Morgunblaðið - 28.08.1938, Page 5
Sunnudagur 28. ágúst 1938.
i
pótptAhK5
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarsaaBur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstrœtl 8. — Slnl 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBl.
í lausasölu: 15 aura elntaklB — 25 aura meB Lesbók.
ÖRLAGARÍK TÍMAMÓT
MORGUNBLAÐIÐ
8 7
Sumarhús & úlhverf-
um bæjarins
Sumarhús í Hveragerði.
Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra hefir við undan-
íarin áramót flutt lofgjörðar-
a-æðu um verk sín á sviði fjár-
análanna og gjaldeyrismálanna.
Hann hefir við þessi tækifæri
verið að fræða þjóðina um það,
-að alt væri í stakasta lagi og
-ekkert þyrfti að óttast, svo
.framarlega sem ekki yrði vikið
hársbreidd af þeirri braut, sem
hann sjálfur hefir markað í
þessum málum.
Óhugsandi er, að fjármála-
:;ráðherrann sje enn það mikið
harn, að hann ekki sjái, að þau
ummæli hans, að alt sje í stak-
asta lagi eru hrein öfugmæli, og
því háskalegri eru öfugmælin,
þar sem þau koma frá munni
fjármálaráðherrans, sem þjóðin
„á að geta treyst í þessum efn-
um.
★
I f jármálunum hefir f jármála
ráðherrann lagt höfuðáherslu
• á. það, að sjá ríkissjóði, fyrir
auknum tekjum, til þess að
standast hinar sí-auknu kröfur
samstarfsflokksins í ríkisstjórn-
inni, Alþýðuflokksins. Svo taum-
laus er eyðslan, að standandi
árleg útgjöld ríkissjóðs eru
orðin meira en þriðjungur þess
verðmætis, sem þjóðin framleið-
ir. Sjá allir að slík byrði er
þjóðinni langsamlega um megn.
Enda er nú svo komið, að
beinir skattar til opinberra
'þarfa, ríkis og bæ.iar- og sveitar-
fjelaga eru komnir langt út
fyrir þau takmörk, sem þekk-
ist í nokkru ríki á friðartímum.
^Grundvallarreglur þær, sem
hvarvetna gilda við skattaá-
lagningu eru svo þver-brotnar,
. að það er í raun og veru eigna-
taka eða öllu heldur eigna-rán,
sem hjer er heimtað af þegnun-
<um.
Og ekki tekur betra við, þeg-
ar röðin kemur að tollunum.
Þar ríkir sama öngþveitið og
stefnuleysið. Flestar vörur, sem
flytjast til landsins eru háðar
f jórum mismunandi tollskyldum
til ríkissjóðs. Þessar tollskyld-
ur nefnast: Vörutollur, verð-
tollur, viðskiftagjald og 12%
toll-auki. Hvar í veröldinni
skyldi þekkjast annað eins fálm
og handahóf í tollheimtu?
En alt hefir sínar orsakir.
Líka það, að hjer eru ferns-
konar tollar á sömu vörunni.
Stjórnarflokkarnir gera þetta
til þess að villa fólkinu sýn. Með
þessum mörgu tollum á sömu
vörunni á að reyna að dylja
þjóðinni hverjir hinir raunveru-
legu tollar eru. En þetta verð-
ur ekki dulið. Tollarnir koma
fram í verði varanna, sem fólk-
ið kaupir daglega. Og það eru
þeir, ásamt hinum drepandi
beinu sköttum, sem skapa hina
óbærilegu dýrtíð í landinu.
-ár
Það er sýnilegt, af skrifum
Nýja dagblaðsnis, að fjármála-
ráðherrann hefir í seinustu ut-
anför sinni ekkert lært í gjald-
eyrismálunum.
Morgunblaðið gat þess ný-
lega, að fjármálaráðherrann
hlyti að hafa orðið þess var í
utanförinni, að íslenskir seðl-
ar ganga kaupum og sölum er-
lendis langt undir hinu skráða
gengi bankanna hjer. Þessu
svarar blað fjármálaráðherrans
þannig, að þar sem bannað sje
að selja íslenska peninga er-
endis, þurfi engan að undra að
þeir sjeu ekki keyptir fullu
verði.
Jú; rjett mun það vera, að
til er ákvæði hjer í lögum, sem
bannar slíka sölu á íslenskum
peningum erlendis. En þetta
hefir aldrei annað verið en
pappírsákvæði og það veit fjár-
málaráðherrann mjög vel. Blað
fjármálaráðherrans segir, að
ummæli Morgunblaðsins gefi á-
stæðu til að rannsakað verði
hverjir það eru, sem fást við
slík viðskifti og megi Morgun-
blaðið þá ekki snúast illa við,
þótt slík rannsókn kunni að
snerta vini blaðsins.
