Morgunblaðið - 04.08.1938, Page 8

Morgunblaðið - 04.08.1938, Page 8
MORGUNBLAÐID r ® D 0 © npfijlu rfTiÓ*LCJJJTL, hjdJti/Tixt ° i r Við landamæri Svíþjóðar og Noregs átti sjer stað á dög- mrani skemtilegt atvik, sem sagt hefir verið frá í flest öllum Norð- urlandablöðunum. Aðalpersóna sögunnar var sænsk bóndakona. Hún var á leið til Nor- egs í almenningsvagni, eins og raunar oft áður, til að heimsækja dóttur sína, sern er gift norskum iðnaðarmanni. Ems og flestra mæðra er siður hafði hún með sjer gjafir til dóttur sinnar og barna hennar. Að þessu sinni hafði gamla konan meðferðis tvö svíns- læri. Fyrst í stað geymdi hún pakkann með svínslærunum í sæt- inu við hliðina á sjer, en smátt og smátt fyltist almenningsvagn- inn af fólki og að lokum varð konan að setjast á pakkann. Þegar að landamærunum kom fór fram tollskoðun að venju. — Eruð þjer með nokkra toll- vöru? sagði norski tollþjónninn við konuna. Hún hristi höfuðið. En — verið gat að hún kæmist í vandræði út af svínslærunum og er hún hafði hugsað sig um kallaði hún á toll- þjóninn og sagði ofur hægt og rólega: — Jeg er með tvö svínslæri. — Hvar eru þau? spurði toll- þjónninn. — Jeg sit á þeim, sagði gamla konan, eins og satt var, og hún átti bágt með að skilja að allir | skyldu fara að hlægja í bílnum. Tollþjónninn sá að embættis- virðuleiki sinn var í voða og hann sagði í myndugum tón: — Það sæmir ekki að vera með gamansemi við þjónandi emhættis- menn! Svínslærin fóru tollfrítt inn fyr- ir landamæri Noregs. 'k Lögreglan í Yalencia gerði ný- lega húsrannsókn hjá manni ein- um og fann þar gull og gersemar sem samtals voru margra miljóna peseta virði. ~k Búnaðarsamband Bandaríkjanna hjelt nýlega átveislu mikla í Chicago. Meðal veislugesta var kýr, sem hafði hlotið heiðursverð- laun sambandsins á nýafstaðinni landbúnaðarsýningu. Kýrin stóð við háborðið og át ljúffenga töðu á meðan aðrir veislugestir skáluðu í kampavíni. ★ Enskur bíleigandi hefir látið mála eftirfarandi setningu á bíl 1 sinn: „Það er betra að koma 5 mínútum of seint í þessum heimi en að koma 20 árum of fljótt inn í annan heim“. ★ Farþegaskip var úti í rúmsjó og hvergi var land að sjá. Sjó- gangur var töluverður. — Þjónn, heyrðist kallað í aum- ingjalegum róm. Hvað er langt til lands. Þjónninn, sem var orðinn leiður á að svara þessari sömu spurn- ingu oft sama daginn, svaraði; — Þrír kílómetrar. — Aðeins þrír kíl'ómetrar — Guði sje lof, sagði hinn sjóveiki farþegi og varp öndinni mæðilega. — í hvaða átt er landið? — Beint niður, svaraði þjónn- inn. Barnastúkan Æskan nr. 1. — Skemtiför 1 Vatnaskóg sunnu- daginn 7. ágúst. Lagt á stað kl. 8 með Magna. Farmiðar 2 kr. fyrir börn, 3 kr. fyrir fullorðna. Skemtifundur í skóginum kl. 3. Veitingar á staðnum. Farmiðar sækist í versl. Sæbjörg, Fram- nesveg 38 (sími 5224) á fimtu- dag og föstudag fyrir kl. 8 síð- degis. HjálpræSisherinn. í dag kl. 814 Hljómleikasamkoma. Lúðra og strengjasveitin spil'a. — Vel- komin! För St. Víkings Nr. 104, að Strönd á Rangárvöllum næst- komandi sunnudag. Farseðlar afgreiddir í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 6—7 og 8—9. Saumaðir dömukjólar og blúsur á Óðinsgötu 26, niðri. Við Tjörnina er snoturt her- bergi til leigu strax í Vonar- stræti 8, uppi. Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast 1. október næstk. Uplpýsingar í síma 3854. 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast 1. okt. Þrent fullorðið í heimili. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir 10. ágúst, merkt: „Þrent“. Haf nf irðingar: Sólrík íbúð, 2 herbergi og eldhús til leigu fyrri fámenna fjölskyldu, frá 1. okt. Vestur- braut 6. Sími 9190. i« 111 iíii <f íia v ~Ti < Tinr t 1 aarb 1 jTn »71 ¥ ? ,ni Fimtudagur 4. ágúst 1938.. íslenskt böglasmjör, sjerlega gott. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12,, sími 3247. 5 manna bíll óskast keyptur' model 1935, eða yngri. Tiiboð leggist inn í afgr. Morgunblaðs- ins fyrir hádegi á föstudag,. merkt ,,Bíli“. Kopar keyptur í Landssmiðj- unni. Brjefsefni í möppum. Glæsi- legt úrval. Bókaverslun Sigurð- ar Kristjánssonar, Bankastræti 3 Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyugiös, dropaglös með skrúfuðu loki, whiskypela og bóndósir. Sækjum heim. Versl. Hafnarstræti 23 (áður B.S.I.) Undaneldis minkar. Nokkur- reynd karldýr og ungir minkar seljast lágu verði. Dökkir, silki- gljáandi af Quebec-kyni, reglu- lega góð dýr. Axbergs Páls- djursgárd, Hovsta, Sverige. Vil kaupa nýtt og vandað í- búðarhús, helst í suðaustur bænum eða hávesturbænum.------- Tilboð um söluverð og lýsing á húsinu leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir kl. 6 e. m. þ. 5. þ. m. merkt ,,Hús“.--- Mikil útborgun vís. 5 manna bíll til sölu með sjer- stöku tækifærisverði, ef samið er strax. Upplýsingar bifreiða- stöðin „Ör“, sími 1430. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? MARGARET PEDLER: DANSMÆRIN WIELITZSKÁ 13. „Sem dansmær finst mjer Mademoiselle Wielitzska •vera göfug — fullkomin, en sem kona —“ „Já — en sem kona? Talið út. Hvað vitið þjer um mig sem konu?“ „Jeg held, að það hafi gleymst að skapa í yður sál“, sagði hann þurrlega. „Jeg'er víst heldur skilningssljó. Vilduð þjer ekki útskýra þetta nánara?“ „Jú, eins og þjer óskið. Besti vinur minn var einn af þeim, sem elskaði yður“. „Það ætti frekar að vera meðmæli með mjer?“ Hann varð hörkulegur á svip. „Já, ef þjer hefðuð komið heiðarlega fram við hafcm, En þjer gáfuð honum óspart undir fótinn, uns hann var yðar af' lílvima og sál. Þá gáfuð þjer honum spark. vísuðuð honum á bug. Þóttust vera hissa. Þjer höfðuð aldrei meint neitt alvarlegt! Höfðuð á takteinum þær lítilfjörlegu afsakanir, sem kona hefir, þegar hún er orðin þreytt á að leika sjer að einhverjum karlmanni, orðin leið á honm!“ Þegar hann þagnaði, leit hún upp og horfði á hann. Hún var náföl í andliti, og varir hennar titruðu. „Þakka yður fyrir lýsinguna“, sagði hún hikandi. „Nú er jeg búin að heyra, hvernig jeg éij. 3[eg ekki, að fólk hafði þessa Bkoðtul 4 i í i j Hann starði forviða á hana — á hina sársaukafullu drætti í andliti hennar, titrandi varirnar og hrygðar- svipinn í augunum. Þá skildi hann, hve orð hans höfðu verið særandi. En hann ljet ekki á því bera. „Jeg er hræddur um að jeg hafi farið út í öfgar“. sagði hann þurrlega. „En þjer hvöttuð mig til þess“. „Já“, sagði hún. „Það gerði jeg víst“. Hún rjetti alt í einu úr sjer og horfði beint framan í hann. „En þjer getið huggað yður við það, að þjer liafið fengið nokkra hefnd fyrir vin yðar“. Hún virti hann fyrir sjer hálf-vesæl á svip. „Þjer hafið sært mig“, hvíslaði hún með brennandi sársauka, um leið og hún gekk að hurðinni. „Nú fer jeg!