Morgunblaðið - 13.10.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. okt. 1938. Dómsmálafrjettir Sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu sýknuð Mál sjúkratiússins „Gudmanns Minúe“ Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í málinu: Sýslunefnd Ey.iafjarðarsýslu gegn sjúkrahúsinu „Gud- manns Minde“. Málavextir eru samkvæmt for- sendum dóms undirrjettar: Munið að kaupa á kvöldboíðið: Sfólax Krækling Kryddsíldarflök í vínsósu Bismarksild frá Niðursuðuverksmiðju S. L F. pvr 1 REÚEYES comwww* <fs> C°RN 1 allbran 1 flakes Bsæassa 1 1 UEADYTO CA.T .TfáfífchT*. Helldsölublrgðir: H. Benediktsson & Co, Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu hafði á fundi sínum 1930 lofað a. m. k. 1000 kr. styrk til sjúkra- hússins „Gudmanns Minde“ á Ak- ureyri á því ári, en síðar neitað að greiða styrkinn og var því málið höfðað. Bygði sýslunefndin neitun sína á því, að aldrei hafi legið fyrir gilt loforð nm styrk- veitinguna, með því að ályktun nefndarinnar hafi aldrei verið til- kynt stjórn sjúkrahussins, en fyr hefði ekki getað stofnast kröfu- rjettarsamband, bygt á ioforði um styrkinn. Einnig helt sýslunefnd- in því fram, að enda þótt um hafi verið að ræða bindandi loforð í fyrstu, þá hafi síðar orðið þær breytingar á stjórn og rekstri sjúkrahússins, sem ekki hafi verið gert ráð fyrir þegar sýslunefnd gerði ályktunina um styrkinn. Hafi því um brostnar forsendur verið að ræða, sem lieimilaði sýslu- nefnd að breyta sinni fyrri á- kvörðnn. Þar sem oddviti sýslunefndar var í máli þessu málsvari f. h. sýslunefndar var Böðvar Bjarkan skipaður setudómari í málinu og dæmdi hann það í undirrjetti. Hann leit svo á, að þar sem sjúkrahúsið hafi verið rekið sem sjálfstæð stofnun, en notið styrks frá Akureyrarhæ og Eyjafjarðar- sýslu, þá hafi sjúkrahúsið getað öðlast kröfurjett á hendur sýslu- nefnd samkvæmt ályktun hennar orð væri að ræða. Ályktun sýslu- nefndar hafi og verið gerð í sam- bandi við skriflegt erindi frá stjórn sjúkrahússins. Og þar sem ályktunin hafi verið gerð á opn- nm fundi sje sýslunefndin bundin við hana, eins og um tilkynt lof- orð væri að ræða. Ályktun sýslu- nefndar hljóðaði um 2t)00 kr. styrk til sjúkrahússins, en í málinu var aðeins krafist 1000 kr. og ekki getið undir rekstri málsins, hvers vegna ekki var krafist allrar upp- hæðarinnar. Hinn skipaði setudómari leit heldur ekki svo á, að npplýst hefði verið í málinu að þær breyt- ingar hefðu orðið á stjórn eða rekstri sjúkrahússins á árinu 1930, að sýslunefnd af þeirri ástæðu gæti skorast undan að greiða styrkinn. Hæstirjettur var annarar skoð- unar um þetta. Hann var að vísu sammála setudómaranum um það, FEAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Framh. «f 3. giðn Okurálagningin hjá KRON það nú hverju mannsbarni Ijóst að höftin eru notuð fyrst og fremst til þess að koma allri kaupmannaverslun fyrir kattar- nef. Þegar blað fjármálaráðherr- ans hóf að þessu sinni rógsher- ferðina á hendur vefnaðarvöru- kaupmönnum hjer í Reykjavík var staðhæft' að kaupmenn legðu svo mikið á vefnaðarvör- una, að rjetta svarið við okr- inu væri, að svifta þá öllum innflutningi á þessari vöru. Svo kemur blað kommúnista með framhaldið, að KRON eigi að taka við innflutningnum. ★ Blað fjármálaráðherrans hef- ir undanfarið verið að birta .,skýrslur“ um ,,okurálagningu“ vefnaðarvörukaupmanna, og á grundvelli þessara skýrslna á að rjettlæta það, að svifta kaup- menn innflutningi vörunnar og fá hana í hendur KRON. En til þess að almenningur fáist til að fallast á slíka ein- okun á nauðsynjavöru, sem hjer er í