Morgunblaðið - 09.08.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Brunatryggingar húsa í Reykjavíftc IV Brunabótaríj elag dönsku kaupstaðanna segir upp tryggingunum Eítir dr. Björn Björnsson Brunabótafjelaginu virðist ekki hafa verið full alvara með að losa sig við tryggingarnar eftir brunnann mikla 1915, heldur gefið það í skyn til þess, að ýta á eftir kröfum sínum og fá þeim framgengt. En það leið ekki á löngu þangað til fjelagið fór aftur að ympra á að losna við tryggingarnar án þess þó strax að vera staðráðið í að halda því til streitu. Á árinu 1919 beiddist þáverandi brunamálastjóri Th. Thor- steinsson lausnar frá brunamálastjórastörfunum frá 1. okt. þ. á. Staðan var auglýst til umsóknar þegar í maí, en það leið og beið og enginn sótti um hana. Mun ástæðan hafa verið sú, að iaunin hafi þótt of lá. Starfið fór að sjálfsögðu ört vaxandi, en launin höfðu ekki hækkað svo, að það samsvaraði hinni auknu dýrtíð._____________________________________________ Hin fasta árlega þóknun brunamálastjórans var hækk- uð upp í 1050 kr. á árinu 1917 úr 800 kr., sem hann hafði haft frá 1908. Frá 14 1919 skyldi greidd 50% uppbót á þóknun- ina fyrst um sinn til 31./3. ’22, svo að hún nam þá alls 1575 kr. á árí. En brunamálastjóra var skylt að setja tryggingu fyrir fjárreiðum sínum, 12 þús. kr., þegar hjer var komið sög- unni. Staðan gat því ekki talist mjög eftirsóknarverð með þess- um kjörum. 1 lok ágústmánaðar 1919 skrifaði brunabótafjelagið bæj- arstjórn ítarlegt brjef um trygg- ingarnar. Það kvaðst ekki sjá ástæðu til að halda þeim áfram. Ástæðurnar hefðu að ýmsu leyti hreyst mjög, m. a. ætti Reykja- vík nú miklu meira úrkosta til að ráðstafa tryggingunum á annan hátt en verið hefði, þeg- ar fjelagið tók þær að sjer. Fjelagið hefði þegar haft all- verulegt fjárhagslegt tjón af tryggingunum, auk ýmsra ann- ara óþæginda, t. d. vegna stirðra póstsamgangna. Ef þar við bættust tíð mannaskifti í brunamálastjórastöðunni, yrði aðstaðan enn erfiðari. Fjelagið fór nú fram á að bæjarstjórn tæki að sjer fjár- reiður fjelagsins hjer, og ljeti bæjargjaldkeraskrifstofuna ann ast þær fjelaginu að kostnað- arlausu. Þegar til kasta bæjar- stjórnar kom, brást hún vel við að verða við þeim tilmælum, því hún vildi enn sem fyr fyrír hvern mun að fjelagið hjeldi tryggingunum áfram. Th. Thorsteinísson hafði gengist inn á að gegna bruna- málastjórastörfunum áfram til 1. apríl 1920 að minsta kosti. Benti bæjarstjórn fjelaginu á Sígurð Björnsson kaupmann, til að verða eftirmann hans í þeim hluta starfsins, sem bæjargjald- keri annaðist ekki um, og skyldi fjelagið standa straum af kostn- aðinum við starf hans. Bærinn tók að sjer fjárreiður fjelags- ins 1. apríl 1920, og hjelst það fyrirkomulag óbreytt síðan,, á meðan bærinn var í sambandi við fjelagið. Þegar þetta mál var þannig leyst með samkomulagi beggja .aðila, bjóst bæjarstjóírn við-, að krafa fjelagsins um að slíta sambandinu við bæinn væri þar með úr sögunni. En þá gerðust mjög bráðlega þeir atburðir, að krafan skaut upp höfðinu á ný, og varð ekki kveðin niður aftur. Sumarið 1920, þ. 20. júlí brann húseignin Laugaveg 31, eign Jónatans Þorsteinssonar kaupmanns, og önnur hús skemdust. Nam tjónið af þess- um bruna 220 þúsund kr. í byrjun ársins 1921, þ. 14. febr. varð fjelagið aftur fyrir tjóni, sem nam um 80 þúsund kr., þegar brann hjá kaupmanni Carli Lárussyni í Þingholtsstræti 21. Á þessu reikningsári 1920 —21 námu brunabótatjón alls röskum 330 þús. kr., eða hærri fjárupphæð en bruninn mikli 1915 hafði kostað fjelagið. Ið- gjöldin voru rúmar 78 þús. kr. þetta ár, svo tjónið var meira en ferfalt við tekjurnar. Fjelagið varð mjög gramt, þegar það varð íyrir þessum fyrri skelli, en ljet þó við svo búið standa. Þegar annað mjög tilfinnanlegt áfall bættist við á sama árinu, misti það alveg þolinmæðina, og gerði nú alvöru úr því að slíta sambandinu við Reykjavík, nema að stórkostleg hækkun á brunabótagjöldunum fengist. Kendi fjelagið þessar miklu ófarir slælegum bruna- vörnum, og það sjálfsagt með nokkrum rjetti. Fjelaginu taldist svo til, að hallinn, sem það hafði beðið af tryggingunum hjer, að með- reiknuðum útlögðum kostnaði, næmi rúmum 345 þús. kr. í lok reikningsársins 1920—21. Fjelagið kom nú fram með þá kröfu, að aukagjaldið fyr- ir Reykjavík, sem verið hafði frá 1. okt. 1916 8, 16 og 24 au. af hverjum 100 kr. virðingar- verðsins, eftir byggingarefni húsanna, yrði hækkað upp í 16, 52 og 76 au. Gjaldið tvö- íaldaðist m. ö. o. í 1. fl. og meir en þrefaldaðist í báðum hinum. Þá fór fjelagið fram á ao bærinn tæki aftur að sjer 1/3 trygginganna, eins og upphaf- Iega hafði verið. Hófust nú samningaumleit- anir um þessar kröfur fjelagsins á milli þess og bæjarstjórnar. Stóð í því stappi í nokkur ár, án þess að samkomulag næð- ist. Annaðist sendiherra Islands í Kaupmannahöfn að nokkru leyti milligöngu í málinu fyrir hönr borgarstjóra. Fjelagið fjell aftur frá kröf- unni um að bærinn tæki að sjer hluta af tryggingunum, en hjelt fast við kröfuna um hækkun iðgjaldsins. Bæjar- stjórn vildi hinsvegar ekki við- urkenna að sú krafa væri rjett- mæt, og gat því ekki gengið inn á hana. Hún hjelt því fram að iðgjaldið hefði reynst nógu hátt, eftir að það var hækkað 1916. Halli fjelagsins hafði far- ið minkandi. Var það í sjálfu sjer rjett athugað, þótt fjelagið vildi ekki sansast á það. Eftir útreikningi fjelagsins var hall- inn, að meðtöldum kostnaði í lok reikningsársins: 1915—16 261,8 þús. kr. 1919—20 92.9 þús. kr. 1920—21 345,3 þús. kr. 1921—22 239 þús. kr. Brunabótafjelagið sjálft myndi hafa verið tilleiðanlegt til að slá nokkru af kröfum sínum um hækkun iðgjaldsins, ef öðrum hefði ekki verið til að dreifa. En fjelagið gat alls ekki fengið tryggingarnar í Reykjavík end- urtrygðar hjá „Nordisk Gen- forsikringsselskab" nema þessi hækkun á iðgjöldunum kæmist á, en hún miðaðist við það að heildariðgjaldið samsvaraði því ,sem „Dansk Tarifforening“ krafðist fyrir brunatryggingar hjer. Þar sem endurtryggingarfje- lagið hjelt fast við skilyrði þau, er það setti fyrir endurtrygg- ingunni, var ekki lengur um neina tilslökun að ræða af hendi brunabótfjelags kaupstaðanna á kröfu þess um hækkun ið- gjaldsins. Ósk fjelagsins hafði lengi verið að losna við trygg- ingarnar, og hefir það því sjálf sagt gjarnan viljað láta sker- ast í odda um málið, til að fá bundinn enda á sambandið við Reykjavík. