Morgunblaðið - 14.04.1938, Side 5
ílmtudagur 14. apríl 1938,
MORGUNBLAÐIÐ
Útgef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Rltstjðrar: Jðn KJartansaon og ValtjT Btel&nuoa (AbyrgBarmaOur).
Auglýsingar: Árni ÓXa.
Rltstjðrn, auglýsingar og afgrelCsla: Austuratrntl t. — Siml ltðð.
Áskriftargjald: kr. 1,00 á mánuCi.
í lausasölu: 1E aura elntakiO — It aura aet IAabök.
HIIAVEITAN
5
Magn᧠Bjðrnsson:
F erðir fuglanna heim
og heiman
Borg-arstjórinn Pjetur Hall-
dórsson er kominn heim úr
utanför sinni. Erindi hans utan
var alkunnugt. Hann hugði að
.greiða fyrir því, að lán það, er
lofað var í vetur til hitaveit-
unnar fengist sem fyrst. En
jjegar til átti að taka, strand-
.aði lánveitingin á því, að breska
stjórnin hefir enn ekki veitt
leyfi sitt til lánveitingarinnar.
Hvérnig synjun þessa ber
;að, skýrði borgarstjóri blaða-
mönnum frá í gær, og er frá-
sögn hans birt á öðrum stað
lijer í blaðinu.
Er þetta mál bar á góma
fyrir jólin í vetur, eftir Eng-
landsför borgarstjóra, og lof-
orð lá fyrir um lán, frá hinu
enska fjármálafirma Power Se-
eurities Corporation, var frá
:J>ví skýrt, að leyfi ensku stjórn-
arinnar lægi ekki fyrir. En þá
leit hið enska firma svo á, að
það væri ekki annað en forms-
atriði, sem eigi gæti skapað
aieina fyrirstöðu í málinu.
Þegar borgarstjóri kom til
iLondon í áliðnum febrúar, var
komin synjun frá ráðgjafar-
aiefnd ríkisstjórnarinnar í lán-
veitingamálum, um að hún
anælti með lánveitingu þessari.
En hið mikilsvirta enska
'firma vildi ekki enn trúa því,
að hjer væri um neina alvar-
lega hindrun að ræða. Og svo
;sterk. var trú hinna ensku fjár-
málamanna á því, að leyfi þetta
hlyti að fást, og þeir fengju
að standa við gefin loforð til
Reykjavíkurbæjar um lánveit-
ing til hitaveitunnar, að þeir
fengu borgarstjóra til þess að
vera í hálfan mánuð í London á
meðan þeir voru að reyna
til hlýtar hvort leyfið feng-
ist ekki. En leyfið fjekst
alls ekki, hvernig sem þess var
leitað, og hverjar sem orsakir
þessarar synjunar hafa verið.
Hvernig stendur á þessari al-
gerðu synjun? Menn spyrja.
En fullnaðarsvar við þeirri
spurningu er ekki fengið.
Niðurstaðan er þessi: Það,
sem hinir ensku fjármálamenn
hjeldu í vetur að gæti ekki
komið fyrir, töldu alveg úti-
lokað, það er nú komið á dag-
inn.
Stjórnarleyfið, sem þeir töldu
sjer alveg víst, til þess að veita
lánið, hefir ekki getað fengist
fram á þenna dag.
V
Eins og gefur að skilja, er
■ekki hægt að láta við svo búið
standa. Þó hið enska fjármála-
firma hafi tjáð borgarstjóra,
að lánið sje til reiðu undir eins
og stjórnarbanninu er afljett,
þá verður vitaskuld ekki beðið
eftir því. Hitaveitan er svo
mikið hagsmunamál fyrir bæj-
arfjelagið í heild sinni og fyrir
hvern einstakan bæjarmann,
:að borgarstj. mun eins og hann
skýrði blaðamönnum frá í gær,
halda áfram að vinna að þessu
máli, og hraða því, eftir því
sem frekast er unt. En eins og
allir geta sjeð, þá eru ekki
sex miljónir gripnar upp af
götu sinni fyrir Islendinga,
eins og fjárhagnum nú er kom-
ið, og eins og álit þjóðarinnar
út á við hefir spilst vegna við-
skiftaóreiðu síðustu árin.
