Morgunblaðið - 13.10.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1938, Blaðsíða 5
Fimtudagiir 13. okt. 1938, MORGUNBLAÐIÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgöarmaSur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuði. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura metS Lesbók. FÝLUFÖR HRÆSNARANNA PEIR eru nógu kotrosknir ráðherarnir okkar. — Það vantar ekki. Þeir eru árið út og árið inn að hæla sjer af því tivað þeir sjeu hugkvæmir og slyngir. Þeir þykjast hafa ráð undir hverju rifi. Þeir eru allt af að kippa í lið, en altaf fer fleira og fleira úr liði. Alt sem þeir ætluðu 'að bæta, er verra nú, en þegar þeir tóku við. I fullan áratug hafa sömu flokkarnir farið með völd, ná- lega óslitið. Þeir lofuðu að lækka álögurnar á almenningi. ÁR’gurnar hafa tvöfaldast. Þeir lofuðu að lækka útgjöld ríkis- ins, útgjöldin hafa tvö-faldast. ’Þeir Iofuðu að lækka skuldim- ;ar við útlönd. Skuldirnar hafa tvöfaldast. Þeir lofuðu að vinna bug á atvinnuleysinu. Atvinnu- leysið hefir margfaldast. Þeir lofuðu að stöðva fólksstraum- Inn úr sveitunum. Fólksstraum- xirinn hefir aldrei verið í meira vexti. Enn ganga þessir fuglar með spert stjel, og aldrei spertari en nú. Og þó er öllu ver borgið íyrir þeirra tilkomu. Það er •eins og þessir menn sjeu af for- sjóninni til þess skikkaðir, að þrautreyna hvað bjóða megi „langþoli íslenskrar lundar“. Seinasta herferðin þeirra telc- ur öllu fram, sem nokkurn tíma hefir þekst í opinberu lífi hjer ú landi. Þeir eru svo langt leiddir í blindri óskammfeilni, að engin dæmi eru slíks. Viku eftir viku hefir samfylking kommúnista og stjórnarflokk- anna ráðist á verslunarstjettina mieð taumlausum ofstopa fyrir okur á nauðsynjavörum fólks- ins. Aðalblað stjórnarinnar hefir birt útreikninga um á- lagningu kaupmanna: Þarna sjáið þið til, það verður að taka verslunina úr höndum þessara okrara og fá hana okkur í hendur! Þannig hafa þeir hróp- .að dag eftir dag. En hvað kemur svo upp? Þeir, sem heimta verslunina í sínar eigin hendur, selja ekki einungis jafn dýrt og kaup- mennirnir, heldur dýrara! Aldrei hefir högg lent jafn 'óþyrmilega á þeim, sem það reiddi, en hjer hefir orðið. Ar eftir ár hefir sífelt verið dregið úr innflutningi til kaupmanna, undir því yfirskini að með því móti lækkaði verðlagið. Versl- unin hefir á seinustu árum að miklu leyti skift um hendur. Fyrir síðustu kosningar var þvTí slegið föstu, að kaupfjelögin rjeðu verðlaginu. Og hver er svo árangurinn? Sá, að almenningur hefir aldrei stunið meir undir dýrtíð og okri en einmitt nú. Þegár stjórnar- flokkarnir bera fram dæmi um •óhæfilega álagningu, þá er lang vísast að þeir sæki þau dæmi í sínar eigin búðir. Að minsta kosti er það skjallega sannað, að fyrirtæki þeirra eiga metið í óhæfilegri álagningu. Eru þessir menn búnir að tapa vitinu? Hvað halda þeir að almenningur láti bjóða sjer? Þeir hafa dag eftir dag ráðist á keppinauta sína fyrir okur. En þegar til kemur, eru þeir sjálfir sekari en þeir sem á var ráðist! Þessi seinasta herferð, sem kommúnistar og stjórnarflokk- arnir hafa farið, undir forustu Eysteins Jónssonar, er hrakleg- asta fýluförin, sem farin hefir verið á þessu landi. Fram- hleypnin og óskammfeilnin, hefir hefnt sín svo greypilega, að hræsnararnir, sem leyfa sjer að vanda um við aðra fyrir ó- hæfilega álagningu, standa uppi, sem verstu okrarar þessa lands. Brjefaskifti milli sjómanna og barna í landi , Osló í gær. dag birtist í blaðinu Aften- posten grein, þar sem borin er fram tillaga um að koma á brjefaskiftum milli skólabarna og sjómanna á norskum skipum, eft- ir enskri