Morgunblaðið - 16.09.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1938, Blaðsíða 2
2 MORG (JNBL AÐIÐ Föstudagur 16. sept. 19^8. Viðræður Chamberlains og Hitlers í gær Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mli. CHAMBERLAIN KEMUR ANNAÐ- HVORT MEÐ STRÍÐ EÐA FRIÐ HEIM FRÁ ÞÝSKALANDI. ENGINN ÞORIR AÐ SPÁ UM, HVORT VERÐUR OFAN Á. EKKERT SÝNIR GREINILEGAR ÖRÐUGLEIKANA, SEM ÚR VERÐUR AÐ GREIÐA EN ÁVARP, SEM HENLEIN FLUTTI í ÚTVARP í DAG, ÞAR SEM HANN LÝSTI YFIR ÞVÍ, AÐ SUDETEN-ÞJÓÐVERJAR KREFÐUST SAMEININGAR VIÐ ÞÝSKALAND: „VIÐ VILJUM LIFA SEM FRJÁLSIR ÞJÖÐVERJAR“, SAGÐI HANN, „VIÐ VILJUM HVERFA AFTUR TIL ÞÝSKA RÍK- ISINS“. Skömmu eftir að Henlein flutti þetta ávarp, tók Hitl- er brosandi og innilega á móti Mr. Neville Chamberlain á tröppum sveitaheimilis síns í Berchtesgaden. Sveit af SS-mönnum heilsaði breska forsæúsráðherranum með byssukveðju. Klukkan var um fjögur, þegar Mr. Chamberlain gekk á fund Hitlers. Drukku þeir saman te, en gengu síð- an á tal saman. Viðstaddir voru af hálfu Breta: Sir Ho- race J. Wilson, Mr. Sprang og Sir Neville Henderson, sendiherra Breta í Berlín, en af hálfu Þjóðverja: von Ribbentrop utanríkismálaráðherra, von Dirksen, sendi- herra Þjóðverja í London og Meissner, ráðherra án stjórn- ardeildar. TÚLKUR TIL AÐSTOÐAR. Breski forsætisráðherrann og ráðunautar hans sneru aftur fcil hótelsins, sem þeir dvelja á, Hotel Berghof, klukkan sjö í kvöld, en voru komnir aftur til kvöldverðar á heimili Hitlers kl. átta. Halda viðræðurnar áfram í kvöld. Það er búist við að þær standi yfir allan daginn á morgun og að Chamberlain hverfi ekki aftur heim til Englands fyr en í fyrsta lagi á laugardaginn. Breski forsætisráðherrann talar þýsku, en hefir þó túlk sjer til aðstoðar. TALA PERSÓNULEGA VIÐ HITLER. London í gær. FU. I morgun, klukkan hálf níu, þegar Mr. Chamberlain lagði af stað frá Heston-flugvelli í London, voru þar saman komnir m. a. Halifax lávarður, utanríkismálaráðherra, Mr. Cadogan skrifstofustjóri í utanríkismálaráðuneytinu og ýmsir stjórnar- embættismenn aðrir, aðal aðstoðarmaður þýska sendiherrans í London o. m. fl. Áður en Mr. Chamberlain lagði af stað, flutti hann stutta ræðu og kvað svo að orði, að stefna sín hefði ávalt verið að vinna fyrir friðinn og sjer virtist, að það mætti koma að góðum notum, að Hitler og hann ræddust við persónulega. Jeg vona, sagði Chamberlain, að för mín til hans verði ekki án árangurs. Hann var hyltur þegar hann lagði af stað og þeg- ar hann kom til Mún- chen rjettum fjórum klukku- stundum síðar, eða klukkan hálf eitt, var hann hyltur þar af miklum mannfjölda. Mann- fjöldinn hrópaði: ,,Heil Cham- berlain“, og af hálfu þýsku stjórnarinnar tóku á móti hon- um von Ribbentrop utanríkis- málaráðherra og von Dirksen, sendiherra Þjóðverja í London. Þarna var einnig Neville Hend- erson, sendiherra Breta í Ber- lín. Sambandsfáninn breski (Union Jack) og hakakrossfán- inn þýski blöktu þar hlið við hlið. (Skv. FÚ). ALDREI I FLUGVJEL. Frá Munchen var ekið í einka- lest til Berchtesgaden. Lestinni, sem Chamberlain ferðaðist í til Berchtesgaden, var ekið mjög hægt, svo að hann gæti jafnað sig betur eftir loftferðalagið. Hefir