Morgunblaðið - 04.08.1938, Side 7

Morgunblaðið - 04.08.1938, Side 7
Fimtudagur 4. ágúst 1938. M0h6¥NSIAlíÐ 7 Fjármálastefna Eysteins Jóns- sonar leiðir til glötunar PRAOTH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU. anna og verður ekki sagt, að eú krafa sje ósanngjörn. En J>að er ekki nóg að beita höftunum einum, til þess að ráða bót á ástandinu. Þarf ann- að og meira að koma til, sam- tímis. Og það er á þessu sviði, sem ágreiningurinn hefir ris- ið milli stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæðismenn hafa vitt eyðslustefnu stjórnarflokf- anna, hinar þungu álögur, sem skapa óbærilega dýrtíð í land- inu og kyrkja alt atvinnulíf. ★ Ríkisstjórnin hefir nú efr.tr- minnilega þreifað á því, hvaða álit erlendir fjármálamenn hafa á fjármálastjórninni, sem hjer er rekin. Á síðasta þingi var samþykt 12 milj. kr. lánsheimild handa stjóminni. Þetta lán átti nærri eingöngu að nota til þess, að greiða á þessu og næstu tveim árum afborganir af erlendum skuldum ríkissjóðs, banka, bæj- arfjelaga og annara, sem rík- ið stendur í ábyrgð fyrir. Stjómin fekk aðeins mmlega tvær miljónir af þessum 12 milj. „til þess“, eins og hún sjálf skýrði frá í opinberri til- kynningu, ,,að hægt sje að inna af hendi mest aðkallandi greiðslur hins opinbera“. Lántökuumleitan sú, sem hjer var á ferðinni gat ekki orðið til þess að auka álit eða traust á þjóðinni út á við. Erlendir fjár- málamenn telja vitanlega þá þjóð illa stadda, sem verður að fá bráðabirgðavíxil til þess að geta greitt afborganir skulda sinna. Háskalegast er þó, ef þessi álitshnekkir kemur til að hafa þær afleiðingar, að ekki verði hægt að fá erlent lán til öruggra fyrirtækja í landinu. ★ Tímamenn skrifa mikið um eyðslu einstaklinga, brask og braskarastjett, og eiga þetta, að því er manni skilst að vera einkenni Sjálfstæðismanna. Vafalaust eru þeir margir einstaklingarnir í okkar landi, sem lifa yfir efni fram, og þeir eru í öllum stjettum og öllum flokkum. Menn hafa vissulega ekjci orðið þess varir, að Tíma- menn væru hjer nein undan- tekning. Þeir eiga flestar lux- usvillurnar og luxusbílana. Þeir krefjast hærri launa hjá því opinbera en aðrir. Þeir láta sjer oft ekki nægja há laun fyrir sjálfa sig, heldur heimta einn- ig að ríkið taki konuna á föst laun og börnin, strax og þau verða uppkomin, eins og dæm- in sýna við sumar ríkisstofn- anirnar. Þessum mönnum ferst það vissulega illa, að vera að brigsla öðrum um eyðslu og óhóf. Ekki verður heldur sagt, að ríkið örfi til sparnaðar og hóf- semdar. Sjálft eyðir það lang- samlega um efni fram. Núver- andi stjórn á beinlínis sína til- veru undir eyðslunni. Þetta hef- ir formaður Framsóknarflokks- ■ "< » u ins játað. Hann hefir sagt op- inberlega, að stuðningsflokkur stjórnarinnar væri svo kröfu- harður, að það þyrfti veltiár til þess að ríkið fengi staðist þá taumlausu eyðslu á öllum sviðum. Er furða þótt illa fari í erfiðu árferði, þegar þannig er að farið? Ekki verður heldur sagt, að stefna stjórnarinnar í skatta- málum örfi til sparsemi. Þvert á móti. Hún beinlínis hvetur til eyðslu, því að ef einhver hefir möguleika til þess að eignast eitthvað, þá er hann rúinn inn að skyrtunni. Og þetta gerist í landi, sem á lítið fjármagn, en svo að segja alt ógert! * Gætnir og framsýnir stjórn- málamenn hafa fyrir löngu sjeð það fyrir, að sjálfstæði þjóðar- innar í framtíðinni er undir því komið, fyrst og fremst, hvernig okkur tekst að halda á f jármál- unum. Sennilega er þjóðin far-' in að sjá og skilja, að þetta er sannleikur. En hvenær koma valdhafarn- ir auga á þenna sannleika? Hvenær snúa þeir við af eyðslu- brautinni ? Norðmenn hvetja