Morgunblaðið - 19.10.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1938, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. okt. 1938^ IDanmöi’ku er mál eitt á döf- inni, sem vakið hefir mikla athygli og umtal í blöðunum. Erfingjar konu einnar, frú Bekkevold, hafa höfðað mál gegn lækni frúarinnar, Alexander Brön um. Deilan stendur um rjett dauð- veikrar konu til að ákveða hvað verður um eignir hennar, og um læknirinn, sem ekki vill svíkja loforð sitt. Forsaga málsins er í fáum orðum þessi: F'rú Bekkevold. sem gekfe með ólæknandi krabbamein, bjó með syni sínum, en átti auk þess dótt- ur, sem er gift. Sjálf var frúin skilin frá manni sínum. Frúin hafði árangurslaust leit- að lækninga við sjúkdómnum og dag nokkurn gerði hún boð eftir fjölskyldlækninum, Alexander Brönum yfirlækni og bað hann fyrir pakka, sem hún fól honum að geyma þar til sonur hennar yrði 25 ára gamall. Þá átti son- urinn að fá pakkann og það, sem í honum var. Yfirlæknirinn tók við pakkanuin og íofaði að gera eins ’og frúin iagði fvrir hann. Læknirinn geymdi pakann í bankahólfi sínu. Skömmu síðar framdi konan sjálfsmorð. iÞegar pakkinn var opnaður reýndist vera í honum sparisjóðs- bók og verðbrjef að upphæð 16000 krónur. Erfingjar frú Bakkevold, aðrir en sonurinn, líta svo á, að frúin hafi ekki haft leyfi til að gefa syni sínum þetta fje án þess ao gera erfðaskrá, og krefjast þess, að læknirinn afhendi dánar- búinu pakkann til þess að hægt verði að skifta fjenu milli allra erfingjanna. Læknirinn hefir neitað að verða við þessu og segist ekki muni afhenda pakkann fyr en dómur sje fallinn í málinu. ★ Pegar þeir Ilitler og Chamber- lain ræddust við á dögunum í Godesberg, voru tveir túlkar viðstaddir, Þjóðverjinn Schinidt og Englendingurinn Kirkpatriclc. Aðeins annar þeirra, Schmidt, íief- ir þá atvinnu að vera túíkur. þlann var í mörg ár túlkur hjá Þjóðabandalaginu í Genf áðúr eii Þýskaland sagði sig úr því. Dr. Schmidt er tungumálasnill- ingur. Hann talar reiprennandi 7 tungumál fyrir utan sitt eigið 1 móðurmáí, en hann þýðir ekki nema þrjú þeirra, ensku, frönsku og ítölsku. Það gerir hann líka alveg lýtalaust og málin kann hann svo vel, að hann getur þýtt úr ítölsku á frönsku og úr frönsku á ensku og yfirleitt leikið sjer að þessum málum eins og' honum sýn- ist. Þegar Lansbury gamli kom tií Berlín var Schmidt túlkur hans, og er Lansbury kom heim gat hann þess, að Schmidt væri þestu túlk- ur, sem hann nokkru sinni liefði hitt. Breski túlkurinn í Godesberg, Mr. Kirkpatriek hefir verið aðal- ritari í bresku sendisveitinni í Berlín síðan 1933 og er álitinn vera besti þýskumaðurinn af öll- um erlendum sendisveitarstarfs- mönnum í Berlín,þó franski sendi- herrann, Poncet sje tekínn með, en hann er doktor í þýskum bók- mentum við Sorbonneháskólann. ★ í Bússlandi búa Í70 miljónir, segir danskt blað, en það er skrítið hvað maður heyrir lítið af hinum 169.999.999 íbúunum. í ★ Þrettán ára gamall piltur frá Bandaríkjunum, Bobby Stab, hefir ferðast 20.000 kílómetra sem laumufarþegi. Hann strauk að heiman í fyrra og er nú nýkom- inn heim, eftir að hafa ferðast kringum hnöttinn og mest af leið- inni sem laumufarþegi. ★ MÁLSHÁTTUR. Sá hefir gæfu, sem Guð vill. Jfoufts&afuw Reynið nýja hárvatnið Tricho- san — S. Gerir fölt hár glans- andi og fallegt. Eyðir flösu og læknar hárlos. Er jafn gagnlegt konum sem karlmönnum. Fæst í rakarastofunni í Eimskipafje- lagshúsinu. Sími 3625. Kaldhreinsað þorskalýsi sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. Ottoman og 2 stoppaðir stólar og stólkerra til sölu nú þegar, Bræðraborgarstíg 15 (uppi). FóIksbíII í góðu standi óskast keyptur. Uppl. í síma 4094. Ferðagrammófónn lítið not- aður ásamt mörgum plötum, til sölu með tækifærisverði á Urð- arstíg 12. Sími 1615. