Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 8
Fíugmaðurinn Jim Mollison fekk nýlega 40 króna sekt fyrir óleyfilegt og stórhættulegt flug við baðstað í Frakklandi. Mollison sat á veitingahúsi og drakk mikið er honum datt alt í einu í hug að sýna listir sínar. Hann fór upp í flugvjel sinni og flaug yfir haðstaðinn Le Torquet. Þar hræddi hann fólk með als- konar listum, því hundruð manna voru í hættu ef flugvjelin hefði hrapað. Sjálfum datt honum ekki í hug að mannslíf væri í hættu nem-a hans eigið Á veitingahúss- svölum sátu 60 manns. Þar flajug Mollison svo lágt, að fólkið varð að kasta sjer niður til þess að það yrði ekki fyrir flugvjelinni. Forstj. flughafnarinnar reyndi að kalla á Mollison og biðja hann að lenda, en þá flaug Mollison í átt- ina til hans svo lágt að einnig forstjórinn varð að kasta sjer til jarðar. Þegar flugmaðurinn loks lenti, sat hann 15 mínútur hreyf- ingarlaus í flugvjelarsætinu, þar til lögreglan kom og handtók hann. Mollison var látinn laus tveimur tímum seinna. Fór hann þá heim á gistihúsið, sem hann bjó á, klæddi sig í viðhafnarföt og fór í spilaklúbb þar sem hann græddi 8000 krónur. Mollison held ur því fram að hann geti ekki far- ist í flugvjel, þó hann eigi enga heitari ósk en að drepast í flug- slysi. ★ Maður einn í Álaborg, sem ekki hafði staðið í skilum við hið op- inbera fekk heimsókn af fulltrúa lögmanns, sem kom til þess að gera lögtak í eignum hans. — Hvað má jeg skrifa upp? sagði fulltrúinn. — Þjer getið skrifað gamla „Borgundarholmarann“ minn, sagði maðurinn. Fulltrúinn skrifaði upp og hjelt að maðurinn ætti við Borgundar- hólmsklukku. Nokkr.um dögum seinna komu menn til að sækja það sem tekið hafði verið lögtaki. — Hvar er svo Borgundarhólm arinn, spurði fulltrúinn. — Þarna, sagði maðurinn og benti á konu sína! ★ MÁLSHÁTTUR: Margur fegrar sína synd með annara eftirdæmum. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? Þingvellir alla daga Bfrieiðastöð Steindósr. MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. júní 193&» Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj- andi, einnig saumuð tjöld eft- ir pöntun. — Ársæll Jónasson — Reiða- 0g Seglagerðaverk- stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími 2731. JCututsft&nwr Sumarkjólaefni í miklu Úr- vali. Verslun Karólínu Bene- ' dikts, Laugaveg 15. Kaupum flöskur og glös og bóndósir. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 2—5. Sækjam. Upphlutsskyrtu- og svuntu- efni frá kr. 11.25 settið. Verslun Karólínu Benedikts. Dragta- og svaggerefni. — Versl. Karólínu Benedikts. Orval af kjólum og blúsum. Saumastofa Guðrúnar Arngríms dóttur, Bankastræti 11. Sími 2725. : Silkiblúsur, fallegir litir. — Verslun Karólínu Benedikts. Sumarbústaður til SÖlu eða leigu. Upplýsingar hjá Símoni Jónssyni, Laugaveg 33. Rabarbari nýupptekinn, 45 aura pr. 14 kg. — Þurkuð blá- ber og gráfíkjur. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Sími 2803 og Grundarstíg 12, sími 3247. Sumarbústaður við Elliðaárn- ar, rúmgóður og í góðu standi,! er til sölu. Uppl. í síma 4764: og 2471. Fegurstu nýtísku sumarfrakk- ar og sumarkápur kvenna. — Mikið úrval. Lágt verð. Verslun Kristínar Sigurðardóttur, Lauga veg 20 A. Kaup! gamlan kopar. Vald. j Poulsen, Klapparstíg 29. Til sölu. Enn eru nokkrar notaðar bifreiðar til sölu.Heima . ld. 5—7. Sími 3805. — Zop- hónías Baldvinsson. Sumarkjólaefni, margar teg. nýkomnar. Versl. Kristínar Sig- urðardóttur, Laugaveg 20 A. Fallegur silkiundirfatnaður ! kvenna, settið frá kr. 9.85. — 1 Versl. Kristínar Sigurðardóttur. Laugaveg 20 A. Húsmæður. Athugið, Fisk- búðin, Barónsstíg 59, hefir á- valt nýjasta 0g besta fiskinn. Sími 2307. Ágætar telpna og drengja- peysur. Ullarsokkar og háleist- ar. Versl. Kristínar Sigurðar- dóttur, Laugaveg 20 A. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen. Klapparstíg 29. Kopar keyptur í Landssmiðj- unni. Baðsloppaefni, silkisokkar — Regnhlíðar 0. fl. Nýkomið. — Versl. Kristínar Sigurðardóttur, Laugaveg 20 A. níiiPunmssiiiFSTofi Pjetnr Magnússon Xinar B. OnðnmndMora Gnðlangnr Þorláksson atmar 3602, 3202, 2002. Anstnrstrætt 7. Slcrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Fallegar kvenpeysur, nýjasta tíska, afar lágt verð. Verslun Kristínar Sigurðardóttur, — Laugaveg 20 A. DRENGJAFÖTIN úr Fata- búðinni. Friggbónið fína, er bæjarinS' besta bón. 1. 0. G. T. Stúkan Dröfn nr. 55. Funduir í kvöld kl. 8i/2. Dagskrá: 1.. Frjettir frá Stórstúkuþingi. 2. Einsöngur (Guðrún Ágústsdótt— ir). 3. Upplestur (Helgi Helga- son) 4. Kaffi. Síðasti fundur þar til í september. Mætið öll. Æt.. j; 1 Unglingsstúlka óskar eftir I kaupavinnu í sveit í sumar. — ÍUppl. í síma 4586 kl. 12- —1 og 1 7—8. Í Fiðurhreinsun. Við gufu- aði yðar samdægurs. Fiður- hreinsun Islands. Srmi 5420.- Sækjum. Sendum. 3aju^-fundi$ Gullarmbandsúr tapað. Skil- ist gegn fundarlaunum í At- Hvort heldur er um „Ka- rikatur“-teikningar Stróbls að ræða eða aðrar myndir, geta allir verið sammála um að innrömmunin er best og ódýrust hjá GUÐM. ÁSBJÖRNSSYNI, Laugaveg 1. FAITH BALDWIN; einkaritarinn. 69. hættir að vera merkileg um leið og hún hættir að koma við sögu í skilnaðarmáli yðar“. Fellowes fór aftur á skrifstofu sína. Miss Danton var honum til hjálpar. Hann hlaut að viðurkenna, að hún var dugleg, iðin og áhugasöm, en hún var lítil og dökk, var í leiðinlega rauðbrúnum kjól og talaði fram í nefið. Auk þess roðnað hún af einskærri feimni. „Jeg fjekk þau skilaboð frá Miss Murdock, að jeg mætti koma til hennar, og hún ætlaði að setja mig inn í starfið“, sagði hún. „Skilið þjer til hennar frá mjer, að jeg óski henni til hamingju“, sagði Fellowes og beit á jaxl. Honum kom ekki til hugar að draga í efa það, sem Adams og Jim höfðu sagt. Hann hafði verið heimskingi að telja ást hennar vísa, eins og vinnuna. Hvernig átti hún að geta elskað hann? Henni var auðvitað vel við hann eins og góðan húsbónda, einskonar vin. Það var rangt sem Adams sagði. Unga stúlkan sá enga hetju í hiísbónda sínum á skrifstofunni. Hún hafði áhuga fyrir honum persóntrlega, meðan á vinnutíma stóð. Þar fyrir utan var hann gleymdur. Þá leit hún í kringum sig eftir ástum ungs manns, manns, sem hún liafði ekki sjeð í skyrtuermum, berjast við setningar og vandamál, óþolinmóðan og eigingjarnan. Hún þráði æsku og hlát- ur og alt annað, sem lá fjarri tilverunni á skrifstof- unni, þráði að komast burt frá áhyggjum út í sólskin- ið. Þá þráði hún að vera boðin út, dansa, fara í leik- hús, fá blóm og trúlofunarhringi, og loks litla íbúð í úthverfi bæjarins, rafmagnseldavjel, lítinn garð —- og lítil börn. Hann kendi sárrar kvalar fyrir hjartanu. Að elska hana og missa hana, þannig átti það að vera. Anna hafði víst aldrei verið hans, heldur aðeins