Morgunblaðið - 21.07.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1938, Blaðsíða 5
Fimtudagur 21. júlí 1938 MORGUNBLAÐIÐ 5 ----------- JPtorgintMafttd ------------------------- Útgref.: H.f. Árvakur. KaykJaTlk. Rltktjðrar: Jðn KJartuuaon OC V»ltfi 8t«tkn««o» (CbyrcBmxmnBur). Auglýklngrar: Axnl óla. Rltktjðrn, auclýalncar og afcralBaln: AmtnnitMrt! a. — Blml 1«00. ÁakriftarcJald: kr. 1,00 A mknnBL í lauaaaðlu: li aura alntaklS — li ana ma8 Laabðk. Lokun Mentaskólans UM DAGINN OG VEGINN landafræðinni, sem við lásum hjer á árunum stóð eitt- íivað á þá leið, að ekki þyrfti nema að skafa dálítið utan af Rússanum, þá kæmi Tartarinn fram. Það má segja eitthvað líkt um Tímamennina okkar. — J?ar þarf ekki að „skafa“ lengi til þess að durturinn komi í Ijós. Eitt aðalvopnið í baráttu þess- „ara manna hefir löngum verið rígurinn milli sveita og kaup- sstaða. Látlaust hefir verið sleg- ið á strengi hleypidóma og öf- sindar. Sögusmetti og rægju- :rófur hafa hlaupið um allar rsveitir með viðeigandi fótbún- ;aði. Auðvitað hefir rógnum alt xa,f verið beint alveg sjerstaklega gegn Reykjavík. Árum saman mátti helst ekki nefna íbúa höf- uðstaðarins rjettu nafni í mál- gögnum Framsóknar. Þeir hjetu ;ýmist ,,Grimsbýlýður“, „malar- .skríll“, eða öðrum álíka við- íeldnum heitum. Einn þektur rithöfundur 'Tímamanna skrifaði fyrrr nokk-, urum árum grein um Reykja- vík. Hann mintist meðal ann- .ars á útlit Sundhallarinnar. En framkvæmd verksins hafði þá tafist ár eftir ár vegna svika Framsóknarmanna í málinu. — Yar nú svo komið að húsið var orðið mjög illa leikið. Meðal annars höfðu flestar rúður ver- ið brotnar í því, að því er þess- um manni sagðist frá. Og mað- urinn var ekki lengi að hafa upp á sökudólgunum. Það voru „íhaldsbörnin í Reykjavík“, er brotið höfðu rúðurnar! Á fundi, sem haldinn var í fjarlægum landshluta fyrir nokkrum árum, komst einn til- ‘tölulega græskulaus Tímamað- ur svo að orði, að á heimilum ,.höfðingjanna í Reykjavík“ ■væri ekki óalgengara að drekka 'kampavín, en „svart og sykur- laust kaffi“ á fátækum sveita- heimilum. Eftir þingrofið 1931 voru ’haldnir alm. mótmælafundir hjer í bænum dag eftir dag. Þá •stóðu Reykvíkingar nálega sem einn maður um að heimta al- :menn mannrjettindi á við aðra landsbúa. Þá kom það fyrir að ein rúða brotnaði hjer í húsi. „Uppreisnarmönnum“ var kent rúðubrotið. Og þessa tilefnis hafa Tímamenn aldrei kallað dagana eftir þingrofið annað en ,„skrílvikuna“. En það sýnir ákaflega vel hugsunarhátt þessara manna, :að þetta eina rúðubrot var tal- inn miklu meiri viðburður, en stjórnarskrárbrotið, sem þeir fröjndu ,sjálfir vegna þess, að menn höfðu leyft s.jer að fara þess á leit, að höfuðborg ís- lands yrði ekki framvegis beitt j-ifn harkalegu misrjetti og verið hafði um val á fulltrúum ■á löggjafafsamkomu þjóðarinn- Nú er það svo um þau dæmi, sem nefnd hafa verið um Reykjavíkurróg og ,,íhaldsróg“ Tímamanna, að þeirra hefir verið leitað í pólitísk blöð og á pólitíska mannfundi. Þetta mundu sennilega taldar nokkr- ar „málsbætur“ fyrir rjetti. En þá fer skörin að færast upp í bekkinn, þegar starfsmenn al- þjóðastofnunar, sem á að vera menningarstofnun og algerlega hlutlaus, nota aðstöðu sína til þess að fara með andstyggileg- sta róg á hendur íbúum þessa bæj ar. Eitt af skemtiatriðum út- varpsins á að vera hin vikulegu erindi Jóns Eyþórssonar um daginn og veginn. Það eru nú að vísu æði skiftar skoðanir um það, hvað Jón sje skemtilegur. En sleppum því. Hann hefir til þess alla tilburði, hvernig sem árangurinn verður. Nú ný- lega var Jón Eyþórsson að fræða áheyrendur sína á því, að Reykvíkingar væri helst ánægð- ir yfir því, að engin síld veidd- ist, vegna þess að með því móti mætti kannske losna við ríkis- stjórnina. Þessum manni er borgað af almannafje