Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1938, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. júní 1938. « Halldór Jónsson: Dátíðisdagur sjómanna Einhrer nánngi sem nefnir sig „Graman sailor“ hefir fund- ið hjá sjer köllun til þess að tendra aína andlegu grútartýru í Alþýðu blaðinu síðastliðinn fimtudag til þess að kasta skugga á einstök atriði dagskrár sjómannadagsins. En ekki verður annað sjeð af hug- leiðingum hans, en að þær sjeu ■prottnar af því einfalda fyrir- brigði sem almenningur kannast við að þjáir einstaka menn og nefnt er geðvonska frá slæmum maga. Hann gapir þó svo gleitt um ýmislegt, sem hann ber ekkert skynhragð á í þessum hnífilyrðum sínum, að ekki er vert að láta hann alveg afskiftalausan. Jeg ætla því með nokkrum lín- um að gera athugasemd við það sem hann beinir til loftskeyta- manna og F. í. L. Þessi grami náungi vill láta líta »vo út að loftskeytamaður Titanic hafi verið einhverskonar viðrini, aem eingöngu hafi viljað skifta við stór skip og umgangast „fínt“ fólk og lætur sem jeg hafi rangfært í ávarpi mímui f. h. P. í. L. á sjó- mannadaginn, skýrslur ransóknar- nefndar U. S. A. til þess að hylja slíkt. Þar að auki er hann nógu ó- svífinn, til þess að kasta fram þeirri spurningu hvort loftskeyta- maður Titanic „hafi drepið fleiri eða færri en þá sem hann bjarg- aði!“. ir að væri freistandi að rekja nákvæmlega atburði hins ör- lagaríka síðasta sólarhrings sem Titanic var ofansjávar, en til þess gefst ekki tækifæri í stuttri blaða- grein, jeg vil aðeins geta þess hinum grama sailor til athugunar, þar sem hann auðsjánlega hefir farið á hundavaði yfir það, sem hann hefir kynt sjer úr skýrslum U. S. A. útaf þessu máli, en sem hann vitnar þó svo digurbarkalega í, að þar er því slegið föstu, að loftskeytamennirnir á Titanic hafi staðið framúrskarandi vel í stöðu •sinni og ekki eitt einasta atriði gefið tilefni til þess að ávæna þá um skeytingarleysi. Hvorugur þeirra yfirgaf tælíi sín fyr en skip stjóri kom og tilkynti þeim að starfi þeirra væri lokið, annar þeirra fórst með skipinu, en hinn bjargaðist fyrir tilviljun. ★ á flettir hinn „grami sailor“ ofan af óvöndun sinni um málsmeðferð þar sem hann ræðir um skrif íslenskra loftskeytamanna gegn þeirri hugmynd og tillögum skipstjóra þegar hann iitbásúnaði sem mest ágæti talstöðvanna í þágu loftkeytaþjónustunnar og að hægt væri með þem að spara þann kostnað að hafa loftskeytamenn á skipum. íslenskir loftskeytamenn hafa aldrei og munu aldrei berjast gegn neinum framförum á starfssviði sínu og viðurkenna fullkomlega þægindaauka þá sem talstöðvar yeita, en þeir hafa altaf og munu altaf berjast gegn hverju því, sem á einn eða annan veg gæti orðið til þes'é að skerða öryggisgildi þeirra er að hafa engan fastan loftskeytamann við þau, það var þetta sem Magnús Magnússon vildi en það sem loftskeytamenn átöldu að yrði tekið upp sem ágæti í sambandi við talstöðvar. Jeg vil bæta þvú hjer viðr að hinn „grami sailor“ virðist ekki vita altof vel það sem hann talar um, að áú hef- ir Magnús Magnússon fengið full- komna loftskeytastöð um borð í skip sitt og hefir loftskeytamann til að starfrækja hana, en