Morgunblaðið - 18.02.1938, Page 5
Fostudagur 18. febrúar 1938
MORGUNBLAÐIÐ
5
Útg:ef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgTSarmaíSur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuíSi.
í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura með Lesbók.
Á AÐ BJARGA ÚTVEGINUM?
H
[INN 5. mars næstkomandi
verður haldinn aukafund-
ur , Sölusambandi íslenskra
fiskframleiðenda, til þess að
ræða um fjárhagsafkomu út-
vegsins.
Á aðalfundi S. í. S. í haust
■yar kosin 5 manna nefnd til þess
^að eiga viðræður við ríkisstjórn,
bankastjóra og formenn stjórn-
málaflokkanna, um leiðir, er,
líklegar þættu til bjargar útveg-
inum.
Nefndin kynti sjer rækilega'
.ástand útvegsins. Var ríkis-
stjórninni síðan send ýtarleg
skýrsla um þessi mál og víðtæk-
:ar kröfur til hennar gerðar, Að-
alkröfurnar voru: Að útgerðar-
menn fengju frjáls umráð yfir
þeim gjaldeyri, sem útgerðin
leggur til, að afnumið yrði út-
flutningsgjald af sjávarafurð-
um, að ljett yrði öllum tollum
,af kolum, salti, olíu og öðrum
’útgerðarvörum, og að vextir af
útgerðarlánum yrðu 5%, þar í
falið framlengingargjald.
Ríkisstjórnin fekk í hendur
skýrslur útgerðarmanna og
kröfur í desembermánuði síðast-
liðnum, eða áður en síðasta Al-
þingi var slitið. Eina hjálpin,
sem ríkisstjórnin og meirihluti
Alþingis fekst til að veita út-
•vegnum var afnám útflutnings-
.gjalds af saltfiski og heimildin
'til stjórnarinnar, að fella niður
toll á kolum til skipa, er salt-
fisksveiðar stunda svo og salt-
vtollinn.
En þessi litla hjálp útgerð-
m til handa var aðeins á papp-
’árnum, því að stjórnarflokkarn-
ir lögðu samtímis nýjan verðtoll
2—6% á ailar notaþarfir út-
vegsins, nema kol, salt og olíu,
•=og að auki 12% álag á alla
skatta og tolla, hverju nafni
sem nefnast. Þegar því öll kurl
koma til grafar, er ekki vafi á,
,að útkoman verður sú, að síðasta
Alþingi hefir þyngt — en ekki
ijett — byrðarnar á útgerðinni.
Við þetta bætist svo það, að
margar erlendar notaþarfir út-
"vegsins hafa hækkað allveru-
lega í verði undanfarið en
-yerðið á afurðunum ýmist staðið
í stað eða það hefir stórfallið.
iSjerstaklega hefir verðfallið
•verið mikið á síldarafurðunum.
Þar hefir beinlínis orðið verð-
lirun.
Það er því síst að undra þótt
útvegsmenn horfi nú kvíðandi
anóti framtíðinni.
Nefnd sú, sem stjórn S. í. F.
kaus í haust til þess að athuga
-.■og gera tillögur í þessum mál,-
um, fór í vetur þess á leit við
ríkisstjörnina, að hún fengi ráð-
andi stjórnmálaflokka til að
tilnefna sinn manninnn hver, til
þess enn á ný að reyna að finna
oinhverjar leiðir til hjálpar út-
vegnum. Hafa þessir menn síð-
an starfað með gömlu nefnd
inni.
Aukafundur S. 1. F., sem á að
koma saman 5. mars næstkom-
andi, fær nú þessi vandamál öll
til meðferðar. Það verður verk-
efni þessa aukafundar, að gera
enn á ný tillögur til valdhaf-
anna.
En auðvitað veltur það ein-
göngu á ríkisstjórninni og ráð-
andi meirihluta á Alþingi, hvort
útgerðin á að lifa eða deyja. —
Eigi þar áfram að ríkja sama
skilningsleysið og ríkt hefir
hingáð til, er „óumflýjanlegt
hrun“ framundan, eins og
stjórn S. í. F. komst að orði í
brjefi til ríkisstjórnarinnar.
Ekki hefir enn bólað á neinu
á Alþingi frá ríkisstjórninni, út-
veginum til viðreisnar. Þar er
aðeins kominn sá stjórnarboð-
skapur, að framlengja skuli enn
á ný alla skatta og tolla. Ekki
verður það ljettir fyrir útveg-
inn.
Stúlkan, sem hratt af
stað ..hreinsunmni“
í Þýskalandi
Erika Gruhn, sem nú er
fiú von Blomberg
Mjólkurmálið
Eftir bæjarstjórnarfundinn
stendur málið þannig:
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
hafa valið þá léið, sem bæði
framleiðendur og neytendur
geta best sætt sig við. Að unnið
verði að því, að fá á því full-
i
komna rannsókn hvað gera
megi, til þess að auka mjólkur-
neysluna í' bænum. Kemur þar
vitaskuld til greina tvent jöfnum
höndum, bæði mjólkurverðið og
mjólkurgæðin.
