Morgunblaðið - 01.03.1938, Blaðsíða 7
jÞriðjudagur 1. mars 1938.
Happdrætti
Háskóla íslands
Sala happdrættismiða er nú
í fullum gangi. Forðist ösina
síðustu daga fyrir drátt og
kaupið miða nú þegar. Verið
með frá upphafi, það getur
verið tjón fyrir yður að
kaupa miða seinna.
Frá starfsemi
Happdrættisins
18. Það er hættulegt að end-
umýja ekki.
f. 9. flokk 1936 vann fátæk kona
% af 25,000 krónnm. Dóttir hennar
sótti peningana og fór að afsaka h;já
umboðsmanni það, sem hún hafði
sagt, þegar hún endumýjaSi síðast.
Það var á þú leiö, að það þýddi ekk-
ert að vera að spila í þessu happ-
drætti, maður fengi aldrei neitt. Hún
sagðist ekki hafa ætlað að trúa sín-
um eigin eyrum, þegar hún heyrði
númerið lesið upp í útvarpinu.
19. Þegar neyðin er stærst,
er hjálpin næst.
Konan A. var nýbúin að missa mann
inn sinn frá þrem ungum bömum í
mikilli fátækt. Hún sagðist ekki
hafa haft ráð á að endurnýja þá tvo
fjórðungsmiða, sem maður hennar
hefði spilað á síðustu tvö árin. En
af því að aðeins var einn dráttur
eftir á árinu, þótti henni leitt að
sleppa miðunum og endurnýjaði þá.
Hún hlaut 6250 kr. eða J/4 af 25.000
kr. vinning og sagði hún, að pening-
ar þessir hefði bjargað sjer frá
miklurn áhyggjum og efnahagslegum
örðugleikmn.
20. A. kaupir snurpiuót.
Arið 1935 vann A. á Sauðárkróki
500 kr. og notaði þær til að festa
kaup á snurpinót ásamt fleirum.
21. Trúlofuð stúlka vinnur
2500 krónur.
1934 í 2 flokki vann uug stúlka trú-
lofuð 2500 kr. Var þetta þægileg
hjálp til þess að stofna heimili með.
22. Hugboð.
4. desember 1935 kom maður inn til
umboðsmanns í Reykjavík <®g keypti
heilmiða. Sagðist hann gera þa‘8 eft-
ir Imgboði, en ekki eftir draumi. Kom
Imiðinn upp eftir nokkra daga með
20,000 króna vinning.
&á ficr Stapp, sexn
liaimSngfam ann.
UmboSsmenn í Reykjavík eru:
Prú Anna Ásmundsdóttir & frú
Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3,
sími 4380.
Dagbjartur Sigurðsson, kaupm.,
Vesturgötu 45, sími 2814.
Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs-
götu 1, sími 3586.
Elís Jónsson, kaupm., Reykja-
víkurveg 5, sími 4970.
Helgi Sivertsen, Austurstræti 12,
sími 3582.
Jörgen Hansen, Laufásvegi 61,
sími 3484.
Frú Maren Pjetursdóttir, Lauga-
veg 66, sími 4010.
Pjetur Halldórsson, Alþýðuhús-
inu.
Stefán A. Pálsson & Ármann,
Varðarhúsinu, sími 3244.
UmboSamenn í HafnarfirSi eru:
Valdimar Long, kaupm., sími
9288.
Verslun Þorvalds Bjarnasonar,
sími 9310.
MORGUNBL A ÐI i)
Dagbók.
□ Edda 5938317 = 6.
1 N
í i i TO.
_________________ií
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Minkandi SV-átt. Snjójel, en bjart
á milli.
Veðrið í gær (mánud. kl. 17):
Vindur er vestlægur hjer á landi
með hvössum snjójeljum um V-
hluta landsins. Hiti er kringum
frostmark um alt land. Djúpar
lægðir eru yfir Grænlandshafi og
fyrir austan og norðaustan land.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2234.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Föstumessa í fríkirkjunni ann-
að kvöld kl. 8V-í- Síra Árni Sig-
urðsson.
Dánarfregn. Frú Kristbjörg
Marteinsdóttir í Ystafelli, ekkja
Sigurðar heitins Jónssonar ráð-
herra, ljest að heimili sínu Ysta-
felli síðastliðna már.udagsnótt-.
Jón Baldvinsson bankastjóri
var í gær fluttur á sjúkrahús til
athugunar og rannsóknar, en
hann hefir eins og kunnugt er
legið rúmfastur síðan þing kom tu,'! _
Lon sumarið 193o, en sumpart
50 ára verður í dag Stefán Sig-
urfinnsson, Innri-Njarðvík.
Spanskflugan var sýnd tvívegis
í Hafnarfirði á sunnudaginn
og í bæði skiftin fyrir fullu
húsi. Næst verður hún sýnd í
Keflavík. og síðan aftur í Hafn-
arfirði.