hinn „grami sailor“ getur sjálfur reikn að út, hvort M. M. hefir gert slíkt af ótta við F. í. L. eða af því að hann hefir sannfærst, af reynslu sinni um hvort fyrirkomulagið er heppilegra. ★ eg er því samþykkur og svo munu fleiri, að það er leitt að kyndara skyldi hvergi minst í þeim ávörpum, sem flutt voru þennan dag, en slíkt er auðvitað ekki gert með ráðnum hug og ætti hinn ,grami sailor‘ að beina þeim orðum sínum til fulltrúa þeirra sem töl- uðu fyrir hönd Sjómahnafjelags Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, þar sem kyndarar eru meðlimir í svo slíkt hendi ekki aftur, því vinna þeirra manna er ekki ómark verðari en annara sjófarenda. Hannes á Horninu ætla jeg að lokum að biðja um, úr því hann gjarnan vill fá meira um sjómanna daginn þó það sje gagnrýni, að koma því á framfæri við stjórn Al- þýðublaðsins, frá mjer sem einum íir ráði sjómannadagsins, að næsta ár verði framkoma hennar snúin á þann veg gagnvart deginum, að hún komi ekki með hótanir um að vinna gegn honum, ef ekki sje gert alt að hennar vilja. Þetta getur Hannes endurtekið í dálki sínum ef hann vill, til annara’þarf hann ekki að stíla því hvar sem fnlltrúaráðið þurfti að leita til um aðstoð eða annað, mætti það hvar vetna hinni miklu vinsemd og vel vilja. Innán fulltrúaráðsíns ríkti órofinn samhugur allra um að gera þennan dag sem glæsilegastan og þrátt fyrir að þarna voru saman- komnir menn með sitthverja stjórn málaskoðun, var allur rígur og dægurþras útilokað. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. r Landsfundur kvenna. Rætt um mæðralaun, atvinnumál og at- vinnunám kvenna riðji fundardagur Lands fundar kvenna í Alþing- ishúsinu var í gær, 0£ voru tvö mál tekin til umræðu: mæðralaun, og atvinnumál ot? atvinnunám kvenna. Framsögu fyrir því fyrnefnda hafði Katrín Pálsdóttir, og var málinu vísað til sjerstakrar nefnd- ar. I þeirri nefnd eru fulltrúar frá fjórum fjelögum: Áuður Auð- uns cand. jur. (Kvenstúdentafjel. Islands), Lajufey Yaldimarsdóttir (Kvenrjettindafjel. Islands), Guð- rún Lárusdóttir (K. F. U. K.), Katrín Pálsdóttir (Mæðrafjel.) og Aðalbjörg Sigurðardóttir (fulltrúi Landsfundar kvenna). Hitt málið, atvinnumál og at- vinnunám kvenna innleiddi Dýr- leif Árnadóttir með ýtarlegu er- indi. Urðu síðan umræður um mál ið, og var þeiip ekki lokið, er fundi var slitið kl. rúml. 7 síðd. Um kvöldið kl. 9 flutti Ludvig Guðmundsson skólastjóri erindi um skplamál. f dag hefst fundur kl. 2 e. H. með því, að Þórir Baldvinsson byggingafr. flytur erindi um húsabyggingar í sveitum. Söngför Karlakórs Iönaöarmanna Karlakór Iðnaðarmanna kom til Akureyrar í fyrradag og var fagnað með söng! við skips- hlið af Geysi og Karlakór Akur- eyrar. Sveinn Bjarman f],utti ávarp. Kórinn söng í 'fyrrakvöld við ágæta aðsókn og viðtökur og end- urtók mörg lög. Að loknum söng var kórnum haldið samsæti af iðnaðarmönn- um á Akureyri, Geysi og Karla- kór Akureyrar. (FÚ) Minningarorð um Ólaf Kr, Ólafsson Tuttugasta maí s.l. andaðist að heimili foreldra sinna Skólavörðustíg 20 A, hjer í bæ, Ólafur Kristinn Ólafsson. Hann var tæplega tuttugu ára gamall, fæddur 12. júlí 1918. Ólafur sál. var hugljúfi hverjum manni er honum kyntust, og er þung- ur harmur kveðinn foreldrum hans, systkinum og vinum við fráfall hans. Það kom fljótt í Ijós með hinn unga mann, að kynfylgj- ur ættar hans, sem eru alkunn- ar dugnaðar ættir, höfðu ekki flúið hann. Strax eftir ferm- ingu rjeðist hann í sjómensku með föður sínuni og hjelt hann henni óslitið áfram þangað til hann veikist á síðastliðnu hausti af sjúkdómi þeim, ér nú varð honum að bana, eftir lang- varandi þjáningar. 