Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 3
Fimtudagur 23. júní 1938. MORGUNBLATMÐ 3 Vöotun á raf- suðurjelum ; r j i ■ ■ ’ ■ Óþolandi ásland IReykjavík eru nú um 8000 eldhús, að sögn raf- magnsstjóra, þar af hafa um 2000 fengið raf- magnseldavjelar. Bftirspurnin eftir rafmagnseldavjelum hefir aukist talsvert »pp á síðkastið og nú um nokkurt skeið hefir ekki verið liægt að ^nllnægja eftirspurninni, og svo er enn þann dag í dag. Ástæðan er sú, að Gjaldeyris- og innftutningsnefnd hefir ým- »t stöðvað með öllu eða takmarkað mjög innflutning rafmagnselda- rjela eða efni til þeirra. Morgunblaðið skýrði nýlega frá því, að 100 þýskar rafmagns ▼jelar hefðu legið hjer á hafn- arbakkanum, en ekki fengist innleystar. Höfðu vjelarnar leg- ið þarna 4-—5 mánuði. Loks fengust vjelarnar innleystar nú fyrir hvítasunnu og þær seld- ust allar á fáum klukkustund- um, og ekki nálægt því hægt að fullnægja eftirspurninni. Og nú segja fróðir menn, að meira fáist ekki innflutt af þýskum rafmagnsvjelum og verði menn því hjer eftir að kaupa norsk-ísl. vjelarnar, sem settar eru saman í verk- smiðjunni í Hafnarfirði. Þessi ráðsmenska sýnist harla einkennileg, hvernig svo sem á málið er litið. Fyrst er á það að líta, að þýsku vjelarnar voru talsvert ó- dýrtari (verðmunurinn var 40 krónur og var þó álagning einka sölunnar að sögn kunnugra ó- hæfilega mikil). Ýmsir vildu af öðium ástæðum heldur þýsku vj elamar, enda nauðsynlegt, að kaupendur geti hjer valið um. Nú skilst manni hinsvegar, að stjómarvöldin ætli með öllu að banna innflutning þýskra vjela. En þau láta sjer ekki þetta nægja, heldur takmarka þau mjög innflutning á efni til norsk-íslensku vjelanna. Afleið- ingin verður svo sú, að ekki er nálægt því hægt að fullnægja eftirspurninni. Hvaða vit er í svona ráðs- mensku? Hvaða vit er í því, að kasta út 7—8 milj. króna í virkjun Ljósafoss, ef ekki jafn- framt er sjeð fyrir því, að not- iað verði til fulls hið mikla raf- magn, sem stöðin getur fram- leitt? Ef ekki verður hið skjótasta bætt úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir í þessum málum, er hætt við, að seint gangi að fá Sogsvirkjunina ti'l lað bera sig fjárhagslega. Nú ætti stjórn- arvöldunum ekki síður en öðr- um, að verai það ljóst, að með því að taka rafmagnið til notk- unar við suðu, sparast erlendur gjaldeyrir og ekkert smáræði. Ættu því stjórnarvöldin bein- línis að stuðla að því, að notk- un rafmlaigns til suðu aukist sem mest og sem fyrst. Eigi þýðir að fara að ræða þau feilspor, sem stigin hafa FRAMH. Á SJÖUHDU Sfi)U. Maður druknar af sildveiðiskipi EINN af hásetunum á vjel- bátnum „Hvíting“ frá Siglufirði, fjell fyrir borð í fyrri nótt og druknaði. Maðurinn hjet Þórarinn Hall- dórsson frá Siglufirði, ungur maður, ókvæntur,_en var fyrir- vinna aldraðra foreldra sinna. Þegar frjettaritari vor á Siglufirði sendi frjettina í gær- kvöldi, var „Hvítingur" ókom- inn til hafnar og ekkert hafði frjest um tildrög slyssins. Ágætt síldveiði- veður í gær AGÆTT síldveiðiveður var fyrir öllu Norðurlandi í gærdag og símar frjettaritari vor á Siglufirði, að frjest hefði um mörg skip, sem hafi fengið síld á Grímseyjarsundi, og vest-> ur með landinu. Var búist við skipunum í nótt. Þessi skip komu í gær: Kári, 400 mál; Unnur, 