Morgunblaðið - 21.04.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1938, Blaðsíða 5
Fimtudagur 21. aprfl 1938. ----------1 JltöfgtmMaStd ......................... Útg’ef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. • Rltstjðrar: Jðn KJartanaaon og Valtýr Stef&naaon (ábyrgCarmaBur). Auglýslngar: Árnl Óla. Rltstjðrn, auglýBÍngar og afgrelðala: Auaturatraetl *. — Sfaal 1«00. Áskriftargjald: kr. 8,00 á aaftnutil. í lausasöiu: 16 aura elntaklti — 16 aura aiet) Reabðk. ÆSKAN OG VORIÐ Af öllum verðmætum þjóðar- innar, er þróttmikil, heil- brigð æska ómetanlegust. Þetta skilja menn. En svo mikl- um breytingum hefir þjóðfje- lag vort verið undirorpið á síð- ustu áratugum, nð meiri að- .gæslu þarf við uppeldismál og alúð en nokkru sinnj áður. Einkum hjer í Reykjavík. Við íslendingar höfum aldrei fyrri en nú þurft að spreyta nkkur á því, að ala upp kyn- slóð, sem lifað hefir frá blautu barnsbeini í andrúmslofti borg- arlífs. Þó Reykjavík sje ekki stór borg, þá er hún það stór, -að þau börn, sem alast hjer upp, hafa eigi samband við jþað þjóðlíf, þá starfshætti, það umhverfi, sem að miklu leyti hefir mótað hug og skapgerð allra íslenskra barna og ung- linga hjer á árum áður. Hvorki skólar nje lagafyrirmæli ein saman geta áorkað því, sem til barf, til þess að örugg verði stefnan og heillavænleg í upp- eldismálum þjóðarinnar. Það er hinn almenni áhugi einn, sem safnað getur kröftum til slíkra -átaka. * Þegar barnavinafjel. „Sum- argjöf“ hóf starfsemi sína, með því að tengja starf sitt við vor- hátíð þjóðarinnar, sumardag- inn fyrsta, markaði það stefnu sína, sem sendiboða vorsins í þjóðlífinu, hins gróandi vors, sem miðar að bættum upp- eldisháttum. Þetta hefir fjelag- inu tekist svo vel, að óhætt er að fullyrða, að vinsældir þess hafa farið vaxandi með ári hverju. Til stjórnar og forgöngu fjelagi þessu hafa valist ósjer- plægnir hugsjónamenn, er unn- ið hafa störf sín jafnan endur- gjaldslaust. Það er ánægju- legt að sjá, að blað fjelagsins sem selt var hjer í bænum fyr- ir tveim dögum, hefir aldrei fengið eins góðar viðtökur og nú. Ber þetta órækan vott um, að allur almenningur 'í bænum ber hag fjelagsins fyrir brjósti, vill að það blómgist og dafni. En eins og Isak Jónsson kenn- nri minnist á í grein sinni hjer i blaðinu í dag, fjölgar verk- efnunum með hverju ári. Næsta sporið er að koma upp einu dagheimili í viðbót, sem á að vera í Austurbænum, og þegar hefir hlotið nafnið Austurborg. Það er máske ekki mikið feng- ið með nafninu. En á þetta má líta á annan veg. Nafnið ber vótt um hinn eindregna vilja barnavinanna á því, að hrinda þessu í framkvæmd. Og þar sem viljinn er nægur, er sigur- inn vís. * Á öðrum stað minnist dr. Sí- mon Ágústsson á önnur verk- efni sem framundan eru, svo sem heímavistarskólann fyrir vandræðabörnin, börnin, sem ekki hafa þolað borgarlífið af einhverjum ástæðum og þurfa því sjerstakrar umönnunar við. Það er mikið og vandasamt verkefni, að bjarga framtíð og velferð þessara barna og ung- linga, verkefni, sem verður að leysast, og sem leysist fyrst og fremst vegna þess, hve al- mennur áhuga er vaknaður fyr- ir þessum málum. * Þegar minst er á málefni æsk- unnar og uppeldi, líta menn ekki síst á íþróttamálin. Það er áreiðanlega eitthvert gleðileg- asta táknið um þrótt æskunn- ar og hinnar upprennandi kyn- slóðar, hve þátttakan í íþrótt- um og útilífi verður með ári hverju meiri og almennari. Þar eru einnig fyrst og fremst ötul- ir hugsjónamenn, sem fórna starfi sínu fyrir góð málefni. Bæjarfjelagið hefir og þar með bygging Sundhallarinnar lagt fram mikinn