Morgunblaðið - 20.08.1938, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.08.1938, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. ágúst 1938. lífinu 1 frásögn Hákonar Bjarnasonar hjer í blaöinu í dag, frá skógum og skóg- rækt, talar hann um öspina í Fnjóska- dalnum, hvemig hún dafnar o. fl. Saga hennar er merkilegur þáttur í sögu hins íslenska gróðurríkis. Árið 1904 varð Páll G. Jónsson bóndi í Qarði í Fnjóskadal var við lágskrið- u!a» runna suðvestan í melbrekku nú- lægt kílómeter frá bænum. Hann veitti því eftirtekt næstu ár, að planta þessi, sem hann ekki þekti, breiddist þar út. Árið 1911 kom þangað Stefán Krist- jánsson sþógarvörður á Yöglum, og Kofoed Hansen skógræktarstjóri. Þeir nafngreindu runnan sem ösp, og Ijetu girða blettinn árið eftir. ★ Árið 1914 lýsti Stefán Stefánsson þessum nýja borgara í gróðurnki Is- lands í ritgerð, ér hann skrifaði í 25 ára minningarrit Náttúrufræðifjelags- jns. Hann getur þess í lýsing sinni, að hann hafi talið 17 árhringi í gildustu sprotunum, svo öspin het'iri verið þarna í melbrekkunni a. m. k. síðan fyrir aldmaót. Það má líta svo á, að eigi skifti miklu uiáli, hvort öspin í Garði í ‘Fnjóskadal sje af innlendum stofni, eða hún hafi, með einhverjum hætti flust þangað á síðari árum. En ómögulegt er að komast hjá því, að hugleiða það, hvað líklegra er. * I ritgerð sinni um öspina, hefir Ste- fán Stefánsson þessa tilvitnun úr Ham- dismálum, að einkunnarorðum: „Ein- stæð em ek ojðin, sem ösp í holti“. Hann kemst svo að orði: Ei). hve lengi hefir þéssi „einstæð- ings ösp“ hýrst í þessu „holti“, og hvaðan er hún þangað kominf Þessum spumingum er eigi auðsvarað.En þó svo væri, að hún hefði tekið sjer þarna bólfestu fyrir fáum áratugum, þá mun óhætt að fullyrða, að hún er eigi komin þangað af mannavöldum. Um kílómeter er þaðan til næsta bæjar, og enn lengra er til allra þjóðleiða, svo litlar líkur eru til, að fræ hafi slæðst þar. Fyrir 20—30 árum (En böf. áiítur að svo gamall sje asparranninn þá orðinn a. m. k.) var ekkert unnið hjer að skógrækt, og því ekkert með skóg- fræ farið. Og ekki hefi jeg heyrt, að neinn maður um þessar slóðir, hafi'far- ið að dæmi Wergelands skálds, að bera fulla vasana af trjáfræi og strá því hvar sem hann fór og líkindi vora til að það gæti sprottið. Nei, með fuglum, stormi eða einhverju öðru móti er ösp- in Jiingað komin, líkt og aðrar plöntur þessa lands, hvort sem skamt eða langt er síðan. Þykir mjer trúlegast, að hún hafi vaxið hjer frá alda öðli, en lík- lega strjált innanum birkiskógana, og geti því talist gamall og góður borgari í gróðurríki þessa lands. Telja má víst, að hún hafi áður ver- ið nokkra stórvaxnari, þar sem hún naut skjóls og friðar. Orðtakið, að „skjálfa eða nötra eins og espilauf í vindi“ er algengt hjer á landi, og hefir sjálfsagt verið um langan aldur. Vitan- lega hafa þeir menn einir getað tekið það upp, er þektu skjálfta espilaufsins, er staífar af því, hve blaðstiklarair eru grannir og þunnir. En þótt orðtaMð væri komið hingað frá útlöndum, þegar á landnámstíð, þá er eigi ólíklegt, að það hafi einmitt forðað því frá gleymsku, að fólk hafði skjálfandi espi- Iaufin hjer fyrir sjer langt fram eftir öldum. „Sjón er sögu ríkari“. fcn hvað sem því líður, þá bendir nafnið Espihóll ótvíræðlega til þess, að þar hafi ösp eða aspir gróið til foraa. Hafa ,þær að öllum líkindum vaxið sunnan í hólnum og þrifist þar