250 mál; Haraldur 450 og Eggert 280. Prestastefnan hefst I dag Prestastefnan hefst lijer í bæn- um í dag kl. 1 með guðs- þjónustu í dómkirkjunni. Síra Halldór Kolbeins frá Stað í Súg- andafirði prjedikar. Á eftir verðiur altarisganga fyr- ir presta og verður Friðrik Rafn- ar vígslubiskup fyrir altari. Kl. 8V2 síðdegis flytur síra Ás- mundru prófessor Guðmundsson erindi í dómkirkjunni, er hann nefnir „Næsti áfanginn". Knattspyrnukepni bankanna um „silfurvíxilinn“ fór fram í gær. Keptu Landsbankinn og TJt- vegsbankinn. Sá íymefndi vann með 1 marki gegn 0. Landsbank- inn var handhafi „silfurvíxilsins“ frá í fyrra. Hramigerðiskirkja prýdd flöggum; að neðan tjaldbúðimar. T. h. prestamir Friðrik Friðriksson ogiSigurður Pálsson í Hraungerði. Kristilegt mót í Hraungerði Uidirbúningur mótsins hefir staðið marga mánuði. Var þar margs að gæta og þeim mun erfiðara, sem ekki var neitt við að miða. Við undubúninginn þurfti bæði smiði, málara, skraddará, skáld og tónlistamenn auk margra fleiri. Og alla þessa menn var hægt að finna, sem áhuga höfðu fyrir mótinu. Auk þess var æfður fjörutíu manna blandaður kór og tvöfaldur kvartett karla. Undirbúningur á staðnum hófst með því, að viku fyrir mótið voru reist tvö tjöld, ann- að 300 manna og hitt 50 manna. Á fimtudagskvöld kom austur hópur manna til að reisa tjald-. borgina, prýða kirkjuna, reisa flaggstengur og koma fyrir öðr- um útbúnaði, sem nauðsynleg- ur var á staðnum. En þá kom líka annar gestur, og sá var ó- velkominn, það var rigningin. Allan föstudaginn stórrigndi og var veður svo vont að ekki varð unt að vinna alt, sem til stóð. En mennirnir voru hraustir og hugrakkir í besta lagi og vant- aði því ekki mikið á áð þeir lykju störfum. Snemma á laug- ardag var vinna aftur tekin upp. Þó stórrigndi enn, en vegna þess að logn var, tókst að ljúka störfum í tæka tíð. Þá um daginn var símað úr Reykja vík og spurt um veður. Ungur maður úr Hafnarfirði varð fyr- ir svörum og sagði: „Það er ágætisveður, rignir bara, en presturinn segir, að það muni ljetta til“. Sá var ekki banginn. Fólkið kom úr öllum áttum og fekk sín tjöld. Flest kom þó frá Reykjavík. Ekki leist öllum sem best á veðrið, og voru sum- ir nokkuð áhyggjufullir. Klukkan sex um kvöldið var mótið sett með messugjörð í kirkjunni. Þar prjedikaði síra Friðrik Friðriksson út af bæn- inni: „Tilkomi þitt ríki“. Hjelt hann veglega ræðu eins og vænta mátti af slíkum kirkju- höfðingja. Um kvöldið kom í Ijós að ýmsir höfðu gleymt hinu og öðru og naumast gert ráð fyrir þessu veðri, en allir voru þar fúsir til hjálpar og miðl- uðu hin forsjálli þeim, er vant- aði svo að ekki er vitað annað en að öllum liði vel þrátt fyrir hina miklu rigningu. Dagskrá mótsins var hin post- !ullega trúarjátning. Var efni allra fyrirlestra og biblíulesara tekið úr henni, nema eitt er- indi eftir Ólaf Ólafsson kristni- boða um kristniboð, sem lesið var upp fyrir hann af því að hann gat ekki mætt sjálfur. — FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Stórstúku- þingi slitið Stórstúkuþinginu, sem staðið hefir síðan á laugardag, var slitið í gærkvöldi. í gær voru aðallega rædd inn- anreglumál og ýmsar tillögur, sem komu fram í sambandi við þau. f fundarlok þakkaði Stórtempl- ar Fr. Á. Brekkan fulltrúunum