skerf. — En meira þarf til, svo vel sje. Hætt er við, að betri skipun þurfi að ýmsu leyti að komast á afskifti hins opinbera af i- þróttamálum, en nú á sjer stað, til þess að allir kraftar njóti sín þar sem best. Og menn verða að skilja það betur, en margir skilja enn, að líkamleg þjálfun æskumanna á að vera þeim jafn sjálfsögð, eins og hin ein- földustu undirstöðuatriði bók- Iegrar fræðslu. Svo erfið eru lífskjör þjóð- arinnar hjer norður undir heim- skautsbaug, og svo mikillar á- reynslu þarf við, til þess að sjá sjer og sínum borgið, að allir menn, jafnt karlar sem konur þurfa sannarlega á því að halda að líkamsuppeldi þeirra verði þeim styrkur og heilsu- bót í lífinu. * En það eru fleiri en stofnend- ur barnavinafjelagsins Sumar- gjafar, sem hafa tengt starf sitt við sumardaginn fyrsta. Tvö merk æskulýðsfjelög hjer í bænum halda afmæli sín há- tíðleg í dag, skátafjelagið Vær- ingjar og knattspyrnufjelagið Víkingur. Bæði þessi fjelög hafa sýnilega sprottið upp með vorhug er hefir orðið starfsemi þeirra heillaríkur. Gleðilegt sumar! Umræðuefnið í dag: Barnadagurinn. Þjóðin, tímarit Sjálfstæðis- manna, annað hefti, kemur út í næstu viku. Afgreiðsla er hjá dagblaðinu Vísi, sími 3400. Bæjarbúar ættu að gefa skemt- un Kvennadeildar Slysavarnafje- lagsins að Hótel Borg annað kvöld gaum. Það er ódýr skemtun, en fjölhreytt., Meðal annars verður þar einsöngur. MORGUNBLAÐIÐ Störf og framtíðarvonir Barnavinafj elags ins Sumargjöf Asvo merkileg-um tíma- mótum, sem sumar- málin eru á hverju ári fyrir Barnavinfjelagið, er tilvalin stund til að líta um öxl og horfa fram á leið. Ritstj. Morgunblaðsins hef ir tjáð mjer, að bæjarbúum muni þykja gaman að heyra, hvað gert hefir verið síðast- liðið starfsár oe: hvað fjel. vildi A'eta framkvæmt nú á næstunni. Er mjer ánæg'ja að verða við bessum tilmæl- um ritstjórans. STÖRF ÁRSINS. Fyrst ber að telja þá frara- kvæmd, sem fjelaginu varð kostnaðarsömust og gerði að veruleika einn þýðingarmikinn þátt af því, sem það hefir kosið sjer að hafa frumkvæði að. En þetta er bygging Vestur- borgar með tilheyrandi leikvöll og girðingu, ásamt smíði nýrra leikvaálatækja og aðgerð á með fylgjandi leikskála, sem jafn- framt er góð geymsla. Kostuðu þessar framkvæmdir allar rösk- lega 22 þúsund krónur, og varð að taka 14 þúsund króna veð- deildarlán til þess að geta staðið í skilum á stundinni. En þetta lán er líka það eina sem f jelagið skuldar. Nýr tekju- öflunarliður á árinu vegna hús- byggingarinnar var happdrætt- ið, sem gaf liðlega 3 þúsund kr. ágóða. I Vesturborg dvöldu síðast- liðið sumar um 70 börn að með- altali á dag, um þriggja mán- aða skeið. En þar eru nú rýmri og hentugri húsakynni heldur en í Gænuborg. Nýtt sólbyrgi var byggt í Grænuborg til að bæta .ofurlítið úr þrengslunum þar. Dagheimilið í Grænuborg starfaði svipaðan tíma og í Vest- urborg. Þar dvöldu rúmlega 100 börn á dag að meðaltali, og er það meira en nokkru sinni áður. En þó varð að neita 80 börnum um dvalarvist þar. Á báðum jdagbeimilunum dvöldu því að meðaltali 170 börn á dag. En alla komu þang- að 247 börn. Dvatardagar urðu 12 þúsund. Og allur kostnaður við dagheimilin um 13 þúsund krónur. 27% af þeirri upphæð greiddust með börnunum. Álls öfluðust á árinu 21 þúsund krónur (þar af 2400 króna bæj- arstyrkur og 3000 króna ríkis- styrkur). Ahar framkvæmdir fjelagsins á árinu kostuðu 35 þúsund krónur. Fasteignir fjelagsins munu nú vera um 100 þúsund króna virði. Fjelagsmenh eru 580. FRAMTÍÐAR VONIR Þó að allmikið hafi verið gert, þá er það ekki nema lít- ill hluti af því, sem fjelagið vildi gera og þörf væri fyrir. .Dagheimilin þyrftu t. d. að geta staðið lengur, og þar þyrfti að geta farið fram nákvæmari flokkun barnanna. Mikil aðsókn er r.