Morgunblaðið - 20.08.1938, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.08.1938, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. ágúst 1938. Franco undirbýr|Uppskera|Tjekkar láta undan allsherjarsókn til úrslita! Bretar óþolinmóðir vegna íhlutunar Itala á Spáni Frá frjettwritara vorum. Khöfn í gær. FRANCO er nú að undirbúa stórfelda sókn á öll- um vígstöðvum á Spáni, eg er búist við að hann hafi í hyggju að gera bráðan enda á styrjöldinni með aðstoð ítala. Sagt er að Franco íætli sjálf- ur að taka að sjer stjórn hersins á norðurvígstöðvunum. Ástæðan fyrir því, að Franco herðir nú sókn sína af öllu afli til að knýja fram fullnaðarsigur, er sú, að Bret- ar eru orðnir óþolinmóðir vegna afskifta ítala af Spánar- styrjöldinni. Fyrir 11 dögum síðan fór sendiherra Breta í Róm á fund Ciano greifa, utanríkismálaráðherra ítala og bað um yfirlýsingu útaf ásökunum, sem fram höfðu komið í garð ítala um stuðning við Franco upp á síðkastið. ítalska stjórnin er ekki farin ,að svara þessu ennþá. Sir Noel Charles, sem nú gegnir sendiherrastörfum í Róm fór í gær aftur á fund Ciano greifa til þess á ný, að spyrja um hvað hæft væri í því, að Italir hefðu nýlega sent herlið og hergögn til Spánar. Mussolini er milli tveggja elda útaf Spánarmálunum. Hann vill auka hjálp sína til handa Fran- co, til þess að flýta fyrir úr- slitasigri hans, en á hinn bóg- inn vill hann ekki styggja Breta vegna bresk-ítalska sáttmálans. ítölum er nauðsynlegt að halda vinfengi Breta og að sátt- málinn sem kendur er við Róm gangi í gildi sem fyrst. Búist er við að Mussolini taki þann kostinn að halda áfram hjálp.sinni við Franco og leggi alt inn á að flýta fyrir úi'slita- sigri hans. SVAR FRANCOS UM BROTTFLUTN ING SJÁLFBOÐLIÐ. Þýsk «blöð gera orðsendingu Franco til bresku stjórnarinnar mjög að umræðuefni í dag (seg- ir í Oslofrjett skv. FÚ)., og segja fullum fetum, að afstaða Englands til tillagna Francos muni ráða úrslitum í Spánar- málunum. Telja þýsk blöð yfir höfuð mjög mikilsvert að sam- komuiag takist um tillögumar, því ella muni Spánarmálin verða ennþá örðugri viðfangs, en þau hafa verið hingað til. Stutt greinargerð er komin í hendur bresku stjómarinnar um svar Francos við tillögum um brottflutning sjálfboðaliða, en svarið í heild er væntanlegt til London í kvöld eða á morg- un. BRETAR KREFJA FRANCO UM SKAÐABÆTUR London í gær. FÚ. Sir Robert Hodgson, fulltrúi bresku stjórnarinnar í Burgos, hefir verið falið að spyrjast fyr- ir um það hvort Burgos-stjórnin vilji fallast á að greiða skaða- bætur fyrir skemdir á breskum skipum, sem flugmenn hennar sannanlega hafa gert loftárásir á að yfirlögðu ráði. Fyrirspurn þessi er gerð vegna afstöðu þeirrar, sem breskir skipaeigendur hafa tekið, en þeir hafa tjáð Cham- berlain forsætisráðherra, að þeir álíti það höfuðatriði, að skaða- bóta sje krafist. I.ÖFTÁRÁSA- NEFNDIN BRESKA STARFAR. Bresku nefndarmennirnir, er hafa aðsetur í Toulose í Frakk- landi, og eru á leið til Alicante til þess að rannsaka afleiðingar íoftárásarinnar, sem þar var gerð nýlega, komu til Barcelona í dag.Þrjár loftárásir voru gerð- ar á borgina meðan þeir voru þar, og biðu 18 menn bana, en 17 særðust. Sudetum TJppskeran stendur nú sem hœst í nágrannalöndunmu. Hjer er mynd, sem nýlega var tekin við uppskeruvinnu í Þýskalandi. Hörgull á verkamönnum í Þýskalandi Hlutabrjef hækka aftur í verði i Berlínarkauphöllinni Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. SVO mikill hörgull er nú á vinnuafli í Þýskalandi, að hætta er á að framkvæmdir þær, sem Hitler hefir ákveðið að gerðar ýrðu til að endurbyggja og fegra Berlínarborg, stöðvist að miklu leyti í bili. Bardagar í Palestinu London í gær. FÚ. Undangenginn sólarhring hefir verið mjög óeirða- samt í Palestínu og hefir herlið