Morgunblaðið - 25.08.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1938, Blaðsíða 8
Fimtudagur 25. ágúst 1938L ÁL MORGUNBLAÐ Jan Stepusz hlýtur að vera vel ern. Hann er 118 ára gamall, «n samt gekk hann í sumar 400 kílómetra frá þorpinu, sem hann á heima í, til Yarsjá, tiÓað biðja forseta Póllands um hjálp. Stepusz fæddist árið 1820 og var hermaður í rússneska hernum í 25 ár. Það var því dauðinn vís fyrir hann, ef tekist hefði að hand taka hann, er hann tók þátt í frelsisstríði Pólverja 1863. Hann var ekki nema hársbreidd frá dauð anum einu sinni, þegar hann faldi sig í trjátoppi í marga daga, með- an Rússar leituðu að honum með þióðhundum. Þegar liann var 100 ára, tólc hann þátt í síðasta frelsisstríði Pólverja 1920 og gat sjer þá mikla frægð. Nú er gamli maðurinn einstæð- ingúr, sem engan á að. Allir ætt- ingjar hans eru dánir og liann var hættur að geta aflað sjer til hniífs og skeiðar. Forseti Póllands tók vel á móti gamla manninum og sat lengi á tali við hann. Síðan skipaði hann svo fyrir, að veita skyldi Step- usz ríflegan styrk úr ríkissjóði, svo að hann gæti lifað áhyggju- lausu lífi það sem eftir er. ★ Morris Talkin heitir rúss- neskur maður, sem býr í Ameríku. Hann fór á dögunum inn í tóbaksbúð í Boston til að kaupa sjer sígarettur. Honum varð staijsýnt á kaupmanninn og fanst hann kannast við hann. Þegar þeir fóru að tala saman kom í Ijós, að kaupmaðurinn var æsku- vinur hans, sem hann hafði ekki sjeð í 42 ár, eða síðan þeir vin- irnir voru hermenn í rússneska llieruum. Endurfundirnir urðu vit- anlega að haldast hátíðlegir og kaupmaðurinn bauð vini sínum heim til sín með könu lians. Þegar Talkin og kona hans komu heim til kaupmannsins, fjellu eiginkonurnar í faðma. Þær voru hálfsystur og höfðu ekki sjest í 40 ár. Báðar hjeldu þær, að livor liinna væri dáin fyrir löngu. ★ Maður einn í New York mál- aði liús sitt í sumar og blandaði sjálfur málninguna. Af vangá hafði hann blandað sýrópi í stað fernisolíu í málninguna og hús hans varð kolsvart af flugum, sem settust utan á húsið! ★ Enska útvarpið tekur að jafn- aði upp á grammófónplötur all- ar ræður, sem frægir stjómmála- ^rnenn halda í útvarp heima í sín- um löndum. Ræður, þar sem ráð- j ist er á England, eru geymdar í j sjerstöku safni í utanríkismála- ráðuneytinu. Mussolini er þar fremstur allra. ★ Fyrsti maðurinn á Ceylon, sem ákærður er fyrir fjölkvæni, fjekk á dögunum 500 rúbía í sekt' fyr- ir að eiga einni konu fleira en lögin leyfa. Mönniim er heimilt að eiga 4 konur þar eystra, en ekki hótinu meir! ★ I mörg ár hefir Mr. Louis Kauf- mann verið ákafasti piparsveinn Englands. Hann stóð m. a. fyrir stofnun •' „Kvenhatarafjelagsins". En nú er Kauffmann hafður að liáði og spje um alt land. Hann kvæntist nýlega ungri stúlku, JCaupÁ&ajuw Skóla- og skjalatöskurnar eru komnar. Verð frá 2,75. Penna- stokkar úr leðri með innihaldi. Kassatöskur 3 stærðir. Hljóð- færahúsið, Bankastræti 7. Rabarbar, nýupptekinn, Grá- fíkjur, Vanillestengur, Hellu- kandís svartur, Síróp. — Þor- steinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Hringbraut 61. Sími 2803. Dömutöskur og veski, nýjasta tíska. Hvergi eins faliegt og mikið úrval af allskonar leð- urvörum. — Hljóðfærahúsið, Bankastræti 7. Allar fáanlegar músikvörur, nótur, grammófónplötur, nálar, allskonar strengir. Harmonik- [ ur, munnhörpur, fiðlur, grammó fónar o. fl. o. fl. Hljóðfæra- ! húsið, Bankastræti 7. Þurkaður saltfiskur afbragðs góður, 25 aura \4 kg. Sítrónur 20 aura stk. Versl. Brekka, Ás- vallagötu 1. Sími 1678, Berg- staðastræti 33. Sími 2148. 