ú af tveggja til þriggja ára börnum. En þau þurfa sjerstáka fófítrun og tilheyra vöggustofu- skeiðinu. V esturborg Undanfarin ár hefði fjelagið þurft að hafa vöggustofu í sam- bandi við dagheimili sín. Sívaxandi aðsókn að dag- heimilum Sumargjafar sýnir þörfina fyrir svona starfsemi hjer í bæ, ekki aðeins vegna minna megandi fólks, heldur fyrir alla, öll heimili, sem þann- ig ástæður hafa, að þau þurfa að koma börnum sínum á trygg- an og hollan stað tíma úr deg- inum. Á þann hátt gætu dag- heimilin hjer að nokkru leyti komið í stað barnagarðanna ytra. Þau 80 börn, sem frá varð að vísa á fyrra ári í Gænuborg, voru öll frá vel megandi íólki. Og má geta nærri, hve sárt þetta hefir verið fyrir fjelagið, sem um þetta leyti barðist í bökkum vegna þröngs fjárliags. Næsti áfangi fjelagsins verð- ur að koma upp Austurborg, en hafa Suðurborg í sigti. Tilval- inn staður fyrir Austurborg verður á Sunnuhvolstúninu, í landi því, sem bæjarráð Reykja- víkur ákvað að taka úr erfða- festu í febrúar s.I. Sumargjöfin hefir góða reynslu af skilningi og bón- þægni bæjarráðs Reykjavíkur, þegar velja skyldi Vesturborg land. Og mun því auðsótt að fá samþykki þess til að leyfa af- not af nægilega stóru landi und- ir nýtt dagheimili á Sunnuhvols- túni. En það er reynsla fjelagsins, að þegar búið er að ákveða land undir nýtt dagheimili, skapast ráð til að reisa þar hús. Þá hefir fjelagið altaf frá stofnun þess, borið fyrir brjósti leikvallarþörf barna hjer í bæ. Leikvellir með rjettum tækjum þurfa að rísa upp. Hvort þeir eiga að heita Vesturvellir, Aust- urvellir, Suðurvellir, að ó- gleymdum Grænuvöllum, skift- ir auðvitað engu máli. Aðal atriðið er að þeirra er brýn þörf, þegar á þessu sumri. í „Barnadeginum" í ár hefi jeg að öðru leyti lýst í stórum dráttum, hvað jeg áliti að þyrfti að gera fyrir börn í þessum bæ á ýmsum aldursstigum yfir sum- artímann og vísast til þess. REYKVÍKINGAR- Ættum vjer ekki að rifja snöggvast upp, hvað vjer höfum stuðlað að, að Sumargjöf gerði s.l. ár: Reistar voru nýbyggingar fyr- ir 22 þúsund krónur. Dagheimilin höfðu 12 þúsund dvalardaga. En það er eins og vjer hefðum mettað 12 þúsund börn daglanfet, besta fæði, tvær máltíðir hvert, eða alls 24 þús. máltíðir. Og þetta kostaði 13 þúsund krónur. Vjer öfluðum á árinu 21 þús. króna, og hver eyrir fer hjer milliliðalaust þangað sem mest er þörfin. Vjer eyddum 35 þús. kr. Á því sjáum vjer að vilji vor er enn meiri en getan, og spáir það ætíð góðu. Mundum vjer nú ekki geta búist við sem svarar einni mál- tíð frá bverju mannsbarni í þessum bæ ? Það mundi þýða um 18 þús. „sólskins^dvajardíaga á dag- heimili fyrir börn. Gleðilegt sumar! fsak Jónsson. Heimavistarskóli fyrir vandræðabðrn oy fleiri dagheimili Síðan í fyrra hefir dr. Símon. Ágústsson starfað fyrir Barnaverndaarnefnd. Hann er sem kunnugt er meðal þeirra Is- lendinga, sem hefir hlotið besta mentun í uppeldismáíum. Starf hans í þjónustu Barna verndarnefndar er margvíslegt, því þar bera mörg vandamál að höndum. Blaðið hefir spurt dr. Símon að því hvaða málefni það sjeu-, er næsta verksvið hans, sem hann telji að leggja beri meg- ináherslu á nú næstu árin. Hann komst að órði á þessa leið. Við þurfum fyrst og fremst heimavistarskóla fyrir vand- ræðabörnin, börn þau, sem sak- ir óheppilegs uppeldis eiga ekki samleið með öðrum eða sem hafa við svo slæm kjör að- búa í heimahúsum, að þau FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.