En hitaveitan er svo glæsi-
legt framtíðarfyrirtæki, verður
svo arðberandi og er í alla staði
svo sjerkennilega skemtilegt
verk, að menn verða að vænta
þess, að eigi líði á löngu, uns
nægilegt fje fæst til hennar.
öllum góðum mönnum hlýt-
ur að verða bann ensku stjórn-
arinnar hin sárustu vonbrigði.
En þó er á það að líta, að það
er ótímabundið, og má því vel
svo fara, að því verði afljett
áður en varir.
En hvað sem um það er, þá
er hitaveitan svo gott framtíð-
arfyrirtæki, svo gróðavænlegt
og glæsilegt í alla staði, að öll-
um hindrunum gegn fram-
kvæmd hennar verður að ryðja
úr vegi.
Umræðuefnið í dag:
Neitun bresku stjórnar-
innar.
Viðskiftaskrá
Reykjavíkur
Atvinnu- og kaupsýsluskrá
Reykjavíkur er nýkomin. Út-
gefandi er Steindórsprent. Útgáf-
an hefir dregist lengur en ráð yar
fyrir gert upphaflega, og mun það
stafa af því, hve erfitt er að safna
öllum þeim mörgu upplýsingum,
sem nauðsynlegar verða að telj-
ast í slíkri hók, einkum þegar
um frumútgáfu er að ræða, eins
og hjer á sjer stað.
Viðskiftaskránni er skift í þrjá
flokka. 1 fyrsta flokki er alþingis
mannatal,. ríkisstjórn og bæjar-
stjórn Reykjavíkur, fjelagsmála-
skrá Reykjavíkur, kort af íslandi
og nýtt kort af Reykjavík, sem
ágætt er að fá, því að önnur kort
eru fyrir löngu orðin úrelt. Fje-
lagsmálaskráin er mjög merkileg-
ur kafli, því 'að hvergi annars stað
ar liafa menn aðgang í einu lagi
að þeim upplýsingum, sem þar
eru. Eru þarna talin flest eða öll
fjelög í borginni með upplýsing-
um um þau og stjórn þeirra, og
ennfremur ýmsar opinberar stofn-
anir og fyrirtæki. í öðrum flokki
cr nafnaskrá fyrirtækja og at-
vinnurekenda og í þriðja flokki
varnings og starfsskrá með efnis-
yfirliti á fjórum tungum.
Ætlun útgefanda er að auka við
skiftaskrána frá ári til árs, þang-
að til hún nær til flestra eða allra
kaupstaða landsins. Þá er og ætl-
ast til þess, að hún komi fram-
vegis út í janúármánuði ár hvert. ‘
Doktors-
vðrn
Jeg var viðstaddur doktorsvörn-
Helga P. Briem við heimspeki-
deild Háskólns, sem fór fram 7.
þ. m. í lestrarsal Landsbókasafns-
ins.