miss Murdock, einkaritari forstjórans. En hún hefði getað sagt honum, að hún væri trú- lofuð. Hún hafði lofað að segja honum, ef sú breyting yrði, og þau höfðu verið það kunnug, að hún hefði getað sýnt honum þann tiltrúnað. Hún liefði getað sagt honum það, svo að hann hefði sloppið við að heyra það frá þessum feita og sveitta, háðslega náunga á órólegri og rykugri blaðaskrifstofu. Hún hafði ekki komið hreinskilnislega fram við hann. Þetta kvöld vann hann á skriftofunni til kl. 7. Síðan fór hann út, valdi sjer veitingastað af handa- hófi og snæddi miðdegisverð einn síns liðs. En hann stjakaði. matnum fljótlega frá sjer og fór að hugsa. Keyna að finna leiðir til afsökunar. Ef til vill hefði Adams misskilið Jim Murdock, ef til vill var ekkert satt í þessu. Hann sá aðeins eina leið út úr ógöngunjum, og hún var, að fá útskýringiu, heimta útskýringu hjá Önnu. Hálftíma síðar hringdi hann á dyrabjölluna hjá henni. Hún kom sjálf til dyra og hörfaði aftur, þegar hún sá hann, hið undarlega, spyrjandi augnaráð og saman- bitnar varir hans. „Jeg bað yður að koma ekki —“. byrjaði hún. En liann gaf því engan gaum, heldur gekk fram hjá henni inn í setustof\una, fleygði frá sjer hatti og frakka og snjeri sjer síðan að henni. „Jeg mátti til með að koma“, byrjaði hann. „Jeg hefi heyrt — Anna — þjer getið ekki farið frá mjer - þjer verðið að vera og þegar hún stóð þarna hreyfingarlaus og hjálparvana við þessa óvæntu árás, þreif hann um herðar hennar og endurtók: „Þjer verð- ið að vera!“ „En — við vorum búin að koma olckur saman um“, stamaði hún og lá við svima af nærveru hans. „Það er sama hvað fólk segir og hugsar. Þjer vor- 'ii ð fús til þess að fara mín vegna, hirðið ekki um það. Jeg var fús til þess að láta yður fara, yðar vegna. En jeg er kominn á aðra skoðun. Þjer verðið að vera kyr. Hann faðmaði hana alt í einu hrottalega. „Jeg verð að hafa þig hjá mjer, Anna“, sagði hannc hásum rómi. „Þú ert mín, þú veist, að þú ert mín“. Hann neyddi hana til þess að líta upp, laut niður og kysti varir hennar, löngunarfuirum, krefjandi og inni- legum kossi. Þau voru ein í húsinu. Nóttin umlykti þau, nóttin, með loforð sín um ástardrauma. Þau komust í algleyming í þessu eúia faðmlagi, sem var öllu öðru sterkara. Faðmlag hans var í senn stoð fyrir hana og hætta.. Og um leið og hún reyndi að stjaka honum frá sjer, þeirra beggja vegna, hjúfraði hún sig upp að honum með þeim litlu kröftum, sem hún átti eftir. Það var sársaukafull kvöl, voði og óðs manns æði; draumur, sem rættist, ósegjanleg sæla að vera föðmuð svona af honum. „Þjer þykir vænt um mig?“ hvíslaði Fellowes hás- um rómi. Þá vaknaði hún til veruleikans. Víst þótti henni vænt um hann, alt of vænt um hann. Ef hún ljet undan fyrir ástríðum sínum og hans, var úti um þau bæði. Vitandi vits gat hún ekki skaðað hann, þó að hún gerði það ef til vill óafvitandi. Hún svaraði því ekki spurningu hans, og Fellowes slepti henni hægt og hægt og hörfaði frá henni. Hin. gráu augu hans voru dökk í fölu andlitinu. „Það er þá satt —1“ „Hvað ?“ „Að þú ætlir að giftast O’Hara. Adams sagði mjer það á skrifstofu blaðsins. Jeg trúði því ekki, gat ekki trúað því“. Rjett, sem snöggvast hjelt Anna, að hún væri búin að missa vitið. Adams? Hún leit undan eins og blind- iuð. Jimmy hlaut að hafa sagt Adams að hún væri trú-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.