Morgunblaðið - 21.09.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Um sláturtíðina kvað SigurSur heit- inn Z. eftirlætisskáld Reykvíkinga: Öilum árstíöum fremri, svo indæl, viðkvæm og blíð, svífur austan úr sveifum, bin svonefnda sláturtíð. Innan úr er þá tekið og inntekinn blóðmörs fans. I þessar innantökur fer inntekt hvers heiðursmánns. Hvert einasta ílát í bænum, hver einasta bytta og ki-ús, hver bali, brúsi og tunna, fer beint inn í Sláturhús. Sigurði var marg’t vel gefið. En bú- maður var hann ekki jnikill talinn. Þó eru þessar vísur hans alveg tilvalinn haustsöngur reykvískra húsmæðra, þeg- ar þessi tími er kominn. Allur al- ilfetihingur hjér í bm' á a'ð nota sjer „sjáti;ið“, hinn ódýra, hoila.mat. í það á að fára „inntekt hvers heiðurs- manns“ eins og skáidið sagði. ★ yjify Hímon Ágústssoni er á þeirri skoðun, að þau börn og unglingar verði fyrir óhollum uppeldisáhrifum, sem gaijga ijon göturaar og selja blöð. Iíann er helst á því, að biaðasölu þessa eigi að banna. Sumpart styður hann það með því, að krakkar hafi iítið*fipp úr þessu. Að þau verði fyr- ir v fig hrakníngi o. s. f*v;. ★ Jeg hefi.oft hugleitt þetta mál. Ef blaðaútgefendur vseru yfirieitt á sömu skoðun og dr. Símon, þá myndu þeir vafj^aiist vera fúsir á að láta þessa afvinriii krakkanna hverfa úr sögunni. Enl ' jég íyrir niitt leyti er á árinari skoðun en hann. Tekjurnar af blaðasölu þessari eru iitiar. Það er satt, og fáa munar um aufátia,' sbm þeir fá í sölulaun. Nema þegar framúrskarandi dugnaður kemur til sögunnar, eins og hjá Otta Sæ- mundssyni, sem með atorku sinni kom s.jer upp góðri atvinnu við biaðasöluna síðustu árin ,sem hann starfaði að henni. En það er annað, sem fæst. Biaða- sala unglinga er starf, sem þeir.sjálf- ir hafa alian veg og vanda af, sem kennir þeim, að þeir geti rnrnið að sjálfstæðri vinnu. Hafa ýmsir Reyk- víkingar sagt mjer, að fyrstu auramir, sem þeir hafi unnið sjer inn, hafi þeir fengið fyrir blaðasölu, og þessar „tek.j- ur“ hafi stælt þá í því, að leita sjer áð annari og meiri atvinnu. Ekkert er unglingum skaðlegra en það, að komast ekki fyr en seint og síðarmeir að nokkurri þátttöku í hinu daglega starfslífi, sem umhverfis þá er, Blaðasalan er fyrir mörgum fyrsta sporið á þeirri braut hjer í bæ. Jeg iieid, að áður en sú leið inn í starfs- lífið verði lokuð sje rjett að finna aðra, sem er jafn auðfarin. ★ Bifreiðastjóri R. 4418 skrifar enn- fremur um umferðina: /• -Jt-i . ■ Hjer er vinstri akstur eins og ríkir í Englandi og Svíþ.jóð, hví mætti þá ekki hafa vinstri akstpr á Lækjartorgi þannig, að láta aka aðeins vinstra megin við Lækjartorg (,,núllið“) sem sje, að þeir sem ætla inn Hverfisgötu eða um Bankastræti og Lækjargötu og komi vestan Austurstræti, víki til vinstri, fari fraim h.já Útvegsbatikan- um og Hótel Heklu. Þeir, sem komi niður Bankastrætý og sunnan Lakjar- götu og ætli inn HverfísgÖtu eða norð- ur Kalkofnsveg fari sömu megin og hinir fymefndu. Jeg held að með þessu myndi umferðin um Lækjartorg stórlega batna ,þetta hefðu þeir kynn- ingarfarar, sem til Englands hafa far- ið átt að sjá og vera búnir að koma á hjer, þetta kóstar svo lítið, á móts við það öryggi, sem það ýejtir. ★ Alþýðublaðinu blöskraði ,í.) fyrradag lofgerðarrolla Kiljans urn Stalin í út- varpinu á surinudáginn. Bragð er að þá bamið finnur. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort aukatekjur og bitlingar, sem stjórnar- sinnar fá úr ríkisjötunni s.je ekki rjett- nefnd rauðáta! Norskt kvöld er ú fundi st. Ein- ingin í kvöld. Yerða þar sýndar skuggamyndir frá Noregi. Ungfrú Gerda Mohr les upp á norsku, og svo er norsk músík og einsöngur á norsku. HIÐ ÍSLENSKA FORNRITAFJELAG. Nýtt bindi Borgfirðinga sögur Hænsna-Þóris saga, Gunnlaugs saga ormstungu, Bjarnar saga Hítdælakappa, Heiðarvíga saga, Gísl þáttr Illugasonar. Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út. CLVx363 blaðsíður, 5 myndir og 2 kort. Verð kr. 9.00 heft og kr. 15.00 í skinnbandi. Áður komu út’ Egils saga, Laxdæla saga, Eyrbyggja saga og Grettis saga. Aðalútsala Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Landrfettftr. Bílferð verður næstkomandi fimtudag. Pantið sæti sem fyrst. Bifreitjastöðin Hekla, Sími 1515. Selniing Háskólans FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. í fagi sínu og má því biigst við, að margt fari fram hjá sjer. Þetta e'r þó sú, leiðiu, sem háskólakenn- arinn verður að fara, en mörgum hættir við að komast aldrei á þessa braut af einskærri samviskusemi, n.l. af því, að þeir vilja rækja kensluna svo vel. Nú eru óvenjulega margir ung- ir kennarar nýkomnir að háskól- -anum. Jeg vil leyfa mjer að segja við ykkur, sem eigið að bera heið- ur hins komandi stærra háskóla uppi: Hefjist nú þegar handa og takið ,ykkur vísindaleg yiðfangs- efni, gerið það ykkar sjálfra vegna, því að ef þið leggið ekki nú út á þá þraut, gerið þið það .aldrei. Sem byrjandi kennurum finst ykkur þið þurfa svo. niörgu við. ykkur að bæta, til að geta staðið vel í stöðu ykkar sem kenn- arar, en varið ykkur að lenda ekki í villum í bókaskóginum, heidur setjið ykkur ákveðið /m(ark og lesið með tilliti til þes^ verkefn- ís, sem þið veljið ykkur. Yip vit- um vel, hve erfítt: er að vínna að vísindum hjer, é’ffiðara en víð- ast hvar amiarsstaðar,. því að auk ailra þeirra erfiðleika, sem jeg, héfi minst á, .vantar hjer í fá- menninu í svo .möi'guiií- greínum þá hvátningu, ‘éemafæst 'vio að níngangast aðra, sem starfa á sirraa eða svipuðú sviol, og enginn vandi er að t.el.ja upp margar flíeiri afsákariir/'" ðém torvelda sííka stanfsemi. Eri'í því er ekki yandinn fólginn, að finna afsak- anir fyrir því, að láta undir höf- uð leggjast að gera hlutiua, held- ur í hinu, að hafa nógu einbeitt- an vilja og þrautseigju til að sigrast á öllum erfiðleikunum. Ef jeg mætti gefa ykkur nokk- ur ráð; yæri það orð þau, sem Faraday sagði, þegar hann var spurður, hvernig 'hahn! færi að því að afkasta svo rniklu. sem hann gerði. Hann svaraði: ,,I work, I finish, and I pnblish“. Of- ur einfalt, satt er það, en meiri speki en mönnum kann að virðast í fljótu bragði. Það er n.l. ekki nóg að vinna, ekki einu sinni að vinna vel, heldur verður að ljúka verkinu. Það þekkja allir, sem að einhverju slíku hafa unriið, hvað manni hættir við að láta hálf- unnin verk daga uppi, sem sitja svo ,e. t. v. fyrir manni, svo að erfitt er að fá sig til að byrja á öðru. Maður þarf oft að beita sjálfan sig harðnesÉju til að ljúka við verkið, en þá hörku maður að hafa, ef maður á ekki áð fara illa út úr öllu saman. Og síðast en ekki síst þarf að koma verkinu frá sjer, gefa það út, því að annárs kemur það ekki að gagni og er hætt við, að það verði þá sama sem óunnið. „Quod non est in scriptis, non est in mundi“. Margir kvarta um tíma- ieysi, en það er furða hve 'miklu 'má afkasta, ef ákveðin stund er tekin á hverjum degi, þótt ekki sje nema 1—2 tímar, til reglu- bundins starfs. Darwin gat vegna heilsubilunar ekki unnið nema 3 klst. á dag, og samt liggur meira stórvirki éftir hann en flesta þá, sem áttu allan daginn frjálsan. Verkefnin eru óþrjótandi og mörg merkileg og ef á móti þeim kemur sterkur og góður vilji, þá þarf það ekki að verða nein leið- indaátaða að vera hjer háskóla- kennari, þegar ný og vel útbúin ihúsakynni eru komin yfir stofn- unina. En þegar svo mikið er í ; sölurnar lagt af fátækri þjóð, verðum við líka að gera oss ljóst, að inikið* verður af okkur heimt- að. Á hiun bóginn verður ríkis- stjórninni að skiljast, að því aðeins gefti' háskólakennararnir unriið það.$Í&hi til er ætiast af þeim, að þeir sjeu ékki haidnir á sultar- launum; sém þeir með engu móti geta lifað af. Ef háskólakennaraniir standa sig eins vel ogt!