Morgunblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 3
Miðvikudagnr 12. jan. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Svar Haralds við ofríki og frekju Hjeðins: Rauðu flokkarnir hafa lagt Revkjavík í einelti Hjeðinn rekinn úr Fiskimálanefnd! Fiskimálanefnd hefir nú að nýju verið fullskipuð, og vekur það alveg sjer- staka athygli, að ríkisstjómin (at- vinnumálaráðherra) hefir ekki fengist til að skipa Hjeðinn Valdimarsson aftur í nefndina. Nefndin esr þannig skipuð: Fjelag ísl. botnvörpuskipaeig- enda hefir tilnefnt Þorleif Jóns- son, Hafnarfirði, og til vara Kjart an Thors. Fiskifjelag Islands hefir tilnefnt Kristján Bergsson og til rara öeir Sigurðsson. Landsbankinn hefir tilnefnt Júlíus Guðmnndsson og til vara Jón Maríasson. Utvegsbankinn hefir tilnefnt Helga Guðmundsson og til vara Guðmund Ólafs. Samband ísl. samvinnufjelaga hefir tilnefnt Pálma Loftsson og til vara Runólf Sigurðsson. Alþýðusambandið hefir tilnefnt Jón Axel Pjetursson og til vara Sigurjón Á. Ólafsson. Loks hefir ríkisstjórnin (at- vinnumálaráðherra) tilnefnt Bmil Jónsson og til vara Jónas Guð- mundsson. Nefndin kýs sjer sjálf formann og var sú breyting gerð á síðasta þingi, en áður skipaði atvinnu- málaráðherra formann. Hjeðinn Valdimarsson hefir, sem kunnugt er, verið formaður Fiskimálanefndar frá byrjun og þar ráðið öllu. Br það fyrir löngu landskunnugt hvérnig hann hefir farið með það fje, sem Fiskimála- nefnd fekk í sínar hendur, og þá er alþjóð einnig kunn hin mörgu og stórfeldu hneyksli, er urðu í sambandi við fisksölur nefndar- innar, til Póllands, Ameríku o. s. frv. Þegar síðasta þing kom saman var þessi stofnun, Fiskimálanefnd- in, í raun og veru ekkert annað en eitt stórt gjaldþrota fyrirtæki, sem hvergi naut hinnar minstu tiltrúar. Þá gat Hjeðinn kúgað Framsóknarflokkinn til þess að endurlífga nefndina, með því að verja til hennar 400 þús. kr. í viðbót við það, sem hún áður fekk. Mikill hluti þessa fjár skyldi ganga til styrktar kaupum á tveimur nýtísku . togurum, sem Tímamenn segja að reka skuli með samvinnusniði, sbr. Haukaness- og Gullfoss útgerðin, sem sjómenn kannast við. Ekki fór Hjeðinn dult með það á Alþingi, að enn yrði það hann, sem öll ráð fengi í Fiskimála- nefnd. Hann gekk út frá því sem gefnu, að hann og enginn annar yrði þar allsráðandi áfram. En nú skýrir Alþýðublaðið frá því í gær, að Hjeðinn hafi fengið „frí“ frá störfum í Fiskimála- nefnd, og er annríki hans borið við. Kunnugir vita þó, að „ann- ríkið“ er ekkert annað en það, að Hjeðinn er kominn yfir til kommúnista, sem er í óþðkk Har- alds Guðmundssonar, atvinnu- málaráðherra. Brottrekstur Hjeðins £r Fiski- málanefnd er ekkert annað en svar Haralds Guðmundssonar við ofríki Hjeðins síðustu dagana í viðureigninni við Jón Baldvinsson og aðra hægfara sósíalista. Ekki er minsti vafi á, að það er happ fyrir Fiskimálanefnd og útveginn yfirleitt, að Hjeðinn hefir nú verið leystur frá störf- um í nefndinni. Útför Jes Zimsen Utför Jes Zimsen kaupmanns í gær var mjög fjölmenn. Kom þar í Ijós á ýmsan hátt hve miklum vinsældum hann átti að fagna, og hve starf hans hafði verið margþætt í