Morgunblaðið - 09.08.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1938, Blaðsíða 3
?riðjudagur 9. ágúst 1938. Sfldin er stygg og straumar hamla veiði Gott Teiðiveðuf og síldin vænni Síðan á laugardag hafa komið til Siglufjarðar um 40 skip með samtals 20 þúsund mál síldar. í gærkvöldi biðu aðeins 4 skip eftir löndun. Um síðustu helgi var veiðiveður ekki sem best, en var orðið ágætt í gærdag, logn og hiti. Straumur er mikill á miðum og gerir erfitt fyrir um veiði, enda veiðist síldin helst um fallaskift- in. Þess á milli er síldin mjög stygg og erfið viðureignar. 944 tunnur síldar voru saltaðar á laugardaginn á Siglufirði, þar af 302 matjessaltaðar, 34 reknet. Á sunnudag voru saltaðar 3727 tunnur, þar af 800 matjes og 338 tn. var reknetasíld. Síldin veiðist aðallega stutt út af Siglufirði og í Eyjafirði. Síldaraflahrotan óslitin enn. Blaðið átti í gær tal við Hjalt- eyri. Þar var sagt að aflahrotan hjeldi óslitið áfram enn. Síld veð •ur um allan sjó, en er mismun- ándi stygg. Skipin fá altaf í sig, þó einkum smærri bátarnir. Tog- ararnir eru yfirleitt áfturúr með afla, eins og aflaskýrsian ber með sjer. Á Hjalteyri eru þrær nú fuliar, og ekki hægt að taka á móti meiri síld á sólarhring, en unnin er, eða 6000 málum. í gærkvöldi voru ikpniin þangað 125.000 mál. Er það Um 15.000 málum meira en var á satna tíma í fyrra. Nætursími á síidveiðistöðvum Aáðalfundi síldarútvegsnefnd- ar um daginn báru þeir fram tillögu um það, Jón Fann- berg og Jóhann Þ. Jósefsson, að fúndurinn mæltist til þess við Landsímann, að ýmsar símastöðv- ar yrðu hafðar opnar allan sólar- hringiiln, til þess að síldarútvegs- menn gætu haft óslitið símasam- band við skip sín, og síldarverk- smiðjur við viðskiftamenn sína. Á laugardaginn var ákvað Land- síminn að verða við þessum til- mælum og verða eftirtaldar síma- stöðvar opnar allan sólarhringinn: Djiipavík, Borðeyri, Siglufjörður, Hjalteyri, Húsavík og Raufarhöfn. Er ákveðið að sú tilhögun verði fyrst um sinn til ágústloka, en lengur ,ef síldveiði lielst og sömu ástæður eru fyrir hendi og nú eru. Skátar, stúlkur og drengir, mun- ið að mæta í Vai’ðarhúsinu kl. 8 í kvöld, áríðandi. Eíkisskip. Esja er væntanleg til Glasgow í dag. Súðin fer frá Reykjavík kl. 9 í kvöld í strand- ferð vestur og norður. MORGUNBLAÐIÐ 17 ára gömul stúlka kærir Jónas Þorberosson útvarpsstjóra fvrir ósæmilega fram- komu gegn sjer Mál sem þarf opin- berrar rannséknar Isíðasta tölublaði var minst á kæru, sem ung starfs- stúlka við útvarpið, Jórunn Jónsdóttir, hafði sent kenslumálaráðherra útaf ósæmilegu framferði Jónasar Þorbergssonar gagnvart sjer, og undirtektum Jón- asar Þorbergssonar í þessu máli. Hjer er lýst nokkru nánar aðdraganda þessa máls. Þann 1. júlí s.l. birtust í Al- þýðublaðinu eftirfarandi ummæli: „Það er á almanna vitorði, að yfir einni af stofnunum ríkisins ræður maður, sem hefir sætt end- urteknum og að því er virðist tals- vert rökstuddum ákærum fyrir að hafa misnotað stöðu sína stórlega, ekki aðeins til hags fyrir sjálfan sig, skyldmenni sín og einstaka starfsmenn, heldur einnig á ann- an hátt m.isnotað aðstöðu sína gagnvart starfsfólki shiu“. Ummæli þessi vöktu á sínum tíma talsverða athygli. Alþýðu- blaðið fylgdi þeim að vísu ekki eftir þegar Nýja dagblaðið tólc þau óstint upp. En Vísir liefir ætíð síðan ummælin birtust haldið máli þessu vakandi, og hefir j umræðum þeim, sem