar. Bílaverkstæði Þorkels og Tryggva óskar öllum gleðilegs nýárs og þakkar við- skiftin á liðna árinu. JAPANAR OG BRETAR. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. um, ef leitast verði við að koma á snöggum breytingum í þá átt, að allur heimurinn fari í bál og brand, en það sje um að gera að missa ekki sjónar á því, sem er aðalatriðið í þessu máli og láta ekki óviðkomandi sjónarmið hafa áhrif á sig. Japanar og Bretar. Þá var ráðherrann spurður um áframhald styrjaldarinnar og hvort að hernaðurinn muni verða færður út til suðurs. Þessu svar- aði ráðherrann þannig, að aðal- atriðið sje, að Bretland hætti að veita Kínverjum hjálp og að.því munu ráðstafanir Japana miða fyrst um sinn, jafnvel þó að það kosti ófrið við Bretland. Hins- vegar segist ráðherrann ekki trúa því, að Biandaríkjn láti Bret- land draga sig út í slíka styrj- öld, sem þeir mundu einungis tapa á. oooooooooooooooooo I Skriístofuherbergi I Y í miðbænum óskast til leigu. A v Uppl. í síma 4526. ö oooooooooooooooooo Ódýrar vfirur: Matardiskar dj. og gr. 0.50 Bollapör postulín 0.65 Matskeiðar og gafflar 0.75 Sykursett postulín 1.60 Kaffistell 6 manna 15.00 Kaffistell 12 manna 23.50 Matarstell 6 manna 19.50 Ávaxtastell 6 manna 4.50 Vínstell 6 manna 6.60 Ölsett 6 manna 8.50 Vínglös 0.50 o. œ,. fleira ódýrt. K. Einarsson k Björnsson Sjálfstæðiskvennafjelagið VORBOÐI í Hafnarfirði. Fundinum er frestað til föstudagskvölds. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.