Morgunblaðið - 21.09.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1938, Blaðsíða 2
MORG (JNBLAÐIÐ MiSvikudagur 21. sept. 1938. T j ekkar hv orki, j á‘ eða ,nei‘: Pólverjar og Ungverjar leila tll Hitlers Ungverskar og pólskar sjálf- boðaliðssveitir „Smánarleg sviku, „Ærulaus undir- gefni“: Dómar um fransk-bresku tillögurnar Frá frjettaritara vorum. Khöfn i gser. Lundúnablöðin skýra frá því í dag, að í bresku tillögunum sje- ekki gert ráð fyrir atkvæða- greiðslu í sudeten-þýsku hjeruðunum, heldur afhending „meginhluta“ þeirra, þar sem Þjóðverjar búa. Misjafnt er hvaða skýringu blöðin gefa á þessum „megin- hluta“: Alt frá 50% upp í 80% íbúanna Daladier, forsætisráðherra Frakka, er sagður hafa orðið svo skelkaður yfir upplýsingum, sem honum hafi borist um loft- flota Þjóðverja, að hann hafi viljað frið hvað sem það kostaði. Það hefir komið í ljós, að franska stjórnin samþykti ekki Lundúnatillögurnar einróma. Það eitt náði einróma samþykt, að senda tillögurnar til Prag, en fjórir ráðherrarnir eru sagðir hafa verið mótfallnir tillögunum eða a. m. k. ekki viljað lýsa yfir sam- þykki sínu við þær (skv. F.tJ.). í Frakklandi hefir mönnum ljett yfir því, að styrjöld hafi að líkindum verið afstýrt í bili, en eru kvíðafullir yfir framtíðinni. En þar, eins og í Englandi og Bandaríkjunum, eru skoðan- irnar skiftar. Franska blaðið „Temps“ segir, að ekki hafi verið hægt að komast hjá því, að færa þá fórn, sem felst í Lundúnatillögunum, og að með þeim opnist leið, til þess að vinna að friði í Evrópu. L’Intrasigeant (hægri blað) segir aftur á móti, að Lundúnatil- lögurnar sje ekki málamiðlun, heldur uppgjöf, sem muni að lík- indum hafa í för með sjer alvarlegan álitshnekki fyrir lýðræð- isríkin og örvun fyrir útþenslufyrirætlanir Hitlers og annara. Vonleysi Tjekka Pertinax segir í Eeho de Paris, að breskir og franskir stjórnmála- menn hafi beðið ótrúlegan diplo- matiskan ósigur. Hann segir (skv. PfÚ.), að það, sem ]>eir hafi bygt pp sje nii hrunið til grunna. Leon Blum segir í Populaire í morgun, að styrjöld kunni að hafa verið afstýrt, en það er ekkert, segir hann, sem vjer getum verið stoltir af (skv. FÚ.). England: í Englandi hafa verklýðs- fjelögin risið af ákafa gegn tillögunum og kalla þær smánarleg svik. Mr. Winston Churchill kallar þær ærulausa undirgefni. Leiðtogi stjórnarandstæðinga, Major Attlee hefir farið fram á að breska þingið verði kallað saman. Mótmælir hafin í brjefi til Mr. Cham- berlains, að skifting Tjekkóslóvakíu sje ákveðin, án þess breska þingið sje kallað saman og því gefið tækifæri til þess að segja álit sitt í málinu, og skorar á forsætisráðherrann að gera þegar í stað ráöstafanir til þess að kalla saman þingið (skv. F.U.). Mr. Chamberlain hefir svarað þessu brjefi á þá leið, að hann muni kalln sarnan þingið þegar samningunum, sem nú standa sem hæst sje lokið. Hami segir, að það myndi hafa stórhættu í för með sjer, ef hann gæfi þinginu opinberlega skýrslu, um samningána á þessu stigi. Breska blaðið News Chronicle segir, að menn geti ekki varist þeirri hugs- un, að hægt sje að knýja lýðræðis- ríkin