Morgunblaðið - 21.09.1938, Blaðsíða 4
MORGUN BLAÐIÐ
Miðvikudagur 21. sept. 1938.
KVENDJOÐIN OG MEIMILII1
Rykfrakkar
karla, nýtt úrval.
Bæjarins lægsta. verð.
Sparið
umbúiðrnar og kaupið
í pökkum, kosía aðeins
100 gr. pk. kr. 0.35
200 —--------- 0.65
500 — — — 1.50
Fallegastar
telpna og drengja
Peysur
fáið þjer í
Laugaveg: 10.
Golftreyjur
mjöfi' fjölbreytt úrval
nýkomið.
Laug'aveg 40
Aöal sláturtiöin er hafin
Húsmæður eiga annríkt. - Slátur er
búið til á hverju heimili
Nokkrar leiðbeiningar og uppskrifftir
A ðal-sláturtíS er byrjuð, og húsmæður keppast um að fá
sjer „innan úr“, því að ekki má slátrið vanta, þegar
heimilið birgir sig upp með matarforða fyrir veturinn.
Húsimæður mega síst hætta því að gefa heimilisfólki sínu
slátur, þessa hollu þjóðarfæðu Islendinga. Öllum finst nýtt slát-
ur, heitt eða kalt, Ijúffeng fæða, og auk þess hefir það þann
kost, að það heldur ljúffengi sínu og mikla næringargildi, þó
að það sje geymt fram eftir vetri og alt fram á vor.
Hjer fara á eftir nokkrar leiðbeiningar um meðferð á
slátri.
Verkun á innj'flum.
■ Fagrikeppurinn er hreinsaður á
sama hátt og vambimar.
Vinstrarnar og langarnir er hvort-
tvegg'ja skafið upp úr volgu sódavatni
eða kalkvatni á fjöl með hnífsbakka,
þangað til ekkert slím er eftir; síðan
þvegið úr mörgum vötnum.
Vambirnar eru látnar í kalt
saltvan, og vinsírarnar. langarn-
ir og garnirnar í annað ílát með
saltvatni, uns fárið er að
hreinsa þær.
Vamþirnar eru ,,kalónaðar“,
hreinsaðar þannig, að reka þær
ofan í sjóðandi heitt vatn og
skafa af þeim alt flusið, þangað
til þær verða hvítar. I stað þess
að hafa vatnið heitt, má hafa
það kalt, en þá er kalk leyst
upp í vatninu. Að 3Íðustu eru
vamþrinar þvegnar úr tvennum
vötnum.
Úr hverri vömb eru sniðnir
og saumaðir 4—6 keppir.
Blóðmör.
2 pt. blóð, 1 pt. vatn, 1 hnefi salt,
4—5 pd. rúgmjöl, 1—1 % pd. mör.
Blóðið er síjað og saltað og vatnið
sett saman við það. Síðan er rúgmjölið
og brytj uðum mörnum hrært saman
við.
Keppir og langar eru hálffyltir af
þessum graut, saumað fyrir opið á
keppnum og hundið fyrir opið á löng-
unum.
Ljereftspokar ei’ti sniðnir mjórri í
annan endann, svo að hægara sje að
fletta þeim utan af blóðmömum. Aður
er; látið er í þá, er mjöli bætt út í
bióðið, og er gott að hafa þaö grjóna-
rnjöl. Ljereftspokamir eiga að vera
blautir, þegar iátið er í þá, og þeir eru
alveg fyltir.
Þegar vatnið sýður, er blóðmörinn
látinn ofan í og pikkaður um leið.
(Ljereftspokamir eru ekki pikkaSir).
Þarf við og við að snúa honum og
Óviðjafnanlegt
við hrein-
geriningar.
Aðeins
45 aura
pakkinn.
pikka í pottinum. Blóðmörinn þarf aS
sjóða í 2—4 tíma, eftir stærð kepp-
anna, en hann er talinn soðinn, þegar
hnífur hreinsar sig í honum.
1 blóðmör má'hafa allskonar mjöl
og grjón, og þykir gott aS blanda sam-
an fleiri tegundum. Soðin fjallagrös
er og- gott aS hafa í bióðmör, og einn-
ig blóSbera, kál og söl.
' Heitur rúsímiblóðmör bykir
mesta sælgæti og er gott að
hafa lítið eitt af sykri og
steyttum negul í hann.
Lifrarpylsa.
2 lifrar, 4 nýru, 3 pd. m.jöl, tæpur
4 hnefi salt, %—1 pd. mör, 1 pt. mjóik,
vatn eða soð, 5 gr. kúmen.
