Morgunblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 5
'Miðvikudagur 12. jan. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 9 ■■■ ■ JIRorjgtmBIaBið Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: J6n KJartansson og Valtýr Stefánsaon (AbyrgtJarmaÖur) Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, augJýsingar og afgreiTJsla: Austurstræti 8 — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 A mánuM. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura meTJ Lesbök SOVJET REYKJAVIK *-^að er skiljanlegt, að Al- 1'^ þýðublaðið beri sig illa, þegar sýnt er fram á, að hinn socialdemokratiski flokkur á ís-, Jandi hefir verið „gersamlega þurkaður út“. Blaðið finnur, að allir þeir menn innan verk- lýðssamtakanna, sem í ein- lægni hafa trúað á lausn mál- anna á lýðræðisgrundvelli, telja sig fullkomlega svikna af þeim -samningi, sem gerður hefir ver- ið milli Hjeðins Valdimarsson- .ar og Einars Olgeirssonar. En á undanförnum misserum hefir svo mikið verið rætt um sam- einingu verkalýðsins, að allir, sem fylgst hafa með, vita :full skil á því, sem deilt hefir verið um. Alþýðublaðið hefir ekki einu sinni, heldur hundrað sinnum -dregið fram þau ágreiningsat- riði, sem verið hafa milli Al- þýðuflokksins og kommúnista, þau atriði sem því hafa valdið, :að ekki hefir orðið af ein- ingu verkalýðsins í „einn sam- einaðan alþýðuílokk“ Alþýðu-| blaðið hefir sagt: Við höfum sameiginlegar lífsskoðanir, loka takmark okkar er það sama, ■sósíalisminn. Það sem á milli ber er: Við Alþýðuflokksm. viljum komast að lokatakmarkinu á Víýðræðisgrundvelli. Kommúnist- ar vilja komast að því með of- beldi og byltingu. Við viljum að flokkarnir, hvor fyrir sig sjeu óháðir erlendu valdi. Kommún- iistar vilja halda áfram að sækja línu sína til Moskva. Með öðrum orðum: Alþýðu- blaðið hefir í öllum sameining- .arskrifum sínum lagt höfuðá- herslu á það, að ekki væri á- greiningur um lokatakmark milli þessara tveggja flokka, heldur greini aðeins á um leið- ir, starfsaðferðir, til að ná þessu endanlega lokatakmarki. Þetta hefir verið uppistaðan í öllum skrifum Alþýðublaðsins viku éftir viku og mánuð eftir mán- tuð. Alþýðublaðið hefir lialdið fram sameining gegn samfylk- ingu. Þ>að hefir krafist þess að kommúnistar afneituðu Moskva og gengi inn á sameiginlegan lýðræðisgrundvöll. Það hefir lýst yfir, að ekki komi til mála áð vinna með ílokki, sem tákx fyfirskipanir sínar frá er- lendu stórveldi, flokki sem vildi vinna með ofbeldi og bylt- ingu. Það hefir í’jettilega sýnt fram á, hver voði steðjaði að sjálfstæði landsins með vaxandi áhrifum slíks flokks. Móti þessu hefir Kommún- istaflokkurinn teflt ýmsu. Stundum hefir flokkurinn látið mjög líklega. En altaf þegar á átti að herða sóttu kommúnist- ar í sig veðrið, neituðu að slita sambandinu við Moskva, neit- mðu lýðræðisgrundvellinum, buðu samfylkingu gegn samein- ingu. Um þetta hafa þessir tveir flokkar verið að jagast heilt misseri. Þegar því Alþýðuflokk- urinn hleypur alt í einu frá fyrri aðstöðu sinni og gengur Moskvavaldinu á hÖnd, þá er ekki til neins fyrir Alþýðublað- ið að reyna að gera lítið úr þeim atburði. Það er engum blöðum um það að fletta, hvað á undan hefir gengið þegar sjálfur formaður Alþýðuflokks- ins er kominn úr leiknum. Eða þegar menn eins og Ólafur Friðriksson og Guðmundur Oddsson eru settir hjá. Og það vill svo illa til, að Alþýðublaðið játar sjálft bei*- um orðum alt það, sem það reynir að breiða yfir og leyiia. Alþýðublaðið segir, að hjer sje á ferðinni aðeins breytt starfs- aðferð. En eins og hjer hefir verið sýnt, hefir Alþýðublaðið lagt höfuðáhersluna á það, að flokkana greindi ekki um loka- takmark, heldur starfsaðferðir. Og Þjóðviljinn fyrir sitt leyti fer ekkert dult með