Morgunblaðið - 25.08.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1938, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 25. ágúst 1938. ' 4 • í Kjötsölulögin og fram kvæmd þeirra Eftir Sigurð Kristjánsson Það líður óðum á tíma sumarslátrunar, þann er var, meðan kjötsalan innanlands var frjáls. En ekkert bryddir á því, að kjötverðlagsnefnd leyfi slátrun. Bendir margt til þess að sumarslátrun sauðfjár Terði engin í ár. Ókunnugir inuncln spyrja, hvort sumarslátrun hafi þá ekki verið til neins hagræðis fyrir bændur, hvort þeir hafi verið að þessu af «inskærri fávisku, og kjötverðlagsnefnd því neyðst til að taka frain fyrir hendur þeim. Bændur vita sjálfir, að svona er' þessu ekki liáttað. Sumarslátrunin færði þeim mikinn arð, og mundi gera það enn. En kjötsölulögin og framkvæmd þeirra, sem hvort er •eftir öðru, valda því, að kjöt- neyslan innan !ai*ds hefir minkað stórkostlega, svo að gamlar birgð- ir, er stórmiklu nema. liggja enn ©seldar. Sjer nefndin engin ráð önnur en að banna slátrun, þangað til búið er að svæla þessu bráðum ársgamia sælgæti í grimsbýlýðinn, eða þá að lauma því í sjóinn, þeg- ar nótt er orðin hæfilega dimm fyrir kjötverðlagsnefnd. ★ Samkvæmt skýrslum þeim, sem Rauðka safnaði imi kjötneysluna innanlands, hafði neyslan minkað um 41% strax árið eftir að kjöt- sölulögin komu til framkvæmda. Af þessari minkun neyslunnar eru nú bændnr að súpa seyðið með af námi sumarslátrunarinnar o. fl. En þótt kjötsolulögin sjeu stór- gölluð, mátti mikið draga úr af- leiðingum þeirra galla, ef kjöt- verðlagsnefnd hefði skilið lilut verk sitt á annan hátt, en hún hef- * 1 ir gert. Mörg verk nefndarinnar, önnur en afnám sumarslátrunar- innar bera henni vitni um það, hvernig hún skilur hlutverk sitt. Skal hjer nefnt eitt dæmi af fjöl- mörgum, er lýsir því engu síður en afnám sumarslátrunarinnar, hyern skilning nefndin hefir á að- stæðum bænda og skyldum sínum gagnvart þeim. I kjötsölulögunum er heimild til þess að leyfa hændum heimaslátr- nn, þar sem aðstaða er erfið til þess að koma fje til slátrunar þang að sem nefndin liefir ákveðið. Á Ströndum, norðan Geirólfs- gnúps, eru einhverjar afskektustu bygðir á Islandi. Bygðir þessar eru: Reykjaf jörður, Þaraláturs- fjörður, Fnrufjörður og Bolungar vík (á Ströndum). Þessi bygðar- lög eru skilin hvert frá öðru með illkleifpm fjallaliryggjum, er enda í hengiflugi við sjó fram. Frá ísa- fjarðardjúpi eru þau skilin með Drangjökli. Alls eru þarna 8—10 bændur. Sauðlönd eru þarna góð, og sauðfje stórlega afurðagott. Bændur þarna eiga að sækja með fje sitt til Isafjarðar til slátrunar samkv. skipun kjötverðlagsnefnd- ar. Sá flutningur fer fram sem hjer segir: Eftir smalamenskuhrakninga og sundurdrátt heima í hverjum firði, er því fje, sem slátra skal, öllu safnað til Furufjarðar, því þaðan er eina færa leiðin vestur yfir fjöllin. Liggur leiðin yfir Skor- arheiði vestur að Jökuldjúpi. Er þá komið niður í hotn Hrafns- fjarðar. Þar er ekki bygð, en ör- æfi ein. Fá bændur bát frá ísa- firði, til þess að sækja fjeð þang- að. Ekkert símasamband er við þessi bygðarlög og geysilangt til næstu símstöðva. Yerður því að panta bátinn á tilsettum tíma löngu fyrirfram. Af því leiðir, að báturinn verður að koma eftir fjenu, hvernig sem viðrar, því eft- ir honum ’er beðið með fjeð í ó- bygðum. Sjóleiðin er um 7 klst. ferð á ganggóðum bát í góðu veðri. En yfir Jökuldjúp og ísa- fjarðardjúp er oft ilt að fara