Morgunblaðið - 01.03.1938, Blaðsíða 5
I>riðjiídagur 1. mars 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
sl
crrgtmMaðið
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgT5armaI5ur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiTSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuTSi.
í lausasölu: 15 aura elntakiTS — 25 aura meTS Lesbók.
VINNUBRÖGÐIN A ALÞINGI
Pað ætlar að verða svipað
nú með vinnubrögðin á
..Alþingi og var á haustþinginu
rsíðasta. Þá var þinginu haldið
.aðgerðalausu í 40 daga, á með-
-an beðið var eftir ákvörðun Al-
iþýSusambandsþings um stjórn-
arsamvinnuna. Kastað var yfir
100 þús. kr. af almannafje í
jgersamlega einskis nýtt starf.
Þegar svo loks samningar um
stjórnarsamvinnuna tókust, var
aðeins samið til næsta þings, þ.
-e. þingsins sem nú situr.
Alþingi hefir nú setið hálfan
mánuð og eru vinnubrögðin
nákvæmlega hin sömu og á
Jhaustþinginu. Þingmenn eru að
dútla við að grafa upp gömul
frumvörp, sem hafa dagað uppi
á fyrri þingum og flytja þau nú
að nýju. Nýtt mál sjest ekki.
Frá stjórninni komu ekki önn-
ur frumvörp en fjárlagafrum-
•varpið, sem var aðeins upp-
prentun á fjárlögum yfirstand-
andi árs, svo og skatta og tolla-
frumvörpin endurnýjuð.
Forsetar eru að treina sjer
þessi fáu, gömlu mál og setja
æitt og tvö á dagskrána dag-
lega. Svo magnað er áhuga-
leysi þingmanna fyrir þessum
mnálum, að oftast gengur það
mjög erfiðlega að koma mál-
unum í nefnd, því að næg þátt-
taka fæst ekki í atkvæðagreiðsl-
una. Verður oftast fyrir at-
kvæðagreiðsluna að hefja leit
að þingmönnum í hliðarh'er-
þergjum eða á göngum og fer
ærinn tími í það. Stundum
sjást framrjettar lúkur innan
úr hliðarherbergjunum. Eru
það þingmenn að greiða at-
kvæði, sem nenna ekki inn í
þingsalinn. Stundum verður að
fresta atkvæðagreiðslu, vegna
þess að smölunin hefir ekki
þorið árangur. Svona eru í
stuttu máli vinnúbrögðin á AI-
þingi. Þetta ástand er satt að
segja orðið óþolandi, og verð-
;ur til þess, að þjóðin hættir að
þera virðingu fyrir þinginu.
*
Það er ríkisstjórnin, sem á
sök á þessu ástandi. — Þegar
þingið kemur saman liggji ekki
fyrir nein mál frá stjórninni.
1 öllum þingræðis- og lýðræðis-
löndum er það svo, að stjórn-
sarfrumvörpín eru aðalmál þing
anna. Þar gætir þingmanna-
frumvarpa mjög lítils. Enda á
það vitanlega þannig að vera,
að hin ríkjandi stjórn marki
stefnuna í löggjafarstarfinu.
Stjórnin á að sjá um, að málin
komi vel undirbúin fyrir þingið,
enda hefir hún best skilyrði til
þess.
Hjer er þessu gersamlega
;snúið við. — Síðan núverandi
Mjórnarf lokkar komust til
valda, hefir stjórnarfrumvörp-
unum fækkað með hverju ár-
inu, uns þau nú eru með öllu
horfin, nema hin fáu frum-
vörp, sem stjórnin getur ekki
komist hjá að flytja.
Þessi vinnubrögð hljóta að
koma miklum glundroða á alt
löggjafarstarfið. Lögin verða
flaustursverk og engin stefna
ríkjandi. Enda fer nú árlega
mikill tími þingsins í að breyta
lögum, sem þingið nSfesta á und-
an samþykti.
Sú nýbreytni var upp tekin
að þessu sinni, að kalla meiri
hluta fjárveitinganefndar til
starfa mánuði áður en þing
kom saman. Þegar þessi á-
kvörðun var tekin, ljet stjórnin
á sjer skilja, að mikið verkefni
biði fjárveitinganefndar að
þessu sinni, því að ekki yrði
komist hjá að hefja nú veru-
legan niðurskurð á fjárlögun-
um. Um þetta var gott eitt að
segja.
Nú hefir fjárveitinganefnd
setið 1 y2 mánuð, en ekki hefir
heyrst getið um neinn niður-
skurð ennþá. Kunnugir fullyrða
að ekkert af því tægi sje í
vændum, heldur muni fjárlaga-
frumvarpið verða samþykt að
heita mál óbreytt, eða með
nýjum gjaldahækkunum, sem
sennilegast.
JÓN ÓFEIGSSON
yfirkennari
Það er kaupmenskan milli
stjórnarflokkanna, sem er aðal-
orsök þessa ófremdarástands,
sem nú ríkir á Alþingi. Stjórn-
arflokkarnir hafa gert Alþingi
að einni stórri kauphöll, þar
sem verslað er með feit em-
bætti, stöður og bitlinga, alt á
kostnað almennings. Þarna er
undirrót spillingannnar.