Ef fjármálaráðherrann hefði
skilið sína köllun, mundi hann
fyrir löngu hafa látið fram-
kvæma þessa. rannsókn. En það
er eins og ráðherrann hafi ekki
kært sig um að upplýsa þessi
viðskifti, af hverju sem það nú
stafar. Enginn mun þó trúa því,
að það sje af umhyggju fyrir
,,vinum“ Morgunblaðsins, að
þetta hefir verið vanrækt. Þar
hefir áreiðanlega önnur ástæða
legið til grundvallar, enda vita
allir, að það eru alt aðrir en
„vinir“ Morgunblaðsnis, sem
hafa ástæður og möguleika til
að reka slík viðskifti.
★
íslenska þjóðin stendur nú á
örlagaríkum tímamótum. Eftir
rúm tvö ár fær hún tækifæri til
að segja til um það, hvort hún
vilji í framtíðinni vera sjálf-
stæð og öðrum óháð.
En eins og málum þjóðarinn-
ar er nú komið, getur svo farið,
að það verði annað en vilji
þjóðarinnar einn, sem ræður
því, hver örlög hennar verða.
Ef sama sinnuleysið á áfram að
ríkja um fjármálin og viðskifta-
málin og verið hefir und-
anfarið, er ekkert Hklegra en að
það verði aðrir en landsmenn
sjálfir, sem ráða örlögum þjóð-
arinnar.
Eimskip. Gullfoss fór frá Leith
í gær áleiðis til Yestmannaeyja.
Goðafoss kom frá útlöndum í gær-
morgun. Brúarfoss fór til Grimsby
og Kaupmannahafnar í gærkvöldi.
Dettifoss fór frá Grimsby í gær-
kvöldi, áleiðis til Hamborgar. Lag
arfoss er á Akureyri. Selfoss fór
frá Aberdeen um hádegi í gær,
áleiðis til Hamborgar.
Eftir Hörð
Bjarnason
Mjög' ber nú á því, að
Reykvíkingar hverfi úr
bæ sínum um sumarmánuð-
ina, og bað jafnvel þótt sum-
ar sje aðeins að nafninu tii.
Menn leita út í sveitina, í
betra loft og á grænt gras
sjer til hressingar og heilsu-
bótar — burtu úr ryki og
drunga borgarinnar. Ekki er
það óalgengt, að fjölskyldur
hafist við utanbæjar nær ait
sumarið, einkum konur og
börn, og er það augljóst, að
menn skilja betur og betur
þýðingu þess að grípa tæki-
færíð meðan hið skamm-
vinna sumar stendur hjer
við.
í nágrenni Reykjavíkur þjóta
upp lítil sumarhús, sem flest eru
raunar lítið annað en skýli, og
væru með öllu óhæf til vetrardval-
ar. Menn nota þarna frístundir
sínar, og sumir leggja töluverða
vinnu í að rækta bletti kringum
húsin og fá þaðan biisílag til vetr-
arins, sem betra er en ekki.
Það sem sambærilegt er erlend-
is við þessar byggingar Reykvík-
inga, eru gróðurlmsahverfin í út-
jöðrum, borga, en hverfi þessi
renna smátt, og smátt saman við
bæina sjálfa og verða óaðgreind-
ur hluti þeirra.
Hjer ber mest á slíkum vaxandi
gróðurhverfum beggja vegna í
Fossvogi og í Kringlumýri. Enn-
fremur í Bústaðalandi við Elliða-
ár,
Húsin eru flest mjög ófullkom-
in, eða einungis einskonar skúrar,
sem þó eru vel íveruhæfir að sumr-
inu. Það er vitanlegt, að almenn-
ingur hefir ekki fje til þess að
byggja stóra og fullkomna sumar-
bústaði, og láta sjer því nægja
slík sumarskýli.
En' þrátt fyrir það ber þó að
gæta þess, vegna framtíðarinnar,
að húsin sjeu sem smekklegust,
og fæi’a þau nokkuð til samræm-
is hvert við annað. Ánægjan af
því að búa í slíkum hverfum er
meiri ef bygðin sem heild er smekk
leg, heldur en ef alt er ósamstætt
og relcur sig hvað á annað.
Um kostnað við byggingu slíkra
sumarhúsa er ekkert liægt að
segja, sem algilt sje. Sumir vinna
nær eingöngu sjálfir að slíkum
byggingum, og sumir hafa betri
tök á því en aðrir að útvega ódýr
byggingarefni o. s. frv.
Slíkar byggingar eru venjuleg-
ast miðaðar við það sem er allra
ódýrast, en þegar liverfi þessi nálg
ast bæinn, er ástæða til að gæta
þess vandlega, að ekki sje bygt af
handahófi.
Þá er þess að gæta, að þróunin
mun leita í þá átt, að hverfi þessi
verði til íbúðar um lengri tíma
en aðeins sumarið. Þegar lóðin
er komin í rækt, gerir nálægðin
við sjálfan bæinn það að verkum,
að smám saman færist í það horf
að húsin verða notuð til íveru alt
I árið.
