Morgunblaðið - 19.10.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1938, Blaðsíða 4
M 0 R G U N B L A ÐI £> Miðvikudaffur 19. pkl. 1938. KVENÞJOÐIN OQ HEIMILIM Sparið umbúðirnar og kaupið í pökkum, kosta aðeins 100 gr. pk. kr. 0.35 200 —--------- 0.65 500 ---------- 1.50 Snyrtistofa Nú eru hanskarnir slutlir Nýtísku hanskar. Hinir háu hanskar, sem tíðkuðust svo mjög í fyrra og' hitteðfyrra, sjást nú varla. Hanskarnir eru nú stuttir, en oft prýcldir allskonar útsaumi, eins og sjest á myndinni. Verið fagrar, konur! Ný Hirschsprung-handbók SMUK“ hefir frú Lis Byrdal kosið að kalla nýjustu Hirschsprungs-handbókina, sem hún hefir skrifað í sínum, ljetta og fjörleg-a stíl. Hún tekur þar til meðferðar öll möguleg vandamál, er snerta kvenlega fegnrð í hinu daglega lífi, og lætur í tje ótal heillaráð kvenþjóðinni til handa, til leið- beiningar í þeirri miklu list að vera kona aðlaðandi og óaðfinn- anleg á þessum tímum öfga og samkepni. Húsmóðirin fær áminningu um að halda fimtíu ára fegurðaráætl- un, og ungu stúlkunum er sagt til syndanna fyrir ýmsar smá yfir- sjónir, sem þær gera sig sekar í daglega og óafvitandi. Auk hinna mörgu og rösku ráð- leggiuga til viðhalds góðu útliti, áminninga um hreinlæti og snyrti- mensku í hvívetna, fylgja upp- skriftir af smyrslum og meðulum fyrir mismunandi veikt eða heil- brigt hörund og skemtilegar teikningar skreyta lesmálið. ★ Sem lítið dæmi skulu her nefnd nokkur viðvorunarorð, sem höf- undur ætlar kvenfólki að fylgja, vilji það vera vinsælt, aðlaðandi og vel þokkað: Maður má ekki — — púðra sig og snyrta á kaffi- húsi, —> soga að sjer tóbaksreyk ,og blása honum út um nefið, — gefa þjóninum fyrirskipanir, þegar maður er í fylgd með karl- manni, — gorta af fyrri aðdáendum við karlmenn, — tala um góðverk, sem maður ætlaði að gera, en aldrei varð úr, — þvkjast vita betur en allir aðrir, — gleyma að skila bókum, sem maður fær lánaðar, — troða í töskuna sína, svo að hún sje eins og útblásinn belgur. — reyna að ala aðra upp, — draga á langinn að svara skriflegu boði lengur en í 24 klnkkustundir, — ryðjast inn í sæti sitt í ieik- húsi eða bíói og snúa baki í þá, sem standa upp fyrir manni, eða gleyma að þakka þeim, — gleyma að hrósa fólki, sem á hrós skilið, — tala um sín eigin veikindi eða peningamál, — altaf þykjast hafa á rjettu að standa og ota fram sínu áliti á lilutunum, — vera áberandi í klæðaburði eða ganga með eldrauðar, málað- ar neglur, — vera á g'öngu á háum hæl- um, eða á skemtistöðum á göngu- skóm, — gera sjer dælt við menn, sem aðrar konur eiga rjett á, — láta á því bera, þó að mað- ur sje afbrýðissamur, — vera hræddur við að spyrja um það, sem maður ekki veit, — setja xit á börn annara, — vera allar stundir utan í þeim, sem maður elskar, — smjaðra fyrir fólki, hvort sem það stendur ofar manni eða neðar, — vera óþolinmóður yfir neinu, — rífast svo aðrir heyri það en mótstöðumaðurinn. — blanda sjer í þrætu annara. Tísku-revya i Nýja Bió: „Manhattan Cocktail" Tískusýningar eru heldur ný fyrirbrigði í þessum bæ, en eftir þeim móttökum og aðsókn, sem þær tískusýningar, sem hjer hafa verið, hafa fengið, er ekki að efa, að kvenþjóðin fjöhnennir í Nýja Bíó, er það sýnir „Manhatt- an cocktail". En það verður nú á næstunni. í raun og veru er mypclin ein glæsileg tískusýning frá upphafi til enda, þar sem bestu sýningar- stúlkur Ameríltu sýna nýtísku klæðnað, eftir franska og ame- ríska tískusnillinga, alt frá óbrotn- ustu sportklæðum, til íburðarmestu kvöldklæða. Og alt er þetta íneð liinu ótrúlegasta, litskrúði — myndin er öll í cðlilegum litum. Þessi tískurevya er skemtilegt sambland allskonar sýninga, „coektail", hristur saman og tengdur með veikum efnisþræði, sem tekst, þó þunnur sje, að skapa heillega kvikmynd. Og inn á milli er skotið hressandi sýningum lista- manna og dansmeyja, sem steppa og renna sjer á rúlluskautum, dansa og syngja, svo að allir hljóta að komast í gott skap. viljugan, í lið með sjer. En sjálf- ur er hann að bugast efnalega og andlega undir heimtufrekju eig- inkonunnar, sem setur hann á höí- uðið, með dutlungum sínum og draumórum um leikkonuhæfileika. ★ Eins og fyr segir mun lrven- fólkið án efa kunna að meta „Man- hattan cocktail“. Herrarnir hafa líka< gaman af fallegum fötum og kvenlegri fegurð, þó á kvikmynd sje. Því er „Manhattan eoektaiI“ einnig nokkuð fyrir þá. — Af hverju gefur þú mjer demantshring? Mig, sein langaði mest af öllu í bíl. — Það var ómögulegt að fá éftirlíkingu af bíl. Joan Bennet stelst til að vera sýningarstúlka. Sjónarsviðið er stórt tískuhús, þar sem alt. er á ferð og flugi, og stjanað er við sjervitra viðskifta- vini á alla lund. Forstjórinn, Warner Baxter, er aðlaðandi og karlmannlegur, og Joan Bennet sómir sjer einkar vel í litmynd. Hún leikur hina ungu brúði, sem vill ekki giftast pen- ingum miljónamæringsins, og fær forstjóra tískuhússins, nauðugan A'.V 'I Vý.y-5A’ Viljum vekja athygli okk- ar heiðruðu viðskiftavina á því að við höfum fengið hin margeftirspurðu þýsku Hanskaskinn í öllum litum. Pantanir saumaðar eftir frönskum blöðum. Saumum einnig herra- hanska. Hanskinn Lækjargötu 4. Sími 5430. Golftreyjur, óvenju mikið úrval. Náttermar og ullarnærföt á konur og börn. • Rykfrakkar, karla, nýtt úr- val, verð frá kr. 44.00. Alullarfrakkar kr. 108.50. Ullarsokkar, barna, karla og kvenna, koma í húðina daglega. Húsmæðrafjelag Reykjavíkur hefir í hyggju að hafa ókeypis til- sögn í handavinnu og dönsku, 1 eða 2 kvöld í viku, fyrir stúlkur, sem tækifæri hefðu til að notfæra sjer það. Þær stúlkur, sem kynnu að vilja sinna þessu, geta fengið nánari upplýsingar í síma 4740 og 3227. Þykk og hlý útiföt, barna, nýkomin. Rennilásar, margir litir, 10 —40 cm. Tölur, hnappar, spennur o. fl., fjölbreytt úrval. VESTA Laugaveg 40. Sími 4197.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.