það, hvað fel- ist í samkomulagi flokkanna. Hann telur þetta áfanga á leið- inni til „óháðra yfirráða til sósíalismans“. Það þarf ekki að skýra það neitt fyi’ir mönnum, hvað í þessum orðum Þjóðviljans felst. Menn þekkja svo vel, hvað hann á við með „óháðum yfir- ráðum, sósíalisma". Kommún- istarnir eru að hælast yfir því, hve þeim hafi tekist að beygja kratasvírana. Og það er ekkert að undra, þótt Kommúnistar 'hælist um. Þeir hafa fengið sín- um kröfum framgengt. Þeir hafa neitað að yfirgefa Stalin, yfirgefa ofbeldið og bylting- una, neitað að stíga fæti sín- um á lýðræðisgrundvöll, neitað sameiningunni. Þeir hafa þröngvað samfylkingunni upp á Alþýðuflokkinn, látið hann renna frá öllu því, sem hann hefir haldið fram um lýðræði að fornu og nýju, látið hann fleygja bestu mönnum sínum fyrir borð, og draslað honum á fjörur sínar eins og hverju öðru vogreki. Þeir eru hi'óðugir að hafa komist 1 áfanga á leið sinni að lokatakmarki baráttunnar: Sovjet-ísland. Að þessu sinni á að vinna höfuðborgina. Hið sameiginlega vígorð Einars 01- geirssonar og Hjeðins við bæj- arstjórnarkosningarnar er: Sovjet-Reyk javík! Kosningaskrifstofu hefir Sjálf- stæðisflokkurimi í Varðarhúsinu. Þar eru veittar allar upplýsingar viðvíkjandi kosningunum. Skrif- stofan er opin daglega frá kl. S) f. h. til kl. 7 e. h. Sími 2398. C-listinn er listi Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Eru arðvænlegar málmnámur á íslandi? Samtal við Einar Dor- grímsson málmfræðing Einar Þorgrímsson. CI íðastliðið vor kom Einar Þorgrímsson frá Kefla- vík hingað heim, eftir 20 ára dvöl í Vesturheimi. Síð- an hann kom hefir hann starfað að málmleit og; rannsóknum í sambandi við hana. Enn sem komið er verst Ein- ar allra frjetta uut /vrangT.r af þeim rannsóknum. En uat »áhn- leit alment hefir liann sagt eitt og annað í eftirfarandi viðtali við blaðið, og eins frá því, sem á daga lians dreif vest.ra. En um skeið áður en hann hvarf lieim undirbjó hann sig til þess að taka upp málmleit hjer á landi og rannsóknir málma. -—• Hvernig virtist yður hag- ur Vestur-Islendinga yfirleitt veraf spyr blaðið Einar. — Yfii*5eitt slæmur. Margir þeir, sem eittlivað áttu um það leyti að jeg fluttist vestur, liafa tapað öllu sínu og sárafáir eigna- menn hafa bæst við. Ekki er þó ódugnaði Vestur-íslendinga um að kenna, heldur hinu, að tím- arnir hafa yfirleitt verið afar erfiðir. í Kanada kyntist jeg fjölda íslendinga, bæði í Winni- peg og xiti á landsbygðinni. í Bandaríkjunum dvaldi jeg aðal- lega í stórborgunum Cliicago, Pittsburgh, New York og Bost- 011 og umgekst fslendinga rnikið minna. Boston er sá staður í Ame- ríku, ]xar sem mjer finst íslend- ingar hafa mest skarað fram úr. Þar eru saman komnir milli 40 og 50 harðvítugir íslenskir sjó- menn. Á örfáum árum hafa þess- ir menn komist svo vel áfram, að um 30 þeirra liafa orðið stýri- menn og skipstjórar. Er slík frammistaða svo undraverð, að þeir Bandaríkjamenn, sem til þekkja, dást að. Islendingar x Boston eru og rnjög eftirsóttir af útgerðarmönnunum og þykja skara fram xxr sjómönnum af öðrum þjóðflokkum, ekki einung- is sem sjómenn, heldur og að öðru leyti. Jeg get ekki stilt mig um að minnast á, í þessu sam- bandi, að Grímur Hákonarson skipstjóri, sem hjer var á ferð- inni í haust, og nxx er nýfarinn út, er alment talinn best liðni fiskiskipstjórinn í Boston, og eru þar þó sjá.lfsagt yfir 500 skip- stjórar. Magnixs Magnxxsson skipstjóri er svo vel kunnur lijer heima, að óþarfi mun að segja frá liou- um, en hann er vafalaust í fremstu röð þeirra íslendinga, sem verulegan orðstír hafa get- ið sjer í Ameríku. — Hafið þjer stundað málm- rannsóknir eingöngu; síðan þjer fóruð vestur? Fjarri fer því. Jeg hefi haft margt fyrir stafni. Fágað silfur