vel. Þess vegna hefir þeim verið veitt eftir- tekt snemma, og hóllinn við þær kend- ur. Merkilegt er það, að espihóllinn í Fnjóskadal og Esþihóllinn eyfirski eru báðir fornar jökulöldur. Með birkiskógunum hafa aspimar horfið af þessu landi, og þessir kyrk- ingslegu aukvisar hafa einir tórt öld- um Sáman í Fnjóskadalnum skógsælaj sem lengst og best hefir geymt blóm- legar- skóg&rleifar, allra norðlenskra dala“. * Þegar Jón Áxel Pjétursson var að tala á bæjarstjómarfundi í fyrradag um hitaveitumálið, og talaði alveg svart, svo hvorki áheyrendur nje hann sjálfur botnuðu í því hvað hann var að segja, sagði Bjami Benediktsson: Þessi ræða er nú svo vitlaus, að hún væri þess verö,_ að taka hana upp á grammófónplötu., ★ Eins og kunnugt er, hefjr verið not- aður rekaviður af Ströndum í mæði- veikisgirðingarnar. Norður x Skagafirði hefir borið á því, að hross hafa tekið upp þann sið, a$ jeýa girðingarstaura þessa. Eru stauramir1 suöiir svo nag- aðir, að ekM er eftir nema kvistimir og mjó rengla úr miðjunni. Merrn geta sjer þess til, að-það ðje seltan í sjóreknu stauranútn, sem gerir þá svona lystuga í munni stóðhross- anna. Bílvísa: ... Á öllum gíram akandi yfir' iáýri, stórgrýti, margar bryr og blómi-eiti bremsu-dýrum-gæðingi. * ‘ -y; Fyrir nokkrum dögum stóð fólk jt gangastjettinni fyrir neðan Stjórnai'- ráðsblettinn og beið eftir strætisvagni. Þetta var um hádegisbil. Þá kom út úr Stjómarráðinu hinn nýbakaði dyravörður, Magnús Stefáns-: son. Hann staðnæmdist á tröppunum fyrir utan dyrnar og þurkaði vandlega af fótunum á sjer! • . Skelfing hlýtur að vera orðið óhreint í Stjómarráðinu, varð einum áhorf- <nda að orði. * Samtal. — Getnr þú brotið flösku'; Jrtómum poka ? -—- Ætli ekki það. Eri arinað er þyngri þrautin. Hvernig getur-þú brot- ið beila í tómum haus? ★ Jeg er að velta því fyrir mjer: Hvort merm geti oi'ðið breiðleitir af því, áð taka sig saman í andlitinu. jy&.SÍ.Q. . lV fJ > ***-'//& ÍJ, Minningarorð um síra Gísla Einarsson frá Stafholti f dag verður til moldar borínn síra Gísli Einarsson prófast- ur. Hann andaðist að heimili sínu í Borgarnesi rúmlega áttræður að aldri. Síra Gísli var fæddur að Krossa nesi í Vallhólmi 20. janúar 1858. Foreldrar hans voru þau Einar Magnússon, bóndi á Húsabakka og síðar í Krossanesi, og kona hans Eufemía Gísladóttir sagnfræðings Konráðssonar hins fróða. Þegar síra Gísli var 10 vetra rnisti hann föður sinn. Ólst hann ;eftir það upp með móður sinni, 'fyrstu, árin að Krossanesi, en flutt íst síðar með henni að Hvoli í Saurbæ,, til Indriða móðurbróður síps. Hugur síra Gísla stóð snemma til menta, en ekki gat hann þó haíið skólanám sitt fyr en hann yar orðinn nokkuð fulltíða mað- þr. Ilann útskrifaðist stúdent ár- ið 1885, 27 ára að aldri; tveim árum síðar lauk hann embættis- prófi í guðfræði. Árið 1888 fjekk hann veitingu fyrir Hvamms- þrestakalli í Norárdal og fluttist þangað þá um vorið, þrítugui' að áldri. ; ,-sjí- i Síra Gísli kvongaðist Vig- clísi Pálsdóttúr 12. júlí 1884; frú Vigdís var dóttir Páís alþingis- ínanns, Pálssonar í Dæli í Víði- dal." Þfiu hjón eignuðust 7 börn og eru þau öll á lífi: Kagnheiður, gift- Hermanni Þórðarsyni kenn- ara frá Gíítsstöðum í Norðurár- dal, Sverrir bóndi í Hvammi, kvæntuF Sigurlaugu Guðmunds- dóttur frá Lundum, Eufemía og Kristín', báðar' ógiftar á heimili föður síns í Borgarnesi, Sigur- laug, gift Þorsteini Snorrasyni bóuda á Hvassafelli