Alþingi bíður nú eftir að nýr
kaupmáli verði undirskrifaður
Framsóknarflokkurinn hefir
látið þau boð út ganga, að hann
ætli enn á ný að leita til Al-
þýðuflokksins um stuðning og
þátttöku í stjórn landsins. —
Þetta er kunnugt eftir að vitað jians
er, að Alþýðuflokkurinn er
klofinn og enginn veit lengur
hvað flokkurinn er. — Slík
stjórnarmyndun væri svo frek-
legt lýðfæðisbrot, að þjofðin
verður að gera alt sem í henn-
ar valdi stendur til að hindra
framkvæmd hennar.
Þess er að vænta, að Fram-
sóknarflokkurinn sjái það, að'
hann getur ekki og má ekki
mynda stjórn nú með stuðn-
ingi þingmanna Alþýðuflokks-
ins einna. Með því væri lýðræð-
ið fótum troðið. Slík stjórnar-
myndun myndi skapa enn meiri
glundroða á Alþingi og margs-
konar spilling fylgja í hennar
kjölfar.
Jón Ófeigsson yfirkennari
ljest í fyrradag eftir langvar-
andi vanheilsu.
\T inum Jóns Ófeigs-
V sonar kö(mur ekki
fráfall hans á óvart. —
Þeir, sem hafa verið
með honum síðustu ár-
in, líta óefað ekki á það
sem hrygðarefni, að
hann hefir fengið að
deyja. Dauðinn hefir
gert enda á þungri bar-
áttu.
En sorg fyllir huga vina hans,
að sá maður, sem var allur í
starfinu, skyldi hin síðustu ár
æfinnar missa kraft daglega,
svo að allir líkamskraftar voru
þrotnir. Það var gerþreyttur
maður, sem fekk hvíld. Minn-
ingin er svo skýr um hinn ítur-
vaxna mann. Þar sem hann var,
sagði hver hreyfing frá áhuga
og krafti. Rann mjer því oft
til rifja, er jeg sá, að með
hverri stund þvarr krafturinn.
En kjarkurinn var ekki minni,
sálarþrekið óx. Gremjan komst
alls ekki að. Brosið varð feg-
urra og mildara. Innri maður-
inn hrörnaði ekki, þó að hinn
ytri væri daglega að deyja.
Þjóðkunnur maður er í val-
inn fallinn. Veit jeg, að marga
hefir sett hljóða við þessa dán-
ardfregn, og margir hafa um
leið hugsað um, að þeir eru í
þakkarskuld við hann.
Jón lærði vel og vandlega,
og þannig kendi hann frá sjer,
að oflof er það ekki, að telja
hann í fremstu röð þeirra, sem
kenslustörf hafa haft á hendi
á landi hjer.
Spyrjum þá nemendur hans,
er utan hafa farið að loknu
námi hjer heima, hvort fræðsla
sú, er Jón Ófeigsson veitti þeim
hafi verið á traustum grund-
velli bygð. Spyrjum þá, sem í
margskonar æfistarfi hafa fært
sjer fræðslu hans í nyt, hvort
þeir hafi haft gagn af kenslu
Jón Ófeigsson.
hingað fárra vikna gamall með
foreldrum sínum, er áttu heima
• r
í Nesi á Seltjarnarnesi. Föður,
sinn, Ófeig Guðmundsson út-
vegsbónda, misti hann snemma
æfinnar, og var ásamt Guð-
rúnu systur sinni alinn upp hjá
elskulegri móður, Kristínu Jóns
dóttur, er heima hefir átt hjá
syni sínum, og er nú háöldruð.
Eiga þær báðar heima hjer í
bæ, móðir hans og systir.
Eftir lát föður síns var Jón
hjer í bæ, og ruddi sjer braut
til lærdóms og þekkingar. Lauk
hann stúdentsprófi 1901, með
ágætiseinkunn. Málfræðinám
stundaði hann við Háskóla
Kaupmannahafnar, og lauk þar
prófi með mjög hárri I. eink-
unn.
Þrátt fyrir fátækt og erfið-
leika tókst honum að auka
málakunnáttu sína með dvöl í
Þýskalandi og í Englandi. Jón
var altaf að læra, einnig eftir
að hann varð kennari. Á miðj-
um starfstíma æfinnar kleif
Mjög fjölbreytta barnaskemtun
lieldur Glímufjelagið Ármann í
Iðnó á Öskudag. Hafa barnaskemt
anir fjelagsins undanfarin ár ver
ið mjög vel sóttar og verið fje-
laginu til sóma. Þarf ekki að efa,
að svo verði enn. Aðgangur er
aðeins 75 aurar.
Þeir eru margir, sem svara:
„Það var ekki hægt annað én
að læra hjá honum“.
