Morgunblaðið - 01.03.1938, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. mars 1938.
----------„Lifi------------
kommúnisminn"
Frá frjettaritara, vorurn.
T Ritzau-skeyti frá Varsjá:
I gær myrti kommúnisti
sóknarprestinn í þorpi einu
nálægt Pozen (Pollandi). —
Sóknarpresturinn var í stóln-
um, er kommúnistinn rjeðist
að homim með skammbyssu
og skaut hann.
Síðan rjeðist kommúnistinn
upp í prjedikunarstólinn og
hrópaði: Lifi kommúnisminn.
Ókyrð
f Austurrfki
C rjettaritari vor í
* Khöfn símar í gær-
kvöldi að ástandið í
Graz í Austurríki sje al-
varlegt.
London FÚ—: Hermenn voru
á verði í allan gærdag á götum
Graz-borgar og á vegunum sem
liggja til borgarinnar. Á borg-
argötunum voru notaðir bryn-
varðir vagnar, en á vegum úti,
bifhjólasveitir með vjelbyssur.
Þar að auki voru flugvjelar not
aðar við gæslustarfið.
Allur þessi viðbúnaður var
hafður í tilefni af því að naz-
istar í Graz höfðu látið það í
veðri vaka, að þeir mundu
halda fund í borginni þrátt fyr-
ir bann yfirvaldanna, og að von
væri á fjölda fólks utan úr nær
liggjandi sveitum.
Alla sunnudagsnóttina sátu
yfirvöídin í Graz á fundi með
leiðtogum nazista, til þess að
hafa þá ofan af þessari fyrir-
ætlun, og loks var nazistum til-
kynt fyrir hönd stjórnarinnar
að það yrði komið í veg fyrir
fundarhöldin með valdi.
Dr. Seyssin Quart stóð fyrir
þeim ráðstöfunum, sem gerðar
voru til þess að stöðva fundar-
höldin; hann hefir tilkynt að
hann muni sjálfur fara til Graz
innan skamms.
200 ný
þýsk
fiskiskip
Khöfn í gær. FÚ.
Samkvæmt opinberri tilkynn-
ingu frá þýsku stjórnar-
völdunum hefir verið ákveðið
að Þjóðverjar smíði á yfirstand
andi ári og á árinu 1939 200 ný
fiskiskip.
Sú grein er gerð fyrir þess-
ari ráðstöfun að hún sje til þess
að tryggja Þjóðverjum nægi-
lega fiskiframleiðslu, þegar
kemur fram á árið 1940.
Nýlega er út komið ljóðakver
eftír Bjarna Magmisson frá
Brekltu á Hvalfjarðarströnd.
Sakaðir um rnorð,samsæri
og landráð í Rússlandi:
Ný §!jórnar-
randræði
í Frakklandi
Ráðherrar, sendi-
herrar, prófessorar:
forvigismenn
þjóðarinnar
Frá frjettarita/ra vorum.
Khöfn í gær.
ENNÞÁ einu sinni eru yfirvofandi stjórn-
arvandræði í París, þrátt fyrir að full
trúadeildin franska hafi í fyrrakvöld,
eftir umræðurnar um utanríkismál, samþykt
traustsyfirlýsingu til Chautemps og stjórnar hans
með 439 atkv. gegn 2.
Það er óttast að öldungadeildin felli Chautemps, eins og
hún á sínum tíma varð Leon Blum að fótakefli.
Frumvarp Ch&utemps um
launadeilur hefir verið til
umræðu í deildinni í dag
og hefir deildin felt niður
ýms ákvæði frumvarpsins.
En Chautemps hefir gert það
að ófrávíkjanlegri kröfu, áð
frumvarpið verði samþykt ó-
breytt.
Ef lögin verða ekki samþykt
er óttast að ein hin ógurlegasta
launadeila í sögu Frakka brjót-
ist út, þar sem 7 þúsund vinnu-
samningar eru útrunnir í kvöld.
ÁGREINING-
URINN.
London í gær. FÚ.
Meðal annara breytinga sem
efri málstofan vill gera á frum-
varpi Chautemps, er sú, að
samningar um kauphækkun
komi ekki til greina fyr en verð
á lífsnauðsynjum hefir stigið
um 12 af hundraði, frá því sem
það var er síðast var samið um
kaup.
En stjórnin leggur til, að
samningar um kauphækkun
hefjist, er verð á lífsnauðsynj-
um hefir stigið um 5 af hundr-
aði.
