Morgunblaðið - 14.04.1938, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.04.1938, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. apríl 1938. Kaupmcnn! Munið eftir að hafa Gold Medal hveiti í 5 kg. pokum fyrir páskana. Heildsölubirgðir H. Benediktsson & Co. Gfié’tvk- Vátryggingarhlutafjelagið NYE DANSKE AF 1864 Liftryggingar allar tegundir. Lægst iðgjöld. Best kjör. Aðalumboð: Y átryggingarskrif stof a Sigfúss Sighvatssonar, Lækjargötu 2. Sími 3171. Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokknQ etór. Opin allan sólarhringinn. Einasti norski bankinn með skrlfstofur í Bergen, Oslo og Haugesund. m r ~ •'•L- Stoínfje og varasjóðir 27.000.000 norskar kronur. BERGENS PRIVATBANK Þrír aðilar þurfa að vinna saman: Heimilin, skólarnir og kirkj an Frá fyrirlestrarstarfi Pjeturs Sigurðssonar Allir landsmenn kannast við Pjetur Sigurðsson erindreka. I 8 ár hefir hann ferðast um land- ið til þess að vekja áhuga almenn- ings fyrir kristindómi, kirkju- og trúarlífi, fyrir bindindi, hættum uppeldisháttum og auknu menn- ingarstarfi meðal almennings í kaupstöðum, kauptúnnm og sveit- um landsins. Hann kom vestan frá Ameríku með Alþingishátíðargestunum 1930, ásamt fjölskyldu sinni, til að setjast hjer að. Hann er Skag- firðingur að ætt, fæddur að Hofi á Höfðaströnd. Fór til Ameríku árið 1920, og starfaði mikið þar vestra á sviði trúmála. Fyrstu ár- in eftir 1930 ferðaðist hann um landið og lijelt fyrirlestra, án þess að hann kæmi fram sem full- trúi neins fjelagsskapar. Erindi lians hingað heim var að vekja almenning til umhugsunar um and leg mál. Og svo vel var honum tekið og málefnum þeim er hann flutti, að hann þurfti eigi stuðn- ing til þessarar starfsemi sinnar, er horin var nppi af stakri góð- vild til allra manna og hrennandi áhuga á því að vera þjóðinni gagn- legur maður. En þar eð bindindismálið er eitt af hjartfólgnum áhugamálum Pjet urs, fór Stórstúkan þess á leit við hann, að hann gerðist að nokkru leyti starfsmaður hennar. Og svo hefir verið hin síðari ár. Ferðast l’jetur um iandið á vegum Stór- stúkunnar, heldur fyrirlestra og vinnnr að því að efla starfsemi stúknanna og stofna nýjar. Á þessum sífeldu ferðalögum sínum hefir Pjetur fengið alveg sjerstaklega mikinn kunníeik á hugsunarhætti og högum almenn- ings víðsvegar um land, en þó einkum í kaupstöðum og kaup- túnum. Er fróðlegt mjög að heyra Pjetnr segja frá þessum kunnleik sínum. En um eitt og annað, sem þer fyrir augu hans og eyru, og að uppeldismálum lýtur, er hann fremur fáorður. Stafar það þó ekki af því, að honum sje það ekki ijóst, að miklar umbætur eru nauð- synlegar víða í þeim efnum. Nýlega hitti tíðindamaður blaðs ins Pjetur að máli. Hann var þá nýkominn úr 2 mánaða ferðalagi um Austurland, Norðurland og Vestfirði. — Yfirleitt er að lifna yfir bindindisstarfseminni, segir Pjet- ur, og bindindisáhugi almennings að vaxa. En altaf er dáufast yfir kaupstöðtumm og þorpunum aust- anlands. Þar er armæðan mest og iirræðaleysið. Þar er einna erfið- ast. að fá fólk til fjelagslegra samtaka. Á Akureyri hefir fje- lagsmönnum fjölgað í stúkunum á þessu ári, á Sígjufirði eru fjelags- menn orðnir 170, á Sauðárkróki hefir meðlimatalan tvöfaldast á þessu ári, á