af þessu hafa sprottið, fyllilega komið fram, að það var útvarpsstjórinn Jónas Þor- bergsson, sem Alþýðublaðið beindi dylgjum sínum gegn, Við skrif Vísis, hafa bpndin smám saman borist syo, að útvarpsstjóranum, að hann liefir sjeð sig neyddan til að tilkynna, að hann hafi höfðað meiðyrðamál gegn blaðinu o,g ungfrú Jórunni Jópsdóttur, spm únnið hefir við útvarpið frá því í ágvist í fyrra og þar til 14. júní s.l., er útvarpsstjóri „vísaði henni brott úr stofnuninni“. Ástæðan til þess að útvarps- stjóri hefir ákveðið málssókn gegn stúlku þessari, eru ummæli, sem hún hefir viðhaft um hann í kæru yfir framferði hans gegn sjer, er hún sendi forsætisráðherra í maí síðastl. í kæru þessari eða skýrslu segir ungfrú Jórunn frá viðskiftum þeirra útvarpsstjóra frá því, að hann rjeði hana að útvarpinu í ágúst-byrjun 1937. En ráðningu hennar bar svo að, áð hún, sem er uppalin í Norður- Þingeyjarsýslu og átti þar heima, var á skemtiferðalagi um Austur- land. Hinn 1. ágúst í fyrra hitti hún dóttur Jónasar Þorbergssonar, en hana þekti hún lítils háttar áður, á skemtun í Egilsstaðaskógi. Dóttir útvarpsstjóra kynti þessa kunningjakonu sína fyrir foreldr- um sínum, sem voru þarna einnig. Leiddu viðræður þeirra til þess, að ungfrú Jórunn spurði útvarps- stjóra áð því „bæði í gamni og alvöru“, hvort ekki vseri neitt starf í útvarpinu laust. Sagði hann svo vera, og tók því ekki fjarri að útvega stúlkunni það, en taldi þetta þó þarfnast nánari íhugunar. Sú íhugun tók þó ekki ýkja- langan tíma, því að hinn 4. ágúst næstan á eftir símaði útvarpsstjóri til stúlkunnar og sagði, að hún skyldi koma suður til Reykjávíkur með þeim hjónum, og varð það síðan íir. Eömu þau hingað til Reykjavíli- ur á sunnudagskvöld tí§ var: áf-i kveðið, að btulkan skyldi komá; til starfa í útvarpinu n.lt. þriðju- dág. Á íúlnudagsmorgun kom út- varpsstjóri strax heim til stúlk - ú’nnar, þar sem hún þá bjó hjá skjddfólki sínu. Þegar honum var tjáð, að Stúíkan væri ekki komi'n á fætur, vildi hann komast inú *í svefnherbergi hénnar, en vav synjað þess af húsmóðurinni og fór háún við svo búið. Næsta morg un koní útVarpsstjóri enn í morg- KR-ingarkomnir úr Færeyja- forinm Knattspyrnuflokkur K. R., sem fór til Færeyja, kom heim með Lyra í gærkvöldi. Flokkurinn ljek þrjá kappleiki í Færeyjum og vann tvo, í Tveraa og Thorshavn, en tapaði einum leik í Trangisvaag. Færeyingar hafa verið nokknð harðir í horn að taka því tveir menn eru nokkuð meiddir. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU- Valur keppir við sjóliða af Emden Akveðið hefir verið að Knatt- spyrnufjelagið „Valur“ keppi í knattspyrnu við sjóliða af þýska beitiskipinu „Emden“. Fer kapp- leikurinn fram næstk. fimtudags- kvöld kl. 8 á íþróttavellinum. Sjóliðar á „Emden“ eru sagðir hafa gott knattspyrnulið og von- andi verður þetta skemtilegur leikur. Um borð í „Emden“ er einnig gott handknattleikslið og sund- menn. Er ekki óhugsandi að hægt verði að fá tækifæri til að sjá hina þýsku sjóliða leika „"Water- polo“ hjer í Sundhöllinni. Fyrirlestrar um raf- Ijósanotkun Rafmagnsveita Reykjavíkur gengst fyrir því, að dansk- ur verkfræðingur, K. Ewert að nafni, heldur hjer 5 fyrirlestra um raf'ljósanotkun. Keinur hann hing- að í þessum mánuði. Fyrirlestrar |)^sjr verða bæði fyrir bygginga- jnpjisfara og rafvirkja og aðra sem vijjim ,að bættum húsakynnum og hadsuháttum. inFyrsti fyrirlesturipn