Morgunblaðið - 21.08.1938, Síða 3

Morgunblaðið - 21.08.1938, Síða 3
Simnudagur 21. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Frú Guðrún Lárusdóttir og tvæi] dætur liennar drukna í Tungufljóti 'k *■ . •> Bíllinn rann niður 13 metra brekku í fljótið Sigmbjörn A. Gí.v ason og bifreuV s j< * iin bj örg u ö u •s i ATAKANLEGT BÍLSLYS varð í Biskupstungum í gær. Fólksbíllinn It. E. 884 kom veginn ofan frá Geysi og ætlaði til Gullfoss. Á vegamótun- uxn við Tungufljót er kröpp beygja og rann bíllinn þar út af niður 13 metra brekku og ofan í fljótið og þar á ból- andi kaf. Fimm manns voru í bílnum: Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason cand. theol., kona hans frú Guðrún Lárusdóttir alþm., tvær dætur þeirra hjóna, frú Guðrún Valgerður og ungfrú Sigrún Kirstín, og loks bílstjórinn Arnold Peter- sen. Þeir Sigurbjöm Ástvaldur og bílstjórinn björguðust, en frú Guðrún Lárusdóttir og dætur hennar tvær drukn- uðu. — Frú GuSrún Lárusclóttir o g dætur hennar, GuSrún Vaigerður og Sigrún Kirstín. Frásögn síra Sigurbjörns og bílstjórans a Strax og frjettist um þetta stórfelda slys fór tíðindamaður Morgunblaðeins austur og kynti sjer öll rerksummerki á staönum. Þegar tíðindamaður Morgun- blaðsins kom austur að Tungu- fljóti um klukkan 4,15 í gær, var bíllinn enn niðri í fljótinu og líkin þrjú í honum. Þangað var þá kominn Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn í Reykjavík, ásamt nokkrum af aánustu vandamönnum heimil- isins í Ási. Þar voru þeir bræð- ar Gísli og Halldór, synir Ás- hjónanna; þar var og Pjetur Lárusson fúlltrúi Alþingis og frú hans. Vegamannatjöld stóðu á fljótsbakkanum, austan megin. Þar voru allmargir vegamenn fyrir. Hjá þeim voru þeir Sigur- bjöm Ástvaldur og bílstjórinn Arnold Petersen. Djúp alvara og kyrð rikti í tjöldunum,því ekkert var hægt að aðhafast við björgun, þar sem beöið var eft- ir kafara og tækjum úr Reykja- vík. Tíðindamaður Morgunblaðs- ins hitti nú ýmsa menn að máli til þess að fá sem nánastar fregnir af þessu sorglega slysi. Neyðarópið. Olafur Guðjónsson verkstjóri segir frá: Það var um kl. 12y2. Við vega- vinnumenn vorum staddir í skúrn um, þar sem við mötumst. Við vorum í þann veginn að húa okk- nr undir að lilnsta á erlendu há- degisfrjettirnar í útvarpinu. Þá heyrum við alt í einu hljóð, er var líkast neyðarópi. Ráðskonan, Pálína Björgólfsdóttir fer iit. Sjer hún þá hvar maður er þar staddur skarnt frá. Hann er ber- höfðaður og holdvotur. Hún geng- ur til móts við manninn. Hann getur þá ekkert tálað, áðeins gef- ið frá sjer ámátleg hljóð og bend ir vestur til fljótsins. Er Pálína lítur þangað, sjer hún að annar maður stendur þar, á' vegamótun- um, vestan vð brúna. Hún heyrir frá honum neyðaróp. Pálína sjer nú, að eitthvað hef- ir orðið að. Hfin kallar því á vega- vinnumennina og þeir koma all- ir tit á svipstundu. Þegar ])eir koma út er maður- inn, sem köminn var að tjöldnn- úm, enn svo aðframkominn, að hann getúr ekkert talað. Þetta var Arnóld Petersen bílstjóri. Hann gefur aðeins frá sjer ámát- leg hljóð og bendir til fljótsins. Þeir lilupu samtímis vestur yf- ir hrúna, þangað sem hinn mað urinu stóð. Ilann er eins á sig kominn, getur ekkprt sagt frá því, sem skeð hafði, bendir aðeins niður í hyldýpið og segir: Þær eru þrjár. Vegavinnumennirnir voru nú strax fullvissir um það, að þarna hafði orðið slys. Þeir spnda strax vestur að Vatnsleysu, sem er næsta símstöðin. Þar býr hrepp- stjórinn, Erlendur Björnsson. Hann var við Keyskap þarna skamt frá og fór hann með þeim vestur að Vatnsleysu. Þegar þangað var komið var strax símað til lögreglunnar í Reykjavík og henni tilkynt um ls • sl> sið. Samtímis var hringt til hjeraðslæknisins, Ólafs Einarsspn ar á Laugarási og hann beðinn að koma strax. Einnig gerðu vega viiinuinenniniir ráðstafanii' til þess að fá bát til