Morgunblaðið - 21.09.1938, Page 5

Morgunblaðið - 21.09.1938, Page 5
Miðvikudagur 21. sept. 1938. 5 MORGUNBLAÐIÐ jPtótgtntl&tMd Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartanason og Valtfr Stef^ '• Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afyrelTJsla: Austuratrseti 8. Áskriftargjald: kr. 8,00 á xaánuOi. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura neO Lesoðk. yriftJarmaTJur). Síml 1800. EINKENNILEG MEBMÆLI Allir hugsandi menn í land- inu munu sammála um það. að langsamlega mesta ó- Jánið sem þjóðina hefir hent hin síðari ár, sje skuldasöfnun rík- isins erlendis. Þegar Jón Þor láksson var f jármálaráðherra hjer á árunum, sá hann og skildi rjettilega, að ekkert var oins háskalegt smáþjóð og það, ef hún yrði reyrð á erlend- um skuldaklafa. Þessvegna iagði hann höfuðáherslu á það í sinni fjárma]a.:tjórn, að minka :ríkisskuldirnar, með þeim á- rangri sem alþjóð þekkir svo Arel, að eigi er þörf að ræða hjer. Það þarf heldur ekki að lýsa Tþví hjer hve óendanlega betur þjóðin væri stödd nú í dag, ef fylgt hefði verið þeirri stefnu Jóns Þorlákssonar, að minka árlega skuldir ríkisins og stefna .að skuldlausum ríkisbúskap. En >— því miður — var hinni heilbrigðu fjármálastefnu Jóns IÞorlákssonar ekki fylgt eftir valdatöku núverandi stjórnar- flokka. Og þessvegna er þjóð- nú reyrð svo á skuldaklafann, að þáð þarf beinlínis kraftaverk .til að losa hana þaðan aftur. Stáðreyndirnar í þessu efni <eru svo augljósar, að hver heil- vita maður sjer að í algert ó- éfni er komið. Samt halda valu- hafarnir áfram að berja höfðinu við steininn. Svo starblindir eru þessir menn, að þeir blátt áfram neita því að ríkið hafi aukið skuldir sínar síðustu árin. Þeir eru þö að burðast með tölur, -sem sanna hið gagnstæða. * Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra skrifar í tvö síðustu blöð Tímans um „skuldir ríkis- ins og Reykjavíkurbæjar“. Á þetta að vera svar til Morg- unblaðsins. Ef nafn fjármálaráðherrans stæði ekki undir þessari grein, mvndi enginn veita henni eftir- tekt, svo barnalega einfeldnis- leg er hún og snauð röksemda. Fjármálaráðherrann segir það tilhæfulaust hjá Morgun- blaðinu, að skuldir ríkisins hafi aukist í hans stjórnartíð. Sjálfur gefur ráðherrann þó töl- ur sem sanna hið gagnstæða. Hann segir að ríkisskuldirnar hafi í árslok 1934 verið 41.9 milj. kr., en 46.5 milj. í árslok 1937. Þessar tölur sýna hækk- un, sem nemur 4.6 milj. króna :á þremur árum. Fjármálaráðherrann segir, að lausaskuldir ríkisins við Landsbankann sjeu nú 4.5 milj. kr., en hafi verið 2.3 milj. við síðustu áramót. Lausaskuldirn- ar við Landsbankann hafa m. ö. o. hækkað á árinu um 2.3 milj. krónur. Ráðherrann segir einn- ig, að lítil von sje til þess að ríkið geti greitt Landsbankan- um lausaskuldirnar nema með lántöku innanlands og að þvi sje nú stefnt. Má af þessu sjá, að ríkisbúskapurinn er síður en svo góður, þrátt fyrir hina gíf- urlegu skatta og tolla, sem þjóð- in er krafin um. ★ Svo kemur rúsínan í grein fjármálaráðherrans, það, sem rjettlæta á skuldasöfnun ríkis- ins og fjármálastefnuna yfir leitt. Og hvað haldið þið að þetta sje? Jú; það er að Reykja ' víkurbær, sem stjórnað er af Sjálfstæðismönnum hefir einn- ig safnað Skuldum á undan- förnum árum! , Rjett er það, að skuldir , Reykjavíkurbæjar hafa vaxið síðustu árin og — því miður —, hafa sömu sögu að segja öll önnur bæjarfjelög á landinu og flest —ef ekki öll — sveitar- fjelög líka. En það er áreiðan- lega öllum hulin ráðgáta ,hvern- ig þetta á að rjettlæta skulda- söfnun ríkisins og fjármála- stefnu núverandi ríkisstjórnar. Hver er orsök þess, að skuld- ir Reykjavíkur og annara bæj- ar- og sveitarfjelaga hafa auk- ist síðustu árin? Er ekki orsökin einmitt sú, að ríkisvaldið hefir hlaðið svo miklum byrðum á bæjar- og sveitarfjelögin, að þau hafa ekki megnað undir að rísa? Og hver er orsök þess, að bæjar- og sveitarf jelögunum gengur svo erfiðlega að rísa undir byrðunum? Er ekki or- sökin sú, að ríkið hefir gengið svo freklega á hinn eina tekju- stofn bæjar- og sveitarfjelag- anna ,að þeim er gert ómögu- legt að afla tekna til sinna þarfa? Jú, vissulega