Mr. Chamberlain aldrei ferðast í flugvjel áð- ur. f Berchtesgaden var fyrst ek- ið til Berghof gistihússins, og fylgdi von Ribbentrop hinum bresku gestum þangað. En skömmu síðar gengu þeir á fund Hitlers. Eftir að Mr. Chamberlain kom til Berchtesgaden barst honuin skeyti, sem sent er í umboði 2 milj- óna Ungverja, þar sem skorað er á hann, að leysa mál Ungverjanna búsettra í Tjekkóslóvaldu, sem vilja aftur sameinast. beimalandi sínu, um leið og gert verður út um mál Sudeten-Þjóðverja. Prag óttast að nýjar tilslakanir verði knúðarfram „Síyrjöld brjálæði vegna staðbundinnar kynflókka- þrætu í Evrópu“ — ieglr Ttie Times. Frá frjettaritara vorum. Khöfn i gær. HIN djarfa og óvaenta ákvörðun Mr. Chamberlains, að fara til Þýskalands, til þess að ræða við Hitler persónulega, hefir vakið ánægju um allan heim, og orðið mönnum hugarljett- ir, alstaðar nema í Prag. Þar óttast menn að reynt verði að knýja fram nýjar tilslakanir af hálfu Tjekka. Samt sem áður er látin í ljós sú von í tjekkneskum blöðum, að takast megi að finna lausn án þess að hallað verði á Tjekkó- slóvakíu. f Prag, eins og raunar annars staðar um heiminn, hefir ekki farið hjá því, að veitt hafi verið athygli að Sir Hor- ace J. Wilson, er í för með Mr. Chamberlain, en það er hann, sem er sagður hafa ráðið því, að greinin var birt í „The Times“, þar sem stungið er upp á að sudeten- þýsku hjeruðin verði látin af hendi við Þjóðverja. Sir Horace, er aðal ráðunautur bresku stjórnarinnar í iðn- aðarmálum. Þýsk blöð gera sjer bjartar vonir. Þau segja, að heimsókn breska forsætis- ráðherrans hafi aukið virðingu Hitlers. Enginn breskur forsætisráðherra hefir áður atigið spor svipað þessu, segja þau. Herflutningar Tjekka: Prag býr sig undir strfð Loudon í gær. FÚ. TTTregnir hafa borist í gær og í 1 dag um stórkostlega herflutn inga í Tjekkóslóvakíu. i opinberri tilkynningu í dag segir tjekkneska stjórnin, að all- ir herflutningar, sem eigi sjer stað í landinu,. fari fram vegna ráðstafaiia tiT |iess að halda uppi reglu. Víðtækar ráðstafanir. Neyðarráðstafanir hafa verið látnar ganga i gildi í fjórum hjer- uðum til í Tjekkóslóvakíu. Eru þær þá í gildi í 15 hjeruðum alls. Neyðarráðstafanirnar hafa verið gerðar enn víðtækari og er nú bannað að stofna til kepni í iþrótt um, knattspyrnu o. s. frv. í Prag er alt ineð kyrrum kjör- um, segir frjettaritari Reuters, en við matvælabúðir bíður fólk í röðum, til þess að birgja sig upp með ýmsar nauðsvnjar, sem það býst við að skortur kunni að verða á, ef til stvrjaldar kemur. Einnig er mikil eftirspurn ■eftir gasgrímum. Konur og börn úr Sudeten ihjeruðunum koma daglega til I Prag. Talsmaður þýsku stjórnarinuar komst svo að orði í dag, að ákvörðun Cham- berlains sýndi það, aS Bretar hefðu gert sjer ljóst hve mikil alvara væri á ferðum og nauðsynlegt væri aS leiða málið til lykta skjótlega. (Skv. EÚ). Embættismaður þessi kvað Þjóð- verja mundu kunna að meta það rjett, að Chamberlain kæmí til fundar viö Hitler ríkisleiðtoga til þess að ræða við hann þetta mikla alvörumál, og vissu- lega væri það óvanalegt, að breskur forsætisráðherra tæki slíkt skref. (PÚ) ÓHEYRILEGT BRJÁLÆÐI t Englandi er