á haustnóttum. Eru veður oft hörð, og sjór mjög úfinn. En fjeð verð- ur án tillits til þess að flytjast á skip. Er það gjört á smákænu, og er ekki auðsótt verk, ef ilt er í sjó. Síðan er haldið til ísafjarðar, hvernig sem veður er. Geta menn farið nærri um það, hvernig fer úm fjeð á þiljum uppi, er sjór gengur á skipið og það byltist í stórsjó. Kemur það og fyrir, að kindur eru dregnar danðar af skipi eftir slíka hrakninga. Þegar svo til ísafjarðar kemur, verður- þetta hrakta fje oft að bíða slátrunar. Er þá engin að- staða til annars en að láta það standa í sveltu, þar til lífið er murkað úr því að fullu. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Minningarorð um Þórdísi Guðmundsdóttur Pórdís Guðmundsdóttir liús- freyja að Fossi á Síðu ljest á öndverðu þessu sumri að heim- ili sínu, fullra 65 ára (f. 16. maí 1873) eftir langa vanheilsu. Hún var dóttir Guðmundar bónda Loftssonar á Söndum í Meðallandi og konu haps Guðninar Magmis- dóttur, sem andaðist s.I. haust, hátt á tíræðisaldri; var hemiar minst ú ísafold 26. jan. ]). á. (og síðar í Vísi). Þórdís giftist úr föðurgarði rúmíega tvítug Giss- uri Elíassyni á Steinsmýri, ágæt- um manni, en Iiann var sonur merkishjónanna Elíasar Gissurar- sonar og Gy.ðríðar Þórlialladóttur, er enn lifir, háöldruð, iijá Pálínu dóttur sinni og tengdasyni Elíasi kennara Bjarnasyni hjer í hæ. Þau Gissur og Þórdís bjuggu á Hunkubökkum á Síðu, og þar Ijest Gissur eftir 15 ára sainbúð þeirra, en ekki varð þeim barna auðið. Skömmu síðar fluttist Þórdís að Fossi og tók þar við búsforráðum með Páli bóuda Helgasyni, góðum dreng og mesta atorkumanni; hann var hróðir Lárusar fyrrum alþingismanns á Kirkjubæjar- klaustri og þeirra merku systkina; hann ljest árið 1919, og stóð Þór- dís þá ein uppi með 3 börn þeirra ung, hvert öðru mannvænlegra, en þau eru þessi: Rósa húsfreyja á Geirlandi á Síðu. gift Sigfúsi Yig- fvissyni, bónda þar, Laufey ljós- móðir og Helgi, bæði á Fossi. Hjá Þórdísi hefir og alist upp systur- sonur hennar Skúli Valtýsson, gæðamaður, og liefir hann einatt staðið fyrir húi hennar. Þórdís á Fossi var „gerð og get in“, eins og sagt er; hún var kona gerfileg og hin röggsamasta hús- móðir, einörð og sköruleg í allri fraingöngu, en fáskiftin umfram það, sem hún taldi innan síns verkahrings. Hún sýndi það, sem öllum er ekki gefið, ef á bjátar, að hún var fyllilega þeim vanda vaxin, sem henni var ætlaður, og fyrst um sinn fennir ekki í för Þórdísar á Fossi. Hjeraðinu er mikil eftirsjá að þessari fyrir- myndarkonu, er svo vel skipaði sinn húsmóðursess, á meðan kraft- ar entust. Skaftfellingur. ííliFUnMCSSKEIFSTOFi Pjctnr Maguúsion Ein&r B, GuCmundisoa GuClmgmr Þorláknon Símar 3602, 3202, 2002. AasturatrætS 7. Skrifgtofutími kl. 10—12 og 1—5. Tægiklútar fyrir póleruð húsgögn. VillR Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. Samííðarmenn í^spfespegli. Nú eru teikningarnar eftir Stefan Stróbl komnar út. í bókinni eru myndir af 60 mönnum, körlum og konum. Alt er hetta fólk þjóðkunnugt: Stjórnmála- menn, mentamenn, iðjuhöldar, kenni- menn, kirkjunnar menn, allir töluvert frábrugðnir hví, sem menn eru vanir að sjá há daglega, sjeðir með augum skopteiknarans. ^3® Af bókinni eru prentaðar 2 útgáfur, önnur aðeins 50 tölusett eintök, undir- skrifuð með eiginhendi teiknarans. Það sem óselt er af þeirri útgáfu, er selt í skrifstofu ísafoldarprentsmiðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.