Vinstriflokkarnir viðurkenna,
að þessi leið sje hin færasta og
sjálfsagðasta. Jafnframt viður-
kenna allir flokkar þá ómótmæl-
anlegu staðreynd, að forráða-
menn mjólkurskipulagsins hafa
gersamlega vanrækt þá sjálf-
sögðu skyldu sína, að reyna af
fremsta megni að auka mjólkur-
neysluna.
Næsta sporið verður að vera
það, að vinstri flokkarnir viður-
kenni, að einhliða verðhækkunar-
pólitík skipulagsmanna er bæði
framleiðendum og neytendum til
ills. Og að núverandi skipulag
beinlínis ýtir undir þessa vit-
leysu.
Bráðabirgðaumbót er það, og
ekki annað, ef takast má, að
gera mjólkina svo fitgengilega, að
hægt verði að auka neysluna að
verulegujn mun. En fullnaðarleið-
rjetting fæst vitaskuld ekki á
þessu máli, fyr en málið verður
tekið úr höndum þeirra manna,
sem einblína á stundarhag fjar-
sveitamanna, en láta sig litlu
eða engu skifta, þó hjer sje skort
ur á góðri mjólk, svo sú heilsu-
lind, sem best liefir dugað ís-
lensku þjóðinni, nýmjólkin, komi
Reykvíkimgum að vafasömu
gagni, en búrekstur fjölda
manna leggist í auðn.
5?
Stúlkan, sem hratt at-
burðunum af stað í
Þýskalandi, sem leiddu
til brottvikning'ar 15
hershöfðingja, þ. á. m..
þýska hermálaráðherr-'
ans og íyfirforingja
þýska hersins, enn frem-
ur gerbreytingar á
þýsku stjórninni, með
afleiðingum, sem það
hefir haft (Austurríki)
og kann síðar að hafa á
utanríkisstjórnmál í Ev-
rópu, heitir Erika Gruhn
- 26 ára að aldri.
Hún tekur nú sæti meðal
þeirra fáu kvenna, sem karl-
menn fórna fyrir metorðum og
völdum og þannig eiga þátt í
og breyta lífi þjóða.
Orsök þeirra vandræða, sem
gifting Eriku og Werner von
Blombergs, fyrrum hermálaráð-
herra Þjóðverja, hafi í för með
sjer, var auðvitað að hún var
af lágum ættum, en innan þýska
hersins er það orðin hefð-
bundin venja að herforingjar
leiti sjer kvonfangs meðal að-
alsmanna, embættismanna eða
forstjóra. Engin tilraun hefir
verið gerð af hálfu nazistastjórn
arinnar til þess að breyta þessu.
Sagan segir að von Fritsch
yfirforingi þýska landhersins,
hafi borist til eyrna, að þýskir
herforingjar hefðu nafn Eriku
von Blomberg í flimtingum. —
Ilann fór þessvegna á fund
Hitlers og krafðist þess í nafni
þýska heragans, að von Blom-
berg yrði látinn fara. En um
leið lagði hann fram lausnar-
B beiðni sína, því að það eru ó-
skrifuð lög innan þýska hers-
ins, að sá, sem reynir að fá ann-
an færðan niður í tign, megi
ekki hagnast á því sjálfur og
verði að vera við því búinn að
leggja sjálfur niður embætti.
Hvort von Fritsch hafi reynt
eins Oig' sagan segir, að fá Hitl-
er til að svifta von Blomberg em-
bætti, verður sennilega seint npp-
lýst, þar sem annað og meira
virðist hafa búið undir, er þeir
báðir voru látnir fara von Fritsch
og von Blomberg, en gifting Blom-
bergt. Sjálfur hafði von Blom-
berg afhent Ilitler lausnarbeiðni
sína, áður en hann fór með Eriku
í brúðkaupsferð til Capri.
rika og von Blomberg eru
enn á Capri (þau fóru j)ang;
að með Hitler-snekkjunni „A-
viso Grille“, sem lijer var í
fyrrasmnar) og búast við að vera
þar lengi enn. Breskur blaða-
maður, sem fór nýlega til Capri,
lýsir Eriku þannig, að hún sje
há, þrekin og í góðum holdum.
„í hvítri skikkju og með kór-
ónu á höfði gæti hún leikið Bryn-
hildi“.
„En í nýtísku klæðnaði er hún
ein þeirra kvenna, sem sjá má
„von Blomberg, sem fórn-
aði metorðum og völdum
fyrir konuna, sem hann
unni“.
