Morgunblaðið - 01.03.1938, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. mars 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Hjeðinn vill
ólmur sameinast
kommúnistum
Brynjólf vantar „línu“
frá Moskva
FUNDUR var í Jafnaðarmannafjelagi Reykja-
víkur á sunnudaginn í K. R.-húsinu. Á fund-
inum voru lesnar upp á 3. hundrað úrsagnir
úr f jelaginu — þeirra, sem gengu af fundi um daginn með
Haraldi Guðmundssyni og fylgismönnum þeirra.
En um 130 ilienn gengu í fjelagið. Segir Alþýðublaðið, að það
bafi verið mestalt kommúnistar. Með þeim nýju fjelögum, sem gengu
í fjelagið á næstsíðasta fundi, eru nýir fjelagar orðnir nál. 300, svo
fjelagið hefir óneitanlega breyst mikið á skömmum tíma.
Hjeðinn Valdimarsson talaði á
fundinum um hið pólitíska ástand
í landinu, eins og það er frá hans
sjónarmiði. Var helst að heyra á
honum, að hann talaði fyrir hönd
Alþýðuflokksins og hann væri enn
í dag aðalmaður þess flokks.
Með tilliti til þe§sarar aðstöðu,
eða ímynduðu aðstöðu sinnar tal-
aði hann um að leita hófanna að
nýju hjá kommúnistum að ganga
til samninga um sameiningu flokk
anna. Var kosin 5 manna nefnd
til þess að hefja umræður við
Kommúnistaflokk Islands, og
voru þessir kosnir: Hjeðinn Valdi-
marsson, Sigfús Sigurhjartarson,
Steinþór tíuðmundsson, Eiríkur
Snjólfsson og Arnór Sigurjóns-
son.
Magnús H. Jónsson prentari var
á fundinum. Hann andæfði
stefnu Hjeðins.
Tilnefnt var í fjelaginu 100
manna „áhugalið", til þess að
vinna að sameiningarpólitík Hjeð-
ins-manna, og andróðrinum gegn
stefnu Jóns Baldvinssonar í Al-
þýðuflokknum.
5 manna nefndin, sem kosin
var á fundinum t.il þess að tala
við Kommúnistaflokkinn, átti að
fá skýr svör hjá kommúnistum
sem allra fyrst um það, á hvaða
grundvelli þeir vilji sameinast við
Hjeðinn og flokksbrot hans.
En eftir því sem frjest hefir,
eru kommúnistar þessa daga ó-
ráðnir í því, hvað þeir eigi að
gera í málinu. Þá vantar „línu“
frá Moskva, síðan Alþýðuflokk-
urinn klofnaði. Búist er við nýjum
fyrirskipunum þaðan austanað
með næstu skipum, ef þær þá
ekki koma símleiðis.
Annars er annríki þessa daga
þar eystra, og má vera að það
dragist eitthvað að sinna íslands-
inálum, á meðan verið er að
fækka höfuðpaurunum í Kreml,
sbr. Rússlandsfrjettir í blaðinu í
dag.
Björgunarskútan „Sæbjörg" var
tekin í Síippinn í gær. Fer í dag
fram úttekt á skipinu og verður
úttektin framkvæmd af sjerfróð-
um mönnum. Lögmaður liefir
slcipað þessa úttektarmenn: Eyj-
ólf Gíslason og Hafliða J. Haf-
liðason stórskipasmiði og Þorstein
Loftsson vjelfræðing.
Sjómannadagur:
Helgaður sjð-
mannastjett
landsins
O tjettarf jelög sjómanna í
Reykjavík og Hafnar-
firði hafa bundist samtök-
um um, að einn dagur á ári
hverju skuli helgaður sjó-
mannastjett landsins, er
nefnist sjómannadagur.
Tákmark Sjómannadagsins sje:
að efla samihug meðal sjómanna
og hinna ýmsu starfsgreina sjó-
mannastjettarinnar.
að heiðra minningu látixma sjó-
manna, og þá sjerstaklega
þeirra, sem í sjó drukna.
að kynna þjóðinni lífsbaráttu sjó-
mannsins við störf sín á sjónum.
að kynna þjóðinni hve þýðingar-
mikið starf stjettin vinnur í
þágu þjóðf jelagsir.s.
að beita sjer fyrir menningarmál-
um varðandi stjómannastjett-
ina.
