Morgunblaðið - 30.09.1938, Page 2

Morgunblaðið - 30.09.1938, Page 2
2 MORG CJNBLAÐIB Föstndagrur 30. sejji. i086. SAMKOMULAG! \ ~WB _____ FjórvelÖasáttmálI um Tjekkó- slóvakíu unöirritaður Tjekkar buðu nýjar tilslakanír áður — Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Stjórnin í Prag hafði fyr í kvöld gefið út yfirlýsingu, þar sem hún kvaðst við því búin að gera auknar tilslakanir. Hún kvaðst myndi láta af hendi öll hjeruð, þar sem 50% eða meir af íbúun- um væru Sud.-Þjóðverjar. Aftur; á móti kvaðst hún ekki geta fall- ist á að atkvæðagreiðsla fari fram í hjeruðum, þar sem meiri- hluti íbúanna eða allir, sjeu Tjekkar. Hún kvaðst einnig vilja semja um að senda herinn heim. Lokst felst hún á að ákveðinn frestur sje settur. Kveðst hún geta fallist á, að tjekkneski herinn hverfi á burt úr hjeruðunum fyrir 21. október og 15. desember fari endanleg afhending fram. Frá 21. október til 15. desember skuli fara fram flutningur á Tjekkum úr sudeten-þýsku hjeruð- unum og Þjóðverjum úr tjekknesku hjeruðunum. Hún kveðst geta fallist á að breska hersveitir verði látnar hafa umsjón með afhendingu hjeraðanna. í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að lok- um, að fóm þessa færi Tjekkar fyrir friðinn og menninguna og hvetur hún aðra aðila til að virða þetta við þá, og gera ekki frekari kröfur. En ef þeir geti ekki fallist á þessa tilhögun, þá stingur stjómin upp á að málinu verði skotið til alþjóðanefndar, eða Roosevelt forseti verði látinn miðla málum. Kveðst 3tjómin fyrirfram munu fallast á úrskurð hans eða nefndarinnar í þessum málum. Chamberlain nálfi marki Frá frjettaritara vorum. Friðaróskir Frakka og Breta fyigdu Mr. Chamberlain og Daladier, er þeir lögðu af stað í morgun. Ráðherrar breska ráðuneytisins komu Mr. Cham- berlain á óvart með því, að vera allir með tölu viðstaddir, er hann kom á Hestonflugvöll- inn fyrir klukkan 8 í morg un. Þeir ætluðu að óska honum fararheilla. Áður en Mr. Chamberlain steig upp í flugvjel sína, hjelt hann stutta ræðu, þar sem hann Ijet svo um mælt, að hann von- aðist til að geta sagt, þegar hann kæmi aftur, eins og „Hot- spur“ í „Hinrik fjórða“ eftir Shakespeare: Af brensinetlu- hættunni er hægt að lesa blóm 6ryggisins“. Hann sagði að sjer kæmi í hug gömul barnavísa, sem væri á þá leið: If you want to suc- ceed, then try, try,_ try again. Ef þig langar til að ná fram, þá reyndu, reyndu, reyndu aftur. Laust mannfjöldinn upp fagn aðarópi er hann hafði lokið máli sínu. Þegar Daladier lagði af stað Khöfn í gær. frá Le Bourget flugvellinum í París, fylgdu honum hróp mannfjöldans: „Lifi friðurinn“. Fyrstur á vettvang var Adolf Hitler. En hann hjelt áfram til Kufstein á landamærum Bay- ern og gamla Austurríkis og nokkrum mínútum síðar konl þangað Signor Mussolini. Muso- lini hafði verið á ferð í alla nótt, síðan um miðjan dag í gær. Einkaiest hans kom í morgun klukkan 6 til landa- mæra Austurríkis og ítalíu, Brennerskarðs, og var þar kom- inn Rudolf Hess, staðgöngumað- ur Hitlers. Frá Kufstein til Múnchen sátu einræðisherrarn- ir á einkatali í hálfa aðra klukkustund. Er álitið að fallið hafi vel á með þeim. Þeir komu til Múnchen laust fyrir klukkan 11. Tuttugu mín- útum síðar lenti flugvjel Dala- diers og stundarfjórðungi fyrir tólf lenti flugvjel Mr. Cham- berlains. von Ribbentrop, utan- ríkismáiaráðherra tók á móti ráðherrum Breta og Frakka. — Mr. Chamberlain og Daladier búa á gistihúsum, en Mussolini I nótt kl. 12.50 eftir ísleRSkum tíma tilkynti * breska útvarpið: Fyrir þrem stundarfjórðungnm var undirritað samkomulag á f jórveídaráð- stefnunni í Miinchen. Þetta samkomulag var birt í þýska útvarpiim fyrir tuttugu mínútum og er á þessa leið í aðaldráttum: Samkomulag milli Þýskalands, Stóra Bretlands, Frakklands og Ítalíu undir- ritað í Miinchen fimtudaginn 2S, sept. Viðræðunum, sem byrjnðu á hádegi á fimtudag milli yfirmanna hinna fjögra ríkja, er lokiS íneð samkomulagi, s?m var undirrilað í kvöld. Samkomulag þetta öieð öðrum Bkjöluna hefir þegar rer- ið sent stjórninni í Tjekkóslóvakíu. Viðræðurnar voru bygðar á tillögum Breta og Frakka, sem þegar höfðu verið eamþyktar uim afliending sudeten-þýsku hjeraðanna. Hin fjögur ríki hafa tekið að sjer að sjá ura hvert fyrir sig að' samkomulag þetta nái fram að ganga. Sa’mkomulagið er í átta liðum. Aðalkjarni þess er á þessa Ieið: Burtflutningur úr sudeten-þýsku hjeruðunum skal hefjast 1. október og vera lokið 10. okt. Þýski herinn skal yfirtaka fjögur helstu hjeruð Sudeten-Þjóðverja, sem merkt eru sjerstaklega á korti, sem fylgir samkomulaginu, Skal það fara fram á þá leið, að 1. og 2. okt. verði flutt burtu úr fyrsta hjeraðinu, 3.