fyrirmynd. I Englandi er fjelagsskapur, sem nefnist Ship adoption society, en að tilstuðlan þess skrifa nú börn í 600 enskum skólum brjef til sjómanna á ensk- rim skipum. Hver skóli tekur að sjer að skrifa brjef til sjómanna á til- teknu skipi, og lætur útgerðarfje- lag skipsins skólanum í tje nöfn skipsmanna, þeirra, sem látið hafa í ljós, að þeir vildu taka þátt í slíkum brjefaskiftum. Fulltrúar norsku sjómannafje- laganna hafa lýst yfir því, að þeir sjeu hlyntir hugmyndinni. (NRP- FB). Aðskilnaður ríkis og kirkju Osló í gær. 4RL Vold prófessor, hefir boðað, að „Norges kirke- lige landslag“ hafi ákveðið, að beita sjer fyrir skilnaði ríkis og kirkju og skipuleggja frjálsa þjóðkirkju. Álítur kirkjulega sambandið, að tími sje til kominn að hefjast handa í þessu efni og einkum sje nauðsynlegt, að draga ekki lengur að hefja baráttu fyrir skilnaði ríkis og kirkju, vegna deilunnar um hvort konum skuli veitt- ur aðgangur að kirkjulegum embætt- um. NRP—FB. Umræðuefnið í dag: Fjárpestin nýja. Ðókasafn Skag- öinga Formaður Islend- ingafjel. í K.höfn, Martin Bartels Martin Bartels, fulltrúi í Privatbanken í Kaup- mannahöfn, átti nýlega fimt- ugsafmæli og datt mjer ekki annað í hug, en að einhver kunningja hans á íslandi yrði til þess að minnast hans við þetta tækifæri, en jeg hefi hvergi rekist á grein um hann í ísl. blöðum. Þetta var þó bæði synd og skömm, því Bartels hefði átt það fyllilega skilið, að lians liefði ver- ið minst við þetta tækifæri. Bartels fór utan 1916 og ætl- aði að dvelja stundarkorn við bankastörf hjer í landi. Hann fjekk stöðu í Privatbanken, og hafa þessir fáu mánuðir, sem hann ætlaði sjer að dvelja bjer, orðið að 22 árum. Fjelagsskapur meðal íslendinga hjer í Höfn liefir ávalt staðið veikum fótum, þegar undan er skilinn f jelagsskapnr ísl. stúdenta, sem er í fullu fjöri. Haustið 1926 var Bartels kosinn í stjórn ís- lendingafjelagsias, og hefir verið formaður þess fjelagsskapar síð- an, og dettur víst engum í hug að lirinda honum af stöli fyrst um sinn. Þegar Bartels tók við stýris- taumunum, átti fjelagið engan sjóð, hver fundur át það upp, er inn kom í hvert skifti, og urðu einstakir menn hjer oft að hlaupa undir bagga, til þess að greiða halla hinna einstöku funda. Það var því alt annað en glæsilegt að setj'ast í formannssæti fjelagsins. En Martin Bartels tókst að vinna kraftaverk, honum tókst það, sem víst fáum hafði tekist á undan honum, að efla fjelagið svo fjár- hagslega, að það á nú álitlegan fjársjóð, rúmar 1000 kr., 0g þótt þessi eign fjelagsins sje engin ó- sköp, gerir hún það þó að verk- um, að fjelaginu er nokkurn veg- inn trygð framtíð, meðan ekkert sjerstakt hjátar á fyrir fjelaginu. Oft hefir menn hjer dreymt um styrkveitingu að heiman, en ekki hefir sá draumur ræst ennþá. Það mundi gleðja Bartels sjerstaklega, og alla fslendinga hjer, ef ríkis- stjórnin mintist 20 ára ríkisafmæl- is íslands, með því að senda fje- laginu 1000 kr. í eitt skifti fyrir öll. Flestir íslendiugar, sem sækja fundi fjelagsins, er ungt og efna- lítið fólk. Þetta veldur því, að inngangseyririnn verður að vera lágur, en fundirnir þó fyrsta flokks. Það er Bartels meira að þakka en nokkrum öðrum einstökum manni, að það helst líf í þessum fjelagsskap hjer. En íslendingar hjer og heima eiga honum miklu meira að þakka, því þeir eru ó- teljandi, sem hafa leitað og ennþá FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Sýslubókasafn SkagfirSinga. C ýslunefnd Skagafjarðar- ^ sýslu ljet reisa sýslu- bókasafninu prýðile^t hús sumarið 1936. Eru í jm bókastofa og lesstofa, en á efri hæð hússins er íbúð, sem safnið getur