Eftir
straumhvörfin
i Bretlandi
London í gær. FU.
alkanríkin fjögur, Orikkland,
Rúmenía, Júgóslavía og
Tyrkland hafa ákveðið að viður-
kenna yfirráð ítala í Abyssíníu,
með því að stíla embættisbrjef
sendiherra sinna í Róm til Viktor
Emanúels sem konungs og keis-
ara. Þessi yfirlýsing var birt í
Ankhara í morgun, að lokinni ráð
stefnu þessara fjögurra ríkja.
Ráðstefnan lýsti einnig yfir
fylgi við Þjóðabandalagið og á-
setning bvers ríkis um sig að varð
veita sjálfstæði sitt og jafnrjetti
og þola enga íhlutun erlendra
ríkja um sín innanríkismál.
Fyrv. ráðherra Rykov.
Yfirmaður G. P. U. lögreglunnar
í 10 ár, Yagoda.
Ritstjórinn Bukharin.
Stærsto og hneykslanlegustu
„málaferli" I sögu Rússa
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Hinar ógurlegustu og ótrúlegustu sakir
eru bornar á marga af virðingamestu
mönnum rússnesku byltingarinnar,
sem setið hafa í mestu ábyrgðarstöðum í Sovjet-
Rússlandi þar til fyrir ári síðan (síðan 1917), í
málaferlum, sem hefjast gegn bsim á miðviku-
daginn kemur.
Fleiri eru ákærðir að þessu sinni; en nokkru
sinni áður í hinum alræmdu rússnesku ,,málaferl-
um“, og allir hafa hinir ákærðu verið í forustu-
sveit Rússa, alt frá ritstjóra stjórnmálablaðsins í
Moskva og upp í forsætisráðherra Sovjet-ríkj-
anna, sem kallaður var til að gegna því embætti
á meðan Lenin var veikur og síðan í fimm ár eftir
að hann dó.
Meðal hinna ákærðu eru:
Rykov, forsætisráðherra Sovjet-ríkjanna 1924—1929 (og á
meðan Lenin var veikur),
Jagoda, yfý-maður hinnar alræmdu GPU-leynilögreglu, nú
sakaður um þjófnað, undandrátt, sællífi, drykkjuskap, morð-
samsæri o. fl.,
Kreshinski, þar til fyrir skömmu aðstoðarmaður Litvinoffs í
rússneska utanríkismálaráðuneytinu,
Rakofsky, fyrverandi sendiherra Rússa í London og París,
Bukharin, einn af handgengustu mönnum Lenins, fyrver-
andi ritstjóri rússneska stjórnarblaðsins ,,Isvestitia“,
Chernow, fyrv. landbúnaðarráðherra,
Grinko, stjórnandi fimm ára áætlunarinnar,
Alls eru hinir ákærðu 21.
LANDRÁÐ, MORÐ, SKEMDASTARFSEMI...
Sakirnar, sem bornar eru á þetta ,,úrvalalið“, hafa verið
tíndar til alt frá árinu 1918. Sakargiftirnar eru:
Að hinir ákærðu hafi rekið njósnarstarfsemi og landráðastarf-
semi,
að þeir hafi framið skemdarverk og unnið gegn hinni sósíalist-
isku „uppbyggingu“,
að þeir hafi bruggað launráð um að myrða Lenin! (hann dó árið
árið 1924) og Stalin, til þess að lyfta kapítalismanum aftur
til vegs og virðingar (einn af hinum ákærðu er „faðir“ fimm
ára áætlunarinnar rússnesku!),
að þeir hafi reynt að aðskilja Ukraine, Georgíu (fæðingarfylki
Stalins) og hjeruðin í Austur-Asíu frá Sovjetríkjasamband-
inu o. s. frv.
Fjórir læknisfræðiprófessorar eru ákærðir fyrir að hafa myrt
Maxim Gorki og fleiri Sovjetforingja, með því, að byrla
þeim eitur.
OPINBER RJETTARHÖLD
London í gær. FÚ.
Allir hinir ákærðu eru sakaðir um að vera Trotskysinnar.
Frjettaritari Reuters í Moskva segir, að óhjákvæmilegt sje,
að hinir ákærðu verði dæmdir til dauða.
Rjettarhöldin fara fram fyrir opnum dyrum.
75 ára er í dag Benedikt Daní-
elsson. Sogamýrarbletti 11, gam-
all og’ góðkunnur Reykvíkingur.
Af upsaveiðum komu í fyrra-
kvöld togararnir Tryggvi gamli
og Kári, báðir með ágætis afla.