Slíkar athafnir hefi jeg ekki
verið við hjer áður, en oft ann-
arsstaðar, og þótti mjer því nokk-
uru varða, hvernig til tækist. Að
ýmsu leyti varð jeg fyrir von-
brigðum. — Ekki þannig að
skilja, að ritgerð H. P. B. og hann
sjálfur sem doktorsefni væri ekki
fyllilega frambærilegt. Ilann er
greinilega áhugasamur í fræði-
rannsóknum og talsvert slingur
í ritmensku, þótt liann sje hins
vegar ekki nógu þjálfaður í að
rita góða íslensku. En af riti hans
„Byltingin 1809“ (eða „Sjálfstæði
íslands 1809“, eins og það hjet í
útgáfu Þjóðvinafjelagsins á síð-
astliðnu ári, sem er eins konar ný
Jörundar saga hundadagakóngs)
er þó greinilegt, ef til vill af því
hversn ritið er viðamikið, að hann
hefir í niðurskipuir ekki til fulls
ráðið við efnið, nje heldur virð-
ist hann alveg laus við lilutdrægni
á nokkrum stöðum, sem vitaskuld
alt getur staðið til bóta. En hitt
kom til, í mínum augum, að fyrst
og fremst vantaði þessa „dokt-
orsvígslu“ (ef svo mætti nefna
það) stíl og fast forrr.. — Lestr-
arsalur Landsbókasafnsins reynd-
ist ekki heppilegt „auditorium“
Bæði hafði verið vanrækt að koma
fyrir nægum sætum, með því að
rýma burtu hinum stóru borðum,
og svo er þar sjerlega illa hljóð-
bært. En yfirleitt virtist þar ríkja
hirðuleysi frá hálfu Háskólans
um snið og fyrirkomulag. Þetta
varð eins og ljelegt fundarhald
— deildarforseti og andmælendur
doktorsefnis voru svo sem alveg
inni í eða við' áheyrendaþvöguna,
alt ósundurgreint, svo að kom
jafnvel fyrir, að menn úr áheyr-
endahópi fóru að skeggræða við
þá (að vísu í hljóði, en það var
þó áberandi formleysi). Tveir þeir
æðstu af þessum háu herrum, for-
seti heimspekideildar og frumand-
mælandi, komu í sínum hversdags
fötum, ekki einu sinni með hvítt
um hálsinn; en hinn andmæland-
inn „ex officio“ og einnig and-
mælandi „ex auditorio“ voru
þokkalega klæddir, í „svörtu og
hítu“, þótt ekki væri kjólbúning-
ur. Doktorsefni sjálft var ólast-
anlega búinn, í sínum besta
skrúða. — Þessi framkomu-ágalli
hjá þessum annars virðulegu
mönnum á ef til vill að skýrast
sem eittlivað „demokratiskt", en
slíkt getur orðið „plebejiskt“.
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
á er lóan komin „að
kveða burt snjóinn“,
segi jeg við Magnús Björns-
son fuglafræðing, er jeg
mætti honum á götunni í
fyrradag:. En Magnús hefir^
haft umsjón með fuglamerk-
ing'um hjer á landi undan-
farin ár, og er allra manna
fróðastur um alt er að ferð-
um farfugla lítur.
Já, lóan cr komin, segir hann.
En það er ekkert merkilegt við
það. Jeg veit ekki betur en hún
komi hjer oft síðustu vikurnar í
mars. Annars er dálítið erfitt að
átta sig á því hvort um aðkomu-
lóur er að ræða, nema þær sjáist
í hópum. Þá eru þær að koma.
En hjer er altaf slæðingur af Ió-
um á vetrum. Maður veit að vísu
ekki hvort það eru íslenskar lóur,
sem verða eftir hjer á haustin,
ellegar það eru lóur sem koma
norðan af Norð-austur-Grænlandi.
Þar er ofurlítið af lóum. Mjer
þykir trúlegt, að lóum, sem vanar
eru liarðbýlinu þar, þyki svo gott
hjer að vera að þær flytji sig
ekki lengra suður á bóginn. í
Annars er það skoðun mín, bætti
Magnús við, að strjálingur af
þeim eiginlegu farfuglum íslensk-
um verði hjer eftir á haustin.
Að það sjeu aðallega gamlir fugl-
ar sem verða eftir á haustin. Jeg
held jeg megi fullyrða, að ferða-
tilhneiging fuglanna minki með
aldrinum og gömlu fuglarnir eigi
beinlínis erfiðara með langflugið
en hinir, sem yngri eru.
— Hvaða leiðir fara farfugl-
arnir, og hver fara þeir aðallega?
— Menn heldu lengi vel, að
farfuglarnir veldu sjer stystu leið
landa á milli, og flygi um Fær-
éyjar, til þess að geta hvílt sig
þar. En þetta er ekki rjett. Það
hafa merkingar okkar þegar sýnt
og sannað. Nú er búið að merkja
mn 4000 fugla, þessi 7 ár, sem
merkingar hafa farið fram. Og við
höfum frjett til um á þriðja
hundrað.
