Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. júiií 1988. Hnefaleika- kepni Louis og Schmelings Brottflutningur sjálfboða- liða fráSpáni í nótt átti að fara fram í Madi- son Square GardenJí í New York hnefaleikakepni um heimsmeist- aratitilinn í þungavigt, milli svertngjans Joe Louis og Þjóð- verjans Max Schmelings. Úrslita þessa leiks er beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst í Þýska- landi. Louis og Sehmeling hafa áður kept fyrir nokkrum árum og sigraði Schmeling. En þá var Louis ekki orðinn heimsmeistari. Sósíalistar i SvfþjóD vilja samvinnu við fhaldsmann Khöfn í gær. FÚ. Apólitískum fundi, sem ný- lega var haldinn í Svíþjóð flutti forsætisráðherrann, Per Albin Hanson, ræðu, þar sem hann sagði meðal annars: Ekkert gæti verið mjer kær- komnara eða gleðilegra, en að geta safnað öllum flokkum sam- an um það, að byggja upp betri Svíþjóð, og með þetta tak- mark fyrir augum hefði jeg heldur kosið að leita samvinnu við íhaldsflokkinn þar sem því var viðkomið, heldur en að ráð- ast á hann. GÖBBELS OG GYÐING- ARNIR. London í gær. FÚ. Iræðu sem Göbbels flutti í gærkvöldi, sagði hann að innan skamms yrði gerðar gagn gerðar ráðstafanir til þess að binda enda á alla viðskiftalega starfsemi Gyðinga í Þýskalandi. Lauge Koch. Árásarmenn Lauge Kochs sakfeldir í Hæstarjetti Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. IC1 ndanlegur dómur er -*—* fallinn í máli Lauge Kochs gegn jarðfræð- ingunum ellefu, sem háru hann }>eim sökum ,,að hann hefSi eignað sjer á ósæmilegan hátt rannsóknarniðurstöður annara“. Hæstirjettur sakfellir jarðfræðingana að nokkru leyti. í dómsforsendum segir, að jarðfræðingamir hafi birt aðal- árás sína í faglegu riti og hafi með því ekki farið lengra, en skoðanafrelsi leyfir. En í orðsendingu til blaða og í samþykt sem Jarðfræð- ingafjelagið hafi gert, hafi ver- ið ærumeiðandi ummæli, sem eru dæmd dauð og ómerk. Jarðfræðingunum er gert að greiða allan málskostnað, 2000 krónur. MÁLAVEXTIR Mál þetta reis út af því, að jarðfræðingarnir hjeldu því fram, að Lauge Koch hefði í síðustu bók sinni, eignað sjer á ósæmilegan hátt rannsóknar- niðurstöður annara. Máli sínu til sönnunar lögðu þeir fram varnarskjal í 63 lið- um og yfirlýsingar frá Wahl prófessor og Amdrup varaflota- foringja, sem báðir studdu mál þeirra. í landsrjettinum voru jarð- fræðingarnir sýknaðir. Taldi rjetturinn að þeir hefðu sum- part sannað að fullu veigamestu ákæruatriðin og sumpart ekki farið lengra en vísindalegt skoð- anafrelsi leyfir. Tveimur breskum skipumsökt London í gær. FÚ. Snemma í morgun var tveimur breskum kaupförum sökt með sprengjuárás rjett utan við hafnarmynni Valencia. — Annað þessara skipa Thort- ness sökk á 10 mínútum, eftir að hafa orðið fyrir sprengju, sem kastað var úr flugvjel, sem flaug lágt yfir skipinu. Tuttugu og fimm af á- höfninni tókst að komast á brott á löskuðum báti, en skipstjórinn og nokkrir aðrir köstuðu sjer í sjóinn með björgunarbelti. Einn mann kínverskan, vantar af skipshöfninni, og er talið að hann hafi druknað. ★ Skipstjóranum af Tort- ness var bjargað af grísku skipi, eftir að hann hafði verið að velkjast í sjónum í 3 klukkustundir. Þetta gríska skip var fyrir nokk- uru komið í eign breskra manna. En litlu síðar var ráðist á það og kastað á það tveimur eldsprengjum. Kviknaði þegar í skipinu og sökk það á tveimur klukkustundum. — Allir menn komust lífs af. Fujlltrúi frá hlutleysis- nefndinni var um borð í báðum skipunum. Orðrómur gengur um að þriðja breska skipinu hafi verið sökt í dag, og er það skipið Droxinian, en það lagði úr Valenciahöfn í gærkvöldi. verður nú hafinn Frá frjettaritara v&rum. Khöfn í gær. Undirbúningur verður nú hafinn að brott- fluntingi erlendra sjálfboðaliða frá Spáni. Á fundi undimefndar hlutleysisnefndarinn- ar, sem