þeir eiga að gera, reynast færir um að leysa ýms vandamál þjóðarinnar, sem þeir hafa allra manna hest skilyrði til, végna þekkingar sinnar, ef há- skólinn getur orðið boðberi frið- ar, samtaka og eindrægni í land- inu, })á þurfum við ekki að kvíða fyrir að taka við hinni stóru byggingu, því að háskólinn mun þá endurgjalda þjóðinni margfalt kostnaðinn, sem af híbýlaskiftun- um stafar. I lok ræðu sinnari beindi hann nokkrum orðum til háskólastúd- entrinna, og þá einkum til hinna nýkjmnu stúdenta, livaða skyld ur á fþeim hvíla, gagnvart aðstand- endum þeirra, gagnvart háskólan- um, og gagnvart þjóðinni. Ný skólabók. Ágúst Sigurðsson cand. mag. hefir gefið út nýja kenslubók, sem kom í bókaversl- anir um síðustu helgi. Er það danskir leskaflar handa framhalds skólum, mikil bók (á fimta hundr- að blaðsíður), auk nokkurra mynda." Hefir Á. S. valið í bókina að mestu leyti eftir niilifandi höf- danska. verður unda Gagofræðaskóli Reykvfkinga. Vegna augljósrar nauðsynjar hefir skólastjórnin á- kveðið að stofna til undirbúningsbekkjar við skólann í vetur. Kendar verða hinar sömu námsgreinir í þessum bekk sem í fyrsta bekk skólans, þannig að þeir nemendur, sem til þess þykja hæfir, geta átt kost á að ganga undir próf til 2. bekkjar að vori. Þeir, sem óska skólasetu í þessum bekk, gefi sig fram við skólastjórann, próf. Ágúst H. Bjarnason, Hellu- sundi 3 (sími 3029), fyrir 26. þ. mán. SKÓLASTJÓRNIN. Miðvikudagur 21. sept. 1938. Níræðisafmæli í úag: Frú Kristín Oddsdóttir 4T Níræðisafmæli á í dag frú. Kristín Oddsdóttir frá Þóru- • stöðum í Ölfusi, nú til heimilis. örjótagötu 14 hjer .í bæ, vel gef- in kona, seiB-á starfsæfi. siimi yáý kunn að dugnaði og myndarskap. Kristín Oddsdót-tir var fædd 21. sept. 1848 á Þúfu í Ölfusi. Faðir hennar var Oddur bóndi á Þúfuy Bjömssonar hreppstjóra á Þúfu, Oddssonar á'Þúfu, Þorsteinssonar að Núpum, Jónssonar á Breiða- bólsstað, Eysteinssonar. Móðir Kristínar var Jórunn Magnúsdótt- ir, nafnfræg yfirsetukona, f. 27. maí 1806, d. 16. júlí 1878. Faðir Jórunnar yfirsetukonu var Magn;- ús óðalsbóndi og hreppstjóri í Þor- lákshöfn, Beinteinssonar bónda og- i ögr jettnmaiuis,., 1 ngiinnndarsoijaiy Bergssonar frá Brattsholti. Koria Beinteins lögrjettumanns, . en a'tnma Jórunnar var Yilborg Hall- dórsdóttir biskups á Hólum, Hryn- jólfssonar. Meðal systkina Jórunn- ar voru þeir Sigurður Magnússon óðalsbóndi á Skúmsptöðum í Land- eyjum og öísli Magnússon skóla- kennari við Latínuskólann í Rvík. Er þessi kvísl Bergsættar orðin fjölmenn í Reykjavík, um Árnes- þing og víðar, og er margt merkra. manna og kvenna af henni runnið. Kristín Oddsdóttir giftist 6. júní 1867 Snorra bónda öíslasyni lirepp st.jóra á Kröggólfsstöðum, Eyjólfs- sonar hreppstjóra s. st„ J ónssonar,, Eyjólfssonar prests á Snæfoks- stöðum. Bjuggu þau Kristín og Snorri fyrst um þriggja ára skeið að Stóra-Iíálsi í örafningi, en fluttu þá aftur í Ölfusið, og bjuggu á Þórustöðum þar í sveit 1 i 1 ársins 1903, er Snorri bóndi andaðist, 75 ára gamall. Var dán- ardagur hans 22. sept. það ár. Eftir andlát manns síns hjelt Kristín áfram að starfa meðan % henni entust kraftar, én nú er liún löngu flutt hingað til bæjarins, Eru börn hennar flest búsett hjer. Þau Snorri öíslason og Kristín eignuðust 10 börn, og eru nú 8 þeirra á lífi. Ennfremur á gamla konan.32 barnabörn og 15 harna- barnabörn á lífi. Sá, sem ritar þessar línur, minn- ist Kristínar frá því er hann var á barnsaldri nágranni hennar eystra. Hún var kunn fyrir dugn- að sinn, greind og glaðlyndi. Gest- risin var hún og slcemtileg heim að sækja. Hún getur nú í hárri elli litið ánægð yfir farinn veg og nytsamt. dagsverk langrar ævi. Hún hefir verið vel úr garði gerð, og það veganesti, sem lífið ljeði henni, hefir enst henni vel og lengi. Á. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.