Alþýðublaðið - 10.06.1958, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 10.06.1958, Qupperneq 11
Þriðjudaginn 10. júní 1958. AlþýðublaðiS 11 í DAG er þriðjudaguriim 10.! júní 1958. Slysavarðstofa Reykjavíkur i Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Læknavörð ur LR (fyrir.vitjanir) er á sarua stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Vesturbæj- ar apóteki, sími22290. Lyfjabúð in Iðunn, Reykjavíkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja öll lokunartíma sölubúða. Garðs apótek og Holts apótek, Apótek Austurbæjar og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega nema á laugardög- um til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á sunnu dögum milli kl. 1 og 4. Ilafnarfjarðar apótek er opið aila virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—2.1. Næturlæknir er Ólafur Ein- arsson. líópavogs apóíek, Alfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13-16. Sími 23100. FLDGFEEÐIB Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilandaflug vélin Hrímfaxi fer tii Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Reykja víkur kl. 22.45 í kvöld; Milli- landaflugvélin Gullíaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blöpdu óss, Egilsstaða, Flateyrar, ísa- fjarðar, Sauðárkróks, Vest- mannaéyja (2 ferðir) og Þing- eyrar. Á morgun er áætlað að fijúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Vestmannaeyja (2 ferð- ir) og Þórshafnar. Loftleiðir. Hekla er væntanleg kl. 8.15 frá New York. Fer kl. 9.45 til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Edda er væntan- leg kl. 19 frá London og Glas- gow. Fer kl. 20.30 tli New York. skipafréttir Ríkisskip. Ilekla er væntanleg til Bergen í dag á leið til Kaupmannahafn- ar. Esja fer frá Akureyrl í dag austur um land áleiðis til Rvík- ur. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar og Akureyrar. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Mantyluoto. Arnarfell losar á Eyjafjarðar- höfnum. Jökulfell er í Riga. Dís- arfell er í Mantyluoto. Litlafell losar á Norðurlandshöfnum. Helgafell fór 5. þ. m. frá Kefla- vík áleiðis til Riga og Hult. Hamrafell er í Batum. Heron er á Hofsósi. Iindicat er á Breið- dalsvík. Helena fór frá Gdansk 7. þ. m. áleiðis til Akraness. Eimskip. Dettifoss kom til Leningrad 7/6, fer þaðan til Vehtspils, Kotka, Leningrad og Reykjavík ur. Fjallfoss fór frá Flafgyri í gærkvöldi til Bolungarvíkur, Grafarness, Akraness og Reykja víkur. Goðafoss fór frá Reykja- vík 7/6 til Seyðisfjarðar, Norð- fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Húsa- víkur, Siglufjarðar, Akureyrar, Svalbarðseyrar, ísafjarðar og Flateyrar. Gullfoss fór frá Leith í gær til Reykjavikur. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 8/6 frá Kaupmannahöfn og Fredericia. Reykjafoss kom til Antwerpen 8/6, fór þaðan í gær til Ham- borgar, Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss fer frá New York um 20/6 til Reykjavíkur. Tungufoss kom til Reykjavíkur í gær frá Hamborg, Faffisala sjómannakvenna á Sjómannadaginn í Sjálf- stæðdshúsinu gekk mjög vel og var ágóðinn rúmlega 20 þúsund krónur. Hafa nú konurnar í und irbúningi að kaupa hinar um- ræddu vinnuvéiar handa vist- konunum í Hrafnistu. Biðja kon urnar blaðið að flytja öllum þeim, er hjálpuðu til að þetta gaf svo góðan árangur, sínar beztu þakkir, ekki sízt Sjálfstæð ishúsinu fyrir ókeypis húsnæði og framúrskarandi fyrirgreiðslu. Til Hvanneyringa. Framkvæmdanefnd sú, er kosin var til þess að sjá um fjár söfnun til skógræktar í minn- ingu Halldórs Vilhjálmssonar skólastjóra á Hvanneyri, vill minna Hvanneyringa, sem iiér koma til greina, á að plöntunin h.efui’ dregizt lengur en ætlað var vegna veðurfarsins á þessu