Alþýðublaðið - 10.06.1958, Qupperneq 1
Alþtjíiubl
XXXIX. árg. Þriðjudaginn 10. júní 1958.
127. tbl
Bury sigrað!
Akranes 3; 1
Bory Fram I kvöld.
ÞRIÐJI leikur enska atvinnu
mannaliðsins, Bury FC, fór
fram sl. sunnudagskvöld. Léku
þeir við íslandsmeistarana frá
Akranesi og sigruðu með 3:1. í
hálfleik stóðu leikar 1:1. Eftir
gangi leiksins máttu þetta telj-
as réttlát úrslit, en nánari frá-
sögn er á íþróttasíðunni í dag.
Fjórði leikur Bury er í kvöld
kl. 8.30 við Fram,
orðurlan
Síldin var síór en ákaflega mögur
Samið um sélu á nokkru magni af Norðurlandssíld
FYRSTA SÍLDIN á þessu sumri hefur sézt fyrir
Norðurlandi. Það var norskur línuveiðari á þorsk-
veiðum, sem sá í gær tvær litlar torfur út af Stranda-
grunnshorni. Einnig fékk togarinn Hafliði nokkrar
síldir í vörpuna.
Fitumagn síldar þeirrar,
sem Hafliðj fékk norðaustur
af Horni, var mælt á Siglu-
firði í gær og var það 7,5%,
en það er ákaflega mögur síld
og langt frá því að vera sölt-
unarhæf. Hins vegar var síla-
in stór eða 35 cm á lengd og
Utnefning nýrra ráðherra og emb-
ætfismanna hið eina sem gerf var
á franska ráð
„Foriílyrlrio var, eins og á tímum Na-
póleons, aðeins formsatriði,“ Malraux.
PARÍS, mánudag. — Franska stjórnin féilst í dag án
umræðu á útnefningu sex nýrra ráðherra í stjórn de Gaulles,
hershöfðingja. Jafnframt var Guy Lamassoure útnefndur sýslu-
maður á Korsíku í stað Marcel Savreux, sem öryggisnefndin,
er þar var stofnuð nýlega, settj frá. Eftir ráðuneytisfundinn
uppíýsti Malaux, upplýsingamálaráðherra, að ekki hefði verið
rætt um viðhoríið til Túnis og Marokkó, kosningar í Algier,
stjórnarskrárbótina eða væntanlegan fund de Gaulles og Mac-
millans.
■Það voru engar umræður á
fundinum. „Fundurinn var,
eins og á tímum Napoleons, að
eins formsatriði,*'* sagði Mal-
raux.
Jacques Soustelle, fyrrver-
andi landsstjóri f Algier, var
ekki nefndur á listanum um út-
nefningar í emibætti. Öfgamenn
í Algier hafa til þessa verið
mjög óánægðir með, að Soustel-
ie hefur ekki fengið neitt starf
í stjórn de Gaulles. Samkvæmt
fréttum frá Algier átti de
Gaulle að hafa. lofað öryggis-
I FYRRAKVÖLD varð um-
ferðarslys á gatnamótum Rauða
lækjar og Brekkulækjar. Þrett
án ára gamall drengur á skelli-
Höðru varð þar fyrir bifreið og
slasaðist mikið.
Bifreiðarstjórinn, sem ók
ve'stúr Rauðalæk, kveðst ekki
hafa orðið neins var fyrr en
drengurinn. á skellinöðrunni
kom fyrir hornið á Brekkulæk
og tókst ekki að koma í veg fyr
ir árekstur. Drengurinn, sem
heitir Einar Gíslason, Vestur-
brún 13, féll í götuna við á-
reksturinn. Var hann fluttur á
Slysavarðstofuna og þaðan á
Landsspítalann. Var hann
mjaðmargrindarbrotinn, auk
þess sem hann fingurbrotnaði
og hlaut smærri áverka.
nefndinni í Algier því, er hann
var þar fyrir helgina, að tíous-
telle skyldj fá mjög háa stöðu,
og aðilar, er nærri sranda
frönsku stjórninni, iétu í það
skína í dag, að Soustelle væri
væntanlegur til Parísar á næst
unni. Nánasti samstarfsmaður
Soutelles ber á móti þessu.
Meðal stjói’nmálamanna í
Algeirsborg er sagt, að Sous-
telle verði á næstunnj út-
nefndur persónulegur ráð-
gjafi de Gaulles í málefnum
Norður-Afríku.
BORGARSTJÓRI FER FRÁ
S'alan hersihöfðingi, persó.nu.
legur fulltrúi de Gauiles í Al-
gier, féllst í dag á lausnar-
beiðni Jacques C-hevallier borg
arstjóra í Algeirsborg eftir
stuttan fund msð borgarstjórn.
um.
Ohevallier aíhent; lausnar-
beiðni sína fyrir nokkrum dög-
um, eftir að yfirvölain höfðu
tilkynnt honum, að þau gætu
ekki ábyrgzt öryggi hans, ef
hann færi út úr hús; sínu Che-
vallier varð óvinsæll meðal
íbúa Algier, er hann var ráð-
herra í stjórn Me'ndes-France.
MIKIL LÁNTAKA
Góðar heimildir skýrðu frá
því í dag, að Pinay fjármálaráð
herra muni nú leggja fram til-
lögu um ríkislán að upphæð
Framhald á 2. siðu.
rúmlega 300 grömm á þyngd
Veður nyrðra hefur að undan.
förnu verið kalt og óhagstætt
fyrir síldina.