er þessu þann- ig varið. Og svo kemur fjár- málaráðherrann og afsakar sig og sína gereyðileggjandi fjár- málastefnu með því að segja, að skuldir hafi einnig aukist hjá Reykjavíkurbæ! En hversvegna er fjármála- ráðherrann að leita til Reykja- víkurbæjar með samanburð? Hann hefði fengið miklu betri samanburð, ef hann hefði stað- næmst í sínu eigin kjördæmi. Þar er hreppsfjelag sem svo hörmulega er statt, sð það er á stöðugu framfæri hjá ríkinu. Takist fjármálaráðherra að skapa sama ástand hjá fleiri bæjar- og sveitarfjelögum, fær hann góðan samanburð fyrir ríkið. En hitt verður þó sjálf- sagt flestum ráðgáta, hvernig slíkt ástand á að skoðast með- mæli fyrir hina ríkjandi fjár- málastefnu í landinu. Ur háshólaræðu Nftelsar P. Dungal: Háskélinn þarf sfálf* ur að itækka itiell húsakynnunuiii Umræðuefnið 1 dag: Sfldarafurðir fyrir 18 miljónir króna. Háskólinn var settur í gær kl 11 f. h. í neðri deildarsal Alþíngis. Þar vai’ margt manna saman komið, ræðismenn erlendra ríkja,, kenslumálaráðherra og ýms- ir aðrir, auk háskólastúd- enta. Rektor Háskólans, Xiels P. Dun- gal, helt langa og snjalla ræðu. *I upphafi ræðu sinnar talaði liann um hve húsnæðiskostur Iláskólans hefir verið bagalegur, hve niikill muiiur er á kjörum hinna gömlu ríku erlendu liáskóla og' okkar og hve mikið var í ráðist af svo fá- mennri þjóð, sem við erum, að stofna hjer háskóla. Þvínæst komst hann þannig að orði: ) Nú verður þess ekki lengur lang't að bíða að háskólinn flytji í hið stóra og fagra hús, sem verið er að reisa. Flestum mun virðast háskólinn verða miklu stærri við það og þyltja vegur vor vaxa stórkostlega. En jeg' leyfi mjer að segja nei. Og' af því jeg tel nauðsynlegt að segja þetta nei í tíma, segi jeg það nú, tveim til þremur árurn áður en líldegt er að unt verði að flytja hjeðan. Iláskólinn er hvorki þetta liús nje annað, hversu veglegt sem liað verður, heldur er og verður hann mennirnir, sem við hann starfa, við kenslu- og vísindastörf, og stúdentarnir, sem stunda þar nám. Og það er sannarlega ástæða til að staldra við, nú þegar við horf- um fram á híbýlaskiftin, og hyg'gja að því, hvort við getum ekki — um leið og- við reisum stærra háskólahús — stækkað sjálfan háskólann um leið. Sú stækkun þarf ekki nauðsynlega að vera fólgin í því að fjölga kenn- urum eða ne'mendum, eða hvorum- tveggja, heldur miklu fremur í því, að við öll, kennarar og nem- endur, leggjumst á eitt um að auka gengi stofnunarinnar, með því að hver um sig beiti sínum bestu kröftum í samstilt átök, með fullum skilningi á því, að há- skólinn er og verður ekki annað en það, sem við gerum hann, að háskólinn er starf og framkoma kennara og nemenda og að vegur hans er algerlega undir þeim kom- inn. íslenska þjóðin er fámenn og hefir aldrei haft bolmagn til að vinna nein stórvirki, sem mann- fjölda þarf til. En þrátt fyrir það hefir þessari litlu þjóð tekist að vinna andleg- afrek, sem skipuðu henni í háan ‘meimingarsess á sín- um tíma, ekki vegna þess, hve stór þjóðin væri, heldur vegna þess, að hjer voru nokkrir fróðir 'menn, sem unnu sannleika og feg- urð í senn og ljetu sjer ant um að varðveita fróðleik sinn frá gleymsku. Og enn er það eins, að þjnðin er fámenn. En hún getur verið góðmenn. Við getum ekki unnið nein afrek, sem mannfjölda þarf til, en mannvit og mannkostir, fróðleikur og dugnaður, fegurð og drenglUnd eiga að geta náð sama þroska meðal manna og kvenna hjer eins og í öðrum taenningar- löndum. Við munum aldrei geta okkur orð fyrir mannmagn eða mannfjölda, heldur aðeins fyrir manngæði, og að sama skapi sem hjer er meira fyrir lífinu haft en í heitari löndum, verður livert mannslíf dýrara og á að verða dýrmætara um leið. I"'|egar við nú förum að hugsa til að flytja búferlum hjeð- an í liið nýja háskólahús, verður okkur að vera Ijóst, liver vandi fylgir því að fá svo veglegt hús 'yfir háskólann. Við verðum að gera okkar ítrasta til að háskól- inn verði annað og meira en hið mikla hús, sem við öllum blasir, að sálin verði samboðin þessum mikla líkama. Og' því seg’i jeg þetta nú, löngu áður en húsið er fullgert, að okkur veitir ekki af tímanum til að vera