Aðeins einn einasti fugl, sem
hjer hefir verið merktur, hefir
fundist í Færeyjum. Það var svart
bakur, sem er ekki eiginlega far-
fugl, en sjófugl er flældst víða. ís-
lenskir farfuglar leggja fæstir
leið sína um Færeyjar.
Aðallega fara farfuglar okkar
til Bretlandseyja. Þar munu flest-
ir þeirra liafa veturvist, á Skot-
landi og Englandi, þegar vetrar
eru mildir, en flytja sig um sel
til írlands, þegar vetrar eru með
harðara móti á Englandi eða á
meginlandinu. A suðvesturströnd
írlands er enginn vetur á okkar
mælikvarða.
En nokkuð af hinum íslensku
fuglum fer lengra suður á bóginn.
En leiðin sem farfuglarnir velja
sjer er áreiðanlega hin sama og
reyndir siglingamenn myndu gera.
Það er hin feeina stefna til ákvörð-
unarstaðarins.
Það er talað um að skógarþröst-
urinn sje nýkominn. En hjer eru
áreiðanlega skógarþrestir allan
veturinn.
Hvorttveggja er rjett, segir
Magnús. Talsvert er af þröstum
hjer alt árið. En þeir, sem eru að-
komnir og nú nýkomnir eru auð-
þektir frá hinum, sem hjer hafa
verið í vetur. Það eru aðkomu
þrestirnir sem syngja öll lifandi
ósköp í húsagörðunum á morgn-
ana þegar sjer til sólar. En þeir
sem hjer hafa kúldrast í vetur eru
ekki enn vaknaðir til lífsins, og
farnir að syngja.
En þjer sem svo mikið vitið um
fei’ðalög og líf fuglanna, getið þjer
ekki sagt mjer eitthvað um það
livernig á því stendur að æðar-
fugli fækkar víða á landinu, enda
þótt hjer hafi engin ísaár verið
lengi og engir áfellisvetrar ?
Það er nærri því að segja
skömm að því, segir Magnús, hve
lítið við vitum um æðarfuglinn,
þenna eftirlætisfugl okkar. En það
er ekki hægt um vik fyrir okkur,
sem eitthvað vildum um þetta
hnýsast, því lögum samkvæmt er
æðarfuglinn heilagur fugl, sem
ekki má snerta, ekki einu sinni til
vísindalegra rannsókna.
Maður veit t. d. sáralítið enn í
dag á hverju æðarfuglinn okkar
lifir. Sagt er í fræðibókum, að
hann eti aðallega skeldýr og þess-
háttar, og við höfum það eftir. Eu
rannsóknir hafa ekki verið á því
gerðar á hverju, hann lifir inest-
megnis hjer á landi.
Jeg liefi ekki getað fengið varp-
bændur til þess að merkja æðar-
fugla, nema þá unga. En það er
svo tilgangslítið að merkja ung-
ana, því svo mikill urmull drepst
af þeim altaf. Menn gera sjer yfir-
leitt litla hugmynd um hve mikið
fer forgörðum af ungum fnglanna.
Sennilegast er, að æðarfuglinn
sje hjer við land alt árið, fjar-
lægist ströndina er fram á haustið
kemur, sje á grunnsævi eigi langt
frá landi. Því þegar ís kemur að
Norðurlandi á vetrum, kemur fugl-
inn upp að landi.
Þó getur verið að eitthvað af
æðarfugli fari suður á bóginn á
vetrum, suður að Englándsströnd-
um, og jafnvel suður á Spáni er
æðarfugl á vetrum. En livaðan sá
fugl kemur veit maður ekki. Hann
getur ftomíð frá Noregi. Strjál-
ingur af æðarfugli verpir á Eng-
landi, þó ekkert sje um hann hirt
þar.
En hveriiig stendur á því að
æðarfugli fækkar hjer við land,
er jeg ekki maður til að segja. Jeg
heyri að sumstaðar sje ekki eins
vel hirt um varplöndin og áður
var. Og þá er eðlilegt að fugli
fækki þar. Vel má vera að sá
FRAJVTH. Á SJÖTTU ÖÍÐU.