tekið til af- nota, heRar hað harf á að halda. Mun safnið því varla þurfa meira húsnæði í náinni framtíð. Þegar bókakostur safnsins var fluttur í þetta nýja hús, reyndist hann vonum minni, eða um 1000 bindi aðeins. Hins vegar átti safn- ið þá nokkra fjárupphæð, sem safnast hafði síðustu árin, vegna þess að forráðamenn þess vildu ekki katipa nema sem minst, sök- um ljelegs htisnæðis, sem safnið átti við að búa, enda lá það þá undir skemdum. Þetta er annars sú aðbúð sein mörg hókasöfn og lestrarfjelög eiga við að búa á landi voru. Síðan bókasafn vort kom í nýja húsið, liefir það stórankist að hók- um, einkum hefir það fengið all-. mikið til uppfyllingar í samstæð rit, tímarit, heildarútgáfur o. fl. Það hefir verið skrásett og skipu- lagt á nútímavísu. Það varð hlutverk mitt, sem rita þessar línur, að taka við sýslubókasafni Skagfirðinga, er það flutti í nýja húsið, og annast um það síðan. Þetta starf mitt hefir opnað augu mín fyrir því, hve erfitt er fyrir slíkt safn, að ná tilgangi sínum með því fje einu, sem því er ætlað úr ríkis- og sýslusjóði. Bókasafn þarf, eins og nafnið bendir til, að eiga safn af alls- konar bókum, heimildarritum á sem flestum sviðum, fræðibókum hverskonar, skáldverkum af öll- um tegundum. Það þarf að eiga gamlar bækur og pýjar. í bóka- safn koma menn til að kynnast gömlum fróðleik jafnt og nýjum stefnum og straumum tímans. Það þarf að vera ótæmandi brunnur fyrir fræðigrúskarann og einnig svalalind skemtilesaranum. Það þarf að eiga bækur, blöð og tíma- rit til að lána fram á lesstofuna og nóg af góðum bókum í sterku bandi til að lána út um hjeraðið. Bókasafnið þarf svo að inna af höndum öll sín mörgu hlutverk með sem allra minstu fje. Stund- um getur því orðið nokkuð erfitt að samrýma lítil fjárframlög ann- arsvegar, en svo aftur mikla eftir- spurn og þörf notendanna hins- vegar. Bókasafn Skagfirðinga hefir fengið ágætt hxis til íbúðar. Það má aukast um nokkur þúsund bindi, áður en það sprengir það utan af sjer. Nú er keypt eins og unt er. Auk þess hafa ýmsir góð- gjarnir menn gefið safninu bóka- gjafir. Það mun heldur aldrei geta notið sín til fulls, nema njóta slíkra velunnara. Þrent er það einlcum, sem Bóka- safu Skagfirðinga hefir alveg sjer- staklega hug á að eignast og sem þó er alveg óhugsandi að takist, nema fyrir hjálp fjölmargra góðra manna og velviljaðra. En þetta er: Bækur prentaðar á Hólum í Hjalta dal; bæknr eftir skagfirska menn bækur um Skagfirðinga, æfiágrip o. fl. Margt af þessu, einkum Hóla- bækur, er orðið fágætt, en þó til í einstakra manna eigu hæði aust- an hafs og vestan. Verður því ekki betur varið á annan hátt, en að koma því á safn og forða því þar með frá eyðileggingu, sem öllu slíku er húin, er það kemst í hend- ur skilningslausra manna og ef til vill ólæsra á gamalt letur og áhugalausra á íslenskum fræðum. Þá hefir Bókasafn Skagfirðinga tekið að safna myndum af Skag- firðingum og þeim, sem dvalið hafa í Skagafirði eða koma við sögu hjeraðsins á einhvern hátt. Jeg er ekki í vafa nm það, að gamlir Skagfirðingar, sem búsettir eru utan æskustöðvanna, snmir jafnvel í Vesturheimi, og svo menn af skagfirskum ættum, gleðj ast yfir því að vita, að við höfum eignast ágætt bókasafnsliús hjer heima og erum nú að reyna að koma upp góðu bókasafni. Þeir, sem hafa ánægju af að gefa safn- inu bæknr, vilja Hka vita, að þær sjeu vel geymdar. Takmark okkar er að koma upp góðu bókasafni, einkum auðugu að öllu því sem skagfirskt. er, hókum, handritum, myndum o. fl. Er vel gert hver sem vill styðja þessa viðleitni okkar. Helgi Konráðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.