Morgunblaðið - 13.10.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.10.1938, Blaðsíða 7
Fimtudagur 13. okt. 1938. MORGUNBLAÐÍÐ 7 Minningarorð um Krisíinu Sigurðardóttur trá Geirmundarbæ á Akranesi > * ' • f'.: ' Í i J Pað er kunnara en frá þurfi j að segja, að vjer sækjumst eftir að skoða fagra staði. Yjer ffiunnm þá lengi, og förum þang- að svo oft sem við verður komið. Þetta örfar útþrá vora, eykur víð- sýnið, fegurðarsmekk vorn, og göfgar oss. Þegar vjer einu sinni höfum skoðað fagra staði, fljúg- um við þangað oft í huganum. Skoðum vandlega hvert fjall og foss, hverja blómskrýdda brekku, og jafnvel þannig berst þaðan tii vor angandi unaðsilmur. Þannig heillar fegurðin oss, svo að vjer njótum lengi. Þessu líkt er því farið, sjer- .staklega ef vjer snemma á lífs- leið vorri eignumst góðvin, sem vjer njótum lengi, og engan skugga ber á. Það er mikill og markviss ávinningur að kynnast góðum vini. Göfugri mannssál. Það er sjaldgæft að finna svo heilsteyptar, göfugar sálir, að þær stöðugt vinni og vaxi við náin kynni við vandalaust fólk. Þó er þetta til. Og hún, sem jeg mæli hjer eftir, var ein af þeim. Hún var elskuleg sál í þess orðs víðustu merkingu, sem vjer menn leggjum í það orð. Jeg hefi enga manneskju þekt svo jafn- geðja sem hana. Síkát og spaug- söm. Svo táhrein og soralaus í prði og athöfn, að fágætt mun vera. Falslaust og fagurt hjarta, sem með gleði sinni og góðleik vermdi hvem mann, sem hún mætti. Þetta var henni engin upp- gerð, enda ekki fokið út í veður og vind þegár búið var að snúa við henni bakinu. Það var svo samgróið insta eðli hexmar, að það var hluti af henni sjálfri. Og þessvegna entist það henni með- an hjartað bærðist. Og vegna þess þótti öllum vænt um hana, sem nokkur kynni höfðu af henni. Slík- ar konur lifa ekki til einskis. Þær eru hóglátar og hljedrægar, en hljóta með hinum óvenjulegu yfirburðum sínum að móta að meira eða minna leyti þá, aem oru þeim samvistum, eða hafa af þeim náin kynni. Af því, sem hjer hefir verið sagt um geðslag Kristínar sál., dettur ef til vill mörgum í hug, að þessi manneskja hafi ávalt setið sólarmegin í lífinu, og þess vegna sje þetta ekki fullgildur mælikvarði. Lífið Ijek ekki altaf við hana á þann hátt, sem vjer mælum. Það mætir margt á langri æfi. Sumu af því umþokar enginn mánnlegur máttur, en um annað þýðir ekki við menn að sakast, þó hægt sje um að kenna. Kristín þoldi miklar líkamlegar raunir. Hún var meira en 16 síðustu ár -æfinnar örkumla manneskja. Um noklcurt skeið algerlega rúmföst. En lengi fylgdi hún fötum, þó hún kæmist ekki óstudd um þvert herbergi. Hendur hennar voru svo bæklaðar, að hún gat ekki tekið í hendi manns, og ekkert unnið sjer til afþreyingar. Þetta virðist vera fullgild prófun um viðhorf til lífsins vandamála. Þeim sem lítt eða ekki þektu til, er það því ráðgáta, hvernig svo næm og fín- gerð kona gat þolað þessar löngu þrautir án þess að. bugast og breyta lífsviðhorfi vegna þeirra. En það var svo einkennilegt, að þrátt Lyrir þetta er eins og gleði hennar og góðleikur og viðhorf liennar til lífsins