vel undir vistaskiftin búin. I háskðlaljóðunum, sam sungin voru áðan, er háskólans getið sem lítils vísis, sem þurfi að þroskast og dafna, verða stór og' hár. Við vitum öll, live erfitt er að rækta hjer trje, hve nýgræðingurinn er viðkvæmur fyrir umhleypingum og frostum og hve mikillar að- hlynningar hann þarf með, ef liinn litli vísir á að geta náð eðli- legum þroska, uns liann fær stað- ist alla storma. Hinn andlegi gróðnr er engu síður viðkvæmur fyrir stormu'm og kuldum, sem geta valdið kyrkingi í vexti hans. Það er líka fyrsta skilyrðið fyrir vexti og viðgangi háskólans, að honum verði skýlt fyrir stormum stjórnmálaerjanna og dægurþrasi, að það megi' verða friður um hann, svo að hinn litli vísir fái notið þess audlega skjóis, sem* honum er nauðsynlegt Þar með er ekki sagt, að háskólans menn þurfi að vera skoðanalausir í stjórnmálum, er. sem mentuðum mönuum ber þeim skylda t.il ao vera mnburðarlyndir, líta ekki á livern mann sem óalandi og ferjandi, sem er á anriari skoðuu en maður sjálfur. Þeir menn, sein verja æfi sinni til að afla sjer þekkingar, eiga öðrum fremur að gera sjer grein fyrir því, að skoðanir taka þar við, sem þekkinguna þrýtur, og' að margur er ekki eins sterkur á svellinu og liann heldur sjálfur. Mentamennirnir eiga að vita, að skoðanafrelsið er ekki rjettur til að lítilsvirða slroðanir annara, og gefur eng'a heimild til að ætla ill ar hvatir þeim, sem Öðrum málstað fjdgir. Það er miklu frekar á- stæða til að fagna því, að ffienn hafi mismunandi skoðanir, því að það gerir lífið tilbreytingaríkara heldur en þar sem allir syngja sama sönginn, og þar sem öll blöð flytja öll mál eftir beinni skipun. En til að vel fari og þetta frelsi glatist ekki, verða menn að virða skoðanir andstæðinga sinna og sýna drengskap í hverri viður- eign. Ef andi sanngirninnar og umburðarlyndisins mætti dafna i háskólanum og berast þaðan út til þjóðarinnar, væri það e. t. v. sá gróður, sem við íslendingar höfum nú mesta þörf fyrir. Og ef það 'mætti takast, að gera háskól- ann að slíkri gróðrarstöð, þá er ekkert hús of veglegt fyrir hann. Fram til þess hefir okkar litli liáskóli, eins og aðrir háskól- ar, aðallega yerið kenslustofnun, fSejn hefir búið menn undir em- luetti, einskonar embættismanna- sltóli, en miklu minna liefir ltveð- ið að vísindastarfsemi innan hans. Aðaláherslan hefir, sem eðlilegt er, verið lögð á kensluna, en allar að- stæður til vísindastarfsemi verið mjög bágbornar, nema helst í nor- rænum fræðum, og hafa þó ver- ið slæmar þar líka. En háskólinn má ekki festast í því að verða að- eins kenslustofnun. Hann verður að gera þær kröfur til livers kenn ara, að hann taki sjer vísindaleg verkefni til úrlausnar og vinni að þeim, og á þeim er enginn liörg- ull í þessu landi. Hin vísindalega starfsemi er ekki aðeins nauðsyn- leg til lausnar á ýirisnm vanda- málum lands og þjóðar, heldur er hún nauðsynleg fyrir háskólann til að lialda uppi lieiðri hans, en fyrst og fremst er hún þó nauö- synleg' háskólakennurunum sjálf- um tif að þeir geti þroskast í starfi sínu og vaxið með því, en lendi ekki í andlegri kyrstöðu. Þetta er í raun og veru rnjög mikið vandamál fyrir hvern há- sk'ólakennara, ekki einungis við þennan litla háskóla, heldnr óg við alla háskóia, vegna þess hve erfitt það er að þjóna tveimur herrum, nl. að vera hvorttveggja í senn, góður kennari og um leið starfandi vísindamaður. Hinn sam- viskusami kennari, sem vill fylgj- ast vel með í fagi sínu. kemst aldrei yfir að lesa nema lítið brot af því, sem hann þyrfti, ef hann ætti að lesa, þótt ekki væri netaa það helsta, sem íit, kemur á hans sviði. Honum hættir við að fara með allan sinn tíma í tímarita- og bókalestur, en fær engan tíma til sjálfstæðra vísindastarfa. Og það sem verst er, að þetta verður að vana, svo að sá, sem einu sinni er inn á þessa braut kominn, á erfitt með að byrja sjálfstæða vís- indalega vinnu, hann verður lærð ur maður, en houum hættir til að verða fangi bókanna. Hinn, sem leggur virka hönd á vísindastörf in, getur sáralítinn tíma haft til að fylgjast með á ýmsum sviðum FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.