með negrum, verið á veiðum með Iudíánum, unnið í bxiðum og á skrifstofum, verið verkstjóri I verksmiðjum, framkvæmdastjóiú hjá togarafjelagi, málað, leikið,' verið við nám o. fl. í Ameríkú tekur rnaður það sem maður fær, en fær sjaldan það sem maður vill. — Hvenær fenguð þjer þá hug mynd, að nothæfa málma væri að finna á Islandi ? — Það er langt. síðan mjer varð kunnugt um, að sýnishorn af íslenskum bergtegundum höfðu verið rannsökuð bæði lijer heima og erlendis, og að í sumum sýn- ishornunum hefði fundist töluvert af gulli, platínu, eir og fleiri málmum. Yeturinn 1924—25 varð mjer þó fyrst fyllilega Ijóst, hví- líkt feikna gullmagn gæti falist í íslensku grjóti. Það var þegar vinur minn einn ljet málmfræð- ing nokkurn í Chieago rannsaka trygðastein, sem hann liafði tek- ið með sjer frá fósturjöi’ðinni. Nokkr.u síðar var flutt heilt tonn af íslensku grjóti vestur og fanst töluvert mikið gull í sumu af því, þótt ekki kæmist sá fundur í hálfkvisti við steininn, sem jeg mintist á áðan. Árið 1931 ákvað jeg fyrir al- vöru að gera mitt ítrasta til þess, að rannsóknir kæmust á lijer. Fj-rst hugsaði jeg mjer að fá málmrannsóknarmann með mjer hingað heim, en sá undir eins, að slíkt yrði ógerningur sökum of mikils kostnaðar. Rannsóknar- áhöld, kaup, uppihald og fei’ða- kostnaður reiknaðist. mjer að myndi nema tugum þúsunda. Jeg ákvað þvínæst að komast í samband við námufjelag og leita styrks hjá því. Það tók mig margar vikur, miklar skriftir og stímabrak áður en jeg kæmist á fund aðalframkvæmdastjóra eins slíks fjelags. Fjelagið hafði að- alski’ifstofu á Park Ave í New York. — Og hvernig var yður tekið þar ? Mjer var tekið mjög kurteis- lega og með athvgli hlustað á það, sem jeg sagði. Niðurstaðan varð þó sú, að jeg yrði sjálfnr að standast kostuað allan af hin- um fyrstu rannsóknum. En gmti jeg fæi’t öruggar sannanir fyrir því, að á íslandi gæti verið nm málmvinslu: að ræða, gæti ;jeg vænst þess, að fjelagið bæði :ís- lensku stjórnina um leyfi til þess að fá að vinna hjer máíma 'úr jöx’ðu. — Og þjer liafið ekki lá.tið þar við sitja? — Nei, alls ekki. Upp frá þessu fók jeg af alefli að kynna xu'jer vísindabækur um málmleit pg málmrannsóknir. Nokkru síðar kornst jeg á rannsóknarstofu, með aðstoð kunningja míns, en var síðast á „Massachusett bt- stitute of Technology“ þásból- anum í Boston. Jeg tók á Idigu málmrannsóknastofu í hásköfenxfm og fjekk aðalkennara R. C. Reed til þess að rannsaka með mjer og kenna mjer. En hann liefir kent málmrannsóknir í þessurn skóla síðan hann útskrifaðist þaS an, skömmu eftir aldamót. Yið unnum þarna samau frá 8 .íil 14 klukkutíma á dag. Á milB þess að jeg var í skólanum las jeg af kappi heima. Þetta gerði mjer mögulegt að ljxika náminu á. mun styttri tírna, heldur en hefði, jeg aðeins haft aðgang að rannsóknax’stofunni 2 til 4 fírrm á viku, eins og hinir nemend urnir. — Tókuð þjer þá próf í námu- fræði við þennan liáskóla? — Nei, alls ekki. í skólanum lagði jeg stund á málmrannsókn- ir (assaying) eingöngu, og lagði sjerstaka áherslu á rannsókxi gulls og silfurs. Jeg tók próí sem „Special Student" í þessafi grein námufræðinnar vorið 1987. Yfirleitt eru það ekki nájnuverk- fræðingar, sem gefa sig að málm- leit eða málmrannsóknum; þeirra verksvið er mikið yfirgrips- meira. Þegar málmleitarmaður hefir fundið málm, snýr hann sjer til málmrannsóknarmanns og lætur hann rannsaká líklegustu sýnishornin á rannsóknarstofu. Þegar málminnihald sýnishorn- anna hefir verið ákveðið, og sje það nógu mikið til þess að Kkur sjeu! fyrir því, að námugröftur muni borga sig, þá er fengínn námuverkfræðingur til að raun- saka jarðlög þau, sem málmur- inn liefir fundist í, svo og grjófr- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.