Morgunblaðið - 08.06.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA^XÖ Miðvikudagur 8. júní 1938. Kappróðurinn og stakkasundið í Reykjavíkurhöfn 5500 varnarlausir borgar- ar drepnir í loftárásum Að ofan ; Sex .stakkasunclsmenn. Að néðán Kappróðrarbátarnir koina að íriarki. KapprelHar Fáks Tvö nv hraöamet Stórveldin ætla að reyna „eitthvað haldbetra4' en mótmæli Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Metið er að fimm þúsund og fimm hundruð varnarlausir borgarar, menn konur og börn, hafi látið lífið í loft- árásum sem gerðar hafa verið á borgina Kanton t Suður-Kína síðastliðna ellefu daga (það er eins og að borg næstiym tvisvar sinnum stærri en Hafn- arfjörður hafi verið gjöreydd). Tvær loftárásir hafa verið gerðar í dag og stóð sú síðari yfir enn,. þegar þessi frjett var send og hafði þá staðið í tvær klukkustundir. Japanar segjast munu halda áfram að gera loftárásir á borgina þar til þeir hefðu beygt mót- þróa Kínverja að fullu. Yfir hvítasunnuna voru gerðar fimm loftárásir á borgina, og var sú árásin mest, sem gerð var í gær. FRANSKUR LÆKNIR SÆRIST. „Daily Telegraph“ skýrir frá því, að fjörutíu japanskir flugmenn hafi í gær drepið a. m. k. fimm hundruð manns í Kanton, limlest hundruð manns og eyðilagt þúsund heimili. Sprengjurnar fellu á hina ótal mörgu húsbáta á Perlu- fljótinu þar sem margar þúsundir fátækra Kínverja búa. Ein sprengjan fell á franskt sjúkrahús í borginni og hrundi einn útveggurinn. Franskur læknir særðist og tveir kínverskir sjúklingar voru drepnir. Fyrstu kappreiðar Fáks á ár- inu fóru fram á annan í hvítasunnu, á skeiðvellinum við Elliðaár. Tvö ný hraðamet voru sett og má það teljast gott, því að nokk ur vindur var á móti. Áhorfend- ur voru margir og fóru kapp- reiðamar vel fram. Umsetningin hjá Veðbankanum var um 900 krónur. Úrslitin á kappreiðunum voru þessi: Skeiðhestar (250 m. skeið- völlur). Fyrstu flokksverðlaun (kr. 50.00) í fyrra flokki hlaut Sindri Þorláks Björnssonar í Eyjarhólum, en hlauptími náðist ekki. í 2. flokki hlaut 1. verðlaun Þokki, eig. Friðrik Hannesson, Kjalarnesi. Önnur flokksverðlaun hlaut Þytur, eig. Viggó Jóhannesson, Rvík. Úrslitasprettur. 1. verðlaun, 150 kr. hlaut Þokki, eig. Fr. H. á 24.8 sek. 2. verðlaun, 60 kr. hlaut Sindri Þorláks í Eyjar- hólúm á 25.5 sek. 3. verðlaun, 25 kr., hlaut Þytur, eig. V. J. á 26.8 sek. Mettíminn á skeiði er 24.2 sek. Stökkhestar (hlaupvöllur 300 metrar). I fyrstá flokki hlaut 1. flokksverðlaun (25 kr.) Gráni, eig. Friðjón Sigurðsson Rvíkf önnur flokksverðlaun (15 kr.) hlaut Vinur, eig Magn- ús Árnason, Hveragerði. — 2. i flokkur: 1. flokksverðlaun Ljettfeti, eig Jóhanna Jónsdótt- ir, Sogamýri Rvík, 2. flokks verðlaun hlaut Sokki, eig. Dengsi Hansen, Rvík. — 3. flokkur: 1. flokksverðlaun1 Sleipnir, eig. Þórarinn Kristj- ánsson Rvík, önnur flokks verðlaun Gáski, eig. Einar G. E Sæmundsen Rvík. í þessu hlaupi setti Sleipnir nýtt met á 22.2 sek. og hlaut að auki 100 kr. verðlaun fyrir það. Fyrri mettíminn var 22.4 sek., sett 1927 af Móðni, eig. Hjörtur Sigmundsson frá Deildartungu. Sleipnir er 7 vetra, 53 þuml. á hæð og ætt- aður úr Húnavatnssýslu. Úrslitasprettur: 1. verðlaun (75 kr.) Ljettfeti á 22.6 sek.; 2. verðlaun (35 kr.) Sleipnir á 22.8 sek. og 3 verðlaun Gráni á 23.7 sek. Stökkhestar (hlaupvöllur 350 metrar). í fyrsta flokki hlaiit 1. flokksverðlaun (50 kr.) Drotn- ipg, eig. Birgir Kristjánsson, Rvík. — 2. flokksverðlaun (20 kr.) hlaut Snerrir, eig. Óskar* Þórðarson, Rvík. — 2. flokkur: 1. flokksverðlaun hlaut Mósi, eig. Sigfús Guðnason, Rvík, 2. flokksverðlaun Reykur, eig. Ólafur Þórarinsson, Rvík. í þessu hlaupi setti Drotn- ing nýtt met á 25.6 sek. og hlaut 100 kr. metlaun. Eldra metið átti Gjósta, eig. hinn sami og var það sett í .júní 1936. Drotning er 7 vetra, 55 þuml., kynjuð úr Árnessýslu. Úrvalssprettur. 1. verðlaun, 100 kr. hlaut Drotning á 26.8 sek,: 2 verðl. (50 kr.) Mósi á 27.2 sek. og 3. verðlaun Þráinn, eig. Valgeir Guðmundsson, Múla á 27.4 sek. ÞoJhlaup (2100 metrar). 