“ „Nei“. Hann greip höndunum um herðar hennar og stöðvaði hana. Um stund stóðu þau bæði kyr í sömu sporum, og hann horfði á hana, eins og á báðum átt- um. Síðan virtist hann alt í einu taka ákvörðun. „Þjer getið ekki farið, fyr en þokunni ljettir“, sagði hann. „Eigum við að semja frið á meðan þjer bíðið? Fáið yður sæti“. Hann dró fram stóran hægindastól fyrir hana. „Við skulum láta sem við sjeum ekki alt of mikið á móti hvort öðru“. „Jeg hefi aldrei sagt, að jeg væri á móti yður“, sagði hún. „Nei, en þjer eruð það samt áreiðanlega. Það er ekki nema eðlilegt, eftir dirfsku mína, Og jeg vil líka helst að þjer sjeuð það“, bætti hann við þurrlega. „En þjer eigið ekki heitari aðdáanda að list yðar en mig. Jeg get sagt yður, að dans hefir djúp áhrif á mig. Jeg er málari —“ „Málið þjer veggi?“, greip Magda fram í fyrir hon- um brosandi. Það glaðnaði yfir henni, um leið og hann breyttist í viðmóti. „Já, það geri jeg reyndar, meðan fólk heldur áfram að þekja veggi með málverkum af sjer“. Mögdu Ijek forvitni á að vita, hvort hann væri þekt- ur listmálari, en hann hjelt áfram, áður en hún gat spurt: „Jeg elska list mína“, sagði hann, „en jeg get þó ekki líkt henni við list yðar, þessa lifandi, hrífandi túlkun á fegurð. Mjer er enn í minni, er jeg einu sinni, fyrir tíu árum, sá litla telpu dansa úti í skógi“.. Magda hallaði sjer fram og beið með eftirvæntingu eftir að hann hjeldi áfram. „Jeg get ekki hugsað mjer yndislegri sjón. Hún var alein, lítil og fíngerð stúlka, með yndisfagurt andlit og kolsvört perluaugu. Það var eins og henni væri eðlilegra að dansa en ganga. Hún lofað mjer að mála sig, þar sem hún hvíldi undir stóru trje. Þetta var fyrsta málverkið, sem jeg var verulega heppinn með, svo að þjer sjáið, að jeg hefi ástæðu til þess að vera einni dansmær þakklátur“. Magda var orðlaus af undrun. Nú fyrst vissi hfin hvers vegna hún hafði kannast við martoinn. Hann var enginn annar en málarinn, sem hún hafði mætt í skóg- inum í Coverdale, fyrir tíu árum. Þetta var „Sankte Michael"! „Hvað heitir þetta málverk, sem gerði yður fræg- an?“, spurði hún og reyndi að vera róleg. „Titania sefur“. „Þjer eruð þá Michael Quarrington?“ „Já, og nú þekkjum við hvort annað“. Hann iðraðist augsýnilega eftir, hve harður hann hafði verið við hana og reyndi nú að fá hana til þess að gleyma því. Hann fór að tala um vinnu sína, og síðan barst talið að músík og bókmentum. Loks leiddi hann hana inn í næstu stofu og sýndi henni úrval af koparstungum, sem hann átti. Hann sugði henni marg- ar skrítnar sögur um það hvernig hann hefði eignast sumar þeirra fyrir tilviljun, og Magda kyntist honum frá þeirri hlið, sem var honum eðlilegust, hinu hlýja og skemtilega viðmóti hans, er hann talaði á sinn rólega og prúðmannlega hátt. En þessari skemtilegu stundu varð skyndilega lokið..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.