álitið, að það sem hafi ráðið úrslitum um að Chamberlain tókst þessa för á hendur, hafi verið óttinn við það, að Hitler myndi setja Tjekkum úrslitakosti í sambandi við herflutninga þeirra til landamæranna. Bresk blöð álíta að Mr. Chomberlain ætli að skýra Hitler frá, hver afstaða Breta verður, ef styrjöld brjótist út og um leið að rannsaka möguleikana fyrir lausn. The Times segir í forystugrein í dag, að það sje óheyrilegt brjál- æði að ætla að stofna til stríðs- eyðileggingar, um allan heim, vegna staðbnndinnar kynflokka- þrætu í Mið-Evrópu. Stjómmálaritstjórar telja að þessi hugsanagangur hafi átt sinn þátt í för Mr. Chamberlains. The Times hefir áður stungið upp á því, að stjómin í Prag ljeti af hendi sudeten-þýskn hjeruðin við Þjóðverja. I dag hafa tvö frönsk blöð tekið undir þessa uppástungu, ].r, Temps og Le Matin. Þau segja að þjóðaratkvæða- greiðsla í sudeten-þýsku hjeroðunum sje rjettlát og eðlilegust í lýðræðisþjóð skipulagi. Þessvegna megi ekki ganga fram hjá þessari uppástungu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU „Við viljum Iteim til Þýskalands“ — segir Henlein Tjekkar kallaðir „morðingjar og J ræningjar” London í gær. FÚ. ávarpi, sem Henlein, leið- ■ togi Sudeten-Þjóðverja ias upp í útvarp í dag, krefst hann þess formlega, að leyfð ur verði skilnaður Sudeten- hjeraðanna frá Tjekkósló- vakíu og verði þau iimlimuð í Þýskaland. Súdetar voru neyddir tii þess að fallast á það '1919, segir Henlein, að land þeirra yrði hluti af Tjekkóslóvakíu. „011 barátta vor og tilraunir frá þeim tíma til þessa dags, til þess að fá Tjekka til þess að koma frani víð okkur heiðarlega og rjettlátlega, hefir orðið árangurs- laus. Yjer viljum lifa í landi vorw sem frjálsir Þjóðverjar“. Hann gagnrýnir stjórnina í Prag harðlega fyrir að hafa sent herlið inn í Sudeta-hjeruðin, vopn að vjelbyssum, með skriðdreka og brylivarðar bifreiðar, og sakar stjórnina utn, að hafa gripið til ráðstafana, sem af leiði, að engin von sje til þess, að Sudetar og Tjekkar geti nokkru sinni búið í friði innan vjebanda sama ríkis. Hann bað að Joknm guð að blessa Sudeten-Þjóðverja í bar- áttu þeirra Morðingjar. Frá aðal-bækistöð Sudeten- floltksins í Asch hefir verið gef- in út tilkynning, þar sem. segir, að þannig sje nú ástatt í Súdeten- hjeruðunum, að hverjum einasta. Sudeta verði að teljast beimilt og skylt, að verja líf sitt og sinna og heimili sín gegn Tjekkum, sem kallaðir eru morðingjar og ræn- ingjar. Fregnir frá Þýskalandi í dag herma, að Sudetar hafi stofnað til allsherjarverkfalls. Ekki er enn ljóst, hvort það er komið til framkvæmda víða, en í Reichenberg er sagt, að allar vinnustofur og verslanir sjeu lok- aðar. Engin blöð koma iit. Sagt er, að fjölda margir Sudetar, sem kvaddir höfðu verið til herþjónustu í Tjekkó slóvakíu, hafi neitað að hlýða. Brjef Mussolinis Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mussolini hefir birt opinbert brjef t.il Runcimans lávarð- ar í ítölsku blaði. þar sem bann skorar á bann a.ð beita sjer fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla yerði lát in fara fram í sudeten-þýskn hjer uðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.