Þessu takmarki sje náð með
ræðum, útvarpserindum, ritgerð-
um í blöðum og tímaricúm, sam-
komum, sýningum, íþvóttum og
öðru því, sem stjettin getur vakið
eftirtekt á sjer með.
Til að undirbúa og sjá um
framkvæmdir Sjómannadagsins
mynda stjettarfjelög sjómanna við
Faxaflóa fulltrúaráð, er skipað
sje tveimur fulltrúum frá hverju
fjelagi, og eihum til vara, til-
nefndum af stjórnum fjelaganna
til eins árs í senn. Ráðgert er, að
meðlimir ráðsins geti einnig orð-
ið stjettarfjelög sjómanna annars
staðar af landinu.
Þessi fjelög hafa þegar tilnefnt
fulltrúa í sjómannadagsráð fyrir
yfirstandandi ár: Skipstjórafjelag
Islands, Skipstjóra- og stýri-
mannafjelagið „Ægir“, Reykja-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
SOGSVIRKJUNIN OG
Hiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiimiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiimiuiniii
| Drucker-hljómleikar í kvöld J
SVEIT-
IRNAR
Pólski fiðlusnillingurinn, Ernst Drucker, leikur í síðasta sinn í
dag opinberlega. Á efnisskránni er Chacconne eftir Bach, stór-
brotnasta fiðluverk, sem nokkurntíma hefir verið skrifað, og Vor-
sónátan svonefnda eftir Beethoven. Vegna fjölda áskorana endur-
taka þeir dr. Edelstein, Ártii K ristjánsson og Drueker einnig á
þessum hljómleik tríó eftir Tschaikowskv, sem þeir ljeku á fyrri
hljómleikum sínum.
Skrifar um ísland
í tjekknesk blöð
Rithöfundur og blaðamaður
frá Tjekkóslóvakíu, hr.
Albert Daudistej, hefir dvalið
hjer í Rvík í mánaðartíma, og
ætlar að skrixa um ísland og
íslendinga í erlend blöð. Með
vorinu ætlar hann að ferðast
um landið.
,,í Mið-Evrópu vita menn
lítt sem ekkert utn Island“,
að því er hr. Daudistel segir.
,,En jeg hefi komist að þeirri
niðurstöðu, að ísland sje þó|
miklu frekar ,,misskilið“ land,1
en ,,óþekt-' land, en venjulega
er talað um hið óþekta ís-
land (das unbekannte Island).
Hr. Daudistel skrifar í blöðin
,,Bohemia“, „Prager Presse“,|
„Prager Tageblatt-' og „Praget';
Abendblatt“. Áður starfaði;
hann við „Berliner Tageblatt“,|
„Vossische Zeitung“, „Frank-
furter Zeitung“ o. fl. þýsk blöð.
Hann hefir samið tvær bæk-
ur, „Das Bananenschiff“ (Uni-
versitas forlag Berlin 1935) og
„Eine schöne misglúckte Welt-
reise“.
20 SiglfirOingar
koma á „Thule"
skfOamótið
skíðamenn frá Siglu
firði hafa tilkynt
þátttöku sína á „Thule“
skíðamótið, sem haldið verð
ur við Skíðaskálann dagana
12. or 13. mars. Lögðu skíða-
mennirnir af stað frá Siglu-
firði í gærkvöldi með Detti-
fossi.
Meðal þátttakendanna verður
Jón Þórðarson, sá sem vann 18
km. kappgönguna á landsmótinu
í fyrra. Tíu eru úr Skíðafjelagi
Siglufjarðar og 10 úr Skíðafje-
laginu „Siglfirðingur“.
Þá hefir einn Akureyringur til-
kynt þátttöku sína i „slalom“-
kepninni á rnótinu og búist er við
töluverðri þátttöku frá ísafirði.
Ekki er enn kunnugt um, hve
Reykjavíkurfjelögin senda marga
á mótið, en búast má við, að það
verði ekki færri en á landsmót-
Tilbúinn áburður
gær var seinasti dagur til að
koma pöntunum í tilbúinn
áburð til Áburðarsölu ríkisins
samkvæmt því, sem auglýst
hefir verið. En þar sem útlit
er fyrir að margir Reykvík-
ingar þurfi að kaupa áburð fyr-
ir vorið, en hafa vanrækt að
panta hann, mun Áþurðasalan
taka á móti pöntunum þessa
viku, en alls eigi lengur. Pant-
anir þurfa að koma frá kaup-
mönnum, kaupfjelögum eða
jarðræktarfjelögum, en ekki
einstökum mönnum.