Gróðurathuganir. Ingimar Ósk-
arsson grasafræðingur hefir ný-
lega skrifað grein í „Botanisk
Tidskrift" um gróðurathuganir í
Svarfaðardal, er hann fram-
kvæmdi sumarið 1931. Gefur
hann þar yfirlit yfir æðri gróður
dalsins og skilgreinir hve hátt
yfir sjávarmál ná vaxtarstaðir
hverrar tegundar. Er yfirlit þetta
glögt og vandað, eins og annað,
sem Ingimar lætur frá sjer fara.
I skýrslu Náttúrufræðifjelagsins
skrifar Steindór Steindórsson
Flórunýjungar 1936. Eru nýjuug-
ar þessar sumpart frá ferð hans
austuröræfin, Fljótsdal og
saman.
Á aðalfundi Starfsmannafjelags
Reykjavíkur í gærkvöldi var Jó-
hann G. Möller kosinn formaður í
stað Nikulásar Friðrikssonar, sem
verið hefir form. undanfarin ár.
Páll Þorkelsson, Barónsstíg 16
er sextugur í dag.
í blaði lýðræðissinnaðra stú-
denta segir: „Af þýska stúdent-
inum Fritz Walterscheid hafa bor
ist þær fregnir, að hann sje frjáls
heima hjá sjer í Þýskalandi og
líði vel. Mál hans er í rannsókn
og á hann sennilega von á dómi.
Walterscheid hefir beðið að skila
kveðju og þökkum til íslenskra
stúdenta fyrir það, sem gert hef-
ir verið í máli hans af þeirra
hálfu1 ‘.
Blað lýðræðissinnaðra stúdenta
(febrúarblaðið) kom út í gær, og
flytur að þessu sinni greinar eft-
ir próf. dr. A. Lodewyckx (Há-
skólar og stúdentalíf í Ástralíu),
Axel V. Tulinins (skíðamál stii-
denta), Barði Jakobsson (Háskól-
inn og kenslumálaráðherrann og
Ohurchill um Sovjet). Ennfrem-
ur er grein um „marxismann og
fjelagslíf stúdenta" og frjetta-
bálkur „frá stúdentum". Blaðið
fæst á Garði.
Norðlendingamótið að Hótel
Borg hefst kl. 8 í kvöld. Kl. 4
eru síðustu forvöð að ná í miða
að borðhaldinu. En aðgöngumið-
ar að dansinum verða seldir til
kvölds í Havana og Hótel Borg.
Farþegar með Dr. Alexandrine
til útlanda í gær: Valdemar Han-
sen, Guðríður Stefánsdóttir,
Stella Wolff, Erik Jakobsen og
frú, Jón Björnsson, Karyel Jóns-
son, Árni Árnason, K. Hansen,
A. G. Höjer, Jakobína Þorvalds
dóttir, Guðrún Heígadóttir, Krist-
ján Hannesson, Anna Sigurðard.,
Páll Pálsson og Sigfús Baldvins-
son.
Revýan Fornar dygðir verður
leikiii í kvöld í 6. sinn. Sama að
sóknin helst enn og er ekkert út-
lit fyrir, að lát verði á fyrst um
; sinn.
samkv. heimildum frá öðrum. í
sama riti er greinargerð frá Ingi-
mar Óskarssyni um nýjungar, er
hann hefir fundið. Þar er og skrá
yfir íslensk skórdýranöfn eftir
Geir Gígja.
Bæjarstjórn Seyðísfjarðar gekst
fyrir samsæti s.l. lairgardags-
kvöld fyrir fyrverandi bæjarfó
geta Ara Arnalds. Hófið hófst
með borðhaldi og voru margar
ræður fluttar undir horðum. Síð-
an var dansað fram undir morg
unn. Ari Arnalds hefir um 19
ára skeið gegnt sýslumanns- og
bæjarfógetastörfum fyrir Norður
Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaup
stað. Hefir hann átt einstökum
vinsældum að fagna, bæði sem
maður og embættismaður og kom
það mjög greinilega í ljós í ræð
um við borðhaldið. Þó hann hafi
nú látið af embætti, virðist eng
inn bilbugur vera á starfskröft
um hans.
Dr. Alexandrihe fór í gær áleið
ís til Kaupmannahafnar
Eimskip. Gullfoss er væntanleg
ur til Vestm. síðdegis í dag. Goða,
foss er í Hamborg. Brúarfoss fór
frá Reyðarfirði í gærmorgun kl
9 áleiðis til Rvíkur. Dettifoss er
á Akureyri. Lagarfoss er á leið
til Leith frá Khöfn. Selfoss kom
til Antwerpen um miðnætti
fyrrinótt.