haldinn var í gær, var samþykt að ganga að „bresku tillögunum“ svokölluðu, um tilhögun brottflutningsins. Tillögur þessar hafa nú legið fyrir nefndinni í bráðum heilt ár. Fyrst í stað vildu hvorki Þjóðverjar, ítalir nje Rússar líta við þeim. En löngu eftir að ftalir og Þjóð- verjar voru hættir andófi sínu gegn þeim, hjeldu Rússar áfram að hindra framgang þeirra. HÖTUN FRAKKA. En í gær hættu Rússar þessu andófi fyrir tilstuðlan Frakka að því er talið er. Er álitið að Frakkar hafi skýrt Rússum frá því, að það myndi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar í för meS sjer, fyrir samvinnu Rússa og Frakka, ef Rússar kæmu bresku tillögúnum fyrir kattarnef. Samþykt tillaganna á fundi undirnefndarinnar 1 gær, er álit- in stórt spor í framfaraátt. Mót norræna fjelags- ins I Liibeck Khöfn í gær. FÚ. Degar mót Norræna f jelags- ins var sett í Liibeck, föktu fánar allra Norðurlanda þjóðanna í stöngum yfir fund- arstaðnum. Viðstaddir voru innanríkis- málaráðherrann dr. Frick, land- búnaðarmálaráðherrann Darre, Himmler og Rosenberg og margt annara þektra manna úr opinberu lífi Þýskalands. Þýsk blöð skýra frá því, að margir Islendingar sæki mótið, þ. á. m. Pjetur Halldórsson borgarstjóri í Reykjavík. Fimtugur er í dag Björn Jóns- son kaupmaður, Langaveg 139. Er hann mjög vinsæll og vel lát- inn af öllum, sem hann þekkja. Fjárhags- vandræði Mussolinis Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mikið er rætt í breskum blöðum um fjárhags- ástandið í ítalíu. Frjettaritari „The Times“ skýrir frá því, að óánægju- raddir hafi vaknað meðal al- mennings út af ítalska brauð inu, sem er ekki góð vara vegna hveitiskorts. OrSrómur hefir einnig komið íupp um það, í sambandi við skömtun hveitiinnflutningsins, að enn eigi að stýfa líruna. Eins fliótt og auðið er. London í gær. FÚ. Mr. Chamberlain, forsætisráð- herra Breta, sagði í dag í ræðu, er hann hjelt í neðri málstofu breska þingsins, aS ítalska stjórn- fjöiutiu'dögum. in hefði látið í ljósi ósk um, að bresk-ítalski sáttmálinn mætti koma til framkvæmda svo fljótt sem auðið væri og samrýmanlegt þeim skilyrðum, sem fyrir því væru sett í sáttmálanum. Mr. Chamberlain sagði, að breska stjórnin gæti alveg tekið undir þessa ósk. Hann bar á móti því, að ítalir væri að reyna að koma á ágreiningi milli Frakk- lands og Bretlands. Þegar forsætisráðherrann var í samhandi við þessa ræðiu: spurður £■ þeir sem fylgst bafa beat með störfum hlutleys- isnefndarinnari frá byrjun, telja þó að lítil ástæSa sje til þess að verða nú skyndi- lega bjartsýnn um lausa Spánarmálanna. Nægir í því efni að benda á að nefndin þurfti heilt ár til þess að samþykkja bresku til- lögurnar. VOPNAHLJE NAUÐSYNLEGT En ýmis vandamál eru ennþá óleyst, eins og t. d. að fá ófrið- araðilana á Spáni til þess að samþykkja fyrir sitt leyti bresku tillögurnar. Að því fengnu verður nefnd send til Spánar til þess að telja alla þá menn, sem taka þátt í ófriðnum og ekki eru Spán- verjar. <f| En á meðan talningin fer frarn, verður að gera vopna hlje um stundarsakir. Alment er búist við, að taln- ingin verði erfið og taki lang- an tíma. Sjálf gerir nefndin ráð fyrir, að henni verði lokið á 30 dögum, eða 1 hæsta lagi á FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Þegar talningunni er lokið, verður hlutleysisnefndin látin úrskurða hve margir sjálfboða- liðar skuli sendir heim frá hvorum aðila, áður er hernaðar- rjettindi eru veitt. Sjálfur heimflutningurinn get ur að líkindum ekki hafist fyr en í fyrsta lagi í nóvember. Þess vegna á það enn langt í land, að endi verði bundinn á íhlutun hinna erlendu ríkja í Spánarstyrjöldinni. Hið eina, sem getur breytt þessu er, að fjárskortur neyði Mussolini til þess að skifta um stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.