Morgunblaðið - 10.05.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1938, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÍ* Þriðjudagur 10. maí 1938. Ingrid er | Þjóðverjar senda liðsauka að læra I i k É- i i i ísiensku i tiI fronsku landamæranna Ingrid og Friðrik krónprins. Ingrid krónprinsessa Is- lands og Danmerkur er nú byrjuð að lœra íslensku. Kennari hennar er Hildur Blöndal, kona Sigfúsar Blöndal bókavarðar í Kaupmannahöfn. ( FÚ ). Hvað Hitler og Mussolini fðr ð milli p1 jórtánda maí næstkomandi ■*- flytur M.usolini ræðu í Ge- núa, Er búist við (segir Reut- er), að Mussolini skýri frá því í þessari ræðu, hvaða árangur hafi orðið að heimsókn Hitlers til Rómaborgar. í nótt ætluðu þeir Hitler og Mussolini að skilja við Brenn- erskarð. Heimsókn Hitlers hef- ir þá staðið í nákvæmlega viku. Lundúnaútvarpið skýrir frá því, að brottförinni verði ef til vill frestað í nokkrar klukku- stundir til þess að Hitler geti heimsótt fæðingarstað Musso- linis. I gær (sunnudag) fór fram mikil flugsýning í Róm, en þess- ari sýningu hafði orðið að fresta í fyrradag sakir óhags æðs veð- urs. 1 gærmorgun fór Hitler tíl Flor- ens og var honum tekið þar af fádæma hrifningu. Þar hef- ir hann verið í dag og Musso- lini kom einnig til Florens í dag —i en í annari járnbrautarlest. Alment er álitið að Mussolini hafi lofað að veita Hitler diplo- matiskan stuðning til þess að koma fram málum sínum í Tjekkóslóvakíu, en að . hann hafi lagt fast að honum að komast hjá styrjöld. Aldrei traustari. London í gær FÚ. í Róm og Berlín birta blöð í dag þá yfirlýsingu að öxull- inn Berlín—Róm sje enn traustari en nokkru sinni fyr. Haile í Genf Fundur Þjóða- bandalagsráðsins Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Þið er búist við að Haile Sel- assie tali sjálfur máli sínu á fundi Þjóðabandalagsins, er hófst í dag. Fundurinn í dag var haldinn fyrir luktum dyr- um. Keisarinn hefir sem ráðunauta þrjá Englendinga (skv. FÚ), þá Norman Angell, dr. Brierley og dr. Stanley Jones. Fulltrúi Breta á fundinum er Halifax lávarður, utanrík- ismálaráðherra Breta. Sviss og Þjóða- bandalagið. London í gær. FÚ. Það var búist við að Halifax Iávarður legði fram yfirlýsingu frá bresku stjórninni í dag, viðvíkjandi ensk-ítalska sátt- málanum og um Abyssiníumál- ið. Á dagskrá eru, auk þessara mála, Spánarmálin, styrjöldin í Kína, hlutleysi Sviss, og einn- ig verður rætt um fló.ttamenn frá Austurríki og um endur- skipulagningu á starfi Þjóða- bandalgsins. Sviss fer fram á það, vegna hlutleysis síns, að vera undan- þegið skuldbindingum sínum samkvæmt Þjóðabandalagssátt-' málanum. Telur Sviss sig ekki geta staðið undir slíkum skuld- bindingum með þeim gífurlega vígbúnaði sem öll nágrannarík- in hafi og jafn tvísýnt eins og sj.e með friðinn í álfunni. Franco heimtar algerða uppgjöf London í gær. FÚ. T opinberri tilkynningo, er gefin var út í Salamanca í dag er því lý*t yfir að upp reisnarmenn mun aldrei ganga að öðrum skilmálum en full- kominni uppgjöf spönsku stjórn arinnar. Yfirlýsing þessi er birt í til- efni af því, að sá orðómur hefir borist út að spánska stjórnin muni fara fram á það við Þjóðabandalagsráðið að það beiti sje fyrir því að samið verði um vopnahlje eða jafnvel um frið. Anna Borg-Reumert og tveir synir hennar. Myndin er tekin í Khöfn, er hún var að leggja af stað til íslands. B.v. Otur kom af ufsaveiðum í gærmorgun með 60 smálestir. Max Pemberton kom á sunnu- dagsmorgun með veikan mann. Tennismót íslands í júlí? Tennisæfingar eru um það bd að hefjast hjá í. R. og K. R. um þessar mundir. Hefir und- anfarið verið unnið að því að gera við tennisvelli fjelaganna. í fyrra tóku 60 manns að stað- aldri þátt í æfingum hjá í. R. og jafmnargir hjá K. R. Er búisf við að þátttaka verði nokknð meiri í ár. Tilsögn fá byrjendur út þennan mánuð á hverju kvöldi eftir ld. 8. Tennismót íslands verður að líkindum háð nokkuð fyr í á-r en undanfarin ár, eða. í júlí. Það hef- ir áður farið fram þegar komið hefir verið fram á haust. í Vestmannaeyjum hefir vakn- að