bæjarfjelaginu. Húskveðjuna á heiinili hans í Hafnarstræti 18 og ræðuna í kirkj- unni flutti síra Bjarni Jónsson. Stjórn Yerslunarráðsins bar kistuna í kirkju, en út úr kirkju báru Oddfellowar. Síðan bar stjórn Utgerðarmannafjelagsins kistuna út í líkvagninn er stóð í Kirkjustræti. Fyrir líkfylgdinni gengu menn úr Verslunarmannafjelagi Reykja- víkur og önnur fylking Oddfell- owa. En nemendur úr Verslunar- skólanum stóðu fylktu liði við kirkjudyr er líkfylgdin kom þang- að. Inn í kirkjugarðinn báru kist- una fyrst menn úr Verslunar- mannafjelagi Reykjavíkur, þá stjórnarnefndarmenn Sjóvátrygg- ingarfjelagsins, og síðast að gröf- inni starfsmenn við Verslun Jes Zimsens. LÍÐAN DROTNINGAR. Kalundborg í gær. FU. íðustu fregnir af líðan Alex- andrínu drotningar eru á þá leið að í nótt hafi henni liðið sæmilega vel, en sje þó talsvert þreytt eftir uppskurðinn. Sjómannakveðjur. Lagðir af stað áleiðis til Englands. Vellíð- an allra. Skipshöfnin á Snorra goða. — Lagðir af stað áleiðis til Englands. Kærar kveðjur. Vel- líðan. Slupverjar á Júpíter. (FB.). C-listinn er listi Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Minnist þessa Reykvík- ingar nú við bæjar- stjórnarkosningarnar! Reykvíkingar ættu vel að fylgjast með skrifum stjórnarblaðanna nú fram að bæjarstjórnarkosningunum og bera þau saman við aðgerðir stjómarliða á Alþingi í garð Reykjavíkurbæjar og íbúa hans. „Dýrtíðin vex stöðugt í Reykjavík. Útsvörin hækka með hverju ári. Aðalatvinnuvegur bæjarbúa, sjávarútvegur- inn er rekinn með tapi ár frá ári. Atvinnuleysið fer ört vaxandi“. Þetta er aðaluppistaðan 1 skrifum stjórnarblaðanna nú, og er ekki ófróðlegt að bera þessi skrif saman við það sem talað er á Alþingi, þegar verið er þar að leggja byrðarnar á Reykvíkinga. „Dýrtíðin vex stöðugt í Reykjavík“, segja stjórnarblöð- in. Hverjir eiga sökina á því? Skyldu það ekki vera stjórnar- flokkarnir, sem á hverju þingi leggja á nýja skatta og tolla og hækka þá, sem fyrir eru? Þegar stjórnarflokkarnir lögðu á viðskiftagjaldið — öðru nafni „klauflaxinn" — á þinginu 1935, lýstu þeir hvað eftir annað yfir því, að þessi nýi verðtollur ætti aðeins að ná til eins árs. En tollurinn var óðara framlengdur á þing- inu 1986. Á síðasta þingi var þessi þungbæri tollur ekki að- eins framlengdur, heldur var hann stórlega hækkaður, meira en þrefaldaður á sumum vör- um. Og nú var engin vara und- anskilin. Toliurinn nær til allra vara. Er nú að undra, þótt dýr- tíðin vaxi, þegar hátollum er hrúgað á brýnustu nauðsynjar fólksins? ¥ „Útsvörin hækka með hverju ári í Reykjavík", segja stjórn- arblöðin. Hvað veldur því að útsvörin hafa hækkað? Stjórnarflokkarnir hafa í lög gjafarstarfi sínu lagt aðalá- hersluna á, að þyngja byrðar Reykjavíkurbæjar. Nýju fram- færslulögin eru gleggst dæmi þessa, þar sem meginþunga fá- tækrabyrðarinr.ar var velt yfir á Reykjavíkurbæ. Og þegar svo á síðasta þingi að sett eru lög, sem miða að því að koma á jöfnuði í fátækrabyrðinni, er þannig um hnútána búið, að Reykjavík fær ekki eyri af því fje, sem varið er í þessu skyni! \ þingi í vetur reyndu gæð- ingar Tímaliðsins að fá það lög- fest, að Reykjavíkurbær