1. FRAMH. Á SJÖUNDU SfÐU. 4 breskum skipum sðkt á 10 dðgum Franco fiiefir liafið sóficn Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ranco hefir nú hafið sókn á allri víglín- unni frá Teruel til aust- ur-strandarinnar. I dag var gerð loftá- rás á tvö bresk skip í Alicante. Skipin lágu f jarri öðrum skipum og hvergi nærri neinum hernarlega mikilvægum stöðum. k Þetta er önnur árásin, sem gerð hefir verið á bresk skip í Alicante síðustu þrjá daga. Ekki er talið að manntjón hafi orðið að þessu sinni, en í fyrri árásinni voru þrír breskir há- setar drepnir. Voru þeir á breska skipinu Saint Winifred, sem sökt var. Síðustu 10 daga hafa flug- vjelar Francos sökt fjórum breskum skipum. Árás á bæ í Frakklandi. I gær gerðu flugvjelar, sem allar líkur benda til að hafi verið frá Franco, en uppreisnarmenn halda fram að hafi verið frá rauðliðum loftárás á svæð- ið umhverfis Aix les Ther- mes, átján kílómetra inn- an við frönsku lanðamær- in. Tuttugu sprengjur fellu nið- • ur nálægt orkuverinu Orlin. Eyðilagðist háspennuleiðsla, sem suður-frakkneskt járn- þrautarfjelag átti, en fjelag þetta hefir flutt daglega mörg vagnhlöss af vörum til Barce- lona. ítalskt verksmiðjumerki var á sprengjunum, sem kastað var piður þarna. Daladier, forsætisráðherra Frakka, hefir lýst yfir því, að hann telji atburð þenna alvar- legan, og hefir skipað frönsk- um flugmönnum að ráðast misk- unnarlaust á erlendar flugvjel- ar, sem fljúga yfir franskt landssvæði. Skátar, senr ætlið að hýsa er- lendu skátana í sambandi við Landsmótið, munið að gefa ykk- r.r, frarn í Mddagarði í kvöld ld. 8.30—9.30. Sundnámskeið hefjast í Sund- liöllinni á morgun. í dag fellu sprengjurnar nið- ur í nánd við byggingar st.jórn- arinnar. Tillaga Breta. London 7. júní F.Ú. Ýmsar hlutlausar stjórnir eru nú að brjóta heilann um, hvernig auðið verði að binda enda á, eða a. m. k. takmarka þessar sífeldu árásir á varnar- lausa borgara í Kína, og á Spáni, með það fyrir augum að finna einhverjar haldbetri ráðstafanir en mótmæli þau, sem lögð hafa verið fram við uppreisnarmenn á Spáni og í Japan. Talsverður áhugi virðist vera fyrir tillögu sem fram hefir kom ið frá bresku stjórninni um að nefnd frá hlutlausum ríkjum verði send á árásarstaðina til þess að rannsaka hvort að hern- aðarlegar ástæður sjeu fyrir hendi, sem rjettlæti árásina. Nær aðeins til Spánar1 Þessi tillaga nær þó ekki til Kína. Sendiherra Breta í Tokio hefir bent á það, að mótmæli bresku stjórnarinnar þar sjeu bygð á breskum en ekki kín- verskum skýrslum, en á Spáni er torveldara að fá hlutlausar skýrslur. Stungið er upp á því, að nefndin hafi aðsetur á Frakk- landi en fari þegar í stað á. vett- vang ef loftárásir eru gerðar. í nefndinni er ætlast til að verði liðsforingjar eða aðrir herfróð- ir menn, er gefi skýrslu sem einstaklingar, en ekki á ábyrgð stjórna sinna. Stjórnir Noregs og Svíþjóðar hafa fallist á að tilnefna menn í nefndina og stjórn Bandaríkjanna er að yf- irvega tillöguna. Fyrsta rekneta- síldin Vjelbáturinn Einar Þveræing- ur og ■ Gullfoss ljetu reka síðastliðna nótt 15 sjómílur út a£ Siglufirði. Einar fjekk 15 tunnur og Gullfoss 5 tunnur. Trillubátur Ijet reka út af Hjeð- insfirði og fjekk 6 tunnur. Frjettaritari útvarpsins á Sauð- árkróki segir hafsíld lcomna í Skagafjörð, en stormar hamla sjósókn. (Skv. FÚ). Samtíðin. Júníheftið (5. hefti) kom út 1. þ. m., eins og' venja er til. Efnið er fjölbreytt og skal h.jer drepið á hið helsta. Úr ríki iðnaðarins nefnist grein, bygð á viðtali við Sveinbjörn Jónsson byggingameistara. Þá kemur frá- sögn um Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi, grein um Karlakór Iðnaðarmanna og myncl af kórn- um. Kvæði eru þarna eftir Gísla H. Erlendsson og Atla Má. Þá er athyglisverð grein eftir Sigfrid Siwertz, eitt af höfuðskáldum Svía, og nefnist hún: Hin enda- lausa skáldsaga. Það er hlegið í Madrid n^fnist grein eftir Lang- ston Hughes. Þá er þarna fram- hald af groin ritstjórans um sögu bílanna á, íslandi, smásaga eftir J. IT. Rösler o. m. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.