SÖLUSAMNINGAR
und tunnum af Norður- og Suð-
Þegar hafa verið undirritaðir
urlandssíld til Sovétríkjanna
fyrjr sama verð og í fyrra. Þá
hefur verið samið um sölu á 55
þúsund tunnum til Finnlands,
rúmlega 57 þúsund tunnum til
Svíþjóðar og ef tii vili verður
samið um meiri sölu til Svía.
Er það Norðurlandssíld. Þá er
komið vel á veg með samninga
um sölu á 8000 tunnum af salt-
síld til Bandaríkjanna. Emnig
er verið að undirbúa samninga
við Pólland um sölu þangað, en
það verður sennilega Suður-
landssíld. Verið er að leita fyr-
ir sér um sölu á síld til Vestur.
og Austur-Þýzkalands og Dan-
merkur, en það hefur ekk-_ bor-
ið árangur ennþá.
Síldarverðið hefu rekki veiið
endanlega ákveðið, en vevður á-
kveðið á næstunni. I gær höfðu
132 skip sótt um leyfi til síld-
veiða fyrir Norðurland; í sum-
ar, en bað er álíka mikill fjöldi
og sótt hafði á sama tíma í
fyrra.
Mikill mannfjöldi fylgdisí með slökkviliðssýningunni á Lækj-
argötu á sunmidag. Efri myndin er af gömlum slökkviliðsvagni
en hin neðri sýnir slökkviHðsmenn f „:sprautu-boIta.“ (Ljósm.:
Bjarnleifur Bjarnleifsson).
V.-þýzka sfjórnin
reynir að sföðva af-
kvæðagreiðslu um
afómvopn í Bremen.
BONN, mánudag. Vestur-
þýzka stjórnin hefur hcðið
stjórnlagadómstólinn í Karls-
ruhe um að gefa bráðahirgða-
úrskurð um, að ríkið Bremen
megi ekki halda þjóðaratkvæðu
greiðslu til að kanna skoðanir
kiósenda um það, hvort búa
eigi vestur-þýzka herinn kjarn
orkuvopnum. Segir innanríkis-
ráðherrann, dr. Gerhard Schrö-
der, að stjórnin hafi gert sams
konar ráðstafanir ti} að stöðva
fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í
ríkinu Hessen.
Ríkið Bremen, þar sem jafn-
aðarmenn stjórna, hefur ákveð-
ið að halda átkvæðagreiðsluna,
þrátt fyrir að stjórnlagadóm.
stólhnn í Karlsruhe kvað upp
nýlega bráðábirgða úrskurð um
að ríkið Hamborg mætti ekki
halda slíka atkvæðagreiðslu.
Ifpur effir mlkil áfö!
Allsheriarverkfall grískra manna til að
mótmaela ofbeidi Tyrk.ia á eynni.
NICOSIA, mánudag. Brezki,
landsstjórinn á Kýpur, Sir
Hugh Foot, gerði í dag strangar
varúðarráðstafanir á eynni, eft-
ir að’ nýiar óeirðir brutust út
og grískir íbúar eyjarinnar
höfðu gert allsherjarverkfall til
að mótmæla ofbeldi því, er týrk
neskir íbúar eyjarinnar heittu
urn helgina. Útgöngubaimið,
sem aflétt var á mánudagsmorg
un, var sett á aftur af lands-
stjóranum er á leið daginn og
brezkar hersveitir voru látnar
vcra við öl’u búnar í Nicosia og
á öðrum stöðum á eynni.
Tyrkneskur Kýpurbúí og
kona hans voru í morgun skotin
til bana í gríska bæjarhlutan-
um í Nicosia. Maðurinn var dá.
inn er hann fannst, en konan
cló skömmu síðar á sjúkrahus:.
Alls hafa fimm manns iátizt i
óeirðunum á Kýpur síðustu
sólarhringana.
í gamla borgarhlutanum sötn
uðust tyrkneskir menn saman
og' köstuðu grjóti í farartæki
lögreglunnar, og til mikilla á-
taka .kom, er tyrkneskir menn
reyndu að hindra fólk í afi
komast inn í grískar varzlanir.
Flýtja varð sex Grikki á sjúkra
hús.
Brezka öryggisliðið varð í
flýti að senda liðsstyrk til bæj-
arins Lefka um 50 km fyrir
vestan Nicosia, þar sem tyrk-
neskir óeirðarmenn höfðu
kveikt í grísku verzlunarhúsi. I
Limasol umkringdu brezkir
hermenn tyrkneska bæjarhlut-
ann.
Grískir íbúar Kýpur fóru þeg
ar eftir hvatningu um að gera
þrigg.ia sólarhringa verkfall til
að mótmæla ofbeldi Tyrkja um
helgina. Grísk fyrirtæki lo'kuðu
og grískir verkamenn lögðu nið
ur vinnu.
í Tyrkneskur aðstoðar-lög-
regluþjónn var síðdegis í dag
I skotinn til bana i einni af út-
j horgum Nicosia. Jáfnframt var
! heimagerðri sprengju kastað að
brezkum varðflckkj í tyrkneska
bæjarhlutanum í Nicosia. —•
Framhald á 2. síðu.