Morgunblaðið - 25.08.1938, Blaðsíða 7
Fimtudagur 25. ágúst 1938.
7
MORGUNBLAÐIÐ
KJÖTSÖLULÖGIN OG
FRAMKVÆMD ÞEIRRA
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
Ekki er auðgert að s.já, kvar
keimildina til heimaslátrunar ætti
að. nota, ef ekki þarna. En við
slíkt er ekki komandi hjá kjöt-
verðlagsnefnd. Liggur við borð að
bændur á þessum slóðum. verði að
leggja niður sauðfjárrækt, nema
til heimilisslátrunar.
Fróðlegt væri að heyra álit rík-
isstjórnarinnar á því, hvort það
muni rjettur skilningur á skyld-
um kjötverðlagsnefndar gagnvart
bændum, sem fram kemur í þess-
ari breytni hennar. Og ef svo er,
að áliti landbúnaðarráðherra,
hvort þá eru engin takmörk fyrir
því frá hans sjónarmiði, hversu
mikill skepnuníðingur nefndin má
vera í starfi sínu.
Þvngstu plágur sauðfjáreigenda
á 'Islandi hafa á síðustu árum ver-
ið fjárpéstin og kjötsöluíögin með
framkvæmd þeirra. Sje það svo,
að hið síðar taida sje örsök þess,
að kjötneysiu ínnanlands hefir
minkað um rúmlega %, og að
verðmætasta slátrunin hefir lagst
niður, þá er því auðsvarað, hvor
þeirra veldur meira tjóni,’ ekki
síst ér þess er gætt, að f járpestin
mun vera í rjenun, en afleiðingar
kjötsölulaganna að magnast.
S. K.
THE
EXTRA MILEAEE
MOTOR OIL
2 3 °/o endingarbetri
Dagbót;.
BETRI Á
ALLAN HÁTT
ENDIN'GARBETRI . . . Hjer cr ný-
tískif bílaolía, sem er 23% endingar-
betri! Hin nýa Yeedol eykur sparnað
— með auknum hraða.
FLJÓTARI í GANG . .. Smvr jafn
ágætlega livernig sem veður er, jafn-
vel í 20° frosti. Og vegna „hlífðarhimn-
unnar“ er ekkert viðnám eða stirðleiki
þegar vjelin er sett í gang.
ELJÓÐLAUS GANGUR ... og óbund-
in orka einkennir þær vjelar. sem
smurðar eru með hinni nýu Veedol.
Hljóðlaus gangur þýðir það, að ekkert
viðnám er, og þar með ekkert slit, svo
að viðhaldskostnaður sparast. Revnið
þeosa ágætu bílaolíu í dag — þjer sjá-
ið ekki eftir því!
VEEDOL
Jóhann Ólafsson & Co.,
Reykjavík.
C - 11.
Veðurútlit í Rvík í dag: Stilt
og bjart veður fram eftir degin-
um, en gengur síðan í SA-átt.
Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5):
Lægðin er nú yfir N-landi, þokast
hægt til N og grynnist. Ný lægð
er að nálgast úr SY. Vindur er
hægur hjer á landi, SV—S-lægur
sunnanlands, N-lægur á Vestfjörð-
um, en S-lægur á A-landi. Rignt
hefir hjer og þar um alt land í
dag. Hiti. er víðast 9—13 st.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni.
Meistaramótið, sem átti að byrja
á laugardaginn, hefst ekki fyr en
á sunnudag.
Skemtif&rð fer stúkan Verðandi
nr. 9 inn á hinn nýja samkomu-
stað Góðtemplara á sunnudaginn
kemur, verði gott veður.
Nýja Bíó sýnir sænska kvik-
mynd þéssi kvöldin, sem hlotið
hefir góða aðsókn. Aðalhlutverkið
leikur hin vinsæla sænska leik-
kona Tutta Rolf.
„Rándýr stórborgarinnar‘ ‘ nefn-
ist amerísk sakamálamynd, sem
sýnd er í Gamla Bíó um þessar
mundir.
Ríkisskip. Sriðin fór frá Reykja-
vík í gærkvöldi í strandferð aust-
ur um land. Esja fer frá Glasgow
í dag áleiðis til landsins.
Briemsfjósið svonefnda, við
Njarðargötu, verður nú rifið. Sam-
þj’kti bæjarráð nýlega. að bjóða
það út til niðurrifs. fbúar hverf-
isins munu fagna því, að það skuli
hverfa úr sögunni. Hefir það stað-
Íð autt nú nm skeið, nema hvað
þar hefir vei’ið. mikill sægur af
rottum.