á að fjalla uip helstu ljósgjafa og eðli þeirra. Anuar verður um almenn skilyrði fyrir góðri lýsingu. Þriðji fyrir- lesturinn fjallar m. a. um hvernig fyrirkomulag skuli vera á lýsingu á vinnustofum J'i .Sá; jfjórði verður um sýningarglugga og auglýsinga- ljós og sá síðastí um. lieimilislýs- ingar og Ijóslagnir í byggingum. Rafmagnsvéitan býður þeim, er hún telur að háfi sjerstakt erindi tií 'þess að hlýða á fyriríéstra þessa. Én þ'eir sem annars vilja hlústa á fróðleik þenna geta feng- ið aðgöngumiðá ókeypis að fyrir- lestrunum, Vafalapst eru það margir, sem vilja nota sjer af fræðslustarfsemi þessari. Smásalar unnu 2:0 Knattspyrnukepni milli starfs- manna heildsala og smásala fór fram í gærkvöldi á Iþrótta- vellinum. Lauk leiknum með sigri smásala, 2:0. í fyrra hálfleilc gerði hvorugur mark og var sá hálfleikur nokkuð jafn. í seinni hálfleik höfðu smásalar þó nokkra yfirburði og settu þá 2 mörk. Að lokum var sigurvegurunuin afhentur verðlaunabikar Sig. Þ. Skjaldbergs og einnig voru afhent verðlann fyrir glímukepnina að Eiði 1. ágúst. Heimsókn I Þýska beitiskipið Emden kom. hingað í gærmorgun kl. 9 eins og ráðgert hafði verið. Þýski sendiherrann, von Rente- Fink, og dr. Timmermann, þýsk- ur konsúll, fóru í heimsókn um borð í skipið skömmu eftir að það kom. Einnig fóru um borð í skipið í opinbera heimsókn forsætisráð- herra og nokkrir aðrir opinberir embættismenn bæjar og ríkis. Um hádegið í gær kom hingað þýskt flutningaskip. Er það mat- væla og olíubirgðaskip Emden og fylgir á eftir því með birgðir með- an á ferðinni stendur. Blaðamönnum var boðið um borð í gærmorgun til að skoða skipið. Tveir sjóliðsforingjar sýndu blaðamönnum skipið og gáfu þeim upplýsingar um Emden og sögu skipsins. Emden er nafn á einu af fræg^ ustu herskipum Þjóðverja. Fyrsta Emden var í beitiskipaflota von Spee greifa flotaforingja, sem hafði aðsetur í Tsingtow er heims- styrjöldin braust út. Foringi skipsins var þá von Múller kápt- einn. Yaiin hann ýihs frægðarverk í indverska hafinu, sem fræg hafa orðið um allan heim. Hinn 9. nóvember 1911 lenti Emden í bardaga við ástralska beitiskipið „Sydney“ hjá Coeos- eyjunum og var skotið í kaf. Þeir sem lifðu af fyrstu Emden fengu allir leyfi til að bera ættarnafnið „Emden“.; Næstu Emden var sökt í Scapa- Flow eftir lieimsstyrjöldina, eins og fleirum þýskum herskipum, samkvæmt ákvseði friðarsamning- anna. Beitiskipið Eniden, sem nú. or statt lijer, var bygt 1925 og er fyrsta herskipið sem Þjóðverjar bvgðu eftirheimsstyrjöldina. Þau ákvæði voru í friðarsamningum að Þjóðverjar mættu ekki byggja stærri skip en 10 þús. smál. Á næstu árum eftir að Emden var bygð, smíðuðu Þjóðverjar mörg beitiskip, t. d. Leipzig, sem hingað hefir komið einu sinni, o. fl. Emden er 6000 smálestir að stærð og getur farið alt að 29 mílur. Yjelarnar geta framleitt um 46.000 hestöfl og ganga fyrir olíu. Á skipinu eru 630 manns. Þar af 31 sjóliðsforingi og 153 sjó- liðsforingjaefni. Síðan Emden var bygð liefir liún ferðast um öll höf heimsins og er skipið notað til að æfa sjóliðsforingjaefni. Núna er Emden á 5 mánaða ferðalagi. -Fyrst fór skipið frá Willielmshafen til Sandefjord í Noregi þá hingað og hjeðan fer það beint til Azor-eyjanna. Ýmsir minjagripir eru um borð í Emden. Þar er til dæmis nafn- platan af fyrstu Emden sem ástr- 1 ajörru ctov.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.