Þeir verða að snúa sjer til
kaupmanns, kaupfjelags eða
jarðræktarfjelags og biðja þau
að panta fyrir sig.
inu í fyrra.
Fyrri daginn verður kept í 18
kílómetra göngtt ttrn Tlmlebikar-
inn, en seinni daginn verður bæði
kept í ,,slalom“ og stökki.
SKÍÐAMÓTIÐ
í FINNLANDI.
Askíðamótinu í Lathi í Finn-
landi urðu úrslit í 18 km.
skíðagöngu þau, að sigurvegari
varð Finnlendingurinn Pitkanen
á 1 klukkustund 9 mín. 33 sek.
Næstur honum kom Svíinn Dal-
quist á 1 klst. 10 mín. og 2 sek.
Þriðji varð Jalkonen frá Finn-
landi og fjórði Matsbo frá Sví-
þjóð.
Fljótasti Norðmaðurinn varð
hinn áttundi í röðinni.
í stökk kepninni varð Norð-
maðurinn Asbjörn Ruud sigur-
vegarinn. (FÚ)
Hvenær fð nær-
liggjandi hjeruO
rafmagn ?
f^að er hvorttvegRja, að
Sogsvirkjunin er stór-
virki, enda mun framkvæmd
virkjunarinnar hafa vakið
meiri og almennari vonir um
framtíðarnot og margskonar
hagræði, en nokkurt annað
átak til verklegra umbóta
hjer á landi.
Uggur sá og hleypidómar, er
voru á meðal ýmsra um mál þetta
fyrir nokkrum árum, í þá átt, að
raforka frá Soginu yrði svo dýr,
að ógerlegt mundi fvrir ttálæg
bygðarlög, sem Ijetu sig dreyma
hina fögru drauma, að verða þar
nokktirs aðnjótandi, eru nú svo
að kalla kveðnir niður. Allir sem
nálægt Soginu húa, bíða þess með
eftirvæntingu, að ljóssproti þess
leysi að rneira og tninna leyti hið
erlenda ljósmeti og eldsneyti af
hólmi á heimilunum. Gera þeir
sjer þar glæstastar vonir setn
næstir eru, en eins qg fram hefir
komið á Alþingi og víðar, nær
áhrifasvæði Sogsvirkjunarinnar
fttrðu langt. En það á * eftir að
skýrast betur, jafnframt því sem
menn feta sig fram úr myrkrinu.
Eins og kunnugt er, ltafa nú á
síðustu þingum komið frarn ýmsar
tillögur til hvatningar um fram-
kvæmd þessara raforkumála fyrir
bygðarlögin austan fjalls og fleiri
staði. í samræmi við það ljet svo
ríkisstjórnin framltvæma undir-
búningsrannsóknir á síðastliðnu
ári um kostnað og annað er lýt-
ur að hagnýtingu orkunnar til
almenningsþarfa.
Á síðasta þingi var máíinu ekki
hreyft að öðru en því, að Eiríkur
Einarssoti bar þar fram fyrir-
spurn til ríkisstjórnarinnar um
það, hvernig þessu áhugamáli al-
mennings væri komið og hvað
stjórnin ætlaðist fyrir. um laga-
setningu og annað, er lyti að
f ramkvæmdunum.
Þessari fyrirspurn svaraði at-
vinnumálaráðherra síðar á sama
þingi. Kvað hann undirbttnings-
rannsóknum nálega lokið. Tillög-
ur gerðar um ýntsar leiðsluleiðir
og tilsvarandi kostnaðaráætlanir.
Niðurstöður þessara rannsókna
sagði hann þær, að orkuleiðslan
til hinna ‘næstu og þjettbýlustu
stöðva, svo sem ltauptúnanna Eyr
arbakka og Stokkseyrar, um Sel-
foss, ættu vel að geta borið sig
og orðið arðvænleg fyrirtæki, þar
sem alt horfði til hagnaðar og
sparnaðar, tniðað við hin útlendu
kaup, eftir nokkurra ára hagnýt-
ingu. Um lagasetninguna ljet ráð-
FBAMH. Á SJÖTTU SfeU