Jeg minnist þess mann, sem
gerði miklar kröfur til sjálfs
sín. Svo heill var hann sjálfur,
að honum nægði ekki hið hálfa.
Þessvegna var hann harður við
sjálfan sig og ósjerhlífinn. —
Hann kunni ekki að hlífa sjer.
Stefnufastur var hann, einbeitt-
ur kjarkmaður. Aldrei kom
honum til hugar að víkja frá
því, sem hann taldi satt og
rjett.
Jeg hefi átt því láni að fagna
að eiga vináttu hans frá því að
við vorum á barnsaldri. Var
vinátta hans mjer til hvatning-
ar þegar frá fyrstu námsárum,
er hann var fyrirmynd ungra
manna, og til hins síðasta dags,
er jeg sá hugprúða hetju deyja.
*
Jón Ófeigsson var fæddur 22.
apríl 1881 að Stóra Núpi í
Gnúpverjahreppi, en fluttist
hann þrítugan hamarinn, til
þess að komast til annara landa
og kynna sjer skólamál. Fór
hann víða um lönd og hjelt
marga fyrirlestra.
Atgervismaður til sálar og
líkama og frábær að þekkingu,
brennandi í anda, aldrei iðju-
laus, altaf starfandi að áhuga-
málum sínum.
*
Þegar hann kom hingað heim
að loknu námi erlendis, hófst
kenslustarfið, sem hann hefir
gegnt um 30 ára skeið, og
lengst af við hinn almenna
Mentaskóla. Má með sanni
segja, að hann hefir leyst æfi
starfið með prýði.
Nafn hans verður lengt tengt
við þær bækur, er komið hafa
frá hans hendi. Var hann einn
af aðalstarfsmönunum við út-
gáfu hinnar ísl.-dönsku orða
bókar dr. Sigfúsar Blöndal. —
Margar kenslubækur hefir
hann samið bæði til noktunar
við kenslu í skólum og við út-
varpskenslu í þýsku.
Tlrekvirki vann hann með út-
gáfu hinnar þýsk-íslensku orða-
bókar. Hlaut hann þá sæmd
fyrir sjerþekkingu í þýskri
tungu og hið þýska fræðslu-
starf sitt, að hann var kjörinn
heiðursfjelagi í þýsku vísinda-
fjelagi. Sá heiður var honum
veittur af Háskóla íslands, að
Háskólinn gerði hann að heið-
ursdoktor.
Starfsþrek Jóns Ófeigssonar
var óvenjulegt. Dagsverkið
varð oft framlengt, svo að það
varð að næturverki. Kensla í
skólanum og heima. stílaleið-
rjettingar, og þegar kvöld var
komið orðabókarstarf og próf-
arkalestur til kl. 2 eftir mið-
nætti, og svo í skóla klukkan
8 að morgni.
*
Jón Ófeigsson átti mikla
vinnugleði og hann ljet ekki
hug sinn falla, þó að oft væri
lítið úr býtum að bera.
Starf og heimili. Hvoru-
tveggja var honum til vaxandi
ánægju og gleði. Kvæntur var
Jón hinni ágætustu konu. —
Bundust þau heitorði í Dan-
mörku, en þaðan er ætt hennar.
Kom hún hingað til lands og
varð íslensk kona, talaði ís-
lensku, er hún steig hjer á land
og hefir haft hina mestu gleði
af starfi mannsins og hjálpað
honum á allan hátt. Frú Rig-
mor Ófeigsson hefir skipað sess
sinn með kjarki og kærleika.
Hvað hún hefir verið manni
sínum í sárustu raunum hans,
því verður ekki lýst í blaða-
grein. Ágætt heimili hefir Jón
átt og börnin tvö, Ásgeir og
Kristín, átt þar hið besta skjól.
*
Starfi og stríði er lokið. Dap-
urt er um það að hugsa, að
sá maður, sem gaf út margar
bækur, var svo máttfarinn orð-
inn að hann gat ekki skrifað
nafnið sitt.
Öll sín störf leysti Jón af
hendi með heiðri. En jeg hika
ekki við að segja, að síðasfa
prófinu hafi hann lokið best.
Mjer er falið það starf að
prjedika fyrir öðrum. En ros-
andi hugrekki Jóns Ófeissonar
í eldrauninni er mjer sú prje-
dikun, sem jeg aldrei mun
gieyma. í því stríði vann hann
hinn stærsta sigur. Jeg auðg-
aðist þá af daglegri viðkynn-
ingu við hann.
Gott er að hafa átt slíkan
vin. Guð blessi minningu Jóns
Ófeigssonar.
Bjarni Jónsson.
SÆN SKT-Í SLENSKT
SAMKOMULAG.
Khöfn í gær. FÚ.
»^ingnefnd í sænska þinginu
hefir .lagt fram tillögur til
samkomulags milii Svíþjóðar og
íslands, sem ganga í þá átt at
komist verði hjá að skattleggjs
á tveim stöðum tekjur og eignii'
íslendinga í Svíþjóð og Svía L
íslandi.