vori. En nú er plöntun hafin og væri því æskilegt að þeir, sem ætla sér að styrkja umræddan minningarlund með fjárframlög um nú í vor, greiöi tillag sitt sem allra fyrst til gjaldkera nefndarinnar, Gunnlaugs Ólafs- sonar, skrifstofustjóra Mjólkur- samsölunnar, Laugavegi 162, Reykjavík. Nefndin. Skélaslit. Framhald af 5. síðu. um námsárangri náðu, hvor í íríum aldursflokki. Ennfremur fengu hringjarar skólans og formaður nemendafélagsins viðurkenningar fyrir vel rækt slrrf. Við skólann störfuðu í vetur 15 kennarar, þar af 8 stunda- kennarar. Þetta var annað starfsár Gagnfræðaskólans við Réttar- hcltveg. Skólastjóri er Ragnar Georgsson. J. I^agnús Bjarnasons Ir. £09. EIRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. vetra uxa. Svo kom túlkurinn, en túlkurinn skildi ekki, hvað Ben vildi. Svo var sent eftir öðrum túlk, en það fór á sömu leið, hann skildi ekki heldur. Illt er að deyja ráðalaus, sagði Ben. Hann benti á hjartað á sér, tók svo stúlkuna í fang sér og kyssti hana. Viti nokk- ur meinbugi hér á, sagði Ben, þá segi hann nú til og þegi síðan. Nú þurfti ekki á túlk að halda. Kerlingarnar orguðu og stúlkan æpti, en karlinn — hann reis upp af rúminu, tók tóbakstöluna út úr sér o,g stakk henni f vestisvasann. Svo gekk hann að Ben, tók annarri hendinni í treyjukrag'- ann, en hinni í aðra buxna- skálmina að aftan og kastaði Ben á höfuðið út um gluggann, og fylgdi gluggakostan með. Hæ, sögðu kerlingarnar. Meidd ist Ben? Já, Ben meiddist. — Hann gekk úr liði um báðar axlirnar og nefbrotnaði að auk. Svo fór karl út um glugg- ann og kerlingarnar á eftir. Karl tók með báðuim höndum um hægri hönd Bens, setti annan fótinn f handarkrikann á honum og kippti í liðinn, og hið sama gjörði karl við vinstri hönd Bens, — kippti í liðinn. Hjú, sögðu kerlingarnar. Svo tók hann Ben og kastaði hon- um upp í kerruna og lét síldar- hálftunnuna fylgja með. Þar næst keyrði harín Grána af stað. Ard, sögðu kerlingarnar. En Gráni nam ekki staðar fyrr en hann var kominn með kerr- una, síldar-hálftunnuina og Ben út á skagann við Spry Bay. Þegar Ben heyrði íslend- inga nefnda eftir það, þá ná- fölnaði hann æfinlega í fram- an. — Þeir eru þá heljarmenni, þessir íslendingar, sagði ein- hver. En Iíendrik rak olnbog- ann svo íast f síðuna á mér, að mig sárkenndi til, — Þeir eru tröll, sagðf mað- urinn með páfagauksnefið. Eg skal segja ykkur aðra sögu, sem sannar það. Hún er svona: Það var efnu sinni komið með nýjan steðja upp í Mosseár- námur. Steðjinn vóg þrjú hundruð og tuttugu pund. Það komu marigir menn saman til að reyna afl sitt á stsðjanum. Sumir gjörðu honum ekki grasbít, nofckrir lyftu honum fáa þumlunga frá iörðu; fáir einir tóku hann upp á kné sér, og tveir hófu hann urpp á bringu. Þá kom Archibald þar að, Hann er ýfir sex fet á hæð og eins og þrfhöfðaður þurs til að sjá, — svo eru axlahnút- urnar stórar á honum. Arehi- bald gekk að steðjanum, glottf út f annað munnvikið og ranghvolfdi í sér augunum. Hann setti lófana undir horn- in á steðjanum, hóf hann upp að höku, rétti svo úr hand- leggjunum og lét steðjann detta. — Þetta kemur frá herð unum, — sagði Archibald og glotti út í annað muTmvikið, — það var setíð í annað munn vikið, sem hann glotti, hann Archibald. í þessu kom ís- lendingur þar að. Hann bar fjór.ar skreppur (bushel) af kart öfluim á bakinu, — kartöflur, sem hann ætlaði að selja. Hann fleygði frá sér kartöflupokun- um, — þeir voru tveir — og hljóp að steðianum og tók um hornin á honum. — Stígðu niður í steðjanum, Archibald, sagði íslendingurinn, hann kunni ekki, enskuna mál- fræðilega, stigðu niður í steðj- anum, sagði hann, og haltu öll- um höndunum um allar axlirn ar á mig. — Þá stökk Archi- bald upp á steðjann og studdi höndunum á axlirnar á ís- lendingnum. — Upp, sagði ís- lendingurinn og hóf urn leið steðjann og studdi höndunum á axlirnar á íslendingnúm. „Upp!