fvrir góða fundarsókn og prúð- mannlega framkomu á þinginu. Árnaði hann öllum fulltrúnm ut- an af landi góðrar heimferðar, og Reglunni allrar giftu á þessu ári. Aðalfundur Útvegsbankans Aðalfundur Útvegsbanka fsfands h.f. var haldinn í gær í Kaupþingssalnum. Fyrst var gefin skýrsla um starfsemi bankans árið sem leið. Hagur bankans batnaði stórum á árinu. Sparisjóðsfjeð hafði vaxið um 1.2 milj. kr. og skuldir, inn- lendar og erlendar lækkað all- verulega. Tvo menn skyldi kjósa í full- trúaráð bankans og voru endur- kosnir þeir Lán.us Fjeldsted lirm. og Stefán Jóh. Stefánsson hrm. Endurskoðendur voru sömuleið- is endurkosnir, þeir Björn Steff- ensen og Ásgeir Ásgeirsson. Múskatið op anisinn i Lyfjabúð Seyðis- fjarðar Hæstirjettur kvað þann 13. þ. m. upp dóm í máli valdstjórnarinnar gegn J. O. G. Ellerup lyfsala á Seyðisfirði, sem kærður var fyrir að hafa á boðstólúm kryddvörur, er ekki full- næg:ðu skilyrðum reglugerð- ar þar að lútandi. Hæstirjettur sýknaði lyf- salann af öllum kærum vald- stjómarinnar í málinu. Málavextir eru,- Lyfsalanum var gefið að sök, að hafa liaft á boðstólum í lyfjabúð sinni mulið ínúskat og mulinn anis, sem fullnaigði ekki að efna- samsetningu skilyrðum reglugerð- ar nr. 129, 1936 um krydd- og kryddvörur. Lyfsalinn taldi, að aðferðinni við töku sýnishornanna hafi verið mjög ábótavant og vjefengdi af þeirri ástæðu niðurstöðu efnarann- sóknar Matvælaeftirlits ríkisins. I forsendum dóms Hæstarjettar segir, að af prófum málsins megi sjá, að sýnishornin hafi verið tek- in 24. júlí f.á., þau afhent í venju- legum pappírspokum, og ekki inn- sigluð. Tvöföld sýnishorn hafi ekki verið tekin, sem þó hefði verið unt og sjálfsagt að gera og geyma annað sýnishornið til afnota, ef rannsókn yrði vjefengd. Ekkert sje upplýst um geymslu og me.ð- ferð sýnishornanna, eftir að þau voru tekin og þar til Matvælaeft- irlitið tilkynti að rannsókn væri lokið, en það var 24. sept. f. á, Síðan segir í forsendutn dóms Hæstarjettar: . ■ , UOl „Samkvæmt lögum nr. 24 1936 um eftirlit með matvælum og öðr- um neysluvörum og naúðsynjavör- um getur brot gegn ákvæðum fyrnefndrar reglugerðar nr. 129 1936 varðað refsingu og upptöku vörubirgða, og ítrekað brot eða mikilvægt ennfremur sviptingu at- vinnuleyfis um stundarsakir eða fyrir fult og alt. Þess verður þýí að krefjast, að ýtrustu nákvæmni sje gætt í sambandi við rannsókn vörunnar, sem slík niðurstaða á að byggjast á, en fer fram, áður en rjettarpróf hefjast, og að eig- anda vörunnar sje gefinn kostur á að staðreyna, eftir því sem föng eru á, livort kæran á hendum honum, sem bygð er á slíkri rann- sókn, liafi við rök að styðjast. í máli því, sem hjer liggur. fyrir, verður ekki talið, að taka sýnis- hornanna og meðferð þeirra hafi farið fram á nægilega tryggan hátt, 0g getur því niðurstaða rann- sóknarinnar ekki orðið grundvöll- ur að áfellisdómi í refsimáli Og þarf þá ekki að athuga aðrar framkomnar sýknuástæðúr. Ber því að sýkna kærða af kröftím valdstjórnarinnar í máli þessu“. Sækjandi máls þessa í Hæsta- rjetti var Stefán Jóh. Stéfánsson hrm., en verjandi Lárus Jóhann- esson hrm. í undirrjetti (bæjarfógetinn á Seyðisfirði) var lyfsalinn dæmd- ur í 100 kr. sekt, auk málskostn- aðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.