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19, gerir við kvensokka, stopp ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum. Fóta-aðgerðir. Geng í hús og veiti alskonar fóta-aðgerðir. — Unnur Óladóttir. Sími 4528. DCttSTLœO'L Skerjaf jörður. 1 Skerjafirði óskar einhleypur maður eftir vistlegu herbergi með ljósi og hita og ræstingu frá næstu mán- a’ðamótum. Upplýsingar í síma 2761 kl. 12—2 daglega. Smokingföt á meðalmann til sölu. Uppl. í síma 1903. Til útsaums. Ábyrjaðir púð- ar og fl. Hverfisgötu 21, aust- urdyr uppi, kl. 2—4 nema föstudaga og laugardaga. Inga Lárusdóttir. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, dropaglös með jskrúfuðu loki, whiskypela og jbóndósir. Sækjum heim. Versl. Hafnarstræti 23 (áður B..j3* í.) Sími 5333. Kaupum flöskur, flestar teg. jSoyuglös, whiskypela, meðala- 'glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. ÍJíC&yitnLncjav Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum. j Bifreiðastöðin Geysir. Símar 1633 og 1216. Góðar bifreiðar upphitaðar. Opin allan sólar- hringinn. Borðið daglega 4 rjetti, góð- an mat. Kr. 1,25 fyrir karla^. kr. 1,00 fyrir dömur. Seljum; nýsoðin svið á kr. 1,00 með rófustöppu. Matstofan Royal„. Túngötu 6, sími 5057. Blandað Hænsafóður í sekkjum og lausri vigt.. vtsm Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. (J éröbréfabankini 9 c Austcrrslr. 5 símí 5652.Opi6 kl.11-12o^-1-' annast kaup og sölu allra YERÐBRJEFA. uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiim'.miiitiiimiiiiiiiiiiiiiit | Liffur, H|örlu | | og Svið. | | Nýtt dilkakjöt í smásölu og 1 heilum skrokkum. I Jóh. Jóhannsson = Grundarstíg 2. Sími 4131. 5 =s 3 3 iiiimimiiiiiiiiiiitimmiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiimiiiiiiiiiiniiimi’ Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. ódýrir frakkar fyrirliggj- andi. Guðmundur Guðmundsson döriiuklæðskeri. Kirkjuhvoll. Tintburverslun 1 ?. W. 'Jacabsen & 5ön R.s. Stofnuð 1824. = = Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn 8. =H Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- ^ mannahöfn. ---- Eik til skipasmíða. - Einnig heila skipsf&nna frá Svíþjóð og Finnlandi. Hefi verslað við ísland í circa 100 ár. HARGARET PEDLER: DANSMÆRIN WIELlTZSKA 68. Það leið hálftími, áður en Gillian loksins tókst að fá konuna til þess að segja þeim, hvar Michael væri. Það kom í Ijós, að hann liafði verið beðinn að mála mynd af ítalskri hefðarkonu og var í Rómaborg. Gillian varð mjög einbeitt á svip, er hún heyrði það. „Jeg fer til Róm“, sagði hún í ögrandi róm, og Dan gat ekki stilt sig um að brosa. „Já, eðlilega“, svaraði hann. „Og jeg kem auðvitað með j7ður“, bætti hann við. „Þjer eruð besti maður, Dan“, sagði hún allra mildi- legast. „Jeg var danðhrædd um að þjer mynduð koma með þá tillögu að senda Michael skeyti, eða eitthvað því um líkt. Jeg treysti engu