á, að jafnan er þess albúin að
gefa manm góðan kaffisopa, og
hafa morgunblöðin ávalt liggj-
andi á morgunverðarborðinu“.
Á daginn gengur hún í óbreytt
um og blátt áfram klæðnaði, en
á kvöldin er hún oftast í dökk-
um öklasíðum kjólum, sein eru
næstum alveg án útflúrs. Til
skrauts hefir hún klasa af silfur-
blómum á kjólbrjóstinu, eða ann-
að blómaskraut á öxlunum, alt
mjög blátt áfram“.
„Augu hennar eru blágrá, og
augnatillit liennar er rólegt og
kvíðalaust, án nokkurs urmuls af
sjálfsþótta. Þessa fáu daga, sem
hún hefir verið hjer á Capri, hef-
ir liún hlotið ástúð allra“.
„Ilörundið er bjart, og hún
notar ekkert annað en „piiður'
neglur liennar eru ekki litaðar“.
„Hún reykir mjög lítið, einn
vindling eftir hverja máltíð“.
„Þeir sem virða þau fyrir sjer,
sjá undir eins, að Erika elskar
manninn sinn; hún er altaf nær-
gætin, og' hlustar með mikilli at-
hygli eftir öllu því, sem hann
segir. Einu sjerkenni veitir mað-
ur strax atliygli: Þegar þau eru
riti að ganga, er hún altaf hálfu
spori á undan honum“.
*
Aiur en Erika giftist, bjó hún
með foreldrum sínum í leigu
íbúð í Neukölln, verkamanna-
hverfi Berlínarborgar. Faðir henn
ar er trjesmiður, í lág-
um launastiga, en móðir liennar
er nuddlæknir, miðaldra kona,
glaðleg og bústin.
Erika gekk á gagnfræðaskóla
en fjekk síðan fyrsta starf sitt í
eggjadeild þýska landbúnaðar-
ráðuneytisins. En síðastliðið ár
fjekk hún annað starf í þýska
hermálaráðuneyti nu.
F)'rir tveim árum vaknaði sá
grunur, að nokkrar af hinum að-
albornu skrifstofustúlkum í leyni
þjónustudeild ráðuneytisins væru
njósnarar og voru þessvegna nýj-
ar stúlkur teknar í þeirra stað.
Ein þeirra var Erike Gruhn.
Hún var dugleg, en hún var
einnig húsleg. von Blomberg
veitti því brátt athygli, að á
hverjum morgni, þegar hann kom
á skrifstofu sína, voru ný blóm
á skrifborði hans.
„Hversvegna kvænist þú ekki
Eriku?“ sagði ein af dætrum
hans. von Blomberg er faðir fimm
barna. Og von Blomberg fór að
ráðum dóttur sinnar.
*
rika Gruhn er hæglát stúlka
og orðvör. Ástaræfintýri vou
Blombergs og hennar var eitt-
hvert best geymda leyndarmál
Þýskalands; jafnvel foreldrar
hennar vissu ekkert um það.
Hinn fyrsti ávæningur, sem
þau fenigu um það, var brjef frá
Eriku, er hún var í sum-
arleyfi í Thiiringen. Hún skrif-
aði í þessu brjefi, að hún hefði
fötbrotnað á skíðum, en að henni
liði vel og að von Blomberg hers-
höfðingi hefði lieimsótt sig í
sjúkrahúsið. Sannleikurinn var
sá, að hann sendi henni daglega
blóm.
Skömmu síðar gerði hermála-
íráðherrann sjer ferð niður í
verkamannaútborgina, og heim-
sótti foreldra hennar. Hann var
ekki einkennisklæddur. Foreldr-
um hennar fanst hann vingjarn-
legur og skemtilegur.
En samt sem áður fjell þeim
það eklti vel, að úr kunningsskap
hennar o>g Herforingjans væri orð-
ið heitorð. En hjá því varð ekki
komist.
Hitt olli þeim engum áhyggj-
um, að von Blomberg var 59
ára og dóttir þeirra 26 ára. Slíkt
er ekkert óvenjulegt, að aldurs-
munur sje á lijónaefnum í Þýsba-
landi.
Þegar Erika og von Blomberg
voru gefin saman, voru Ilitler og
Göring svaramenn. En þýsk blöð
sögðu frá þessum atburði aðeins
í fjórum línum.
Nú er gert ráð fyrir, að þau
hverfi ekki - aftur til Þýskalands
„fyrst um sinn“. Það er þó talið
víst, að þau fari frá Capri
fyrir vorið, er Ilitler kemur til
Róm. Það er búist við að Hitler
fari einnig til Capri, og mikill
undirbúningur er þar undir komu
hans.
(Þessi grein er að mestu eftir
Frank Gervasi, f r j ettaritara
„Daily Express“ í Róm).