“ sagði íslendingurinn og hóf um leið steðjann og mann inn upp fyrir höfuð og kastaði hvorutve.ggja aftur fyrir sig. Archibald lá fjóra faðma fyrir aftan hann og steðjinn lítið eitt nær. „Þetta kemur og svo frá iherðunulm", sagði Arcbíibald. Hann. stóð upp, hristi sig, rang hvoldi í sér augunum og geikk burt. Glotti hann þá? Nei, ekki hann Archibald. Hann rang- hvoldi bara í sér augunum og gefck sinn veg. „Sterkir eru þeir yíst1,1.,, sagði einhver, „en eru þeir ráð vandir?“ , • „Ráðvendnin sjálf,“ sagði maðurinn með páfagauksnefið. „Einu sinni keypti íslendingur eitt pund af tei hjá Taylor kaup manni á Corback. Skömmu síð ar kom íslendmgurinn aftur, rétti hendina fram á búðar- borðið og sagði: „Þ.etta átt þú, herra kaupmaður, það hefur lérít rríéð í teinu, í ógáti“. „Hva — hva —- hva —- hvað!“ sagði Taylor kaupmaður. Hann stamaði ætíð ógurlega og gat aldrei vanið sig af þvf, —. hann stamaði ævinlega, nema' þegar hann blótaði og nefndí peninga. „Hva—hva—bva—■ hvað er það?“ sagði hann. „Það eru högl, — högl úr blýi. — rjúpna'högl,“ sagði íslendingur- inn. ,,La—la—la— láttu þau í kjaggann þarna“, sagði Taylor kaupmaður. „Fyrst skulu þau fara á metaskálina“, sagði ís- lendingurinn. Taylor stamaði og stamaði óttalega, en höglin fóru á metaskálina, þrátt fyrir allt. „Tvö lóð gild“, sagði ís- lendingurinn. Taylor stamaði enn óttalega. „Tvö lóð af tei“, sagði íslendingurinn, ,,tvö lóð, og þau gild“. Taylor sortnaði fyrir augum og vóg út í ein- hverju ofboði átta lóð "af tei. „Nei, tvö lóð,“ sagði íslénding- Uririn, „þai’a tvö lóð, og þau gild og ekki vitund meira“. Og með sín tvö lóð gild af tei'fór hann. en Taylor fékk högl sín aftur. Það bar ekki á því, að högl væru £ teinú hans Taýlors eftír það, — alls ekki. Það er ekki nóg með það, að íslending ár séu sjálfir ráðvandir, heldur \jita_ jþeir .líka, hvíermg fþeir eiga að fara að því að gjöra aðra ráðvanda. Ner, það voru aldrei högl í teinu hans Tay- lors kaupmanns eftir það“.. „Þykir þeim tevatnið gott?“ sagði einhver. „Þeir drekka ein fádæmi af tevatni“, sagði maðurinn með páfagauksnefið. „'Hér ér gótt dsémi: — Þið hafið allir heyrt uia hann Jakob Prest, — veiði manninn mikla, sem drap fjöru tíu og tvo skógaríbirni á ein- uríi vetri. Hann draþ einn þeirra með algengri handöxi, og giírndi við annan og hrygg braut hann. Sá björn vó fimm hundruð og sjötíu pund. Já, það var nú veiðimaður, hann Jakob Prest. Hann hélt lengí ísierizkan vinnúmann, dugnað- ar varg, en allra mesta mat- mann. Það var langt frá því, að konan hans Jakobs Prest vildí spara mat við Islendinginn, en af því hún var hniginn á efri aldur og stirð mjög' til smásnún inga, þá tók hún það sérlega nærri sér að þurfa að hella te yatninu sex og sjö • sinnum í bollann hans við hverja ein- ustu ínáltíð. Henni leiddist það. Þá fann hún upp ráð, IEIGUBÍLAR Bifreiðasföð Steindóra Sími 1-15-80 Bifreiðastöð Keykjavíkm Sími 1-17-20 SENDIBÍLAR Sendibílastöðin Þröstiar Sími 2-21-75 FILIPPUS OG GAM TURNIN?' „Hvaða vél?“ spurði Pilipp- uh. „Sjáðu til,“ sagði prófessor. inn, „ég hef fundið upp vél, sem ,getur ger.t sagnfræðina áð veru leika á ný.“ Filippus hristi höf- uðið ruglaður. „Ef ég stilli vél- ina á miðaldir, þá get ég scð hlutina eins og þeii- voru þá. og' það getur þú og hver sem er. Þú varst eitthvað að tala um .þetta suðandj hljóð, var það ekki? Jæja, það var vélin mín og í gærkvöldi var ég að skoða miðaldirnar og einhver hlýtur að hafa tekið í stöngina og sett vélíria í gang.“ Það var einmitt á þessari stundu, sem Jönas kom til þorpsins. y.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.