aðsigi, dugir vitanlega ekki það eitt að rægja kaupmenn- ina. Hitt þarf að fylgja með, að sannað sje að KRON selji ódýrara. En hvernig er þessu háttað? Morgunblaðið hefir síðustu dagana látið kaupa nokkrar þær vörutegundir í búðum KRON, sem skýrslur Tímans ná til. Sjeu skýrslur Tímans m innkaupsverð, kostnaðarverð og útreikning álagningarinnar lagðar til grundvallar, verður útkoman þessi: Ljereft. Innkaupsverð skv. uppl. Tímans kr. 0.44; útsölu- verð KRON kr. 1,30. Álagning samkv. reikningi Tímans 163% Sængurveraefni. Innkaups- verð skv. uppl. Tímans kr. 0.88; útsöluverð KRON kr. 3.00. Álagning skv. reikningi Tímans 194%. Georgette. Innkaupsverð skv. uppl. Tímans kr. 0.76; útsölu- verð KRON kr. 3,25. Álagning skv. reikningi Tímans 288%. Gardínuefni. Innkaupsverð skv. uppl. Tímans kr. 2,11; út- söluverð KRON kr. 6.50. — Álagning skv. reikningi Tímans 197%. Sokkar (karla). Innkaups- verð skv. uppl. Tímans kr. 0.36 parið. Útsöluv. KRON kr. 1,25 parið. Álagning skv. reikningi Tímans 217%. Kvennærföt. InnkaupsverS skv. uppl. Tímans kr. 1,38 stk. Útsöluverð KRON kr. 5.00. — Álagning skv. reikningi Tímans 239%. Bollapör. Innkaupsverð skv. upplýsingum Tímans kr. 0.22 stk. Útsöluverð KRON kr. 0.75. Álagning skv. reikningi Tím- ans 187%. BoIIapör. Innkaupsverð skv. uppl. Tímans kr. 0.33 stk. Út- söluverð KRON kr. 1.15. — Álagníng skv. reikningi Tím- ans 200%. Hvað sýna svo þessar tölur? Þær sýna, að samkvæmt upp lýsingum Tímans um innkaups verð og reikningsaðferð hans um álagningu á vöruna, er álagning KRON á flestum þessum vörum LANGT YFIR það sem Tíminn taldi á- lagninguna vera hjá kaupmönn- um. Ef það er rjettnefni að tala um okur í sambandi við álagn- >;u kaupmanna, hvað verður þá sagt um álagningu KRON, sem er miklu meiri, þegar fylgt er reikningsaðferð Tímans? ★ Kaupmenn hafa ekkert við það að athuga, að kaupfjelög starfi við þeirra hlið, ef báð- ir njóta jafnrjettis. Það er og best fyrir almenning, að slík samkepni sje um verslunina. En hjer á landi er ekki slíku til að dreifa, þar sem kaupfje- lögin njóta margskonar sjer^ rjettinda, en við það hefir svo skapast staðbundin einokun um verslunina á ýmsum stöðum á landinu. Þetta er öllum til ills. En þrátt íyrir margskonar sjerrjettindi kaupfjelaganna, hefir reynslan sýnt að þau geta ekki þróast í samkepni við kaup menn. Þannig hefir þetta verið hjer í Reykjavík. En þá er aðferðin sú, að grípa til inn- flutningshaftanna og nota þau til þess að útrýma kaupmönn- um. Að þessu er nú unnið af kappi. En Reykvíkingar vita hvað í vændum er, ef framkvæmd verður sú fyrirætlun rauðliða, að láta KRON ráða verðlaginu hjer í bænum. Það sýna greini- lega tölurnar hjer að framan, sem bygðar eru á útreikning- um og skýrslum Tímans. Annað aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar hefir sagt, að KRON væri stærsta útbreiðslu- fyrirtæki kommúnista hjer í bænum. Og nú hefir Tíminn orðið til að upplýsa, að þetta útbreiðslufyrirtæki kommúnista leggur svo óheyrilega á nauð- synjar almennings, að annað eins er algerlega óþekt fyrir- brigði í verslunarsögu lands- ins. Hvað á svo að gera við þann mikla gróða, sem þetta fyrir- tæki kommúnista aflar sjer með okur-álagningunni, sem Tíminn upplýsir að þar eigi sjer stað? Svarið við þessari spurningu mun koma í ljós við kosningar á komandi árum. Það á að láta Reykvíkinga bera uppi út- Dreiðslustarfsemi Stalins-manna á íslandi! K. F. U. M. A.-D. Fyrsti fund- ur á starfsárinu í kvöld kl. 8^/2■ Allir karlmenn 17 ára og eldri velkomnir. Sr. Fr. Friðriksson talar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.