Morgunblaðið - 01.03.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1938, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 1. márs 1938. Rubrex Marine Oils (Oil P. 976. Oil P. 978) o g Molor Oil M ryðja sjer meir og meir til rúms. Vacuum Oil Company Aðalumboðið fyrir ísland: H. Benediktsson & Co. Hjálpið unglingunum til ]>ess að eignast hina vinsælu alþýðuútgáfu íslendinga- sagna, er Sigurður Kristjánsson gaf út, með því að gefa í afmælisgjöf einhverja af stærri sögunum, svo sem Egils sögu, Njáls sögu, Laxdæla sögu, íslendinga þætti eða Sturlungu. Síðan má svo kaupa í viðbót eftir ástæðum. Á þennan hátt geta menn eignast þetta dýrmæta safn án tilfinnanlegra útgjalda. Bókaverslun Sigurðar Kristjánsscnar, Bankastræti 3. Sljett járn svart, nr. 14, 16, 18 og 20, fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann • Bankastræti 11. Sími 1280. E. POSCHHANN Strandgade 27 B. Köbenhavn K. Símnefni: Monkers. Kaupir allar íslenskar vörur. Sjergrein: Fersk, ísuð Iúða. Peningagreiðsla um hæl. — Selur allar kaupmannsvörur. Htttllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllilll!lllllll!llllllllllllilllllllil|||||||||||||||||||||J| 1 GluggasfiIIar, ( | af nýrri og sjerstaklega vandaðri gerð, fyrirliggjandi. | J. Þorláksson & Norðmann | Bankastræti 11. Sími 1280. 1 liiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiimin MORGUNBLAÐIÐ Afmæli Björns Kristjánssonar Mjög var gestkvæmt á heimili Björns Kristjáns- sonar á afmælisdegi hans á laugardaginn var. Var hinn átt- ræði maður hinn reifasti og undruðust menn, sem ekki hafa hitt hann um skeið, að sjá að síðan hann hvarf af starfssvið- inu hefir aldurinn ekki beygt hann á neinn hátt. Meðal afmælisgjafa er hon- um bárust var mynd Einars .Jónssonar „Konungurinn í Thule“ og 3 málverk eftir Kjarval. Skrautrituð ávörp bár- ust honum frá þingflokki Sjálf- stæðismanna, og Verslunar- mannafjelagi Reykjavíkur, en heillaóskaskeytin voru alls 150. Meðal þeirra voru skeyti frá Alþingi. frá bæjarstjórn Rvík- ur, frá stjórn Landsbankans, Eimskipafjelagi íslands, sendi- herra Dana, Iðnaðarmannafje- laginu í Reykjavík og Fjelagi vefnaðarvörukaupmanna. — Stjórn Verslunarráðs Islands heimsótti Björn, og hafði Odd- ur Guðjónsson orð fyrir stjórn- arnefndarmönnum, er hann á- varpaði Björn með ræðu. Svo gerði og form. Verslunarmanna fjelags Reykjavíkur, Egill Guttormsson, er stjórn þess fje- lags afhenti ávarpið frá fje- laginu. Mikið af blómum bár- ust Birni, svo stofur hans voru allar prýddar skrautblómum á afmælisdaginn. SOGSVIRKJUNIN OG SVEITIRNAR. FltAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. herrann þess getið, að frumvarp mundi lagt fyrir næsta þing, þ. e. þing það, sem nii á setu, um skipun og- fyrirkomulag þessara mála. Er þess nú fastlega vænst, að næsta spor verði stígið. Laga- frumvarp, bygt á starfi nefndar- innar, lagt fyrir Alþingi nú þeg- ar og verða allir, að treysta því, að þar verði af hálfu þeirra, er höfðu undirbúninginn með hönd- um, sjeð fyrir rnálinu með víðsýni og þannig um búið, að lög um Sogsvirkjun til hagnýtingar ná- lægum bygðarlögum verði meira en pappírsgagii; þau þurfa að verða hyrningarsteinn að beinum 'framkvæmdum og án undandrátt- ar. Reykjavíkurbær á hina mikju forgöngu um virkjun Sogsins. Verkjunin er það mikil, að orkan bíður beisluð handa langtum fleiri en Reykvíkingum. Framkvæmd í þeim efnum er prófsteinn á það, hvort Islendingar sjeu enn á vegi til framkvæmda og manndáða eða j að hjer skuli staðar numið. 