í Norðurár- clal, Vígclís kenslukona, ekk'ja •Jóns Blönclals hjeraðslæknis í ^tafholtsey, og Björn bóruli í Stóru-Gröf, kvæntur Andrínu Kristleifsdóttur frá Stóra-Kroppi. Þrjú voru fósturbörn þeirra hjótia • Jón .Sigurðsson, bróður- sjonur frú Vigdísar, og Gísli og Vigdís, börn þeirra Ragnheiðar dg Hermanns. Er þau hjón komu að Hvammi vorxþyþar öll húsakynni í svo mik- illi niðurníðslu, að vart mátti telja þar mannabústaði. Sr. Gísli x-jeðist í að koma þar upp vönd úðu íbúðarhúsi; þótti það milrið þrekvirki, enda langur og erfið- n!' flutningur á byggingarefni, ; ef J i r torförnum vegum, með riilyfjahestinn sem einasta flutn dngstæki. IIús þetta stendur enn riieð litlum breytingum, sem ó- brotgjarn minnisvarði yfir fram- tak og áræði síra Gísla Einarsson- ar og konu hans, frú Vigdísar Pálsdóttur. Síra Gísli þjónaði Hvamms- prestakalli til þess er Hvamms- og Stafholtsprestaköll voru samein- uð árið 1911. Þá íluttust þau lijón að Stafholti og þjónaði sr. Gísli eftir það hinu mikla og víðlenda Stafholtsprestakalli, uns hann ljet af prestsembætti vorið 1935 eftir 47 ára prestsþjónustu. Prófastur í Mýraprófastsdæmi var sr. Gísli hin síðari ár. Síra Gísli fluttist til Borgar- ness ,er hann ljet af prestsskap, en nokkru áður, eða sumarið 1932 misti hann konu sína, frú Vigdísi, eftir margra ára van- heilsu. Síra Gísli var með afbrigðum vinsæll maður, og var heimili þeirra hjóna, bæði í Hvammi og Stafholti, annálað fyrir gestrisni og myndarskap. Mun íslensk gest- risni óvíða hafa átt slíka fulltrúa sem heimili þeirra hjóna. Jeg á margar endurminningar frá æskuárum mínum tengdar við Hvammsheimilið. í hvert sinn sem jeg rifja þær upp, minnist jeg þeirrar hlýju og einlægni, sem streymdi út frá heimilinu. —- Þá er mjer og kært að rifja upp þær fögru og göfugmannlegu ráðlegg- ingar, er síra Gísli gaf okkur börnunum, er hann var að búa okkur undir fullorðinsárin. Alt, sem hann sagði við okkur, var af svo mikilli einlægni og sannfær- ingu, að jeg veit, að flestir þeir, er uppfræðslu nutu hjá sr. Gísla, 'munu taka með mjer undir það, sem jeg hefi sagt, og jafnframt minnast hans ágætu konu, sem stóð ávalt við hlið manns síns og átti sinn mikla þátt í þeim fyrir- myndarbrag, sem var á heimil- inu, og þeim ljúfu endurminn- ingum, sem við það eru tengdar. Eyjólfur Jóhaimsson. miiiiiiiuiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiii Framköllun. Kopiering. Stækkanir. uiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuuuua Amatörar. FRAMKÖLLUN Kopiering — Stækkun. Fljótt og vel af hendi leyrt. Notum aðeins Agfa-pappír. Ljósmyndaverkstæðið Laugaveg 16. Afgreiðsla í Laugavegs Apó- teki. Vegna ónógrar þátttöku verð- ur ekkert úr því, að farið vei’ði á handfæraveiðar með Magna í kvöld. AmatÖrar. Framköllun Kopiering — Stækkun. Fljót afgreiðsla. - Góð vinna. Aðeins notaðar hinar þektu AGFA-vörur. F. A. THIELE h.f. Austurstræti 20. H Fægiklútar fyrir póleruð húsgögn. vmn Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. Torgsala við Hótel Heklu í dag: Grænmeti og blóm, næpur 25 au. búntið. Gullfoss og Geysir. Hin dásamlega og velþekta skemtiferð um Grafning til Gullfoss og Geysis verður farin næstkomandi sunnudág kl. 9 árd. Fargjöld ótrúlega lág. Sfimi 158 0. Steindór. Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN ei nokka!! Opin allan sólarhringinn. Goliat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.