til stöðugt meiri undanlátssemi, ef þeim sje hptað nógu kröftuglega (skv. FÚ.). Bandaríkin: ' London í gær. FÚ. Amerískn blöðin eru rtijög harð- orð, ,,Nev York Herald Tribune“, seg- i ir að tvær mestu lýðræðisþjóðir heims haf'i ekki einvörðunug lagt Tjekkóslóv- akíu á fómaraltari, hddur einnig skipáð henni að frernjá sjálfsmorð. Uew York Times kemst svo að orði, að ef þetta sje „sameiginlegt öryggi“, geti Bandaríkjamenu verið því fegnir, að þeir hafi ekki tekið á sínar herðar nánari skuldbindingar í Evrópu. I Kuinum iiðrum blöðum kveður þó við annan tón, og ræða þau hina miklu alvöru, seni er á ferðum. „Was- hington í-5tar“ t. d. segir, að Banda- ríkjamenn hafi ekki mikið fram að bera til þess að rjettlæta gagnrýni sína á þeirri stefnu, sem Frakkar og Bretar hafi tekið, í von um friðsamlega lausn málsins. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Tjekkar segja um sendi- herra Breta og Frakka, sem afhentu Pragstjórninni Lundúnatillögurnar, að þeir hafi komið sem sendiboðar Hitlers með úrslitakosti, sem voru á þá leið: Gefist upp eða berjist einir. Sorg, gremja og vonbrigði ríkja í Tjekkó- slóvakíu og algert vonleysi setur svip sinn á Prag. Blöðin kalla Lundúnatillögnrnar svik. Eitt blað lýsir (skv. FÚ.) fjallgörðunum í Sudeta-land- inu sem þúsunda ára gömlum virkjum Bæheims og engar breytingar á þessum landa- mærum geti komið til greina. Rússar. Sendiherra Rússa í Berlín ljet í dag þá skoðun í ljós við amerískan blaðámann, að Rússar væru ekki skuldbundn- ir, samkvæmt tjekknesk-rúss- neska vináttusáttmálanum, til þess að styðja Tjekka, ef Frakkar gerðu það ekki. Síðar í dag hefir Litvinoff lýst yfir, að þetta sje rangt. Litvinoff hefir verið á þingi Þjóðabandalagsins í Genf, en lagði af stað heimileiðis í dag. Hann sagði við blaðamenn, að Rússar væru reiðubúnir til þess að standa við skuldbind- ingar sínar gagnvart Tjekk- um. Tjekkneska stjórnin spurði okkur nýlega, sagði hann, hvort við myndum styðja þá í ófriði og svöruð- um við auðvitað já, sagði Lit- vinoff. Borgarastyrjöld. En Tjekkar gera sjer litl- ar vonir um, að þeir fái hjálp frá öðrum ríkjum, þrátt fyrir að hernaðarsamningar þeirra við aðrar þjóðir sjeu enn í gildi, að nafninu til. Ef tjekkneska stjórnin hefði neitað að ganga að Lundúna- tillögunum, hefði afleiðingin e. t. v. orðið borgarastyrjöld milli Tjekka og Sudeten-Þjóð- verja, sem aftur hefði haft í för með sjer íhlutun af hálfu Þjóðverja, svipuð og á Spáhi. En borgarastyrjaldir eru ekki þjóðrjettarlega sjeð styrj aldir, sem leiða til þess að bandalagsskuldbinclingar komi til framkvæmda. Stjórnin í Prag er. afar gröm yfir því, að frönsku og bresku ráðherrarnir skeyttu ekkert um orðsendingu frá Benes forseta, sem hann sendi þeim á sunnudaginn, þar sem hann bað þá • að taka. . engar ákvaraðanir án þess að bera þær undir prag-stjórnina. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Nokkur kvíði hefir gripið um sig VEGNA ÞESS AÐ TJEKKAR REYNA AÐ DRAGA Á LANGINN AÐ SVARA ENDANLEGA BRESK-FRÖNSKU TILLÖGUNUM, SAMTÍMIS ÞVÍ, SEM ÞJÓÐVERJAR IJVETJA TIL AÐ HRAÐA LAUSN MÁLSINS, VEGNA HINNA STÖÐUGU ÓEIRÐA í TJEKKNESKU LANDAMÆRA- HJERUÐUNUM. í kvöld var gefin út í Prag svohljóðandi opinber til- kynning: Tjekkneska stjórnin hefir í dag afhent sendiherra Breta og Frakka í Prag svar við bresk-frönsku tillögunum. 