Morgunblaðið - 10.05.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1938, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 10. maí 1938- MORGUNBLAÐIÐ Síra Arnór í Hvammi Síra Arnór Árnason. Idag verður borinn til grafar á Sauðárkróki síra Arnór Arnason fyr prestur í Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu. Hann andaðist sunnudaginn 24. f. m. á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Sauðárkróki, 78 ára að aldri. Síra Arnór var fæddur í Ilöfn- um á Skaga 16. febrúar 1860. Var hann elstur barna bændahöfðingj- ans Árna hreppstjóra Sigurðsson- ar í Höfnum og fyrri konu hans Margrjetar Guðmundsdóttur Áma sonar bónda í Höfnum og konu hans Bjargar Jónasdóttur frá Gili í Svartárdal. En Sigurður hrepp- stjóri í Höfnum, faðir Árna í Höfnum, var Árnason Magnússon- ar bónda í Ytriey Arasonar hreppstjóra í Syðriey, og hefir sá karlleggur verið rakinn beint til síra Sveinbjarnar Þórðarsonar officialis í Múla. Kona Sigurðar lireppstjóra í Höfnum, móðir Árna í Höfnum, var Sigurlaug Jónas- •dóttir frá Gili í Svartárdal. Voru foreldrar síra Arnórs því systra- börn og bæði komin af IngibjÖrgu Jónsdóttur frá SkeggstÖðum í Svartárdal, sem var ein margra dætra hinna kynsælu hjóna Jóns bónda Jónssonar á Skeggstöðum og konu hans Bjargar Jónsdóttur. •er miklar ættir eru komnar af í Norðurlandi og víðar (-Skeggsta.ða- ætt). Síra Axiiói- óist upp h.já. fordcb> um sínum í Ilöfnum. Var þar þá stórbú og margt manna. Var Árni faðir hans iðjumaður mikill, e)i Hafnir eru mikil jörð og gagn- söm til lands og sjávar. Bætti Árni hana mjög á alla iund og húsaði svo vel, að þar hefi jeg sjeð stórmannlegast bygt h.jer á landi í gömlum stíl. Þótti Árni í Höfnum stórbrotinn maður. Sá faðir minn Árna og lýsti honum svo, að hann hefði mjög borið af bændum um prýði í klæðaburði og höfðinglega framkomu. En Margrjetu móður síra Arnórs er svo lýst, að hún var fríð sýnum, gáfuð og hið mesta valkvendi. Duldist það ekki, er síra Arnór mintist móður sinnar, að hann unni henni heitt og hefir notið hjá henni mikils ástríkis. En hann misti hana 18 ára gamall og tregaði hana mjög. Er auðsætt, að stórbúið í Höfn- um hefir snemma haft djúptæk áhrif á síra, Arnór og rausn og atorka fore'ldra hans mótað skap- gerð hans. Mun honum þaðan hafa komið sú ást og órofa trygð, •er hann snemma batt við landbún- aðinn og bændur og sem entist honum til æfiloka. Mátti á honum heyra, að ef hann hefði mátt velja um sitt hlutskifti, þá hefði hann einskis fremur óskað en að búa í Höfnum. En síra Arnór var settur til menta. Lærði hann midir skóla hjá síra Hjörleifi Einarssyni pró- fasti á TJndirfelli. Lauk hann stúd- entsprófi við lærðaskólann í Reykjavík 5. júlí 1884, las síðan guðfræði í prestaskólanum og lauk þar embættisprófi 27. ágúst 1886. Fjekk hann veitingu fvrir Trölla- tunguprestakalli 31. ágúst og var vígður 12. september sama ár. Hafði hann 3. sama, mánaðar kvongast heitmey sinni, Stefaníu Sigríði Stefánsdóttur Ólafssonar bónda í Hvammkoti (nú Fífu- hvammi) í Seltjarnarneshreppi. Fór hann um haustið norður til kalls síns, og voru þáu ungu hjón in næsta vetur á Kollafjarðamesi hjá