Sámtíðarmenn í spjespegli. Út er
komin hjá ísafoldarprentsmiðju
bók með skopteigningum Stróbls.
Eru þar 60 myndir af kunnustu
borgurum þessa bæjar, svo sem
ráðherrum og fyrverandi ráðherr-
um, stjórnmálamönnum og fleira
stórmenni. Myndirnar eru hver
annari betri og skemtilegri, svo að
maður getur varla þreyst á að
fletta bókinni. Er það næsta furðu-
legt -hvað listamaðurinn hefir
fundið einkennilegt við svip
manna og bent á svo að nú sjá
það allir, þótt þeir hafi ekkí: tekið
eftir því áður. Bókin selát’ eflaust
mjög ört,
Útvarpið:
Fimtudagur 25. ágúst,
10.00 Yeðurfregnir. , -
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Lesin dagskrá næstu viku.
19.30 ^Hljómplötur: Ljett’lög.
19.50 Frjettir.
20.15 Frá Ferðafjelagi íslands.
20.25 Frá útlöndum.
20.40 Einleikur á píanó (Hall-
grímur Helgason).
21.05 Útvarpshljómsveitin leikur.
21.30 Hljómplötur: Andleg tónlist.
22.00 Dagskrárlok.i ; : ;J; ~
* i ,’togríi1
Ný gerð á hliði
Ar þjóðvegimna frá Reykjavík
til ÞingýalÍa er búið að köma
fyrir nýju hliði á 'Þih'^ýállágir'ð-
inguna, skamt fyrir of an AI-
mannagjá, sem ætíð er opið bif-
reiðum og gangandi fólki, en er
ófært skepnum. Gerð þess er þaun
ig, að 15 járnpíþur eru lagSar
sambliða með 8 cmi mftllibilif
þvert yfir veginn er gröf,- sem
grafin er i millit uhliðai'stólpanna.
Járngririd þéssPþ? 4 m‘.‘ löiig og
2 m. breið. Ef skeþnur fara ,út á
grindina,, sleppa þær með ftórania
ofan á milli pípanna og sitja þar
fastar. Vegfarendur eru því áð-
varaðir hjer með að fara eklri
með skepnur út í hliðið. Nokkra
metra frá því er annað hlið á
girðingunrii, með grinðárWfð' fýr
ii’. ' sem þeim ev adliið, ér þtirfa
nauðsýrilega áð’ fafa með -skeþn-
ur inn eða út fyrir girðinguna.
Þa’í Skal ávalt loka í livert skifti.
Utan við ‘ þetta hlið er hestarjett:;
Þar geta menn geymt liesta sína,
meðan staðið er við á Þingvöll-
um. ' '
Umsjónarmaður Þingvalla.
ogGeysir
1 y-ir ú' «-■* ■ • ■'
Hin dásamlega og velþekta skemtiferð um Grafning til
Gullfoss og Geysis verður farin n.k. sunnudag kl. 9 árd.
Fargjöld ótrúlega lág.
S í nx i 1580. Sf ei n d ó v.
Kfölunnur.
Útvegum kjöttunnur heilar, hálfar og kvart.
ísq
Jebstái
Eggert Kristfánsson & €o.
Sími 1400.
iJifeitiii!. áti
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI —
ÞÁ HYER?
Æm
Jardarförín frá Ásí fer fram
íatigardaginn 27. ágúst og hefst
með húskveðjti kí. 2 e. h.
Fyrir hönd ásfvinanna.
Sígttrbjörn A. Gíslason.
Eínar Krístjánsson.
Friðrik Björnsson,
frá Litlu-Hólum í Mýrdal, andaðist í Landspítalanum 22. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ragna Stefánsdóttir.
Páll Jónsson,
frá Krossum, verður jarðsuriginn að Staðarstað föstudaginn 26.
þ., m. klukkan 2 e. h.
Kveðjuathöfn fer fram í dómkirkjunni í dag, 25. þ, m., kl.
1! f■ h. — Athöfninni verður útvarpað. — Kransar afbeðuir.
Aðstandendur. ,-x
"v f
Gýwt&k-
Jarðarför
Stefaníu Stefánsdóttur,
frá Kirkjubrú á Alftanesi, fer fram föstudaginn 26. þ. m.-©g—
hefst með húskveðju kl. 13.30 á heimili hinnar látnu, Bakka,
Seltjarriarnesi.
Vandamenn.