1 þessu svari er haldið opnum möguleikanum til áfram- haldandi samninga. í REIÐUM HUG Að öðru leyti er innihaldi svarsins haldið leyndu. Tjekk- neska stjórnin sat á fundi í fimm klukkustundir í gærkvöldi og í morgun símaði frjettaritari Reuters að hún hefði samþykt tillögurnar í aðalatriðum, þó í reiðum hug. En þessi fregn var síðan borin til baka. Stjórnin kom aftur saman á fund í morgun og stóð sá fundur fram á miðjan dag. Sú ósk að komast hjá styrjöld, þar sem Tjekkar stæðu einir, setti svip' sinn á fundinn. Með samningum þeim, sem stjórnin boðar í tilkynningu sinni er álitið, að átt sje við nánari skýringar á ábyrgð þeirri, sem stórveldin heita Tjekkum, ef þeir láta af hendi Sudeten þýsku hjeruðin. PÓLVERJAR OG UNGVERJAR En samtímis því, sem Tjekkar reyna að draga á langinn hina endanlegu ákvörðun, er verið að grafa undan tillögum Breta og Frakka frá annari hlið. Að því er vitað er, er ekki gert ráð fyrir í tillögunum, að Pólverjar fái pólsku hjeruðin, eða Ung- yerjar ungversku hjeruðin. Af beggja hálfu, Pólverja og Ungverja, er nú róið að því öllum árum, að þjóðabrot'þeirra fái að öllu leyti sömu rjettindi og Sudeten-Þjóðverjar. Ríkisstjórnir Ungverjalands og Póllands hafa báðar snúið sjer til Hitlers í dag og leitað stuðnings hans. Forsætisráðherra Ungverjalands, Imredy, flaug í morgun til Berchtesgaden ásamt utanríkismálaráðherra sínum til þess að ræða við Hitler. í þýskri tilkynningu um þessa ráðstefnu segir (skv. Lundúnafregn F.Ú.), að rætt hafi verið um hið óþolandi ástand í Tjekkóslóvakíu og um hinar „ófrávíkjanlegu kröf- ur Ungverja“ fyrir hönd ungverska þjóðabrotsins í Tjekkóslóv- akíu. Imredy er nú kominn aftur til Budapest. Síðar í dag flaug Lipski, sendiherra Pólverja í Berlín til Berchtesgaden á funcl Hitlers. HORTHY OG BECK H.IÁ GÖRING í kvöld er gert ráð fyrir að Beck ofursti, ntanríkismálaráð- herra Pólverja, ræði við Göring, fsem nú er staddur í Austur- Prússlandi. Horthy, ríkisstjóri í Ungverjalandi, er þegar kom- inn til Austur-Prússlands, til þess að hitta Göring. Loks 'hafa bæði Pólverjar og Ungverjar stofnað sjálfboðaliðs- sveitir, sem að öllu leyti eru sniðnar eftir sjálfboðaliðssveitum Hen- leins. Markinið þessara sveita er að vera viðbúnar að taka upp lög- gæslustarf í minnihlutahjeruðunum í Tjekkóslóvalún, hver í sínu, þegar þess gerist þörf. f raijn og veru hafa sjálfboðaliðssveitir Hen- leins þaldið upþi árásum á Tjekka á landainærum Þýskalands og Tjekkóslóvakíu. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónahancl af síra Þor- steini L. Jónssyni ungfrú Hálldóra Guðmundsdóttir og Jón Ágústssou. Heimili ungu hjónanna er á Lauga veg ÓO. Nýja Bíó sýmr í kvöld kl. 6 fyrir börn hiiui vilisælu Shirléy Temple mynd, Ileiðu. Ríkisskip. Súðin var ;i. Bíldudal kl. :i í gær. Esja var á' Siglufirði í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.