Guðmundi bónda Bárðarsyni, er þá bjó þar. En vorið eftir reistu þau bú á Felli í Kollafirði. Á Felli var síra Arnór rúm 17 ár. Varð liann þar fyrir þeim harmi að missa konu sína, sem ljest 7. júní 1893 frá fjórum korn- ungum dætrum þeirra, en 1894 ■ kvongast hann aftnr Ragnheiði ’ Eggertsdóttur frá Króksfjarðar- * nesi, Stefánssonar Eggerz. Árið j 1904 sagði hann af sjer embætti ’ pg flutti að Ballará, sem var gam-jj alt ættaróðal frú Ragnheiðar konu J hans. Bjó hann þar í 3 ár. En J 1907 sótti hann um Hvamm í Lax-| árdal, og var honum veitt presta- kallið 10. maí 1907. Var hann þar 1 prestur Hvamms og Ketusókna j þangað til 1. júní 1935, er hann fjekk Iausn frá embætti fyrir ald- urs sakir. En eftir það átti hann heimili á Fossi í Skefilsstaða- hreppi, þau ár er liann átti ólifað. Jeg kyntist síra Arnóri ekki fyr en jeg flnttist til Skagafjarð- ar, í árslok 1924. Var hann þá kominn á efri ár, en þó í fulln fjöri og ennjiá áhugamikill athafnamaður. Bréstur mig á næg- an kunnugleik til að skýra frá athöfnum hans og umsvifum með- an hann var á Ijettasta skeiði. Nam jeg lítið af honum um æfi hans, því hann var ekki .margmáll um afrek sín og enginn fordildar- maður. Hjer verður því fátt eitt sagt af hinuin merkilega og langa æfiferli þessa gáfáða og mikil- hæfa nytjamanns, enda ekki rúm til þess í blaðagrein. Um prestskap síra Arnórs var mjer lítið kunnugt af eigin reynd. En sóknarbörn hans báru honum það vitni, að hann væri klerkur góður, og var hann mjög vinsæll af þeim. Og þegar hann ljet af embætti fyrir aldurssakir, sendu sóknarbörn hans kirkjustjórninni áskorun og beiðni um að fá að njóta lengur prestþjónustu hans. Var hann stuttorður og gagnorð- ur í ræðum sínum, en laus við mælgi og orðskrúð. Fór orð af góðum ræðum hans við ýms tæki- færi. Lagði hann áherslu á að vandað væri til kristilegrar upp- fræðsl^i barna í sóknum sínum og vann s.jálfur af hinni mestu alúð að þeim störfum, enda var hann laginn og ötull kennari og hinn áhugasamasti um alla fræðslu almennings. Frjálslyndur var hann í trúmálum sem í öðrum efnum og ekki kreddufastur, en einlægur og staðfastur. Var hann einfaldur og hreinskilinn í sinni þjónustu við guð og menn. Síra Arnór var að eðlisfari stór- huga umbótamaður, framsækinn og áhugasamur um alt, er aö hans dóm laut að hag og aukinni menn ingu þjóðarinnar. En áhugi hans og umbótahugur var jafnan studd ur fyrirhyggju og ráðdeild. Voru tillögur hans um málaefni ahnenn ings því jafnan vel hugsaðar, svo það kom ekki fyrir, að hann hrap- aði að nokkru máli. Þegar hann hóf prestskap sinn og búskap á Felli, gerðist hann skjótt umsvifamikill athafnamað- ur. Bætti hann jörðina eftir föng- um og varð bráðlega atkvæða- mikill um sveitar- og hjeraðsmál. Ilóf hann þar vestra ai'skifti sín af verslunarsamtökum bænda, en að þeim málum vann hann síðan með fádæma elju og þrautseigju alla æfi. Var hann einn af fyrstu og fremstu forvígismönnum sam- vinnustefnunnar hjer á landi. Prestsheimilið á Felli hófu þau ungu hjónin brátt til vegs og gengis. Þótti frú Stefanía mikil atgerviskona, gáfuð og listfeng, og hafði! notið meiri mentunar en þá var títt um