Breta, stutt af flugvjelum, hald- ið uppi sókn á hendur óaldar- flokkum. Nokkrir breskir hermenn hafa fallið og margt manna af liði Araba. Mestur bardagi var háður í nánd við Acre. Var þar mest mannfall í liði Araba, en þrír breskir hermenn fjellu. Ein af flugvjelum Breta hrapaði til jarðar og fórust tveir flugmenn. Arabiskur lögregluþjþnn særð- ist alvarlega í óspektunum í dag. Háflóð er í dag kl. 12.15 e. h. Atvinnuleysi er nú alveg ó- þekt í Þýskalandi og vantar verkamenn* í mörgum atvinnu- greinum. Endurreisn iðnaðarins. Þý3kir iðnaðarleiðtogar ræddu í gær við Göring flugmarskálk, en hann er formaður fjögra ára áætlunarinnar og því í rauninni mest ráðandi um atvinnumál Þjóðverja. Iðnaðarleiðtogarnir ræddu við Göring, um ástandið í iðnað- armálum og fjárhagsvandræð- in, sem nú steðja að. Var ákveðið að skifta iðnaði Þýskalands í tuttugu og sjö greinar, éftir því hverja þýð- ingu hver ein^tök 1 grein hefir fyrir þjóðarheildina. Fimm fyrstu greinar iðnaðar- ins, þar á meðal hergagnaiðn- aðúrinn fá nægilegt hráefni til að uppfylla samninga um fram leiðslu sem fyrir eru. Aðrar iðngreinar verða að takmarka framleiðslu sính vegna hráefnaskorts. Illræðisverk í Noregi Oslo í gær. Við eftirlitsskoðun á járn- brautinni miili Kragerö og Neslandsvatns fundust í gær tvær dynamit-patrónur á teinunum. Hafði lest nýlega farið þar um og höfðu þær lagst saman. Er talið, að stórslys hefði orðið, ef patrónurnar hefði verið nýrri en þær voru. Tilraun var gerð til þess að Iáta þær springa og tókst það. Lest með fjölda skóla- harna fór um brautina skömmu síðar. Rannsókn hefir verið fyrir- skipuð. NRP—FB. Ríkisskip. Esja fór frá Rvík í gærkvöldi áleiðis til Vestmanna eyja og Glasgow. Siiðin var á Hörnafirði kl. 5 í gær. Sudetar fá loforð fyrir embættum Tillögur Runcimans Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gser. Dr. Hodza, forsætisráðherra f jekkóslóvakíu skýrði Run- ciman lávarði frá því í dag, tjekkneska stjómin hefði ákveð- ið að veita Sudeten-Þjóðverjum ýms embætti í þeim hjeruðum, sem þeir búa í. Hafa Sudetar sem kunnugt er, verið afar oa- nægðir með það, að tjekkneskir embættismenn hafa setið í öll- um opinberum embættum. Meðal þeirra embætta, seffl * ráði er að veita Sudeten-Þjóð- verjum, eru póstmálaembeettJ og embætti í stjóm hjeraðs- mála. Þessar ákvarðanir hafa mætt fögnuði meðal Sudeten-Þjóð- verja, sem telja að þessar ráð- stafanir sjeu upphaf að frek- ari tilslökunum af hendi Tjekka. TILLÖGUR RUNCIMANS LÁVARÐAR Runciman lávarður og Kon- rad Heinlein, foringi Sudeten- Þjóðverja hittust í gær í höll þýsks fursta Hohenloes. Rædd- ust þeir við í höll furstans, Rot- enhaus í Bæheimi. Talið er, að Henlein hafi skýrt Runciman frá því, að væg ustu kröfur Sudeten-Þjóðverja væri, að þeir fengi sjálfstjórn í sínum eigin málefnum. ,,Daily Telegi’aph" býst við því, að Runciman lávarður muni leggja það til, ef samningarnir milli Tjekka og Sudeta fara út um þúfur, að Tjekkóslóvakíu verði skift í 23 smá kantónur með víðtækri sjálfstjóm, líkt og er í Svisslandi. Líkar tillögur voru ræddai' eftir heimstyrjöldina, en náðu þá ekki fram að ganga. Alvarlegar horfur voru fyrir- sjáanlegar í deilumálum Tjekka og Sudeta í fyrradag, þegar Sudetar neituðu að ganga inn á tillögur Tjekka, en búist er við að viðræður Runcimans og Henleins í Rotenhaushöll, hafi lægt öldurnar í bili. Búist er við að Runciman 'muni bráðlega koma fram opin- berlega með málamiðlunartil- lögur sínar. BENES FORSETI VONGÓÐUR London í gær. FÚ. Benes ríkisforseti í Tjekkó- slóvakíu hitti blaðamenn í dag og ljet í ljósi við þá, að það væri trú sín að takast mundi að bjarga friðnum með samn- ingum þeim er yfirstanda. Enda mundi hann gera alt sem í hans valdi stæði til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.