Húsavík er líka góð framför í bindindisstarfinu, sama er að segja á ísafirði, Flateyri, Súgandafirði og víðar. Nýlega hjelt 'umdæmisstúka Vestfjarða þing á Flateyri. Stúk- urnar á Vestfjörðum eru nú orðn- ar 25 að tölu. Á umdæmisstúku- þingi þessu var samstarf ágætt og þingið hið ánægjulegasta. Hjer sunnanlands hafa verið stofnaðar 6 stúkur á þessu ári, eða endurreistar. Tvær í Reykjavík, en sín hvor á þessum stöðum, Keflavík, Sandgerði, Grindavík og austur í Biskupstungum. Getið þjer í stuttu máli nefnt mjer nokkur atriði sem þjer legg- ið megináherslu á, er þjer flytjið hvatningarerindi yðar í bindind- isfjelögunum? — Jeg bendi m. a. á það, hve mikið gildi fjelagslífið hefir fyrir menn, þar sem það eflir samhng fólks og viðkynningu. Jeg læt ekki hjá líða að vekja athygli á því, að við Islendingar erum yfirleitt eftirbátar anpara þjóða í almennri kurteisi og siðfágun. En einn þátt- nrinn og hann mestur í hættri siðfágun er bindindið, og bind- indisstarfið í stúkunnm, elur menn upp til þesá að starfa með öðrum að menningar- og umbótamálum. Mjer er það alveg ljóst, að ár- angur sá sem þjóðin fær nú af uppeldisstarfsemi skólanna er ekki fullnægjandi, og sumsstaðar all- langt frá því. Jeg legg áherslu á, að hið kirkjulega starf hlýtur að vera undirstaða uppeldismál- anna. Til þess að uppeldismálum þjóðarinnar verðið komið í gott horf,þurfa allir þrír aðilar að vinna saman í einlægu samstarfi, og það eru heimilin, skólarnir og kirkjan. Því eins og jeg nýlega hefi lesið í bók eftir biskupinn í Birming- ham um uppeldismál• til þess að kennarar og uppfræðarar æsku- lýðsins verði vel vanir starfi sínu, þurfa þeir að vera kirkjulega mentaðir og hafa fengið vísinda- lega uppfræðslu í kristindómi. K. R.-ingar. Knattspyrnuæfing í dag kl. 2 fyrir 1. og 2. flokk. Veggíóður fjölbreytt úrval, nýar gerðir. Guðm. Ásbjörnsson. Laugaveg 1. Sími 4700. HYEITI í smápokum og lausrí vigt. Succat. Flórsykur. Möndlur. Hjartarsalt. Dropar allar teg. Sultutau og ný- orpin EGG. — Bæjarins besta GERDUFT aðeins 1.25 Vz kg. HRinflnnsBUÐ Týsgötu 1 — Sími 3586. Krossgáfa Morgunhlaðsins 29 H! * Lárjett. 1. efnafræðislegt einkenni. 6. persóna í leikriti. 12. virða. 14. árið. 15. tónskáld. 17. fjarstaða. 20. kín- verskt nafn. 21. svað. 23. yfirgefnar. 24. bágt. 25. á fati. 27. fljót. 28. út. 30. sá. 31. fugls. 33. höfði. 34. tittur. 35. sterkt. 36. eldsneyti. 37. hljóðstafir. 39. iíffæri. 41. bitur. 43. drungi. 45. ratvís. 47. rjett- indi 49. farartækis. 51. brotleg. 52. dónaskap. 53. hreyfast. 54. sjávardýr. 47. fall. 58. efnafræðis- skammstöfun. 59. eiginmenn. 61. rithöfundur. 62. vegnr. 63. þekkist. 65. víddin. 66. fuglar. Lóðrjett. 1. Rússi. 2. tónn. 3. sjá. 4. rúmsjór. 5. söngur. 7. æða. 8. veiðiskip. 9. mannsnafn. 10. gras. 11. lífs- þægindi. 13. hæstur. 16. kvæði. 18. skiki. 19. ekki þessi. 20. óðagot. 22. hörmulega. 24. gróði. 26. sæl- una. 29. makleg málagjöld. 31. heill. 32. biblíunafn. 08. biræfni (þolf.). 40. fall. 41. hneigja sig. 42. myndir. 44. seiða. 46. tilskorin. 48. —stöðin. 50. kantalaus. 52. óráðinu. 55. forn valdamaður. 56. annars. 59. ölstofa. 60. í stiga. 62. teiknari. 64. erl. inynt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.