Skíðafjelag Reykjavíkur byrjar
nýtt námskeið við Skíðaskálann
n.k. fimtudag. Þátttakendur verða
að sækja skírteini sín fyrir kvöld
ið í kvökl til L. H. Miillers kaup
manns.
Vinninga í happdrætti Kvenna
deildar Slysavarnafjelags íslands
í Hafnarfirði hlutu þessi númer
1842 hægindastóll; 716 st.ofuborð
69 Ijósakróna
Þýski sendikennarinn, dr. Betz
flytur fyrirlestra í Háskólanum
um þýska, leiklist og leikritaskáld
nú á dögum. Fyrsti fyrirlesturinn
verður í kvöld kl. 8. Öllum heim
ill aðgangur.
Ríkisskip. Esja var á Bildudal
kl. 7 í gæi’kvöldi.
Hjónaefni. Síðastliðinn laugar-
dag opinheruðu trúlofun sína ung-
frú Svanhvít Svala Kristbjörns-
dóttir, Hverfisgötu 85, og Bjarni
Sigurðsson, Vesturgötu 16.
Grímudansleikur verður hald-
inn í Hótel Birninum í Hafnar-
firði annað kvöld kl. 10. Góð
hljómsveit leikur undir dansin-
um. Grímurnar falla kl. 12, en
haldið verður áfram að dansa
lengur en venja er, eða að minsta
kosti til kl. 4. Ógrímuklætt fólk
má vera þarna, en tekur ekki
sátt í dansinum fyr en gríman
er fallin.
Stúdentafjelagið heldnr árshá-
tíð sína og aðaldanslcik anaað
kvöld að Hótel Borg. Borðhaldið
hefst kl. 7, með ræðuhöldum (Her-
mann Jónasson, Thor Thors, Sig-
urður Einarsson, Gunnar Thor-
oddsen o. fl.), söng og fleiri
skemtiatriðum. Eftir borðhald
verður dans. Aðgöngumiðar verða
seldir í Háskólanum í dag kl.
3—7 og kosta kr. 12.00 fyrir par-
ið, en kr. 7.00 fyrir einstakling.
Aðgöngumiðar eftir borðhald
kosta kr. 4.00 fyrir manninn.
Til Strandarkirkju: X. Sand-
gerði 3 kr., G. J. 5 kr., B. Þ. 5
kr., J. Þ. 5 kr., ónefndur gamalt
áheit 5 kr., nokkrir sjómenn 50
kr.
Jtvarpið:
20.15 Erindi: Áfengi og tækni
(Einar Björnsson verslm.).
20.40 Hljómplötur: Ljett lög.
20.45 Húsmæðratími: Sálfræði-
legt uppeldi barnsins innan
þriggja ára, III (frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir).
21.00 Symfóníu-tónleikar:
a) Tónleikar Tónlistarskólans.
b) (21.40) ítalska symfónían,
eftir Mendelssohn (plötur).
22.15 Dagskrárlok.
Fæst hvort heldur gult
eða hvítt.
Nærir o£ mýkir
hörundið.
Ver húðina sprungum.
Ágætt sem kvöldkrem.
Fæst alstaðar.
Reykjavíkur Annáll h.f. 1938.
EGGERT CLAESSEW
hæstarjettarmálaflutningsmaðnr.
Skrifstofa: Oddfellowhúsið,
Vonarstræti 10.
(Inngangur um austurdyr).
Bevyan
Fornar dygflir
6. leiksýning í dag, 1. mars
kl. 8 e. h.
Aðgöngumiðar verða seldir í
Iðnó eftir klukkan 1 í dag.
Ekki tekið á móti pöntunum.
Leiksýningin byrjar stundvíslega.
Rammalistar
— fjölbreytt úrval —
nýkomið.
Innrömmun fljótt og vel af
hendi leyst.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ
EKKI
Guðm. Ásbjörnsson.
— — ÞÁ HYER? Laugaveg 1. Sími 4700.
Sonur okkar og bróðir
Guðmundur Helgi Magnússon
andaðist að heimili sínu, Framnesveg 1 C 28. febrúar.
Foreldrar og systkini.
Jarðarför konunnar minnar og móður okkar
Bjarneyjar G. Hafberg
fer fram fimtudaginn 3. mars frá dómkirkjunni. Athöfnin
hefst með bæn á heimili hennar, Bergþórugötu 11 A kl. 1 e.
hád. — Kransar afbeðnir.
Helgi Hafberg og börn.
Jarðarför
Halldórs Þorlákssonar
frá Möðruvöllum í Kjós, er andaðist 19. þ.. m., fer fram frá
dómkirkjunni miðvikudaginn 2. mars og hefst með húskveðju
á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund kl. 1 e. h.
F. h. Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund,
Gísli Sigurbjörnsson.