Morgunblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. jan. 1938. MORGUNBLAÖIÐ 7 VERSLUNAR- JÖFNUÐURINN. Dagbók. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Mismunurinn er tæpar 6 milj. krónur. Hjer fer saman óvenjulega i-ikil síldveiði á síðastliðnu ári «g hin mikla verðhækkun á síld arafurðum á erlendum mark- aði. Síldarmjöl var flutt út fyrir kr. 5.4 milj. (25.8 þús. smál.), síld fyrir kr. 5.8 milj. og síldarolía fyrir kr. 8.7 milj. (21.4 þús. smál.) Enn mun all- mikið ófarið af síldarolíu af landinu, sem ekki kemur þessvegna á skýrslur fyr en 1938. Aðrir liðir útflutningsskýrsl- unnar eru: Isfiskur 3.85 milj. kr. Freðfiskur 1.5 — — Lýsi 4.1 — — Gærur 2.5 — — Freðkjöt 2.2 — — Ull 2.9 — — Það er glögt dæmi um hið á s. 1. ári, að ullarútfl. var ekki að ullarútflutningurinn var ekki nema 727.460 kg. árið 1937, en árið 1936 voru flutt út 839,- 476 kg. fyrir aðeins kr. 1.878.- 470. Þannig er það engu öðru en hinu háa verðlagi á ísl. afurð- um og ágætu síldarári að þakka, að ekki skyldi hafa tekist ver um utanríkisverslun okkar en raun ber vitni. Hið nýja ár byrjum við með minni fiskbirgðir en dæmi eru til um mörg undan- farin ár. Síðustu 4 árin hafa fiskbirgðir í landinu verið sem hjer segir: 1937 2.732 þur tonn. 1936 9.582 — — 1935 18.598 — — 1934 17.778 — — Hinar minkandi fiskbirgðir eiga rót sína að rekja til dæma- fás aflabrests tvö síðastliðin ár. Fiskaflinn hefir verið fjögur síðastl. ár sem bjer segir: 1937 27.959 smál. 1936 29.131 — 1935 50.002 — 1934 61.880 — Að lokum er hjer samanburð ur á innfl. og útflutningnum aíðustu 4 árin: Iinnflutt Útflutt 1937 51.626.200 58.928.600 1936 41.631.300 48.238.900 1935 42.600.050 43.880.900 1934 48.480.400 44.761.300 FYRIRSPURNIR TIL NÝJA DAGBLAÐSINS. Út af grein í blaðinu í gœr um lækkað fiskverð, skora jeg á það að svara þessum spurningum: Telur blaðið það heilbrigt við- skiftalíf, að Fiskimálanefnd selur fisk langt undir framleiðsluverði T Var ekki tilgangurinn með Fiskimálanefnd sá, að hún aflaði markaða fyrir fisk annars staðar en í Reykjavík? Er það í samræmi við skipu- lagningu á afurðasölu, s. s. kjöti og mjólk, að Fiskimálanefnd yfir- fyllir fiskmarkaðinn í Reykjavík með fiski, sem seldur er með tapi? Hafliði Baldvinsson fisksali. C-listinn er listi Sjálfstæðis- manna í Eeykjavík. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass SA. Slydda eða rigning. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Hæg S- og SA-átt um alt land með 1—2 st. hita. Nokkur slydda eða rigning á S- og A-landi, en þurt veður vestan lands og norð- an. Djúp lægð yfir Grænlandshafi og útlit fyrir að hún þokist NA- eftir. Næturlæknir er í nótt Sveinn Pjetursson, Garðastræti 34. Sími 1611. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. ísfisksala. Gyllir seldi afla sinn í Hull í fyrradag 1343 vættir fyrir 700 stpd. Lyra kom. í gærmorgun frá Bergen. C-listinn er listi Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Lilja Sig- urðardóttir og Ólafur Jónsson. Heimili þeirra er á Laugaveg 161. Ingólfur Gíslason verslunarmað- ur á Laugaveg 40 hefir beðið blaðið að geta þess, að það sje ekki hann, sem er á lista þjóð- ernissinna við bæjarstjómarkosn- ingarnar. Eimskip. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss er í Kaup- mannahöfn. Brúarfoss fór frá Leith í gær áleiðis til Vestmanna- eyja. Dettifoss kom til Vopna- fjarðar kl. 2 í gær. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss fór frá Akranesi í gærkvöldi, áleiðis til Vestmannaeyja og útlanda. Sjálfstæðismenn utan af landi, sem staddir eru hjer í bænum, munið að kjósa hjá lögmanni og gerið það tímanlega, svo að at- kvæðið komist, til skila í tæka tíð. Upplýsingar viðvíkjandi kosning- unni fást á kosningaskrifstofu Sjálfstæðismanna í Varðarhúsinu, sími 2398. C-listinn er listi Sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Sjálfstæðismenn, þeir sem hafa í hyggju að fara burtu úr bæn- um fyrir kjördag, verða að muna að kjósa hjá lögmanni áður en þeir fara. Kosningaskrifstofa lög- manns er í Arnarhvoli og opin alla virka daga kl. 10—12 árd. og 1—4 síðd. Allar upplýsingar við- víkjandi kosningunni geta menn fengið á kosningaskrifstofu Sjálf- stæðismanna í Varðarhúsinu, sími 2398. Listi Sjálfstæðismanna Reykjavík er C-listi. Dagsposten, sem gefið er út í Þrándheimi, birti nýlega langa grein, með mynd, um Guðmund Hannesson prófessor. Greinin heit- ir „En stor islending“ og er rit stjórnargrein. í greininni er farið mjög lofsamlegum orðum um ís land og íslendinga. Gefið upplýsingar, Sjálfstæðis- menn, um flokksmenn, er staddir kunna að vera úti á landi, en kosningarjett eiga í Reykjavík svo að unt sje að fá atkvæði þeirra tímanlega. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðismanna í Varðarhúsinu (sími 2398) tekur á móti öllum slíkum upplýsingum. ins heldur fund í Oddfellow-hús- inu í kvöld. Hreppsnefndarkosning í Stykk- ishólmi. í kjöri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn þar eru: Kristján Bjart- mars oddviti, Hannes Stefánsson stýrimaður, Sig. Agústsson kaup- maður, W. Th. Möller símstjóri, Ólafur Jónsson frá Elliðaey, Eb- eneser Sivertsen trjesmíðameistari og Magnús Jónsson frá Ási. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Áheit frá H. J. 3 kr., frá Keflvík- ing 50 kr. Með þakklæti móttek- ið. Guðm. Gunnlaugsson. Listi Sjálfstæðisflokksins við hreppsnefndarkosningar í Borgar- nesi: Friðrik Þórðarson bókari, Ásmundur Jónsson verslunarm., Magnús Jónsson gjaldkeri, Gísli Magnússon skósmiður, Daníel Björnsson trjesmiður, Þorsteinn Magnússon verslunarm., Sigur- steinn Þórðarson bifreiðastjóri, Árni Björnsson verslunarstjóri, Arnbergur Stefánsson bifreiðastj., Guðjón Bachmann verkstjóri. Til Strandarkirkju (afh. Morg- unbl.): Ljósmóðir 12 kr. S. M. 5 kr. G. B. 10 kr. G. K. 2 kr. F. 2 kr. G. S. og A. G. 10 kr. S. G. og G. O. 10 kr. N. N. 4 kr. ó- nefndur Skagfirðingur 20 kr. Ónefnd kona á Stokkseyri 5 kr. ónefndur (gamalt áheit) 40 kr. Utvnrnffi: 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Hljómplötur: Lúðraaveitar- lög. 19.50 Frjettir. 20.15 Bækur og naenn (Vllhj. Þ. Gíslason). 20.30 Kvöldvaka: a) Magnús Jónsson próf.: Dan- mörk sjeð með íslenskum aug- um. b) Frú Ingunn Jónsdóttir: Minningar. d) Sigurður Egilsson frá Laxa- mýri: Endurminningar frá frostavetrinum 1917—18. Ennfremur sönglög og harmón- íkulög. Skákþingið 2. umferð Sement seljum vjer frá skipshlið í dag og á morgun meðan uppskipun stendur yfir. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri. J. Þorláksson & Norðmann. Bankastræti 11. Sími 1280. Tíefiíbekkur óskast keyptur. Má vera notaður. Upplýsingar í síma 4264. Vefnaðarvörur. Útvegum allskonar vefnaðarvörur. Stórt sýnishornasafn fyrirliggjandL Eggert KrUtfánsson & €o. Simi 1400. » # m Onnur umferð Skákþingsins var tefld í fyrrakvöld og fóru leikar þannig: Meistaraflokkur: Áki Pjetursson vann Gúðm. Ólafsson, Magnús G. Jónsson vann Benedikt Jóhanns- son. Einar Þorvaldsson og Stein- grímur Guðmundsson biðskák. 1. flokkur: Sig. Lárusson vann Á. B. Knudsen, Vigfús Ólafsson vann Kristján Sylveríusson, Ingi- mundur Guðmundsson vann Óla Valdemarsson, Guðm. S. Guðm. vann Jón B. Helgason. 2. flokkur A: Karl Gíslason vann Stefán Þ Guðm., Sæm. Ól- afsson vann Þórir Tryggvason, Þorsteinn Gíslason og Anton Sig- urðsson jafntefli, Guðjón B. Bald- vinsson vann Ingim. Eyjólfsson, Ársæll Júlíusson vann Bolla Thor- oddsen. 2. flokkur B: E. Blomquist vann Björn Björnsson, Einar Einarsson vann Sig. Jóh., Daði Þork. vann Þorl. Þorgr., Þorst. Jóh. vann Jó- hannes Ilalldórsson, Sæm. Kristj- ánsson, vann Inga Guðmundsson. 2. flokkur C: Óskar Lárusson vann Ottó Guðjónsson, Egill Sig. vann Ól. Einarsson, Guðjón Jóns- Kvennadeild Slysavarnafjelags- son vann Aðalstein Halldórsson. Lokað frá kl. 12-4 fl dag wegna jatðariarar. HUSGOGN Lauffaveg 11. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, Ari Helgason, andaðist á Landsspítalanum laugardaginn 8. þ. m. Kristrún Pjetursdóttir og börn. JarCarför móður minnar, Margrjetar A. Þórðardóttur, fer fram frá dómkirkjunni á morgun, þ. 13. þ. m., klukkan 2. Fyrir hönd aðstandenda. Ámi Pálsson. Jarðarför föður míns, Guðmundar Jónssonar, er ákveðin 14. janúar kl. 1 y2 eftir hádegi. Guðjón Guðmundsson, Kaldbak, Eyrarbakka. Jarðarför móðnr minnar og tengdamóður, Ingveldar Sigurðardóttur, fer fram á föstudaginn 14. jan. frá þjóðkirkjunni kl. 1. Bjami Jónsson. Sigurbjörg Frímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.