Færeyinga í sjálf- stæðisbaráttunni Khöfn í gær. FÚ. frjettaskeytum frá Færeyj- um er sagt frá hátíðahöld- um þeim, sem fram fóru í Fær- eyjum 29. júlí — á Ólafsdag- inn — eða dánardegi Ólafs konungs helga. Norsk blöð birta ítarlegar frásagnir af há- tíðahöldunum. Tóku nokkrir kunnir Norðmenn þátt í þeim og pólitískum fundi, sem hald- inn var í bæjarskólanum í Þórs- höfn, fluttu þeir ræður Patur- son kóngsbóndi, Norðmennirnir Eskeland lýðskólastjóri og Lejrvik, form. norska bænda- sambandsins. Hvöttu þeir Fær- eyinga til þess að berjast fyrir fullu sjálfstæði. Norska bændasambandið hef- ir boðið nokkrum Færeyingum til dvalar sjer að kostnaðar- lausu í norskum bændaskólum. Á fundinum voru samþyktar á- varpskveðjur til Noregs og Is- lands. Færeysk blöð fengu svo hljóðandi kveðju frá norska blaðamannasambandinu: Haldið áfram þrotlausri bar- áttu fyrir færeysku máli og sjálfstæði. Aðrir fundir sem haldnir voru í Færeyjum Ólafsdaginn voru ópóltískir. Drengjamót Ármanns hefst í kvöld kl. 7Va á íþróttavellinum. Keppendur verða frá K. R., Ar- manni og Fimleikafjelagi Hafnar- fjarðar. Starfsmenn og keppendur eru beðnir að mæta stundvíslega. Aðgangur að mótinu kostar 50 aura fyrir fullorðna og 25 aura fyrir börn. yQagbófc. Veðurútlit í Reykjavík í dag: S eða SV gola. Skúrir en bjart á málli. Veðrið (miðvikudagskv. kl. 17): Grunn lægð yfir Grænlandsbafi veldur S-átt um alt land. Sunnan lands og vestan befir verið dálítil rigning í dag en víðast þurt á N og A-landi. Hiti er 11—14 st. syðra en 21—28 st. norðan lands og aust- an. Er hlýjast í Fagradal við Vopnafjörð. Skemtiför í Vatnaskóg ætlar barnastúkan Æskan að fara á sunnudaginn kernur og eru allir ungtemplarar í Reykjavík og Hafn arfirði velkomnir í förina. Lagt verður á stað með hafnarbátnum Magna kl. 8 um morguninn og farið upp að Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd, en þaðan gengið í skóginn. Kl. 3 befst fundur í skóginum og verður þar margt baft til skemtunar, svo sem ræðu höld, skógarleikur, kappblaup, gamanvísur og fleira. í Vatna- skógi er ákaflega gaman að vera í góðu veðri, og ekki verður farið nema veður sje einsýnt. Esja er í Reykjavík. Súðin kom til Reykjavíkur um miðnætti í nótt. Til hafnarinnar kom í gær flutn ingaskip með cement og timbur. „Viceroy of India“, breskt skemtiferðaskip verður hjer í dag. Böm á barnaheimili „Vorboðans“ koma beim í dag kl. 7 e. b. í Templarasund 3. (Líkn). Háflóð er í dag kl. 11,40 f. b. Næturlæknir er í nótt Katrín Tboroddsen, Egilsgötu 12. Sími 4561. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Ný stúka. Umdæmisstúkan nr. 1 bjelt útbreiðslufund að Sauðhús- velli undir Eyjafjöllum sl. sunnud. 30. f. m. Þorl. Guðmundsson u. t. hafði undirbúið fundinn, og var þar all margt manna. Þar var svo stofnuð ný stúka er Drífandi beit ir og framkvæmdi stórtemplar stofnunina. Það var næf eingöngu ungt fólk, er gekk í stúkuna. Æðstitemplar hennar var kosinn Erlendur trjesmiður Árnason, gam all og góður starfsmaðnr reglunn- ar, umboðsmaður varð Guðni bóndi lljálmarsson er ritari Þórður Tóm asson í Vallartúni. Til Seyðisfjarðar kom í fyrra- dag færeyska skipið Kyrjasteinuí' og lagði á land 1133 mál síldar, er veiddist sunnan Langanes. I gær lagði Svanur frá Norðfirði á land í Seyðisfirði 120 mál síld- ar, sem veiddist í einu herpinótar kasti í Seyðisfjarðarhöfn. Síldar- bræðslan á staðnum hefir nú tekið við nálægt 3000 málum síldai'. EUiheimili á Akranesi. Hrepps- nefndin á Akranesi hefir látið breyta húsinu við Þórsgötu 7, sem er eign hreppsins, í Elliheimili — og hafa verið búin á lofthæð húss- ins fimm eins mann herbergi og 2 tveggjá manna herbergi. Niðri er eldhús, borðstofa, stofa fyrir ráðs- konu og 1 tveggja manna herbergi ætlað gamalmennum. Síðastliðinn sunnudag hjelt sjera Þorsteinn Briem prófastur heimibsguðþjón- ustu í húsinu að viðstöddu heimil- isfólki, flestum hreppsnefndarfull- trúum, heilbrigðisnefnd og nokkr- um gestum. (F.