til þess að bera fram þennan óþokkaskap fyrir hlustendur um land alt. En fyrir utan þá ónáttúru- kendu illgirni, sem í þessum viðbjóðslega rógi felst, hljóta menn að undrast það hyldýpi heimskunnar, sem að baki leyn- ist. Ffverjir af íbúum Reykjavík- ur geta glaðst af því, að síld- in bregst: Útgerðarmennirnir? Ætli þeirra hagur sje ofgóður, þótt sæmilega aflaðist. Sjó- mennirnir? Þeir eru ýmist ráðn- ir upp á hlut, eða þá kaup, og ,,premíu“? Eiga kaupmenn og iðnaðarmenn að fagna því, að kaupgetan minkar í landinu vegna framleiðslubrests? Eiga þeir að fagna síldarleysinu, vegna þess, að það verði til að luka innflutninginn til lands- ins? Hverjir eiga að fagna? Hvaða maður á íslandi til sjáv- ar eða sveita fagnar því, að hallæri geti skollið hjer yfir á næstu mánuðum? Nefnið þessa menn, Jón Ey- órsson, eða standið ella uppi m rógberi og andstygð góðra manna! Umræðuefnið í dag: Sainvinna Breta og Frakka. Þýski svifflugleiðangurinn, sem hjer liefir dvalið undanfarið ög mestan þátt átti í flugsýningunni á sunnudaginn, fer hjeðan heim leiðis 28. þ. m. Knattspyrnufjel. Valur. 1. flokk ur, æfing í kvöld kl. 7^2 á í- þróttavellinum. Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akur- eyri er hjer í bænum. Blaðið hefir haft tal af honum um ýmislegt, sem að skólamálum lýtur. Hann er hjer m. a. til þess að koma því til leiðar, að hægt verði að fjölga kenslu- deildum í Mentaskólanum á Akureyri, því aðsóknin eykst stöðugt að skólanum, en SÍRurður og samverka- menn hans vilja ekki með nokkru móti tepna aðgang að Mentaskólanum þar, eft- ir því sem er á þeirra valdi, þykir það mikill ábyrgðar- hluti. Jeg skil ekki í yklmr Reykvík ■ ingum, segir Sigurður, að þið skulið láta bjóða ylikur það, að loka Mentaskólanum, eins og hjer hefir verið gert. Þetta er að mínu áliti hrein óhæfa og stórhættu legt fyrir uppeldi og mentun þjóð arinnar. * Jeg heyri sagt, að hjer sje bor- ið við húsnæðisleysi. En skyldi það ekki vera eitthvað annað, sem vantar þá samtimis? Þannig lítur það út fyrir okkar augum. Akureyrarskóli var, eins og kunnugt er, bygður fyrir 100 nemeiidur. En í vetur nutu 270 nemendiir þar kenslu. Það veldur vitanléga talsverð- um óþægindum, að hafa skólann svo mjög skipaðah. En þetta er hægt. Reynslan liefir sýnt það. Og það er hægt, án þess að not skólavistarinnar rýrist að nokkru ráði fyrir nemendurna. Til þess að fá kenslurúm fvrir allan þenna fjölda nemenda, höf- um við þurft að láta kensluna byrja á mismunandi tímum á morgnana. Sumir byrja ld. 8, aðr- ir kl. 9 og enn aðrir ekki fyr en kl. 10. Og kenslustundir þurfa að standa yfir á þeim tíma, sem ann- ars er venjulegt matarhlje, frá kl. IIV2—121/2 miðdegis. ★ Án þess að jeg hafi haft tæki- færi til að gera nákvæmar tillög ur um það, hvernig fleiri kenslu- deildum verði komið fyrir í Mentaskólanum hjer, þykist jeg af kunnleika mínum á húsakynn- um skólans, og samanbiirði á nemendafjölda hans og núverandi nemendafjölda Akureyrarskóla, mega fullyrða, að það sje hægt að fjölga deildum í Mentaskólanum hjer, að óbreyttu húsnæði hans. En ekki getið þið haldið áfram að bæta við í skólann á Akureyri, ef aðsókinn eykst enn? Nei. Vitaskuld er það ekki hægt. Fyrstú breytingu á hús- næði skólans hugsum við okkur þá, að losa söfnin úr skólahús- inu, og byggja vfir þau sjerstakt hús, Kenna má þá tilteknar náms- greinar í þessum nýju stofum, sem söfnin verða geymd í. En ! þá komast söfnin úr eldhættu I timburhúsinu, og mun enginn óhæía Kvenfólkið helst ekki í meiri hluta. -- Kvennaskólinn sem stúdentaskóli. — Um- sögn Sigurðar Guðmunds- sonar, skólameistara. kunnugur bera á móti, að brýn nauðsyn sje á því. Stúdentsmentunin skást. Þið verðið að gæta að því, að eins og skólakerfi okkar er nú, þá er stúdentsmentunin skást, bæði vegna þess, að þeir