fengi ekki eyri af útsvari þeirra manna, er laun taka úr ríkis- sjóði eða hjá ríkisstofnun. Það átti m. ö. o. að lögfesta það, að hálauna- og málalið stjórnar- klíkanna yrði skattfrjálst til Reykjavíkurbæjar! Með meirihlutaaðstöðu sinni í niðurjöfnunarnefnd hefir stjórnarliðið komið því þannig fyrir ,að útsvör burgeisa og há- launamanna stjórnarflokkanna fara lækkandi, á sama tíma, sem útsvör almennings fara hækkandi, eins og dæmin frá síðustu niðurjöfnun sönnuðu. Þetta hefir Tímaliðinu ekki þótt nóg, og þessvegna reyndi það að fá lögfest algert skattfrelsi til handa hálaunaliðinu! Þetta skattfrelsi til handa hálaunaliðinu fekst ekki lög- fest á þinginu, en það verður á- reiðanlega reynt betur síðar. Það þarf engan að undra, þótt útsvörin hækk; í Reykja- vík, þar sem stjórnarflokkam- á Alþingi beinlínis sníða lög- gjöfina þannig, að byrðarnar lendi sem þyngst á Reykja- vík, en jafnframt neita bænum um aukna tekjustofna. Og þá 'er jafnan viðkvæðið þetta: Reykjavík er svo auðugur bær, að hann þolir vel að bera byrð- arnar! Stingur þetta óneitan- lega mjög í stúf við skrif stjórnarblaðanna nú. * „Aðalatvinnuvegur bæjar- búa, sjávarútvegurinn er rek- inn með tapi ár frá ári“, segja stjórnarblöðin. En hvað hafa stjórnarflokkarnir i á Alþingi gert, til þess að stöðva þenna taprekstur? Því er fljótsvarað, þeir hafa ekkert gert. Nú er það staðreynd, að af- koma alls almennings í bænum og ekki síst verkafólksins, er öll undir því komin, að sjávar- útvegurinn gangi vel. Og þar sem verkafólkið var einmitt svo heppið, að hafa í sæti atvinnu- málaráðherra verklýðsforingj- ann og alþýðuvininn sjálfan, Harald Guðmundsson, mætti ætla, að hann gætti þess að þessi lífsbjörg verkafólksins stöðvaðist ekki. Aðferð ríkistjórnarinnar er í stuttu máli þessi: Hún skapar óþolandi dýrtíð, svo að sjómenn og verkafólk, sem hafa lífs- framfæri sitt hjá útveginum, neyðist til að gera auknar kröf- ur. En útvegurinn, sem kröf- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Greta Garbo í jölaleyfi Greta Garbo dvaldi í Svíþjóð um jólin. Hún fór þangað með sœnska skipinu Gripsholm, undir dulnefni. En hún var uppgötvuð og þessi mynd tekin. Mesta útllutn- ings verðmæti I mðrg úr Hagstæður verslunarjöfnuður \ árinu 1937, sem var óvenju hagstætt um verðlag á mörgum helstu útflutningsvörum okk- ar, varð verslunarjöín- uðurinn hagstæður um 7.3 miljónir krónur. Ot- flutt var samtals fyrir kr. 58.928.600, en inn- flutt fyrir kr. 51.626.- 200. Það er athyglisvert að saltfisksútflutningur okkár varð 1.4 milj. krónum meiri að verð- mæti en árið 1936. Er hjer um beina verðhækk un að ræða, þar sem út- flutningsmagnið var minna (1937: 38.4 þús. smál., 1936: rúml 39 þús. smál. verkaður og óverkaður saltfiskur). Saltfiskurinn er enn stærsti einstaki liðurinn í utanríkis- verslun okkar með kr. 15.9 milj. eða 27%. Langstærsti plúsinn í utan- ríkisverslun okkar 1937, er þó síldin. Síldarafurðir, síld, síldarolía og síldar- mjöl voru flutt út fyrir samtals kr. 19.9 milj. árið 1937, en fyrir rúml. 14 milj. krónur árið 1936. FBAMH. Á BJÖUNDU SÍÐU I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.