2 Skandia eldavjelar, brún- emailleraðar til sölu á Ný- lendugötu 18. sjálfur er hann 56 ára. Silkisvuntuefni og slifsi altaf best og ódýrust í versl. Guð- bjargar Bergþórsdóttur Lauga- veg 11. Kjólasilki, köflótt, í miklu úr- vali. Verðið lágt. Versl. Guð- bjargar Bergþórsdóttur. Peysufatasatin, sjerstaklega falleg tegund, 8,50 meterinn. Alklæði og margt fleira til peysufata. Versl. Guðbjargar Bergþórsdóttur. Brjefsefni í möppum. Gott- úrval, en litlar birgð- Oir. Bókaverslun Sig- urðar Kristjánssonar, Bankastræti 3. Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, dropaglös með skrúfuðu loki, whiskypela og bóndósir. Sækjum heim. Versl. Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.) Sími 5333. Daglega nýr silungur og Ó- dýrastur í Fiskbúðinni Frakka- stíg 13. Sími 2651. íslenskt bögglasmjör, glæ- nýtt. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Hringbraut 61. Sími 2803. Kopar keyptur í Landssmiðj- unni. SoftaS-funcU^ Sá, sem tók rykfrakka í mis- gripum í Hressingarskálanum í fyrra kvöld, geri svo vel að skila honum strax þangað aftur. fVmta. Stúlka óskast til sauma á heimili í grend við bæinn svo sem vikutíma. Uppl. í síma 4124. Bikum þök, fyrsta flokks vinna. Sími 4965. Benedikt. Saumaðir dömukjólar og blúsur á Óðinsgötu 26, niðri. Hjálpræðisherinn. f dag kl„ 8þt> hljómleikasamkoma. Adj.„ Kjæreng stjórnar. Friggbónið fína, er bæjarinit besta bón. 1—2 herbergi og eldhús —- helst í Austurbænum óskast nú? þegar. Tilboð auðkent „Austur— bær“ sendist Morgunblaðinu. Einhleypan vantar 1. okt. stóra og minni stofu, helst sam- liggjandi, í nýtísku husi með öllum þægindum. Fyrirfram- greiðsla á alt að ársleigu gæti komið til greina. Uppl. 1 símai 2901 eða 2890. MARGARET PEDLER: DANSMÆRIN WIELITZSKA 29. hann kvæntist, hjelt hún áfram. „Frú Storran er sjálf- sagt af góðu fólki, en hann aftur á móti montinn bjáni, sem ekki hefir vit á að meta verðleika konu sinnar. Að minsta kosti er ekki að sjá, að hann taki mikið tillit til hennar',. Magda svaraði ekki. Áhugi hennar fyrir June Storr- an hafði horfið fyrir persónulegum tilfinningum. „Þetta er rólegasti og yndislegasti staður, sem' jeg nokkru sinni hefi dvalið á“, sagði hún og hallaði sjer aftur á hak í stólnum um leið og hún andvarpaði af ánægju. „Er ekki yndislegt hjerna, Gillian? Það er eitthvað svo viðkunnaulegt, sem mjer finst jeg hafa þekt frá barnæsku — og sem jeg vildi að jeg ætti eft- ir að þekkja í mörg ár ennþá. Er ekki sagt, að fólk hjeðan frá Devonshire vilji ætíð fara lieim til að deyja heima? -Teg er ekki liissa á því“. Á meðan Magda talaði heyrðist hliðið á garðinum vera opnað og á næsta augnabliki kom karlmaður í Ijós í rjóðrinu. Hann var tröll að vexti — nærri þrjár álnir á hæð og eftir því herðabreiður. Hin frjálsmannlega fram- koma hans virtist bjóða öllum heiminum byrginn, framkoma hans sýndi, að þessi maður tók eða gaf, eftir eigin geðþótta, en tók ekki á móti skipunmn, hvorki frá konu eða karli. Magda og Gillian hættu ósjálfrátt samtali sínu og Magda rjetti honum hendina, er Iianii kom til þeirra. „Þjer eruð víst herra Storran“, sagði hún. Hann stansaði snögt, tók húfuna af höfðinu, og við það kom í Ijós mikið brúnt hár, sólbrúnt andbt og blá augu. „Já, jeg er Dan Storran“, sagði hann blátt áfram. „Eruð þjer ungfrú Vallincourt ?