mikill áhngi fyrir tennis. Er verið að gera þar tvo steypta velli. Vestmannaeyingar eru mikl- ir íþróttamenn á öllum sviðum, sem þeir hafa lagt fyrir sig, og mun óhætt að spá, að svo verði einnig um, tennis. A Akureyri er einnig ágætur tennisvöllur, en annarsstaðar á landinu, þar sem tennis er iðk- að, eru grasvellir, þar sem þess verður væntanlega ekki langt að bíða, að fjelög utan af landi sendi þátttakendur á Tennismót ís- lands. Andstaðan gegn Stalin í Rússlandi London í gær. FÚ. S>vjet stjórnin hefir lýst því yfir, að áætlanirnar fyrir árið 1937 í efnagerðariðnaðin- um hafi ekki staðist vegna víð- tækrar skemdarstarfsemi er hvergi hafi verið eins mikil og einmitt í þessurn iðnaði. Xocðmenn taka 3°|n' stórláa í Sviss LÍFSNAUÐSYNJAR LÆKKA í VERÐI í ENGLANDI. London í gær. FÚ. Samkvæmt breskum hag- skýrslum, sehi birtar voru í dag, hefir verð á nauðsynja- vörum farið lækkandi þar í landi síðan 1. nóv. sl. Vísitala lífsnauðsynja var 1. nóv. 160, miðað við verð í júlí 1914, en var 154 1. apríl. Oslo í gær. C" jármálaráðherrann tilkynn- *- ir, að samningar hafi ver- ið gerðir við bankasamsteypu í Sviss um ríkislán að upphæð 46.500.000 svissn. fr. til þess að greiða 5% ríkislánið frá 1911. Vextir hins nýja láns eru 3% og greiðist það á 32 árum. Lánið verður boðið út síðari hluta þessa mánaðar. Útboðs- gengi 95%. NRP—FB. Samkvæmt skeyti frá New York Telegram til Aftenposten vann Sonja Henie sjer inn 800 þúsund krónur fyrir að leika í kvikmyndum í fyrra. NRP—FB Fantoft heitir fisktökuskip, sem er verið að ferma hjer. Bazar ætlar barnaheimilisnefnd ,,Vorboðans“ að halda á morgun. Þar verður mikið af ágætis fatn- aði. sjerstaklega handa börnum, og margt fleira. — Konur eru hjer með vinsamlega ámintar um að hraða sjer með muni þá, er þær liafa í hyggju að gefa, og komi þeim sem fyrst til áðurnefndra nefndarkvenna eða í Góðtempl- arahúsið uppi eftir kl. 1 sama dag. Farþegar með Dettifossi frá út- löndum á laugardagskvöldið voi’u m. a.: Rögnváldur Sigurjónsson, Jón Sjgurgeirsson, Haraldor Hannesson, Andrjes Guðmunds- son, Þóra Árnadóttir, Páll Sæ- mundsson, Tómas Kristjánssón, Jón Árnasoh, Oddur Helgason, Arnþrúður Jónsdóttir, Þórhallur Árnason, frú Nauna Árnason, Ilöskuldur Árnason. Stjðrnin i Prag er að fullgera minni hluta tillðgnr sinar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. K að er búist við að til- *■ lögur stjórnarinnar í Prag um skipun á mál- efnum þjóðernis-minni- hlutanna í Tjekkósló- vakíu, verði birtar inn- an skamms. Pragstjórnin hefir lýst yfir því, að hún muni fara að tilmælun Breta ,,og veita Sudeten Þjóðverjum hámarks- ívilnanir, sem sjeu í samræmi við öryggi rík- isins“. (Stjórnin segir skv. FÚ. ,,að skoðanir Breta og Frakka komi í öllu heima við skoðanir tjekk- nesku stjórnarinnar, sjálfrar. Enda sje sú stefna sem tjekk- neska stjórnin hafi tekið í mál- inu í samræmi við almennings- álitið í landinu og áframhald af þeirri stefnu sem stjórnii hefir rekið undanfarið ár“). Sunday Times, breska blaðið, skýrir frá því, að Bretar sjeu reiðubúnir til þess að reyna að ná víð- tækum samningum við Þjóðverja, ef sudeten- þýska deilan verður leyst á viðundandi hátt. „News Chronicle“ segir að Þjóðverjar hafi sent mikinn liðsauka til landamæra Þýska- lands og Frakklands. Þessi tíð- indi hafa vakið nokkurn óhug í Frakklandi, og eru þau sett í samband við fyrirætlanir Þjóðverja í Tjekkóslóvakíu. Bonnet, utanríkismálaráðh. Frakka hefir að því er ,Daily Telegraph“ skýrir frá, kallað pólska sendiherrann í París á sinn fund og krafist þess að fá •skýr svör um það, hver afstáða Pólverja muni verða ef til styr- jaldar dregur út af kröfum Þ.jóðverja í Tjekkóslóvakíu. EKKERT TIL AÐ SPILLA FRIÐI. London í gær. FÚ. Þegar breski sendiherrann í Berlín fór á laugardaginn í ut- anríkismálaráðuneytið þýska og skýrði því frá orðsending- unni í Prag, þá lagði hann til þess við Sudeten-Þjóðverja að þeir gerðu ekkert það sem kynni að verða til þess að spilla friðinum í Mið-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.