slíku framar“. Hún sendi því aðeins skeyti til lafði Arabellu og sagði henni hvert þau ætluðu, og nokkrum klukku- stundum síðar óku þau suður á bóginn í hraðlest- i.nni. Þau ferðuðust dag og nótt, og Gillian var mjög þreytt, er þau loksins komu til Ítalíu Ný vonbrigði biðu þeirra, er þau komu á gistihúsið, þar sem frú Ribot hafði sagt þeirn að Quarrington byggi. Þar var þeim sagt, að hinn frægi málari hefði farið þaðan fyrir tæpum mánuði. En hóteleigandinn hafði heimilisfang hans, og það fjekk Gillian. „Ó, hann er í Normandi“, sagði hán innilega von- svikin. „I Armanches! Dan, við verðum að fara aftur til París og þaðan út að ströndinni“. „Já“, svaraði hann. „En þjer farið ekki hjeðan fyr en á morgun!“ „Jú, jeg verð‘% sagði Gillián. „Við megum ekki missa eina mínútn“. „Við megum betur við því að missa einn dag, en þrjá eða fjóra, en það gerum við, ef þjer verðið yfir- fallin af þreytu á Ieiðinni“. „Það kemhr ekki til“, andmælti liún. „Jæja, það er ágætt. Engu að síður höldum við kyrru fyrir hjer til morguns, svo að þjer getið fengið heilnæman nætursvefn í nótt“. „Jeg gæti hvort eð er ekki sofið“, sagði hún. „Við skulum leggja af stað strax. Dan, jeg bið yður —“. Hún skjögraði óg fálmaði með höndnnum út í loft- ið. Dan náði rjett aðeins að grípa hana, áður en hún fjell í yfirlið. Viku seinna rann lestin inn á brautarstöðina í Bay- eux, og Gillian stökk á fætur, föl og veikluleg. „Hanaingjúnni sje lof, að við loksins erum komin Iiingað!“ hröþaði hún. Storran tók í hönd hennar og studdi hana, meðan lestin nam staðar. „Já, loksins erum við komiu", sagði hann. „Nú er að finna ökutæki og komast til Armanches!“ Eins og hann hafði spáð, hafði þeim seinkað, vegna þess að Gillian hafði gefist upp af þreytu og orðið að liggja rúmföst í nokkra daga á gistihúsinu í Róm. Þegar hitasóttin rjenaði, svaf hún tímum saman. Ilinn þreytti líkami krafðist uppbótar fyrir allar vök- urnar á ferðalaginu. Og Dan fjekst ekki til þess að halda ferðalaginu áfrain, fyr en eftir fjóra daga, og þá Ijet hann tilleiðast eingöngu vegna þess, að hann óttaðist að Gillian myndi verða alvarlega veik af á- hyggjum yfir frekari töfum. Armanches var lítið og fáment sjávarþorp. Hin fagra strönd staðarins lokkaði marga fe'rðamenn þang- að, og það var gestkvæmt á litlu og gamaldags kránni. Húsfreyjan heilsaði þeim brosandi með rjóðar kinn- ar Þegar þau mintust á Quarrington, færðist samúðar- svipur yfir hið góðlegá andlit hennar. Hún sagði, að hann væri þarna, en að hann liefði verið mjög veikur af inflúensu. Hefði fengið hana daginn sem hann kom, fyrir rúmum mánuði. En riú væri hann á hatavegi. Hún varð áhyggjufull, þegar hún vissi, að þau ætl- uðu að tala við hann, en bauðst þó til að spyrjast fyrir um það, hvort hann vildi taka á móti þeim. Grey! Hjet frúin Grey? Þá átti hún símskeyti hjá henni! Gillian var mjög óróleg, er húsfreyjan fór af stað, tíl þess að sækja skeytið. Gat ]>að verið, að Magda hefði þegar----------? Nei, ]>að var útilokað. Lafði Arabella myndi sjá um, að það kæmi ekki fyrir. Gillian treysti henni til þess að sjá um hvaða vandamál sem var. Engu að síður höfðu þtu sent henni heimilisfang sitt í Normandie. Gillian reif upp skeytið og þau lásu það sanian: „Magda er fast ákveðin í því að fara til London á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.