Ú.). Tvo undanfama daga hefir ver- ið afbragðsþurkur í Skagafirði, svo allir hafa hirt að ljánum. —• Víðast hvar er þó eitthvað eftir að slá af túnum, en því verður lokið á næstunni. Tún hafa sprott- ið vel síðustu daga, en á útengi er grasspretta ljeleg. (F.Ú.). Hjeraðsmót vestfirskra Goðtempl ara var haídið að Núpi í Dýrafirði síðastliðinn laugardag og sunnu- dag. Úmdæmisstúkan nr. 6 stóð fyrir mannfagnaði þessum. Full- trúar á svæðinu frá Tálknafirði til ’safjarðar sóttu samkomuna og auk þess margir aðrir eða um 150 manns. Sama dag var haldin fjöl- menn samkoma að Þingeyri. — Er nú í smíðum stórt samkomuhús fyrir kauptúnið og var samkoma xessi til tekjuöflunar fyrir hús- byggingarsjóð. (F.Ú.). Kve'nfjelag Fljótshlíðar hjelt há- tíðlegt 15 ára afmæli sitt, 24. júní síðastliðimx í samkomuhúsi sveit- arinnar. Formaður fjelagsins setti samkomuna og skýrði frá starf- semi fjelagsins, en markmið þess er að efla mentUn og menningu í sveitinni og beita sjer fyrir al- þýðufræðslu, bóklegri og verklegri, í heilbriglismálum og ýmsu fleiru. Þá hefir fjelagið gengist fyrir jóla trjesskemtunum fyrir börn og gam almeimi. (F.Ú.). Útvarpið: Fimtudagur 4. ágúst. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Hljómplötur: Ljett lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Frjettir. 20.15 Frá Ferðafjelagi íslands. 20.25 Frá útlöndum. 20.40 Hljómplötur: Ljett lög. 20.45 Garðyrkjutími (Stefán Þor- steinsson ráðun.). 21.00 Hljómplötur; a) Fiðlukonsert, eftir Wieniaw- sky. b) Hringdans, eftir Hummel. e) (21.30) Andleg tónlist. ,22.00 Dagskrárlok. 70 ára afmæli Kristjáns X. ann 29. september 1940 verður Kristján X., kon- ungur Islands og Danmerkur, 70 ára. Þann dag er áformað að sýna fyrsta skifti kvikmynd um Danmörku á stjórnarárum Kristjáns konungs. Er þegar haf ið undirbúningsstarf í þessu skyni með aðstoð danskra rit- höfpnda og blaðamanna. Að því er Aftenbladet í Stokkhólmi skýrir frá verður höfð samvinna um sjálfa kvikmyndatökuna við sænska kvikmyndastjórann Lindo. (F.Ú.). Frú Sigríður er hálflasin og til að fyrirbyggja kvef fær hún sjer vænan snaps af koníaki. Skömmu seinna býður hún Nonna litla syni sínum góða nótt með kossi og þá verður snáðanum að orði: — Uss, mamma, nú hefir þá tekið af vellyktandi flöskunni hans pabba! mm mg Kveðjuathöfn yfir líki míns hjartkæra föðurs, Jóns Jónssonar frá Þverá á Síðu, fer fram í dómkirkjunni föstudaginn 5. ágúst kl. 3 e. hád. Guðbjörg Jónsdóttir. Jarðarför konunnar minnar, Helgu Sigríðar Runólfsdóttur, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 5. ágúst og hefst með bæn að heimili hinnar látnu, Bjargi Seltjamarnesi, kl. 1*4 e. h. fsak K. Vilhjálmsson.' Athöfninni í kirkjunni verður útvai-pað. Hjartanlegt þakklæti öllum sem sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við fráfall og jarðarför sonar míns og bróður, Guðbjörns Guðmundssonar. Gróa Jónsdóttir. Helgi J. Theodórsson. Þökkuxn, innilega auðsýnda hluttekningu við jarðarför syst- ur okkar og mágkonu, Ragnhildar Þorkelsdóttur frá Áogi. Sigríður Þorkelsdóttir, Þórður Kristjánsson, Vigdís Þorkelsdóttir. Hjartans þakkir færi jeg öllum, sem heiðruðu minningu látinnar fóstru minnar, Elífiar Áradóttur. Þakka einnig öllum þeim er á ýmsan hátt hafa ljett henni byrði ellinnar. Guðrún Steingrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.