( og 4. okt. úr öðru hjeraðinu, 5. og 6. okt. úr þriðja hjeraðinu og 7. og 8. úr f jórðti hjeraðjnu. Burtflutningi úr öðrum hjeruðum skai vera lokið fyrir 10. október. Tjekkar skulu skila hjeruðunum í sama ástandi og þau eru nú. Þeir eru gerðir ábyrgir fyrir því, að engin mannvirki sjeu skemd. Alþjóðanefnd verður skipuð með fulltrúum frá Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Tjekkóslóvakíu, sem á að sjá um framkvæmd þessara mála. ,. Nefjidin á að sjá um að atkvæðagreiðsla fari fram í öðrum hjeruðum í Tjekkótlóvakíu, sera hún ákveður. Atkvæðagreiðsla þessi skal fara fram í nóvember. Á meðan atkvæðagreiðslan stendur yfir skal alþjóðanefndin fara með yfirvald í hjeruðunum. Alþjóðanefndin skal að lokum ákveða hvar landamæri kinnar »ýju Tjekkóslóvakíu eigi aá Hggja. Þjóðveijar og Tjekkar skulu skipa nefud til þess að sjá ura fíutninga fólks milli hjeraða, Tjekka íir þýskum hjeruðum og Þjóðverja úrtjekkneskum hjeruðom. Ef ágreiningur rís, skal alþjóðanefndin skera úr honum. Um minnihlutakrofur Pólverja og Ungverja var það samþykt, ag ef samkomulag hefði ekkí náðst.um þær við tjekknesku stjómina innan þriggja mánaða, skyldu yfirmenn hinna fjögra ríkja koma saman aftur. í viðbót við sámkomulagið tóku Frakkar og Bretar að sjer með tilvísun til samkomulagsins milli þeirra frá 1$. sept., að ábyrgjast hin nýju landamæri Tjekkóslóvakíu. Þjóðverjar ætla að sam- einast þeim í þessari ábyrgð, þegar samkomulag hefir náðst um kröfur Pólverja og Ungverja. Breska utanríkismálaráðuneytinu hafði borist í nótt tilkynning um að sámkomulag þetta hefði verið undirritað. En ekkert var látið uppi um það. livenær Mr. Chamberlain myndi fara heimleiðis. Óstaðfest fregn hermir, að Mussolini hafi la gt af stað frá Múnchen strax og búið var að undir- í'ita samkomulagið. Fundir hófust strax klukkutíma eftir að síðasti ráðherrann, Mr. Chamberlain lenti á. flugvell- inum í Múnchen. Fyrsti fundúrinn stóð frá kl. 12.45 til kl. tæplega 3. Á þessum fundi er álitið að rætt hafi verið um dagskrármál. Á milli fyrsta fundarins og þess næsta, sem hófst, kl. rúmlega fjögur, ræddust bresku og frönsku sendinefndirb ar við. Næsti fundur stóð til kl. rúmlega sjö. Var Síðan fundarhlje þar til klukkan 10. Hófst þá fundur aftur og stóð til kl. 2 um nóttina. í dag voru kallaðir til Múuchen tveir full trúar tjekknesku stjórnarinnar, en aðeins til að gefa upplýsingar. Eins kom fulltrúi frá ungversku stjórninni t.il Múnchen. befir verið fengiij til umráða gömul hallarbygging (skrv. FÚ). Múnchen var fagurlega skreytt í tilefni af komu hinna tignu gesta og feikna mann- fjöldi á götunum. Samkvæmt sumum fregnum var mannfjöld- inn meiri en þegar Mussolini kom þangað í heimsókn sína til Hitlers. Mannfjöldinn hýlti þá alla, Mussolini, Daladíei" og Cham- berlain með miklum fagnaðar- látum. Hermenn voru á verði og þjóðsöngvar ítalíu, Frakk- iands og Bretlands voru leikn- ir. Þegar Chamberlain ók til gistihúss síns, voru fagnaðar- læti mannfjöldans mjög mikil, og sumstaðar rauf mannfjöld- inn línu lögreglu og hers með fram götunum, sem hann ók um. Þjóðverjar hjeldu, að þegar fregnin breiddist fyrst út um ráð- stefnuna í Múnchen, að hjer væri um ótímabæra fyndni að ræða. Það vakti almennan fögnuð þegar fregnin var staðfest. Konur grjetu af fögnuði. Hver þjóð þakkar sínum for- sætisráðherra eða foringja, á- samt Mr. Chamberlain, að ráð- stefnan var. haldin. En enginn dregur í efa, að Mr. Chamber- lain hafi átt mestan þátt, í henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.