“ Magda játaði því og kynti síðan Gillian. En Storr- an leit aðeins lauslega á hið blíða andlit Gillian, en starði á Mögdu eins og heillaður. „Mjer þykir leitt, að jeg skyldi ekki sjálfur geta sótt yður á járnbrautarstöðina“, sagði hann í afsök- unarróm. „Mjer þykir það Iíka leiðinlegt“, svaraði Magda brosandi. GRUNUR. • Gillian sat alein í hinpm stóra garði og gerði við sokka af Glókolli Iitla. Frá því að hún kom til Stoclc- leigh, hafði bæði götunum fjölgað og þau orðið stærri á sokkum Glólcolls litla. Þó 5 vikur væru liðnar síðan þau komu í sveitina, var Glókollur jafn ákafur við leiki sína og fann á hverjum degi eitthvað nýtt. Dag eftir dag gekk hann ánægður við hlið smal- ans, sem hjet Ned Honeycott, og sem hann hafði valið sjer að vini. Glókollur áleit smalann vera vitrastan allra manna og þann, sem kunni ráð við öllu. Gillian var róleg, er hún vissi að Glókollur var með smaladrengnum, en hún fann oft til einverunnar, þegar Glókollur var í burtu á ferðum sínum með smalanum, og enn meira fann hún td einverunnar vegna þess, að hún liafði ekki tækifæri til að tala við neinn svo klukkutímtinum skifti. June Storran hafði ekki tíma til að ræða við gestina. Hún hafði meira en nóg að gera við húsverkin, en Magda var á sífeldum smá- ferðalögum nigð Dan Storran og það leit út fyrir, að dansmærin hefði alt í einu fengið lifandi áhuga fyrir sveitabúskap. GilHan fanst eins og Dan og Magda væru saman meirihluta dags, alla daga. Á hverjum einasta degi kom Dan með nýja uppástungu um, hvernig ungfrú Vallincourt ætti að eyða tíma sínurn. Magda gekk að öllu, sem Dan stakk upp á, án þess að hugsa sig um. Síðast í morgun höfðu þau ekið saman í Ijettvagninum á hestamarkað í Pennaway og þær Giflian og June- höfðu staðið á hlaðinu og kvatt þau, er lagt var af' stað. „Langaði yður sjálfa ekki td að fara á hestámarlc- aðinnf' sagði Gillian við June alt í einu. Hún sá eftir að hafa komið með þessa spurningu,. því sársaukadrættir komu í andlit húsfreyjunnar ungu: og það var eins og hún hefði verið slegin: óvænt. „Jeg hefi ekki tíma til þess“, svaraði hún fljótt. Gillian var að hugsa um þenna atburð nú, á ineðan. hún sat, og saumaði. Hún var að hugsa um, hvort ekki væri rjettara að gefa Mögdu bendiugu um, að rangt væri af henni að vera svona mildð með Dan. Um leið og hún var að hugsa um þetta, heyrði hún liófadyn og rjett á eftir komu þau Dan og Magda í ljettvagniuum. inn í garðinn. Dan kastaði beislistaumnuin fram yfir makka liests ins og hljóp af vagninum. Hann rjetti heudurnar upp- til Mögdu. „Látið mig taka á móti yður, það er erfitt að kom ,• ast niður úr vagninum". „Jeg þakka, hrausti riddari!“ sVaraði Magda blíð- lega. Hann hló til hennar, ánægður. En hann slepti henni ekki strax. „Þjer eruð dúnljett! Jeg gæti borið yður á örmum mjer alla daga og —“. „Án þess að finna fyrir því“, sagði Magda hlæjandi. Hann slepti lienni alt í einu. „Ójú. Jeg myndi án efa finna fyrir því“, svaraði hann æstur í skapi. Augu hans skutu neistum og Magda fann, að eitt- hvað lá í loftinu. Hún sneri sjer fljótt við til að leita að Gdlian og Storran tók aktygin af hestinum og slepti honum í túnið. Gillian leit upp frá saumum sínum, er Magda kom .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.