1 starfi sínu sýndi Ólafur sál. dugnað, áhuga og trúmensku. Og hefði mátt af honum vænta mikils starfs, ef líf og heilsa hefðu enst honum lengi. Þung sorg er það foreldrum að sjá á bak svo ungum og efnilegum syni. En Ijúfar minn- ingar um hann verða ekki frá þeim teknar nje trúin á það að gæska guðs vaki yfir hon- um, annars heims sem hjer. í guðs friði. N. N. Sumargistihúsið Reykholt er nú tekið til starfa. HRAUN GERÐISMÓTIÐ. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Fyrirlesarar voru: Síra Bjarni Jónsson víxlubiskup. Síra Gunn- ar Jóhannesson, cand. theol. Gunnar Sigurjónsson, stud. theol. Ástráður Sigursteindórs- son og Bjarni Eyjólfsson rit- stjóri. Auk þeirra flutti síra Guðmundur Einarsson prjedik- un í messunni á sunnudaginn og frú María Skagfjörð ræðu á mánudaginn. Á sunnudaginn rigndi enn, þó ekki látlaust. Erfiðleikarnir,. sem af rigningunni stöfuðu, urðu furðu lítið tilfinnanlegir. Verst var að sjettin milli bæj- arins og kirkjunnar, sem var grasi vaxin, óðst upp, svo að fótabúnaður og gólf urðu mjög óhrein. Á sunnudaginn var fjöldi fólks úr nágrenninu þrátfc fyrir rigninguna. Þá voru sam- ankomnir á staðnum a. m. k. 400 manns. Á mánudaginn var veður hií? besta. Sólskin, hiti og logn. Þá var haldin sjerstök samkoma fyrir börn, sem ungfrú Svan- laug Sigurbjarnardóttir stjórn- aði af sinni alþektu snild. Þá samkomu sóttu 70 börn úr ná- grenninu og jók það ekki lítið- yndi allra, og þá fegurð sem hvíldi yfir öllu eftir hina miklú hreingerningu, sem rigningin hafði gert í allra óþökk. Nú urðu allir þakklátir fyrir rign- inguna, því að slík unaðsfeK- urð sjest ekki ner.ia eftir ó- veður. Lokaþáttur mótsins var alt- arisganga, sem fram fór í kirkj- unni. Gengu þar til altaris um 170 manns, auk þess íiam 30 í há- messu á sunnudag. Það, sem mest einkendi mót- ið var þetta þrent: Söngur, alls staðar var sungið svo ljett og ljúft, að unaður var á að hlýða, eining, svo að þar voru allir í fyllra skilningi en jeg áður hef vitað, með einum huga og gleði slík að enginn vissi af regni eða óþægindum. Það kom skýrt í ljós, sem alda reynsla hefir margsannað, að trú sú, sem hin postullega trúarjátning túlkar - á meiri kyngi kraftar glpði og fegurðar en nokkur kann að gera ráð fyrir. Óskandi væri, að færri ljetu sig fara á mis við þau gæði en raun er á. S. P. FetðafólK takið nftir! Ferðafólk, sem kemur í sumar til Reykjavíkur, getur fengið gott fæði á matsölurini á Laiugaveg 17. Kyrlát og góð húsakynni. Sími 2973. Blmi 1380. LITLA BILSTÖÐIN 3Er nokknS rtér. Opin allan sólarhrinjrinn. Rfgreiði 5ykur á móti Cuba-leyfum. 5ig. E>. Shjalðberg. (Heildsalan). Goliat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.