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Þriðjudagur 9. ágúst 193&. Saltsíldaraflinn 9 þús. tunnum minni en í fyrra Hæsta síldweiðiskipið Jöktill með lúml. 8 þús. mál Saltsíldaraflinn var síðastliðið laugardagskvöld orðinn nærri því eins mikill og á sama tíma f fyrra og var munurinn aðeins 9 þúsund tunnur. Þá var bræðslusíldaraflinn orðinn meir en helmingur móts við bræðslusíldaraflann á sama tíma í fyrra, eða 731.513 hektólítrar, en 1.390.803 í fyrra. Aflahæsta síldveiðiskipið er Jökull frá Hafnarfirði með 8672 mál síldar. Næstur af línuveiðurunum er Sigríð- ur með rúmlega 7 þús. mál. Hæstu togararnir eru Þórólfur, Tryggvi gamli og Arinbjörn hersir, allir með rúmlega 7 þúsund mál. Fer hjer á eftir heildaraflinn og afli hvers einstaks skips samkv. skýrslu Fiskifjelags Islands. U 2 2 fl C3 Ch -n bD o> m £ CQ ‘œ 4 3 W Samtals 6. ágúst 1938 41581 15763 7635 21557 Samtals 7. ágríst 1937 24733 18216 32771 18843 Samtals 8. ágúst 1936 56222 33585 26235 :o £ * ^ 3087 E o •r-a rJl 571 K> 'O I g 3 tn ffl A 90194 731513 5159 122 99844 1390803 5401 21977 143420 978428 Verksmiðjur: hektól. Hesteyrarverksmiðjan................................. 26.485 Djúpuvíkurverksmiðjan ............................... 84.816 Ríkisverksmiðjurnar, Siglufirði .................... 264.874 Rauðka, Siglufirði................................... 35.181 Grána, Siglufirði ................................... 10.108 Hjalteyrarverksmiðjan .............................. 174.219 Dagverðareyrarverksmiðjan ........................... 45.077 Krossanesverksmiðjan................................. 58.222 Húsavíkurverksmiðjan ................................. 4.124 Raufarhafnarverksmiðjan ............................. 17.463 Seyðisfjarðarverksmiðjan ............................. 6.419 Norðfjarðarverksmiðjan................................ 4.525 Afli skipanna. Tölur í svigum er saltsíladarafli í tunnum. Botnvörpuskip: Arinbjörn Hersir 7185. Baldur (317) 3625. Belgaum 5430. Bragi 4895. Brimir 4367. Egill Skallagrímsson 2364. Garðar 6775. Gullfoss 3322. Gulltopp- ur 5873. Gyllir 3619. Hannes ráðherra 4879. Haukanes 3435. Hilmir (231) 5325. Júní 5526. Kári 3056. Karlsefni (331) 3430. Ólafur (165) 5013. Rán (392) 5484. Skallagrímur 4783. Snorri Goði 5827. Surprise (73) 4496. Tryggvi gamli 7553. Þorfinnur 4505. Þórólfur 7771. Línuguf uskip: Alden 3154. Andey (906) 5945. Ármann (270) 1769. Bjarki (500) 3599. Bjarnarey (716) 4237. Björn austræni (1027) 3523. Fjölnir (877) 5344. Freyja (1039) 5479. Fróði (457) 5232. Hringur (933) 3414. Huginn (166) 3615. Hvasafell (859) 5266. Jarlinn 4655. Jökull 8672. Málmey (998) 1235. Ólaf (928) 2812. Ólafur Bjarnason 4146. Pjetursey (496) 1762. R'ifs- nes (58) 4146. Rúna (804) 2577. Sigríður (297) 737/. Skagfirðingur (616) 2848. Súl- an (173) 2121. Svanur (298) 2385. Sverrir (356) 4671. Sæ- borg (1113) 3898. Sæfari (455) Samtals 731.513 2508. Venus (540) 3827. M.s. Eldborg (227) 6540. Mótorskip: Ágústa (366) 1547. Árni Árna son (1091) 2441. Arthur & Fanney (35) 1709. Ásbjörn (1028) 2776. Auðbjörn (515) 2409. Bára (643) 1598. Birkir (1358) 1547. Björn (633) 2299. Bris (233) 4059. Dagný (136) 4640. Drífa (481) 1777. Erna (329) 3558. Freyja (501) 1863. Frigg (741) 1081. Fylk- ir (1422) 2545. Garðar (816) 4856. Geir (347) 882. Geir goði (998) 3806. Gotta (1105) 904. Grótta (514) 3218. Gull- toppur (940) 1579. Gunnbjörn (792) 3936. Haraldur (998) 2513. Harpa (1486) 1237. Helga (859) 2146. Hermóður Akranesi (973) 1006. Hermóð- ur, Reykjawík "(305) 2265. Jrefna (558) 510. Hrönn (966) 2240. Huginn I. (735) 4804. Huginn III. (243) 5412. Höfr- ungur (944) 2371. Höskuldur (669) 2475. Hvítingur (93) 1073. Isbjörn (310) 3344. Jón Þorláksson (1027) 3860. Kári (1131) 4308. Keilir (169) 1583. Kolbrún (793) 2765. Kristján (436) 5802. Leo 2730. Liv (175) 2489. Már (782) FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.