örðugu vanda- mála hafi aldrei staðið styrkari fótum í hennar sál nje verið henni skiljanlegri en þá, er hún var mest þjökuð. Þarna er listin að lifa. Hún mælti aldrei æðruorð út af veikindum sínum, og af tali hennar öll þessi Jöngu ár var ekki hægt að draga, þá ályktun, að hún væri veik. Yar hún svo heimsk, köld og kærulaus? Nei, hún var fíngerð og kærleiksrík svo að af bar. Slcildi vel og tók eftir getu ríkan þátt í kjörum þeirra, er bágt áttu. Henni var eitt óskiljanlegra en alt annað: kærleikur Guðs. Þangað var því að leita að hinum góðu eiginleik- um hennar, og styrks hennar í hinum miklu veikindum. Jeg mun lengi minnast þessarar 6 ára samveru, er hún dvaldi í „Stínú kamersi“ á Litlateig. Það var enginn salur þetta herbergi, á því var ekki nema einn lítill gluggi. En a. m. k. meðan „Stína“ dvaldi þar, var það nógu stórt, hlýtt og bjart. Rökkurstundirnar þar, og margar aðrar, þegar jeg sat þar með tveimur „perlum“, verða mjer ógleymanlegar og mikill ávinningur. Kristín sál. var fædd í Geir- mundarbæ á Akranesi 18. okt. 1865. Eoreldrar hennar voru Sig- urður Erlendsson og kona hans Guðrún Guðmuudsdóttir, sem lengi bjuggu þar. Kristín dó þar og dvaldi þar allan aldur sinn, að undanteknum 6 árum, er hún dvaldi á Litlateig, frá 1912—1918. Alsystir Kristínar var Ingibjörg heitin kona Jóhanns Eyjólfssonar frá Sveinatungu. -En hálfbróðir hennar að móðurinni var Guð- mundur Guðmundsson frá Deild. Kristín giftist eftirlifandi manni sínum Erlendi Tómassyni frá Bjargi hinn 16. maí 1891. Voru þau bræðrabörn. Þau eign- uðust eina dóttur barna, Guð- rúnu, sem nú býr í Geirmundarbæ. Hún er gift Kristni Gíslasyni frá Ármóti, eiga þau tvö börn, Elínu Kristínu og Gísla Teit. Gerðu þau öll það, sem í þeirra valdi stóð, til þess að ljetta þennan sjúkdóms kross. Jarðarför Kristinar fór fram á Akranesi 8. f. m. að viðstöddum fjölda fólk*. Blessuð sje minning mætrar konu. Ól. B. Bjömsson. í „Politiken" birti Karl Höjer í fyrradag langa grein um mögu- leika þess að útvega dönskum bændum landrými til búskapar á íslandi. Telur hann að land sje nóg fyrir hendi og mundi báðum þjóðuin verða hagur að slíku. PÚ. 002 ® 0 2® fKOIliALT Dagbók. I.O. O.F.5= 1201013872 — V.F.* Veðurútlit í Reykjavík í dag: Allhvass A. Úrkomulaust að mestu. Veðrið í gær (miðv.d. kl. 5) : Alldjúp lægð um 500 km. suður af Reykjátiesi á hreyfingu NA- eftir. Vindur er sumstaðar all- hvass A á Suður- og SV-landi, en hæg A-ált norðan lands. Dálítil rigning á Norðvesturlandi, en þurt í öðrum landshlutum. Hiti 2—4 st. nyrðra en 5—7 st. syðra. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. Næturvörður er í Ingólfs og Laugavegs apóteki. Lágafellskirkja. Messað verður n.k. sunnudag 16. okt. kl. 12.45 (altarisganga). Síra Garðar Svav- karsson messar. Fimtíu ára er í dag frú Kristín Pr. Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 62. 68 ára verður í dag Jóhanna Guðmundsdóttir, Traðarkotssundi 3. Hjónaefni. Nýlega haía opin- berað trúlofun sína ungfrú Hanna Þorsteinsdóttir, Laufási í Vestm,- eyjum og Guðlaugur Ólafsson, Garðsstöðum, Vestm. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saruan í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni, ungfrú Sigur- veig Þóra Kristmanns og Jón Þórðarson verslm. Heiinili ungu hjónanna er á Smiðjustíg 11. Gifting. Gefin hafa\ verið sam- an í hjónaband í Vestmannaeyjum Helga Jónsdóttir, Garðsstöðum ag Eðvald Valdórsson. Hjónaband. í Vestmannaeyjúm hafa verið gefin saman í hjóna- band Þórhildur Sigurðardóttir og Kjartan Guðmundsson frá Rvík. Hjúskapur. Gefin Piafa verið saman í hjónaband’ í Veátmanna- eyjum Mágnea Þórarinsdóttir úr Reykjavík og Haraldúr Gíslason, Skálholti, Vestm.eyjum. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik HallgrímsSyni ungfrú Lilja Sigurðardóttir og Eiríkur Þorsteinsson trjesmiður. Heimili briiðhjónanna er á Hverfisgötu 104 A. „Bræðrakvöld'*. Plókksbræðum- ir sjá um úndírbuning og efnis- skrá 11 pp.tkoHi 1 i á t íðar inna r í Hjálpræðishernum í kvöld. Majór Ernst Gregei'sen stjórnar. Sjer- stök strengjasveit og lúðraflokk- ur spilar. Þar verður líka númera- borð með góðum munum og veit- ingar. Sjómannasto^an er flutt á Vest- urgötu 12. Hiin er opin daglega rfá kl. 9 f- h. til 10 e. h. Spegiriivn kemur út á morgun. ÚtvarpiS: 20.15 Erindi: Meira prjónles! (frú Laúfey Vilhjálmsdóttir). 20.35 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson). Gullbruðkaup eiga i dag Sigurbj örg Jónsdóttir og Guðm. Jónsson til heimilis að Urriða koti í Garðahreppi. Lá við slysi. í gærmorgun kl. 8i/a var bíl ekið inn Laugaveg og er hann kom á móts við húsið nr. 159 sá bílstjórinn tvær smátelp- ur á veginum fyrir framan bíl- inn. Hægði hann ferðina og ætl- aði að aka framhjá telpunum, en önnur þeirra lenti á bílnum og fjell við á götuna. Hana sakaði þó ekki neitt að ráði. 50 ára afmæli átti í gær frú Helga Bachmann, Preyjugötu 15. Samsæti fyrir Guðm. Ólafsson er ákveðið að halda í Oddfellovr- húsinu n.k. sunnudag kl. 6 e. h. í tilefni af 20 ára afmæli hans sem knattspyrnuþjálfara. Þátttökulisti liggur frámmi hjá versl. Ilar. Árnasonar, og eru væntanlegir þátttakendur í samsætinu beðnir að rita sig á listann sem fyrst. Ríkisskip. Súðin fór frá Blöndu- óti kl. 3y<z í gær áleiðis til Hvammg tanga. Esja er í Reykjavík. Hessian, 50” og 72” Ullarballar, Kiötpokar, Binðigarn og saumgarn ávalt fyrirliggjandi. tíLAFUR CÍSLASON'r) / Sími 1370. é-XjoJ/yf REYKJAVÍK - Kaupirðu góðan hhit, þá mundu hvar þú f jekst hann. Föt af fínustu gerð og tegund fá menn best í ÁLAFOSS. — FRAKKAR TIL VETRARINS BESTIR. Verslið við ALAFOSS, Þingtioltsstræti 2, Ðvsgingarefni. Þeir, sem vantar byggingarefni, taki nú eftir: Sænsk furutrje 900 fet 4x3% þuml. 1400 fet 4%x4y2 þuml. 1200 fet 4y>x5 þuml. ennfremur 3 trje 19 feta 10x10 þuml. vil jeg selja nú strax. Athugið að vjelsaga má stærðirnar í smærri stærðir. Sigbfdra Irmann. Símar 3244 og 2400. Til Þingvalla 21.00 Frá ptlöndngi. . /í/ 21.15 Uyarilsbljófðiiveiíin ,,?lerluir. 21.40 TFTi-jómrdötui’: Andl’ég i.ónlist 22.00 Dagskráríok. I ' .......... alla mlðvikudaga og sunnudag'a §leindór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.