Nírun og lifrarnar eru þvegnar vel,
og himnan tekin utan af. (Ef sull-
ir eru í lifrinni eru þeir skomir úr, eða
lifrinni fieygt). Lifrin er skorin í bita
og söxuð ásamt nýrunum þrisvar sinti-i
urn í söxunarvjel, og tægjurnar, sem
koma á hnífinn, teknar úr. Eins má
stappa lifrina vel með trjehnalli.
Sal'tinu, mjólkinni, mjölinu, mömum
og kúmeninu er hrært saman við lifr-
ina. Síðan er hún iátiti í vinstrar og
langa og soðin eins og blóömör.
LundabaffjEfar.
Ristillinn er rakinn volgur og gam-
mörinn látinn. tolla. við hann eftir því
sem hver vill. Þó er hann ristur strax,
'og ait slírn og óhreinindi skafið af
honum eins vel og hægt er.
Lundirnar eru skornar sem stærstar,
einnig er kjötið framan af hálsinum
skorið niður. Þe't.ta er þvegiö úr köldu
vatni, látiö síga vel af því, og þerrað.
I1eitari endinn ó ristlinum er lagður
saman nokkrum sinnum, og lengdin
höfð eins og lundabagginn á að vera
langur; þá eru einar lundir og hálskjöt-
ið lagt ofan á og ca. 1 tesk. af salti
stráð á; ristillinn brotinn nokkrum
sinnum ofan á, og síðan vafið þjett ut-
an um jretta, með því, sem eftir er a£
ristliiium. Að síðustu er þindin, sem
áður er þvegin vandlega, saumuð utan
um lundabaggann.
Best er að sjóða lundabaggana sem
fyrst ,en ef þeir þurfa að bíða ósoðn-
ir yfir nótt, eru þeir stráðir salti.
Lundabagga ntá bæði súrsa og reykja.
Svið.
O viðin vet'ða a'ð vera vel sviðin,
ntega hvoi'ki vera brend eða
loðnir blettir skildir eftir.
Hausarnir eru klofnir og skafnir,
og þvegnir úr volgnm vötnum og lapp-
imat' eru verkaðar eins. Hausar og
lappir er soðið í söltu vatni, þangað
til hægt er að ná beinunum úr. Þá eru
sviðin fæt’ð upp. Ef þau eiga að súrs-
ast, skal taka beinin úr kjömmunum og
pressa' Jtá saman tvo og tvo, meðan
þeir eru heitir. Leggimii' eru tekn-
ir úr löppununt.
Vælindi.
Vælindið er þvegið vel, vatnið látið
renna í gegnunt það og síðan snúið
við og hreinsað, uns það er orðið
hreint. Þá er það troðið fult með feitu
og mögru kjöti, ásamt litlu salti, og
síðan sviðið og súrsað.
Lungu off hjörtu.
Ef sullir eru í Jungunum, eru þeir
skornir úr, eða lungunum fleygt.
Barkarnir eru skornir eftir endi-
löngu og hjÖrtun skoriit vel upp, svo
að alt blóð náist úr þeim. síðan er
hvorttveggja þvegið vel úr mÖrgum
vötnum. Þegar lungu og hjörtu hafa
soðið um stund, eru skornir í þau
skurðir hjer og hvar, síðan skoluð í
vatni, látin ofan í aftur og soðin til
fulls.
Til vetrar ein þau geymd í súr.
Geymsla á hlóðmör og
lifrarpylsu.
Pegar blóðmörs- og lifrarpylsu-
keppirnir em orðnir kaldir,
er þeim raðað ofan í hreint vatns-
helt. ílát eða tunnn, og köldu vatni
helt á þá, svo að fljóti yfir. Eftir
nokkra daga er vatni bætt á, þar
sem slátrið drekkur nokkúð vatn í
sig.
Eigi að geyma slátrið yfir lengri
tíma, er hrætt. yfir ílátið. En ef
slátrið á að súrna sem allra minst.
vet'ður að skifta oft utn vatn á
því, þar sem vatnið sýrist þegar
,frá líður; í sambandi við mjölið,
sem er í slátrinu.
Súrsuð svið og lundabaggar.
Sviðum og lundaböggum er rað-
að í hreint og vatnshelt ílát og
góðri sýru helt á, svo að fljóti yf-
ir. Þegar fram í sækir, verður sýr-
an Vlauf, og verður þá að skifta
um sýru.
E]f ekki er skift um vatn á slátr-
inu má súrsa sviðin og lunda-
baggana með því.
Dansskóli
Báru Sigur|ónsdótffur
byrjar mánudaginn 3. október. Kensla í Oddfellowhúsinu uppi.
Kent verður:
Ballet, Step og Samkvæmisdansar.
Einkatímar eftir samkomulagi. — Upplýsingar í síma 9290.
blómin
tala.
Blóm oe Ávextir.
Hafnarstr. 5. Sími 2717.