nemend- ur fá þtaðbesta und/rbúnings- mentun, og vegna þess, að nám- ið í sjálfu sjer veitir nemendun- um best uppeldi og þjálfun. Til þess að ná stúdentsprófi þurfa nemendurnir að leggja á sig mikið erfiði. Og þeir þurfa að venja sig við reglubundið náin, nákvæma vinnu. Þetta er ungu námsfólki mjög nauðsynlegt. )Svo er það annað mál, að allur stúdentaskarinn á ekkert erindi inn á embættismannaveginn. En það er Háskólans að sjá um það. Stúdentspróf er góður undirbún- ingur undir lífið, ef námið er vel rækt. Og þessi skásta mentun, sem völ er á fyrir ungt fólk, á að standa öllum opin, hvar sem menn alast upp í landinu, hvort það er í Lækjargötu eða á Langanesi. Og menn eiga að geta fengið þessa mentun jafnt efnaðir sem fátækir. Síðan Mentaskólanum hjer var lokað, koma vitaskuld margar umsóknir Uorður til okkar hjeð- an að sunnan. En þó við værum allir af vilja gerðir, getum við ekki tekið við straumnum hjeðan frá lokuðum dyrum Reykjavíkur- skólans. ★ Mjer er alveg óskiljanlegt, að sósíalistar skuli styðja lokuri Mentaskólans. Sálin í þeirra stefnu er sú, að rnenn fái jafn- rjetti um tækifæri til að reyna sig og njóta sín. En með því fyr- irkomulagi, sem nú er við inn- töku hjer í Mentaskólann, fer því fjarri að þessum skilyrðum sje fullnægt. Því það sjer hver maður, að efnafólk hjer í Reykjavík, sem getur kostað miklu fje til að und- irbúa börn sín undir inntöku- próf, það hefir forrjettindaað- stöðu, eða börn þeirra, til þess að ná inntökuprófi í Mentaskól- ann. Þetta er algerlega gagn- stætt öllum jafnrjettisanda. Mín skoðun er, að inntökupróf eigi einmitt að vera ljett. En erf- iðið bvrji fvrir alvöru, þegar nem andinn er korninn inn fyrir veggi skólans. Það liggur í augum uppi, að úrval það, sem nú er gert á nem- endahóp þeim, er æskir inntökn í Mentaskólann, er á engan hátt þannig, að það veiti tryggingu fyrir því, að þeir, sem eiga mest erindi að stúdentsprófborði, kom- ist í skólann. T. d. bráðþroska meyjar standa þar betur að vígi en seinþroska sveinar. Auk þess, svo mjög sem fjöldinn, sem úti- lokaður er, er beinlínis órjetti beittur. Kvenstúdentar. Ein af afleiðiugum þessa fyr- irkomulags, sem hjer ríkir, er það, að kvenstúdéntar eru orðn- ir tiltölulega altof margir. Stú- dentsmentun er góð, jafnt fyrir stúlkur sem pilta. En það ér mín skoðun, að skólalífið missi nokk- uð af alvöru sinni og heilbrigð- um starfsanda, ef stúlkur verða í meirihluta í kensludeildunum og móta þarmeð einstakar bekk- sagnir. Það er holt að minni hyggju, að stúlkur stundi nám með piltum. En verði þær svo margar, að þær fái yfirgnæfandi áhrif í skólalífinu, er það til tjóns fyrir skólastarfið. Merkir erlendir skólamenn, sem jeg hefi t.alað við, eru rnjer sammála í því. Einkunnakerfið. Jeg er mótfallinn þeirri breyt- ingu, sem gerð hefir verið á einkunnakerfinu, heldur Sigurður áfram. Jeg tel, að „mínusarnir“ hefðu átt að vera. Þegar nemend- ur vita af þessuin rnfsieinkunn- um, þá finna þeir alvöruna bet- ur í náminu. Að þeir mega enga kenslugreiii vanrækja. Að þeir mega aldrei slá slöku við, helst engan dag. Því ef það reynist svo, að þeir viti ekkert í einhverri námsgrein, einhverju mikilvægu atriði námsgreina, mega þeir eiga von á, að þeir fái neikvæða eink- unn. Þetta er skýr áminning, sem hvetur nemendurna til hins reglu bundna starfs, hins samviskusam- lega náms, sem hefir hin bestu uppeldislegu áhrif á unglinga. Jeg tel óheppilegt, að Reykja- víkurskóli skuli í senn haga inn tökuskilyrðum þannig, að í- skyggilega mikill liluti nemend- anna eru stúlkur, að dregið sje úr alvöru skólastarfsins á þann hátt, jafnframt því sem einkunna- kerfinu er brevtt í þá átt, að það knvr nemendurna ekki eins skýrt til alvöru og skyldurækni í náminu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.