Morgunblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. jan. 1938. Maðurinn, sem mest er talað um í Evrópu Frfettaritari vor í KKiofn gerir grein fyrir því, .... hvaða afleiðingar það liefur eff Octavian Goga. t>essi maður er Octavian Goga, 56 ára forsætisráð- berra Rúmena, foringi kristilega þjóðræknisflokks ins, óvinveittur Gyðing- um og ákafur stuðnings- maður öflugrar konungs- stjórnar í Rúmeníu. Hann er af sumum kallaður Hjtler Rúmena; hefir m. a. getið sjer orð fyrir að vera ágætt skáld. Ýmsir spá stjórn hans sömu örlögum og stjórn Hitlers var spáð í febrúar 1933, fyrstu vikurnar eft- ir að hann tók við stjórn- artaumum: að hún mundi falla og hernaðareinræði taka við. Meðal lýðræðisþjóða í Evrópu hefir stjórn Goga vakið óhug. Síðustu frjett- ir segja (skv. Lundúna- fregn F.O. í gærkvöldi), að sendiherra Sovjet-Rúss- lands í Bukarest hafi far- íð fram á það við Sovjet- stjórnina að hún endurkalli sig til Moskva. Hann telur að stjómarbreyting sú, sem átt hefir sjer stað í Rúm- eníu, geri það þýðingar- laust að hann sje þar leng- ur. JEKKERT NÝTT Bardagarnir við Teruel virðast hafa hjarað út síðan síð- ustu leyfar uppreisnarhersins inn- an borgarinnar gáfust upp. Báðir stríðsaðilar tilkynna, að í dag sje alt með kyrrum kjörum á öllum vígstöðvum. (FÚ.). SÍLDARMARKAÐIR ÞRENGJAST. Norski verslunarráðunautur- inn, Johannesen, skýrir svo frá að Sovjet-ríkin framleiði nú orðið alla þá síld sem þau þurfi að nota og yfir höfuð sjeu slæm- ar horfur um aukna síldarsölu til Evrópulandanna, nema ef vera kynni til Eystrasaltslandanna og Póllands. (FÚ.). japanar segja Kínverjum formlega stríö á henöur Fnndur keisarale^a stórráðsins i Tokio i gærmorgun Það er búist við að hið keisaralega jap- anska stórráð, sem kom saman á fund í gærmorgun í fjórða skifti í sögu Japana, hafi sambykt: 1) að halda styrjöldinni í Kína áfram, þar til mótstaða Kínverja er að fullu brotin á bak aftur og 2) að segja Kínverjum form- lega stríð á hendur. Það er ekki búist við að á- kvarðanir stórráðsins verði birtar fyr en að nokkr- um dögum liðnum. I London hefir breska ráðuneytinu verið boð- ið (skv. Kalundborgarfregn F.tJ.) að vera til taks að mæta á fundi undir eins og niðurstöður Tokio- fundarins eru kunnar. ALVARLEGAR AFLEIÐINGAR. Alment er álitið að það myndi geta haft mjög alvarlegar afleiðingar, ef japanska stjórnin tekur þá ákvörðun, að segja Kínverjum formlega stríð á hendur. Helstu afleiðingamar myndu verða (símar frjettaritari vor); 1) Hlutleysislög Bandaríkjanna ganga í gildi gagnvart Jap- önum og Kínverjum, þ. e. vopnaútflutningur til beggja aðila frá Bandaríkjunum verður bannaður. Af þessu myndi tjón Kínverja verða meir en Japana, þar eð allmikið hefir verið flutt af hernaðarflugvjelum og öðrum her- gögnum frá Bandaríkjunum til Kína. 2) Japanir öðlast lagalegan rjett til þess að setja hafnbann á borgir í Suður-Kína, en með því myndu þeir geta stöðv- að allan flutning á vopnum til Kínverja sjóleiðina. Nú er mikið af vopnum flutt til Kína um borgirnar í Suður- Kína, en þó einkum (að því er Japanir fullyrða) um Hong-Kong. Hong-Kong er bresk eign, og ef Japanir reyndu að setja hafn- bann á hana, er hætt við að af því hlytist alvarlegur árekstur milli Breta og Japana. 