konur. Tók síra Arnór unga meun heim á staðinn til kenslu, <>g. nndirbjó hann nokkra pilta til inntökuprófs í latínuskólanum. Meðal þeirra, er hann kendi undir skóla, munu hafa verið þeir Ari Jónsson síðar sýslumaður og bæjarfógeti, Jón Brandsson nú prófastur á Kolla- fjarðarnesi og Böðvar Bjarnason frá Reykhólum, nu prestur á Rafnseyri. En frú Stefanía hjelt skóla fyrir ungar stúlkur, er hún kendi hannyrðir og aðra kvenlega ment. Sóttu til hennar margar heldri manna dætur vestur þar. Farast Stefáni skáldi frá Hvíta- dal svo orð um heimilið á Felli í ritgerð sinni; Jól, sem birtist í XI. árg. Iðunnar; „Var staðurinn á Felli á dögum síra Arnórs Árna- sonar víðfrægur að rausn og góð- gerðum. Fell bar hátt í þá daga.“ Sama máli var að gegna um heimili hans í Hvammi í Laxár- dal. Það varð brátt rómað fyrir rausn og góðgerðir. En þótt hann sjálfur væri manna hjálpfúsastur, ástundaði að leysa hvers manns vandræði, átti hatin þó hjer ekki einn hlut að máli. Seinni kona hans, frú Ragnheiður Eggerts- dóttir, var mesta merkiskona, fram úrskarandi góðhjörtuð og nærfær- in við þá, er sjúkir voru og las- burða. Var það ósjaldan, að prestskonan í Hvammi var utan heimilis, hjúkrandi. sjúkum víðs- vegar í prestakallinu. Þegar síra Arnór kom í Hvamm, var þar gamall og ljelegur bær. Bygði hann þar bráðlega gott timburhús. Bætti hann jörðina og bjó þar góðu búi. Starfaði liann af miklu fjöri að öllum málum sveitar sinnar og var til æfiloka skjól og skjöldur sóknarbarna sinna og sveitunga, enda naut hann óskoraðs trausts þeirra. Var hinn háaldraði öldungur ennþá sáttamaður, formaður skólanefnd- ar, skattanefndarmaður, búnaðar- fjelagsform. og sýslunefndarmað- úr sveitar sinnar, er hann 1 jest. Tók hann sæti í sýslunefnd Skaga- fjarðarsýslu árið 1923, eu hafði áður lengi Aærið varasýslunefnd- armaður; fyrir hrepp sinn. Kvað jafnan mjög að honum í sýslu- nefndinni, sem vænta mátti, og beitti hánn sjer ótrauður fyrir framfaramál hjeraðsins. Var hann manna glöggskygnastur á hag og þarfir sveitanna, enda hafði hann af mikilli þekkingu og lífsróynslu að miðla í þeim efnum. Hafði hann verið kjörinn endurskoðandi sýslureikninga og sveitarsjóðsreikninga Skagafjarð- arsýslu 1921 og gegndi þeim trún- aðarstörfúm til æfiloka. Var hann manna glöggastur á reikningsskil og fjárreiður og svo grandvar og hreinskiftinn í fjármálum, að ekki urðu bornar brigður á úrskurði hans og aðfinslur. Gætti jafnan mikillar góðgirni í viðskiftum ihans við lireppsnefndaroddvitana, | svo líkast var að þeir ættu við umhyggjusaman kennara að skifta. Bar oft við, er ungir og óvanir oddvitar áttu í hlut, að hann gerði sjálfur fyrir þá hrepps reikningana, er hann hafði látið þá bæta úr því, sem aflaga fór. í ársbyrjun 1925, er jeg tók við sýsluforráðum í Skagafjarðar- sýslu, mátti heita að hjeraðið væri með öllu óvegað. Vegarkaflinn frá Sauðárkróki og fram að Ileynistað var eini akvegurinn í sýslunni, sem því nafni varð nefndnr. Allir flutningar fóru því fram á klökk- um, nema þá er ísalög leyfðu sleðaferðir á vetrum. Jeg var varla fyr kominn hingað en síra Arnór benti mjer á þetta ástand og hvatti mig til að fá úr