400 manns á skiðum um helgina Prátt fyrir óhagstætt veðurút- j lit á sunnudagsmorguninn tóku um 400 manns þátt í skíða- ferðum um helgina. Veður fór batnandi er leið á daginn, og þó snjór væri ekki mikill, skemti skíðafólkið sjer hið besta. 1—2 stiga frost var allan daginn uppi í fjöllum. Með Skíðaf jelagi Reykjavíkur | fóru á annað hundrað manns í 7 stórum bílum, en auk þess var nokkuð af einkabílum við skál- ann. ri I. R.-ingar voru við Kolviðar- hól og voru þar um 100 manns. K. R.-ingar fóru að skála sín- um í Skálafelli í Esju. Armenn- ingar fóru í JóSefsdal. Þá fór og Iþróttafjelag kvenna. Snjór er nú að verða nægur í nærliggjandi fjöllum og ágætar sldðabrekkur komnar víða. SJÓMANNADAGURINN. FRAMH. AF ÞEJÐJU SÍÐU. vík, Vjelstjórafjelag íslands, Sjó- mannafjelag Reykjavíkur, Skip- stjóra- og stýrimannafjelag Reykjavíkur, Matsveina- og veit- ingaþjónafjelag íslands, Skip- stjórafjelagið „Kári“, Hafnar- firði, Sjómannafjelag Hafnar- fjarðar, Skipstjórafjelagið „Ald- an“, Reykjavík og Fjelag ísl. loftskeytamanna. Á stofnfundi fulltrúaráðs Sjó- mannadagsins, sem haldinn Var í fyrradag í Reykjavík, var ákveð- ið að Sjómannadagurinn yrði framvegis fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert, nema þegar daginn ber upp á Hvítasunnudag, eins og í sumár, er fyrsti Sjó- mannadagurínn verður annan í Hvítasunnu, 6. júní. I stjórn fulltrúaráðs Sjómanna- dagsins voru kosnir: Henry A. Hálfdánarson, Sveinn Sveinsson, Guðmundur H. Oddsson, og til vara Björn Ólafss, Geir Sigurðs- son og Þorgrímur Sveinsson. í listverslun Sigríðar Björns- dóttur í Aðalstræti hafa, á því rúma ári sem hún hefir starfað, verið seld samtals 14 málverk, eftir Jón Þorleifsson, Jón Stefáns- son, Jóhann Briem, 'Gunnlaug Scheving, Kristínu -Tónsdóttur og Höskuld Björnsson, og ennfrem- um ellefu vatnslitamyndir eftir Jóhann Briem, Eggert Laxdal, Snorra Arinbjarnar, Finn Jóns- son, Svein Þórarinsson og Magnús Jónsson. Auk þess hefir verið selt mikið ,af raderingum og teikn- ingurn. (í blaðinu á sunnudaginn misprentaðist listverslun Guðrún- ar Björnsdóttur í stað Sigríðar ' Björnsdóttur). Guðni G, Sveinsson írá Sveinsstðoum F. 30. sept. 1910. D. 13. okt. 1937. Kveðja frá móður og systkmum. Jeg lí! yfir tímaiin, sém liðinn er lijá, og leiðirnar sonur minn, skilja. Jeg veit að þú hjeðan ert farintí mjer frá, að föðursins himneska Aulja. Og vonirnar dóu, sern vaktir hjá mjer, á vordegi æskunnar þinnar, um kærleikans geisla, sem komu frá þjer í kvöldstundu æfinnar minnar. Þú dáinn ert, ástkæri drengurinn rninn, sem daglega veittir mjer gleði, og sólskinið færði í sál mína innr því sonarást verkunum rjeði. I veikindum þínum ei þolgæði brást, en þrautirnar barstu með prýði> og örvænting hjá þjer ei heyrðist nje sást, í harðsóttu þjáningastríði. Þú gladdir þín systkini’ ef gekk þeim á mót, því göfuigleik áttir í hjarta. Þitt dagfar var sprottið af dygð- anna rót með drengskapar ávexti bjarta. Jeg lít yfir tímann, sem liðinn er bjá er lítill við brjóst mitt þú hvíldir, svo brosandi, glaður með barns- lega þrá blíðlega andlítið skýldi. En nú ertu. horfinn minn hjart- kæri son og heimsstarfi lokið ei- þínu, jeg hjelt að þú yrðir mín huggun ag von þá hallaði’ að lífskvöldi mínu. Við samhuga kveðjum þig sonur minn kær, með söknuði ’, og albrostnum von- um. 1 sælunnar heimkynnum sálin þín fær að sjá guð, og vera með honum.. Ágúst Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.