3) Japanir toka Yangtze- fljótinu og neyða erlend herskip til þess að fara burtu af fljótinu. Allar helstu borgimar í Mið- Kína liggja við Yangtze-fljót: Shanghai, Nanking, Hankow (núverandi aðsetur Chiang Kai Sheks) o. fl. 4) Japanir fá kærkomið til- efni til þess að leggja undir sig alþjóðahverfið í Shanghai. Þetta myndi sennilega leiða af sjer deilur milli Japana ann- asrvegar, og Breta, Bandaríkja manna og Frakka hinsvegar. Stjórnmálasam- bandi slitið. Franska frjettastofan „Agen- ce Havas“ hefir frjett að í vændum sje að stjórnmálasam- bandinu verði slitið milli Kínverja og Japana. Sendi- herra Kínverja í Tokio hefir um nokkurt skeið verið ferðbú- inn og hefir krafist þess að fá vegabrjef sitt. Fjármálaráðherra Japana sagði á ráðuneytisfundi í gær, að Japan væri fjár- hagslega við því búið, að standa straum af langvar- andi ófriði (segir í Lund- únafregn F.Ú.). Áður höfðu verið höfð eftir ráðherranum ummæli sem fóru í aðra átt. Danska útvarpið segir (skv. F.Ú.) að meðal annars sje í ráði að breyta skipun tollmála í Norður-Kína sem Japanir hafa nú á valdi sínu, svo að það gefi þeim mjög verulegar tekjur og fleiri ráðstafanir hefir stjórnin með höndum í þá átt. 120 ÞtJS. KRÓNUR. London í gær. FÚ. Undirnefnd hlutleysisnefndar- arinnar kom saman á fund í .dag í London. Formaðurinn sagði að fimm þúsund sterlingspund mundi þurfa til þess að standast kostnaðinn við störf nefndarinnar, sem á að hafa eftirlit með framkvæmd þess að útlendir sjálfboðaliðar sjeu fluttir burt frá Spáni. Grlög þúsund manna í Norður íshafi í húfi FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Það er óttast að hræðileg örlög bíði þús- und manna um borð í átta rússnesk- um verslunarskipum og þrem ísbrjót- um í Norður-íshafi, að því er „Politiken“ skýrir frá. Skipin hrekur norður á bóginn með pólísnum norður af Síberíu. Þau eru komin norður fyrir 78. breiddar- gráðu. Matarforði og kolaforði er á þrotum. Skipin áttu í september að fara norð-austur- leiðina, en vegna þess hve vetur gekk snemma í garð festust þau í ísnum. ísbrjótarnir voru þá sendir þeim til hjálpar, en þeir festust líka í ísnum. Rússar leggja mikið kapp á að dylja það fyrir umheiminum, hve horfur eru ískyggilegar. Þar sem vetrarmyrkur grúfir nú yfir, er mjög erfitt að nota flugvjelar til þess að flytja skipun- um matarforða og hjálpa þeim á annan hátt. Loftflotinn tvöfaldaður London 11. jan. F.Ú. Loftfloti Breta hefir verið aukinn um helming frá því um sumarið 1933, að því er flotamálaráðherra upplýsti í gær. En vorið 1935 var flugvjela- fjöldi breska flotans 580. PÓLVERJAR OG ÞJ ÓÐVERJAR. London 11. jan. F.Ú. Ræða sú, er Beck utanríkis- málaráðherra Póllands flutti í Varsjá í gær, er alment álitin benda til þess, að Pól- verjar sjeu að nálgast Þýska- land stjórnmálalega, en þó tók Beck það fram í lok ræðu sinn- ar, að Pólverjar stæðu fast við samninga sína við Frakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.