þessu bætt með setningu sýsluvegasjóðs- samþyktar fyrir Skagafjarðar- sýslu; en jeg vár þá vitanlega ókunnugur öllum sýslumálum. Sagði hann mjer, að búast mætti við andspyrnu í sýslunefnd, því; sveitirnar óttuðust álögur og iit- gjöld af slíku nýmæli, enda höfðu þá verið gerðar hreppsfundasam- þyktir um að standa á móti því, ef til kæmi. Mjer er það nú minnis stætt, er jeg á honum á bak að sjá, er við bundum það fastmæl- um að beita okkur fyrir fram- gangi þessa máls. En svo fóru leik- ar, að vegasamþykt Skagfirðinga var samþvkt í einu hljóði á sýslu- fundinum. Varð síra Arnór for- maður samgöng-umálanefndar sýslnnefndarinnar og þótti síðan jafnan sjálfkjörinn í það sæti. Hafði hann jafnan framsögu um vegamál sýslunnar. Orkar ekki tví- mælis um síungan áhuga hans, víðsýni og rjettlæti í þeim málum. Naut hann þeirrar gleði að fá að sjá Svo vel bætt úr vegaþörfum hjeraðsins, að nú verður bifreið- um ekið um alla hreppa sýslunn- ar, enda hafði hann ötullega unn- ið að því, og hefir nær því 600 þús. krónum verið varið til vega- gerða og brúagerða á sýsluvegum Skagafjarðax-sýslu síðan 1925. Þakka jeg síra Arnóri það manna best, aðí vjer Skagfirðingar urð- um einna fyrstir Norðlendinga til að taka vegamálin föstum tökum. Á jeg honum fleira að þakka, því oft sótti jeg hann að ráðum um hjeraðsmál. Var þar ekki í kot vísað, því hann var bæði ráðkænn og heilráður. Síra Arnór hafði eigi verið hjer í sýslunni nema á þriðja ár, er hann gerðist foringi í verslunar og samvinnumálum Skagfirðinga. Árið 1910 A^ar svo illa köxúið hag Kaupfjelags Skagfirðinga, að þeg- ar á aðalfund þess kom, þótti stjórn og fulltrúaráði fjelagsins auðsætt, að það væri í raun og veru gjáldþrota. Virtist naumast annað fyrir hendi en að framselja fjelagið til gjaldþrotameðferðai'. Var fundurinn haldinn á Sauðár- króki 4. dag marsmánaðar. Síra Arnór var staddur í kauptúninu, en ekki á fundinum. Varð þá helst að ráði að senda eftir honum og biðja hann að korna á fundinn og taka í sínar bendur stjórn fje- lagsins og reyna að endurreisa fjárhag þess. Þegar hann kom á fundinn og heyrði óskir fundar- manna, brá hann á glens. Kvað hann auðsætt, að eius væri komið fyrir fjelaginu og skipi, sem væri að farast. En þess hefði hann ekki fyr heyrt getið, að þegar bvo stæði á, sendi skipstjórinn eftir kokknum og segði við hann: Taktu nú við stjórninni, því skipið er að farast. — En hvort sem rætt var um þetta lengur eða skemur, þá lauk fundi þessum svo, að síra Arnór var kosinn formaður fje- lagsins með samhljóða atkvæðum allra fundarmanna. Brá hann skjótt við og reið um sveitir Skagafjarðar og fylkti bændum um fjelagið. Rjetti hann svo við fjárhag þess á skömmúm tíma, að enginn mun nú bera brigður á, að hann bjargaði Kaupfjelagi Skag- fii'ðinga frá hordauða. Var hann forinaður þess, uns síra Sigfús Jónsson tók við formensku og framkvæmdarstjórn í fjelaginu. Árið 1910 var Sláturfjelag Skag- firðinga stofnað, en 1913 tók síra. Arnór við stjórnarformensku í því fjelagi og hafði hana á hendi t.il æfiloka. Hlutverk þessa fjelags hefir veríð að koma afurðum FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.