þess að hafa þarna við hendina. Ménnirnir, seni björguðust vpru nú fluttir inn í tjald. Þar voru þeir færðir í þur föt og þeim gef- in heit mjólk. Eftir þessa aðhlynningu lirest- ust mennirnir brátt og einkum Ástvaldiir Gíslason. Bílstjórinn hafði þó enn mikinn skjálfta og var honum þá gefið heitt, sterkt kaffi og fór hann þá að hress- ast. Slysið. Bíllinn kom sem fyr segir veg- inn ofan frá Geysi. Fast við Tungpfljót eru vegamót. Sá, sem fara vill veginn austur að Gull- fossi, yfir hrúna á Tuiigiifljó,tl verður að taka skarpa beygju yf ir á veginn að brúiini. En aðal- vegurinn að hrúuni liggur þarna utan í brekku. Eru þar 13 metr- snarbrött brekka niður í fljótið; eða rjettara sagt 9 metra brekka að ofanverðu og svo ca. 4 inetra jarðfall niður við fljótið. Þarna rann bíllinn niður og beint ofan í fljótið og þar á ból- andi káf ofan í 4—5 metra dýþi. Hjólförin í brekkuiini sýna, að bíllinn hefir runnið béint niður, en sennilega steypst kolllinís fram af jarðfallimi ofan í fljótið. í sumarleyfi. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason segir frá: Við voriijn ú skemtiferð. Koúan ínín liafði ’fengið '?umaríeýfi. Við fórúm lif ReýkjaVík láust fyrir liádegi á föstúdág. ' Pófúní fyrst að Hraúíigérðl, en þaðan iipp á Skeið til þess að hitta systurdótt- ur míiia, sepi ,þar býr. Hjeldum svo á fóstudagskvÖld upp að Geysi. og vomm þar ,næftfu nótt. 11. títnanum í gærmorgnii hjeldmn við frá Geysi. Við lijeld- um svQ ,í berjamó og vorum þar til kl. um 12. Hjeldum síðan af stii’ð og vaf 'ini ferðinni lieitið að ' Gullfössi. ’ Skeður íiú ekkert þar til við komum ’að ýégamótunum við Titíiiiufljóf. Þá véit jég ekki' fyr til en áð bniinn er að renna út- iáf, niður báa Brekkú og í fljótið. Jeg sat fram í hja bílstjóranum, en konan mín og tvær dætur okk ar sátu aftnr í. TJm leið og bíll- inn er að rénna fram af vegar- brúninni heyri jeg neyðaróp í dóftur iniuni. En þetta skifti eng- úin togum. Bíllinn fer í fluglcasti niður snarbratta brekkuna og nið úr í flj'ótið. Jeg gríþ í íiurðina, en veit eklti h'vort mjer hefir tekist að oþna. Sfo finn jég að vatnið streymir iníi og áður en varir er jeg komimi á kaf í vatrii. Nú húgSá'jeg að við munum öll deyja þarna. En þá ér skyndilega gripið í mig og jeg dreginn upp og að landi. Þar næ jeg í gras- bakka og get hafið mig upp. Jeg þykist vita, segif Sigur- björn Ástvaldur, að orsok slyss- ins hafi verið það, að bremsur bílsins hafi verið í' ólagi. Þær voru f ólagi daginn áður, en bíl- stjórinn reyndi að laþþa eitthvað úpp á þær við Geýsi. Auuars vil jeg taka það fram, ’segir S. Á. G., að bílstjórinn ók mjög gæti- lega altaf og jég get ekki ásak- að hann á neinn hátt. Bremsurnar ónýtar, Aruold Petersen bílstjóri .segir frá: Jeg er Dani, en hefi verið ,á ís- landi í 3% ár og vinn nú á Elli- lieirnilinu. Jeg hefi haft ökuskír- temi í 11 y2 ár og ekið bíl við og við. Bíll sá, sem við ókum í aust,ur var Chevrolet 5-manna drossía Jjýá 1929. . Jeg varð var við: það á fpstu- dag, að bremsur bílsins voru í ó- lagi. En áður en við fórum frá Geysi í gærmorgun herti jeg svp á bremsuinini, að þær virtust verka nokkurn veg’inn. Jeg prófaði bremsurnar nokkru eftir að yi8 lögðum af stað frá Geysi og verk uðu þær þá vel öðru megin. Þégar jeg kom á hæðina ofan • við vegamótin við Tungufljót setti jeg bílinn í fyrsta „gír“. En þegar jeg ætlaði að taka beygj- una austur á aðalveginn verkuðu bremsurnar alls ekki. Þarna á veganiótunum er nokkur halli og rann því 'bíllinn beint fram af vegarbrúnínni og niður snar- bratta brekkuna, ofan í fljótið. Þetta skifti engum togum. Það eina sem jeg hugsaði um, er jeg sá hvernig kolnið var, var að halda bílnum rjettum niður hrekk una. Jeg vissi ékki að vatnið var svona djúpt í fljótinu og hjóst FRAMEL k 8JÖTTD &lX>D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.