í þessu sambandi vil jeg geta
þess, að þegar Hveragerði í Ölfusi
var nýverið skipulagt fyrir ný-
býlarækt og garðrækt, var gerð-
ur uppdráttur til leiðbeiningar
fyrir þá, sem vildu koma sjer upp
ársríveruhúsi, sem þó einnig að
sjálfsögðu/mátti eingöngu nota til
sumardvalar, og birtist þessi
teikning hjer.
Húsið er einlyft og í því er ein
stór stofa með sólbyrgi opnu en
yfirþöktu, ef vildi mætti loka sól-
byrginu með gleri, þrjú svefnher-
bergi ásanit litlu steypubaði og
eldhúsi. Gert er ráð fyrir, að steypt
ur kjallari sje undir hálfu húsinu.
Húsið getur hvort sem vill verið
úr timbri eða steini. Teikningin
er miðuð við minstu stærð, sem
hægt er að komast af með til árs-
íbúðar, en vitanlega er sá mögu-
leiki til, að halda herbergjaskip-
un skv. teikningu, en stækka að-
eins grunnflötinn. Þessi teikning
var gerð til þess að hafa áhrif á
að sem mest samræmi fengist í
bygð þessa nýbýlahverfis.
Ef miða ætti við venjulegt út-
boðsverð í Reykjavík, mundi bygg
ingarkostnaður verða ca. 9500.00
krónur sæmilega vandað. En slík-
ar byggingar verða að mun ódýr-
a.Ti í nýbýlahverfum utan bæjar-
ins, því eins og jeg gat um áðan
er mikið unnið að húsum þessum
með ódýrum vinnukrafti, auk þess
sem oft á tíðum legst til ódýrara
efni en alment er notað til húsa
í Reykjavík.
Annars vil jeg hvetja húsameist-
ara yfirleitt til þess að gera til-
lögur um hús, sem hafa mætti til
fyrirmyndar byggingum í úthverf-
um bæjarins og þar sem nýbýla-
og gróðurhverfi skapast. Húsin
|væru t. d. þannig gerð, að byggja
mætti fyrst nokkum hluta þeirra,
er standa mætti án þess að lýtí
sjeu að, þar til bætt yrði við þau,
þannig að úr yrði hús til árs-
íbúðar.
Þótt mikið sje um vert að sjálf
húsin í gróðurliverfunum sjeu
smekkleg og hentug, þá má þó
ekki gleyma svæðunum kringum
þau. Þyrfti að ákveða vel settar
markalínur fyrir görðum, og leið-
beininga garðyrkjuráðunauts ætti
að njóta við um alt, sem lýtur að
meðferð og umgengni garða, hvort
sem það eru nytjagarðar eða skrúð
garðar.
Það er augljóst, að mikil þörf
er orðin á því, að fjelitlum al-
menningi sje leiðbeint um ódýrar
byggingar sumarhúsa, og að jafn-
framt sje aðgætt að hin nýju
hverfi vaxi upp á smekklegan og
skipulegan hátt.
f þessari grein hefi jeg ekki
drépið á nema fáein atriði, en
mun ef til vill síðar taka þetta efni
til nánari athugunar.
Tilgangur minn með ofanrituðu
er sá, að vekja athygli manna á
gróðurhverfum og sumarhúsum
og benda á, að það þarf að leið-
beina bæjarbúum. sem litla fjár-
hagslega getu liafa, en vilja og
þurfa að koma. sjer upp skýlí til
sumardvalar, til að geta komið
slíku í framkvæmd á þann hátt,
að það samræmist getu þeirra, en
um leið verði bæjarheildinni til
prýði. Auk þess sem hús þessi
þurfa alls ekki að vera dýrari,
þótt vandað sje til fyrirkomulags
og útlits.
Gróðurhverfin eiga það fyrir
höndum að verða náinn hluti af
bænum sjálfum, en þegar sá tími
kemur, eiga þau að bera þann
svip, að þau stingi ekki í stúf við
bæinn sjálfan. en uppfvlli jafn-
framt það hlutverk, sem þeim ej*
ætlað. bæjarbúum til farsældar.
Hörður Bjamason.
Meðal farþega á Goðafossi frá
útlöndum í gær voru: Jón ólafs-
son og frú, Egill Árnason og frú,
Halld. Kjartansson, Sonja Pjeturs-
son, Skarphj. Jónsson, Páll Ófeigs-
son, Gísli Ólafsson, Ágústa Pjet-.
ursson, Dúa Pjetursson, Guðmunda
Erlendsdóttir, Sigríður Þórðar-
dóttir, Bjarni Einarsson, Kristrún
Jónsdóttir, Ólöf Magnúsdóttir og
fjöldi útlendinga.
Ný stúka var stbfnuð síðastlið-
inn sunnudag í Kolbeinsstaða-
hreppi í Hnappadalssýálu. Pjetur
Sigurðsson stonaði stúkuna.